Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 22. nóvember 1985
Madness (Sg)
-poppsíðan
Umsjón: Tómas Gunnarsson
breyst í gegnum árin, ég lít alvar-
legar á hlutina. Shut Up er líka
uppáhaldsmyndband, en ekki
uppáhaldslag. En myndbandiö er
gott, mjög gott.“
- Hvenær heldurðu að þú
verðir of gamall fyrir poppstjörnu-
hlutverkið? (Suggs er 24 ára.)
„Á síðasta tónleikaferðalagi,
fannst mér ég stundum alveg við
að verða brjálaður, eða of
gamall. En ég held að þannig
hugsi maður hvað sem maður er
gamall, nema maður heiti Mick
Jagger."
- Heldurðu að þið eigið eftir
að ná 21 smelli í viðbót?
„Maður á ekki að hugsa sér að
maður eigi eftir að slá svo í gegn.
Það er fölsk fullnæging. En von-
andi eigum við eftir að ná mörg-
um smellum. Eins og staðan er í
dag væri það mjög ánægjulegt
að ná 21 smelli í viðbót, því við
höfum svo margt að segja.“
Það verður líka að teljast frek-
ar ótrúlegt að við höfum heyrt í
Madness í síðasta sinn, þeir
hafa nú átt tvo smelli með stuttu
millibili, Yesterday’s Men og
Uncle Sam. Einnig er nýjasta
breiðskífa þeirra Mad Not Mad í
háum gæöaflokki.
Við vonum að Madness lifi
áfram og haldi áfram að senda
inn í tilveru okkar skemmtileg og
vönduð popplög.
Nú eru rétt rúmlega sex ár
frá því að hljómsveitin
Madness sló í gegn í fyrsta
sinn með laginu The Prince.
Núna þegar Madness hefur
gefið út sinn 21. smell á jafn-
mörgum smáskífum, þótti
réttast að staldra aðeins við
og ræða lítillega við Suggs.
„Ég hef breyst mikið síðan ég
byrjaði í Madness, þá var ég að-
eins 19 ára og ekki mjög verald-
arvanur. Ég hef líka hækkað dá-
lítið, í það minnsta þarf að síkka
flestar buxurnar mínar frá þeim
tíma.
Ég er sama persónan, en geri
mér betur grein fyrir umheimin-
um sem og sjálfum mér. Ég er
ekki eins þröngsýnn og ég var og
tek fólki með opnara hugarfari,
það breytti miklu þegar ég varð
pabbi, þú verðurekki líkt því eins
eigingjarn, þú hefur hreinlega
ekki tíma til þess, þú færð það á
tilfinninguna að þú berir ábyrgð
á einhverjum, berir ábyrgð á lífi
hans. Ef þú heldur á þriggja ára
snáða og hann brosir til þín, þá
smáskífur.:_______________
Michel Cretu
Samurai
Hér er að verki sami maðurinn
og stendur bak við Söndru.
Hann stjórnaði upptöku og út-
setti lagið Maria Magdalena.
Skyldleikinn er auðsær og því
ættu aðdáendur Söndru að
taka þessu lagi vel. Lagið er
fagmannlega unnið, en fær
ekki ýkja háa einkunn fyrir
frumleika.
Madness
Uncle Sam
Æringjarnir í Madness (dálítið
þreytt klisja) á ferðinni með
er það svo augljóst hvað þú hefur
mikið að segja.
Ég á tvö börn, Scarlet og Viva.
Það eru margir skemmtilegir hlut-
ir við það að eiga krakka, þú skil-
ur hve undursamlegt lífið er, hve
erfitt, en samt sem áður þess
virði. Þau opna augu þín fyrir því
hve fólk er í raun og veru gott og
heimurinn slæmur. Sakleysi
þriggja ára barns er óvéfengjan-
legt.“
- Hvað myndir þú segja við
Margaret Thatcher, ef þú hittir
hana í partýi?
„Ég myndi ekki vita hvar ég
ætti að byrja. Ef ég væri fullur
myndi ég ábyggilega hrinda
henni eða sparka í hana, ég
myndi verða reglulega ruddaleg-
ur við hana vegna þess að það
myndi ekki hafa neinn tilgang að
reyna að vera alvarlegur og tala
um ástandið hér í Englandi, það
er mest niðurrífandi hlutur sem
ég þekki.“
- Áttu þitt uppáhalds Mad-
ness myndband?
„Já, ef til vill It Must Be Love,
vegna byrjunarinnar í kirkjugarð-
inum. Skoðanir mínar hafa
nýja smáskifu af betri gerð-
inni. Hressileikinn í framsæt-
inu og lagið gott og virkilega
uppörvandi fyrir hugann. Á
skilið að ná langt.
Feargal Sharkey
Good Heart
Fyrrverandi söngvari The
Undertones er nú kominn út í
sólóferil. Þetta er þriðja
smáskífan sem hann gefur út
og hans langbesta til þessa.
Lagið er skemmtilegt, létt og
grípandi. Þægileg laglína
samfara góðum söng.
KIWANIS
Félagaskrá 1985-’86
Ágúst Ellertss., skipasm........ 22898
Árni Harðarson, framrm.......... 25489
Ásgeir Rafn Bjarnas., sölustj... 22789
Birgir Stefánsson, bifvélavm....21021
Bjarni Sigurjónsson.............. 26762
Bjöm Kr. Björnsson, skrifstm.... 25009
Eiríkur Rósberg, taeknifr....... 24411
Erling Aðalsteins., klæðsk...... 22030
Gísli Jón Júlíuss., verzlm...... 22839
Gunnar Frímannsson, rafv........ 22015
Hallgrimur Arason, veitingam. ... 21544
Haukur Sigurðsson, viðskfr...... 23438
HaukurTryggvason, framrm........ 25758
Helgi Jónsson, rafvirki......... 26331
Höröur Tulinius, forstjóri...... 22610
Ingimar Eydal, kennari..........21132
Jósep Zóphoníasson, bifw........ 26363
Karl Jónsson, húsasmiður........ 24795
Kristinn Jónsson, ökuk........... 22350
Kristján Snorrason, bakari...... 23897
Oddgeir Sigurjónss., mjólkfr.... 25496
Óskar Hjaltalín, verzlm......... 22266
Pálmi Stefánss., verzlunarstj... 23049
Rafn Hjaltalín, bæjargjaldkeri..21045
Sigurjón Jónsson, trésmiður..... 23005
Stefán Jónsson, plötusmiður..... 26395
Sveinn B. Sveinss., bankam...... 22370
Sævar Vigfússon, framkvstj...... 24578
Vébjörn Eggertsson, rafvirki.... 23244
Þorsteinn Konráðsson, vélsm. ... 22337
Viö viljum bæta viö nýjum félögum.
Ef þú hefur áhuga vinsamlega hringdu
í einhvern ofanritaöra.
Kiwanisklúbburinn Kaldbakur.
Y skrifstofu N.T.
frá kl. 1-5 og U
ÍF upplýsingar ur
Komið og '
Terru í Reykjavík verður á
: í Sunnuhlíð, föstudag 22. nóvember
3 23. nóvember frá kl. 10-12 f.h. og veitir
ieiraferðri vetrarins.
ykkur þessa sólarparadís.
Dynheimar:
Topp 10
1 (-) Waiting For An Answer
Cosa Nostra
2 (2) Nikita
Elton John
3 (1) White Wedding
Billy Idol
4 (-) Can’t Walk Away
Herbert Guðmundsson
5 (4) Eaten Alive
Diana Ross
6 (7) Running Up That Hill
Kate Bush
7 (8) Living In Japan
Fun Fun
8 (9) This Is The Night
Mezzoforte
9 (5) She’s So Beautiful
Cliff Richards
10 (6) If I Was
Midge Ure
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 114., 117. og 121 tbl. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Eyrarvík, Glæsibæjarhreppi, þingl. eign
Gísla Elrfkssonar o.fl., fer fram eftir kröfu Jóns Kr. Sólnes hrl.
á eigninni sjálfri miðvikudaginn 27. nóvember 1985 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn f Eyjafjarðarsýslu.
Fatamarkaður
Mjög ódýr föt
Fatamarkaður verður í samkomuhúsi Svalbarðsstrandar
helgina 23.-24. nóvember frá kl. 1-7 e.h.
Mikið úrval af góðum fötum á börn og fullorðna.
Gerið góð kaup.
Kvenfélagið verður með sölu á kaffi.
Húseigendur athugiö
Tek aö mér flísalagnir, múrviögerðir og allt alhliða
múrverk. Geri föst verðtilboð. Vönduö vinna.
Egill Stefansson, múrari,
Móasíðu 6c, sími 96-24826.