Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 22. nóvember 1985
___________________________________________________________mannlíí
rsendibréf til sigurlínu.
Ó hann Kári minn
Sæl og blessuð Sigurllna
mín.
Ég hef verið svo
óskaplega tímabundin
og ekki mátt vera að því
að skrifa þór línu. En nú
læt ég verða af því. Æi,
nú hringir dyrabjallan,
biddu aðeins meðan ég
fer til dyra...
Jæja, nú geri ég aðra
tilraun að koma nokkrum
línum niður á blað, hún
Ella Jóns kom í heim-
sókn þannig að ég hafði
ekki tíma til að klára bréf-
ið í dag. Kári er á fundi
og ég ætla að bíða eftir
honum, þó hann segðist
koma seint heim. Klára
bréfið á meðan.
Annar er svo sem ekk-
ert að frétta. Við fórum að
vísu í helgarferð til
Reykjavíkur um daginn
og það var bara gaman.
Ég fór aðeins ( búðir og
eyddi víst allt of miklum
peningum, eða það sagði
Kári. Það var að vísu
hálfpartinn í gríni.
Spaugsemin þú manst.
Hún var að segja mér
hún Ella í dag að Ingi og
Guðný væru að flytja burt
úr bænum, hann fékk
vist einhverja ægilega
góða stöðu úti á landi.
Hún bara mundi ekki
hvar nákvæmlega.
Við vorum að kaupa
okkur nýjar flísar á baðið,
ég sagði þér frá þvi um
daginn að við hefðum
farið og skoðað. Viö ætl-
um að reyna að koma
þeim upp fyrir jólin. Svo
vorum við að hugsa um
að skipta um teppi í stof-
unni, en það verður lík-
lega að bíða til vorsins
og fermingarinnar. Það
er ekki hægt að gera allt í
einu segir Kári.
Mamma hefur verið
dálítið slöpp undanfarið,
legið í flensu. Þannig að
ég hef reynt að hugsa um
heimilið fyrir hana.
Heyrðu þá man ég
það, hvernig var ( sex-
tugs afmælinu hennar
mömmu þinnar? Við
komumst ekki því miður.
Bíllinn var eitthvað bilað-
ur, stóð á verkstæði. En
mig langaði óskaplega
mikið að koma. Ég reyni
að komast um hvíta-
sunnuna.
Jæja, nú heyri ég að
Kári er að setja bílinn inn
í bílskúrinn. Ég ætla að
taka til smá kaffi handa
honum. Ég bið þá bara
kærlega að heilsa þér (
bili og vona að allir hafi
það gott.
Vertu sæl Sigurlína
mín. þfn Guðrún.
Atli Örvarsson blæs lipurlega í trompetinn.
Sólveig Birgisdóttir fór á kostum í söngnum.
Sigurður Gestsson hef-
ur myndarlegri vöðva
en margur annar.
- frá lokatónleikum
djassnámskeiðs
Paul Weeden í Sjallanum
Síðastliðinn sunnudag gekkst Djassklúbbur Akur-
eyrar fyrir fjölskylduskemmtun í Sjallanum á Akur-
eyri og um kvöldið voru svo haldnir tónleikar. í bæði
skiptin komu fram hljóðfæraleikarar sem sótt höfðu
í smiðju Pauls Weeden, sem var í þriðja sinn kominn
til Akureyrar í þeim erindagjörðum að kenna akur-
eyrskum áhugamönnum að leika djass. Á tónleikun-
um gaf að heyra árangur þess sem hljóðfæraleikar-
arnir höfðu verið að nema þessar vikur sem Weeden
stóð við hér á Akureyri. Margar hljómsveitir höfðu
verið settar á stofn og greinilega voru meðlimir
þeirra mislangt á veg komnir í hljóðfæraleiknum en
allir lögðu sig fram og gerðu eins og þeir best gátu.
Andrúmsloftið var létt og afslappað og kennarinn
var alls staðar vakandi yfir óreyndum nemendum, lék
ýmist með, stóð og stjórnaði eða sat úti í sal og
klappaði. Meðfylgjandi myndir tók KGA á fjöl-
skylduskemmtuninni. -yk.
Vöxtur í
vaxtmrœkt
- íslendingar stóðu sig vel
á Evrópumótinu í Finnlandi
Þeir þóttu glœsilegir líkamarnir sem
voru til sýnis almenningi á Norður-
landamótinu í vaxtarrœkt sem fram fór
sunnudaginn 17. nóvember sl. Þar voru
að sjálfsögðu samankomnir allir bestu
vaxtarrœktarmenn á Norðurlöndunum.
Mótið fór fram í Helsinki í Finnlandi.
Keppendur á þessu móti voru tæplega sjötíu
talsins frá öllum Norðurlöndunum, þar af 3 frá ís-
landi. Það voru íslandsmeistarinn sjálfur Sigurður
Gestsson frá Akureyri, Einar Guðmann einnig
frá Akureyri og Hrafnhildur Valbjörnsdóttir frá
Reykjavík, Islandsmeistari í kvennaflokki. Fleiri
áttu kost á að fara á mótið en heltust úr lestinni.
Einnig fóru tveir menn á dómaranámskeið sem
tengdist mótinu.
Árangur var góður miðað við að vaxtarrækt
hefur ekki verið stunduð sem keppnisgrein nema
4 ár á íslandi. Allir íslensku keppendurnir lentu í
5. sæti í sínum flokki. Var það mál manna að Sig-
urður hefði átt að lenda ofar á listanum, slík var
frammistaða hans. Eins og fram hefur komið.
eiga íslendingar engan dómara á svona stórmót-
um og segja menn sem til þekkja að hver dómari
hygli keppanda frá sínu landi. Hrafnhildur sem
„átti salinn“ eins og sagt er, lenti einnig í 5. sæti.
Hrifust áhorfendur mjög af framkomu Hrafnhild-
ar sem var einstaklega skemmtileg og lífleg. Það
kom líka á daginn þegar úrslit voru tilkynnt, að
fimmta sæti var ekki Hrafnhildar að áliti áhorf-
enda. Var mikið púað og baulað þegar hún var
dæmd í 5. sæti. Einar átti í harðri keppni um 4.
sætið en varð að láta í minni pokann að lokum og
lenti í 5. sætinu í unglingaflokki.
Mikill áhugi er á vaxtarrækt og er það ekki ein-
göngu bundið við fólk sem stundar hana sem
keppnisgrein. Mikið er af „venjulegu" fólki sem
æfir sér til heilsubótar. Keppnisfólk á Akureyri er
milli tíu og fimmtán.
Árangur íslendinganna er talinn góður miðað
við þann tíma sem æft hefur verið, eins og sagði
að framan. Því má búast við að árangur eigi eftir
að skila sér enn betur en hingað til á næstu árum.
Vaxtarrækt hefur það fram yfir margar aðrar
íþróttagreinar að meiðsl eru sárafá og geta menn
stundað íþróttina lengur en flestar aðrar. Vitað er
um menn á sextugsaldri sem halda sér ótrúlega
vel. En til að ná miklum og góðum árangri í
íþróttinni sem keppnisíþrótt þarf miklar fórnir.
Mataræði er sérstakt, og þarf að fara mjög vel
með sig, að ógleymdum æfingunum sem þarf að
stunda samviskusamlega. Þegar vaxtarræktar-
maður var spurður hvort „venjulegur" maður
gæti vogað sér með sinn venjulega skrokk, - sem
jafnvel væri farinn að sverna um mittið, - að
koma til æfinga sagði hann: „Það eru allir vel-
komnir og hvattir til að koma í íþróttahöllina. Þar
fá menn tilsögn hjá þjálfuðum manni sem gefur
góðar leiðbeiningar ef einhver vill grenna mitti,
eða bæta brjóstvöðva.“ gej
Hrafnhildur Val-
björnsdóttir vakti
mikla hrifningu á
mótinu.