Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 12

Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 22. nóvember 1985 líðarandinn Kynning Umsjónarmaður brýtur heilann. Hvað skyldu lesendur vilja? Hugmynd fæðist. Nærstaddir sjá á eftir undirritaðri þjóta með hraða Ijóssins niður á Amtsbókasafn. Hugmyndin sett í framkvæmd. Tíminn, Þjóðviljinn, Morgunblaðið og að sjálfsögðu Dagur, rifin út úr hillunum og hér sjáið þið lesendur góðir afraksturinn. Hvað var að gerast fyrir nákvæmlega 20 árum, í kringum 22. nóvember árið 1965? HIMR VIMSÆLU GEYSI-FJÖLBREYTTU damsleikir í LIDÓ HALDA AFRAM í KVÖLD 7 1. LÚDÓ-sext. og STEFÁN skemmta með allra nýjustu Iög-unum. 2. ÞURIÐUR SIGURÐARDÓTTJR „sló í gegn“ siðustu helgi. Hún syngur í kvöld ný lög. Hér an efa um að ræða nýja „stjörnu“. 3. kynnum nýja söngkonu sigrúnu harðardóttur. 4. KYNNUM NÝJA SÖNGKONU BJARKEY E. magnúsdóttur. 5. TEXTAR koma fram ósamt HAULDÓRU haixdórsdóttur. 6. TEXTI MEÐ LAGINU: „IF YOU GOT TO GO GO NOW“ FYLGIR HVERJUM MIÐA. Aðeíns LÍDÓ býður uno a . svo geysi fjölbreytta dansleiki J^HðHO-SJAIH - SAWFÆRIST Fréttir „Hafnarfjarðarhneykslið.“ í þinginu var veiting sýslu- mannsembættisins í Hafnarfirði til umræðu, og urðu þær um- ræður að því er virðist ansi heit- ar og veitingin umdeild. Embættið var veitt Einari Ingimundarsyni sem sótti um á síðustu stundu. Hann hafði þá verið bæjarfógeti á Siglufirði um 13 ára skeið. Ýmsir töldu að gengið hefði verið framhjá settum bæjar- fógeta í Hafnarfirði í 10 ár, Birni Sveinbjörnssyni, sem hafði ver- ið starfandi við embættið í rúm 20 ár eða allt frá því að hann hafði lokið lagaprófi. Mikil mótmælaalda reis og var þar fremst í flokki sam- starfsfólk hins setta bæjar- fógeta og sýslumanns um lang- an tíma, og fórnaði það störfum sínum til að undirstrika þunga mótmælanna. 12 manns af 13 starfandi við embættið í Hafnarfirði sögðu upp störfum sínum, svo og 5 hreppstjórar af 8 í Gullbringu- sýslu. Var þetta talið hið versta mál. „Miss World.“ Alls 16 keppendur komust í úrslit í keppninni um titilinn „Miss World“ þann 19. nóvem- þer1965. Sigurvegarinn kom frá Stóra- Bretlandi. Fulltrúi íslands í keppninni Sigrún Vignisdóttir komst ekki í úrslit. „Nýr flugvöllur á Patreks- firði tekinn í notkun.“ Blöðin segja frá því að brotið hafi verið blað. í sögu sam- gangna við Vestfirði er fyrsta stóra flugvélin, Viscount Flug- félags íslands, lenti á nýju flugbrautinni á Sandodda við Sauðlauksdal í Rauðasands- hreppi. „Sr. Bjarni látinn." Séra Bjarni Jónsson vígslu- biskup lést 19. nóvember 1965, þá 84 ára að aldri. „Norðlenskar fréttir.“ Dagur segir frá því að 6 ungl- ingar hafi játað á sig innbrot í Flóru og Slippstöðina og ýmsa óknytti aðra. Einnig er sagt frá því að hafin sé herferð gegn rottufaraldri í Akureyrarbæ. Þann 20. nóvember er útibú Iðnaðarbankans á Akureyri opnað að Geislagötu 14. Að lokum má geta þess svona til skemmtunar að í Degi er fjallað um slagorð ríkisstjórn- arinnar „Hallalaus ríkisbúskap- ur“. (Kannast nokkur við þetta?) Kvikmyndahús ( Laugarásbíói var um þessar mundir verið að sýna kvikmynd þá sem tekin var 'á Ólympíu- leikunum í Tokíó 1964. Það voru hins vegar einhverj- ir aðrir leikar eða kannski öllu heldur leikir sem voru á dag skrá á tjaldi Nýja bíós. Þar var verið að sýna eina „bláa“ stranglega bannaða börnum, og var hún kynnt með þeim orð- um sem hér fara á eftir: „Kæri Jón“ er víðfræg, mikið umtöluð og umdeild sænsk kvikmynd um Ijúfleik mikilla ásta. (Þetta þykir umsjónarm. hreint ótrúlega vel orðað.) Þessir hlutir virðast hafa verið mönnum ákaflega hugstæðir, því að í Tónabíói var verið að sýna filmuna um hina léttu og skemmtilegu gleðikonu Irma la Douce með Shirley Mac Laine og Jack Lemmon í aðalhlut- verkum. (Sú var nú aldeilis í anda Pollýönnu.) Hvort sem þið trúið því eða ekki, þá var verið að sýna kvik- myndir um svipað efni í þremur bíóhúsum að auki, um þetta leyti. Það verður ekki tíundað frekar hér. Leikhús í Þjóðleikhúsinu stóðu sýningar á leikritinu „Eftir syndafallið" sem hæst, en hjá Leikfélagi Reykjavíkur voru tvær sýningar í gangi. Þær voru, „Sjóleiðin til Bagdad" og „Ævintýri á göngu- för“ sem þá var búið að sýna í yfir 130 skipti og ekkert lát var á aðsókn, uppselt á allar næstu sýningar. Dansleikir Vinsældir Bítlanna eru í há- marki, og því eðlilega síðhærð- ar elskur að spila í flestum danshúsum. Fjórir saman í támjóum Ið- unnarskóm, rúllukragabolum og í hreint ótrúlega „töff" hljóm- sveitarjökkum. Hvort sem það er tilviljun eða ekki þá byrja nöfn margra hljómsveitanna á bókstafnum T, dæmi: Toxic og Taktar skemmtu í Breiðfirðingabúð, Tónar í Hlégarði og Textar komu fram í Lídó. (Dálítið skondið.) Fyrir þá sem ekki líkaði skarkali bítlahljómsveitanna voru eldri dansarnir í Gúttó. Þar var dansaður ásadans og góð verðlaun í boði. Á Röðli skemmtu nýir skemmtikraftar, Hawaii-dans- parið Bella og Jet. Hljómsveit Elvars Berg lék fyrir dansi ásamt söngkonunni góðkunnu Önnu Vilhjálms. Að lokum læt ég fylgja sér- lega skemmtilega auglýsingu frá Lídó. Slúður Það sem kom fyrir aumingja Bob Hope fyrir skemmstu hefði nægt til þess að hver meðal- maður fengi taugaáfall og svo fór með Bob. f einu atriði kvik- myndar þeirrar sem hann lék í um þessar mundir átti hann að lyfta Elke Sommer vel smurðri sápu upp úr baðkeri. Hann datt með hana á hálu gólfinu og liggur nú á spítala með taugaáfall og slitinn vöðva í baki. Bítlarnir héldu nýlega tón- ieika á heimaslóðum það er að segja í London. Hávaðinn var ógurlegur - en allt í einu varð dauðaþögn í salnum. Þrumuraust hafði kveðið við: Ef við fáum ekki hljóð sendum við eftir rakara. ^vísnaþáttur. Og svo er það Bakkus gamli. Hon- um helgar Pálína Jónsdóttir næstu visu: Bakkus örlög gerír grá, galdrar töfra í spilin. Sumir fljóta ofan á. Aðrír sökkva í hylinn. Ólafur Þorsteinn Jónsson frá Snæ- bjarnarstöðum í Fnjóskadal nefnir næstu vísur sínar tvær, Karlagrobb: Með gleraugu þó gangi tvenn og gervitönnum nagi, mér finnst ég sé ungur enn og ern í besta lagi. Þegar líkams losna bönd létt mun andinn fljúga æskunnar um unaðslönd, ei þá kennir lúa. Ólafur Þorsteinn vann um skeið í sútunarverksmiðju Iðunnar á Ak- ureyri. Honum til aðstoðar var unglingsstúlka. Sótti hún títt á að hlaupa út í hreina loftið, því óynd- isleg stybba var inni. Olafur Þor- steinn kvað: Ævi manns er ekkert grín. Alltaf má ég kalla. Annars hleypur elskan mín eins og hross til fjalla. Kristján Jónsson bóndi að Nesi í Fnjóskadal keypti Ljótsstaði, sem þá fóru í eyði. Leyfði hann aldraðri konu að búa í húsunum sumar- langt, gegn því að hún stuggaði fé frá túninu. Þá var þetta kveðið í orðastað kerlingar: Hér frá Nesi höfð ég er sem hundur, til að verja. En Kristján ræður hvort hann fer að kjassa mig - eða berja. Áður en hinn frægi sigur var unninn á berklaveikinni, leitaði fólk ýmissa ráða til varnar. í því sambandi reit ung stúlka grein í sveitarblað og varaði eindregið við kossum. Ein- hver spaugari kvað: Nú ber eitthvað nýrra við. Nú er ég alveg hissa. Nú kom ein með nýjan sið. Nú má engan kyssa. Karl nokkur leitaðist við að hugga mann sem taldi konuna sér ótrúa. Lét hann fortölum lokið með þess- ari vísu: Vertu stilltur vinur minn, vandann ekki kærðu, einn þótt sái í akur þinn, fyrst uppskeruna færðu. Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar Oft hendir að menn grípa til óynd- isúrræða, er þeir komast í þrot. Næsta vísa höfðar til þess: Kannski verð ég sóttur sökum, - svo fer oft um vesælinga - fyrir það að stela stökum studdur bókum hagyrðinga. Þá kemur heimagerð vísa, ort um eyðibyggð: Ólán ber, þá eyðist sveit eld að bjartsýninni, þar sem skáld með hjörtu heit héldu vöku sinni.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.