Dagur - 22.11.1985, Blaðsíða 15
22. nóvember 1985 - DAGUR - 15
-hvað er að gerastZ
Vottar Jehóva:
„Verið
u
staðfastir
í trúnni!
Vottar Jehóva á íslandi
halda nú um helgina tveggja
daga mót í húsakynnum
karlakórsins Geysis að
Hrísalundi 1A. Mótið, sem
hefst á morgun, kl. 10.00 ber
einkunnarorðin „Verið stað-
fastir í trúnni".
Slík tveggja daga mót eru
haldin á vegum votta Jehóva
um allan heim tvisvar á ári,
auk þess að haldin eru einu
sinni á ári enn fjölmennari,
fjögurra daga mót. Allmargt
manna mun koma frá
Reykjavík til að aðstoða við
framkvæmd mótsins og
flutning dagskrárinnar.
Dagskráin fer fram í formi
erinda, viðtalsþátta og um-
ræðna, en aðalræðuna flytur
Bjarni Jónsson á sunnudag
kl. 14.00 og nefnist hún
„Grundvöllur trúar í trúlaus-
um heimi“.
Vottar Jehóva vilja bjóða
öllu áhugafólki um Biblíuna
að sækja mót þetta og er að-
gangur ókeypis.
Frá viðtalsþætti á svæðismóti Votta Jehóva í Reykjavík.
Opinfundur
á Hvammstanga
Samtök um jafnrétti milli
landshluta, deildin í Vestur-
Húnavatnssýslu, boðar til
opinbers fundar í félags-
heimilinu á Hvammstanga
laugardaginn 23. þ.m. kl.
13.30.
Þar verða í brennidepli
baráttumál samtakanna, þ.e.
breytingar á stjórnarháttum
Helgarmót í
bridds á Húsavík
Guðmundur Pétursson og
Magnús Torfason Reykjavfk
urðu sigurvegarar í fyrsta
„Opna mótinu“ á Húsavík,
sem Samvinnuferðir/Land-
sýn og Bridgesamband ís-
lands gangast fyrir. Alls
verða mótin þrjú, hið næsta
helgina 6.-8. desember og
þriðja mótið helgina 14.-16.
febrúar ’86.
Samanlagður árangur í
tveimur mótum af þremur
mun skera úr um heildar-
verðlaunin, sem eru þau
veglegustu, sem veitt hafa
verið hér á landi í briddsmót-
um til þessa.
Eins og áður sagði, sigr-
uðu þeir Guðmundur og
Magnús í fyrsta mótinu, sem
fór fram um síðustu helgi.
Fyrir vikið fengu þeir Lund-
únaferð í aukaverðlaun. Þór-
Ajmœlis-
fagnaður
Karlakórinn Geysir heldur
sinn árlega afmælisfagnað
þann 1. des. næstkomandi í
Lóni húsi kórsins við Gler-
árgötu. Fagnaðurinn hefst
með lystauka kl. 7.30, en
síðan tekur við borðhald.
Fjölmargt verður til skemmt-
unar á afmælisfagnaðinum,
ræður haidnar og mikið
sungið. Nánar verður auglýst
síðar um dagskrá fagnaðar-
arinn Sigþórsson og Þorlákur
Jónsson Reykjavík hrepptu
2. sætið, eftir mikinn enda-
sprett og fá fyrir það frítt á
tvö næstu helgarmót, sem
aukaverðlaun. Alls komu 15
pör af Suðurlandi, önnur 15
pör frá Akureyri, 9 pör frá
Húsavík og 1 par af Héraði.
Keppnisstjóri var Ólafur
Lárusson en Vigfús Pálsson
annaðist tölvuútreikning
spila. Mótið þótti takast vel,
enda aðstæður á Hótel Húsa-
vík með því besta sem hér
gerist á landinu.
í næsta móti verða auka-
verðlaunin ferð til Amster-
dam fyrir efsta sætið og pen-
ingaverðlaun fyrir annað
sætið. Athygli er vakin á
því, að stigaútreikningur til
heildarverðlauna er eftirfar-
andi: Besti árangur í tveimur
mótum af þremur sem haldin
verða, fundinn út eftir pró-
sentuskor hvers spilara í
hverju móti. Sem dæmi, þá
var skor þeirra Magnúsar og
Guðmundar í fyrsta mótinu
60,357 prósent/40 pör (pró-
senta miðað v/þátttöku
hverju sinni). Þannig fást
sanngjarnir sigurvegarar,
óháð því hvort 40 pör eða 80
pör eru að keppa hverju
sinni.
Skráning á mótið á Húsa-
vík 6.-8. desember er hafin.
Stjórnir Bridgefélags Akur-
eyrar og Bridgefélags Húsa-
víkur og auk þess Ólafur
Lárusson hjá B.í. sími
91-18350, taka við skráningu
til miðvikudaes 4. desember.
íslenska lýðveldisins.
Á fundinum setja fram
skoðanir sína allir þingmenn
Norðurlandskjördæmis
vestra og eftirtaldir fulltúar
samtakanna:
Árni Steinar Jóhannsson
Akureyri, Málmfríður Sig-
urðardóttir Reykjadal, Pétur
Valdimarsson Akureyri, Sig-
ríður Rósa Kristinsdóttir
Eskifirði og Örn Björnsson
Vestur-Húnavatnssýslu.
Ræðutími verður tak-
markaður við 15 mínútur á
mann, í tveim til þrem um-
ferðum. Á eftir geta fund-
argestir beint skriflegum
fyrirspurnum til ræðumanna.
Fundurinn er öllum opinn
og býður Kvennabandið
fundargestum upp á kaffi-
veitingar.
Upplýsingar um sætaferðir
frá Akureyri gefnar í síma
96-23858.
Jþrótár
helgarinnar
Um helgina verða tveir leikir
í 1. deild Islandsmótsins í
körfubolta. Grindvíkingar
koma í heimsókn og spila 2
leiki við Þór.
Þórsarar eiga harma að
hefna, en þeir töpuðu fyrir
arindvíkingum um síðustu
íelgi í deildinni. Leikirnir
verða á föstudagskvöld kl. 20
og á laugardag kl 14.30 í
Höllinni.
Þá verða um helgina 2
leikir í 3. deildinni í hand-
bolta. Keflvíkingar koma
norður og spila við Völsung
og Þór. Á föstudagskvöld við
Völsung á Laugum kl. 20 og
gegn Þór á laugardag kl. 13 í
Höllinni, á undan leik Þórs
og UMFG í körfubolta.
KA-liðin í blaki fara suður
yfir heiðar og leika tvo leiki
hvort í 1. deildinni. Á laug-
ardag við Þrótt í Hagaskóla,
kvennaliðið kl. 14 og karla-
liðið kl. 15.15. Á sunnudag
fara liðin svo til Kópavogs og
þar leikur karlaliðið við HK
kl. 14 og kvennaliðið kl.
15:15 við UBK.
Ásthildur
Cesil í
Sjallanum
Ásthildur Cesil Þórðardóttir
frá ísafirði hefur nú nýverið
gefið út hljómpíötuna
Sokkabandsárin. Hún verð-
ur á Akureyri um helgina og
mun kynna plötuna í Sjallan-
um á föstudagskvöldið, en á
sunnudaginn kl. 15 mun hún
koma fram á sýningu Kjur-
egej Alexandru sem haldin
er á Bjargi, er þetta jafn-
framt síðasti dagur sýningar-
innar.
Ándlit Mgarinnar
Um helgina verður valið
sjötta og síðasta andlit helg-
arinnar í H-100. Hafa öll
andlitin þátttökurétt í
keppninni um andlit H-100
sem verður haldin 6.-7.
desember næstkomandi.
Þessi keppni hefur vakið
mikla athygli og þykir hafa
tekist mjög vel. Dómnefnd
hefur verið skipuð og verður
skipan hennar tilkynnt opin-
berlega í næstu viku. Verð-
laun hafa heldur ekki verið
alveg ákveðin en verða mjög
glæsileg. Meðal verðlauna
verður Lundúnaferð.
Jólaœvintýrið
sýnt um helgina
Um helgina verða þrjár sýn-
ingar á Jólaævintýri hjá
Leikfélagi Akureyrar, en
leikurinn var frumsýndur um
síðustu helgi og hefur hann
hlotið mikið lof gagnrýn-
enda. Árni Tryggvason fer á
kostum í hlutverki okrarans
Scrooge, en alls koma 40
leikarar, dansarar, börn og
hljómlistarmenn fram í sýn-
ingunni. Leikurinn er byggð-
ur á einni vinsælustu sögu
Dickens „A Christmas
Carol“ og gerist frá aðfanga-
dagskvöldi til jóladagsmorg-
un árið 1843, en fyrir tilstilli
ólíkra anda er flogið aftur og
fram um nítjándu öldina.
Sýningar verða á föstudags-
og laugardagskvöld kl. 20.30
og á sunnudaginn verður
sýning kl. 16.00.
Jólin nálgast
Heilar breiður af jólastjörnum, rauðar og hvítar,
mjög góðar og mjög ódýrar.
Erum að taka upp jóla- og gjafavörur í úrvali.
A'ArfAf-*
Bló
Verið velko
»
við Hrafnagil.
Sími 31333
Kökubasar
Kökubasar verður í blómaskálanum Vín við Hrafnagil,
laugardaginn 23. nóv. nk. kl. 14.00.
Allir velkomnir.
Ágóðinn rennur í ferðasjóð nemenda.
9. bekkur Hrafnagilsskóla.
Þeim fjölmörgu kunningjum, vinum og
vandamönnum, sem heimsóttu mig eða
glöddu á einn og annan hátt á áttræðisafmæli
mínu, sendi ég mínar bestu kveðjur.
Ástarþakkir ykkur sendi
öllum, sem mér veittu greiða.
Æðri máttar milda hendi
megi ykkur vernda og leiða.
INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR,
ljósmóðir frá Engihlíð,
Skarðshlíð 15d, Akureyri.
★ Framtíðarvinna
Við leitum að nema í bílasprautun til starfa
hjá traustu fyrirtæki.
Góð laun eru í boði fyrir réttan mann.
irRafvirki
Við óskum að ráða rafvirkja til starfa hjá
verktakafyrirtæki sem fyrst.
Umsóknareyðublöð á skrifstofunni.
glRÁÐNINGARÞJÓNUSTA
FELL hf. Kaupvangsstræti 4 -Akureyri - simi 25455
Óska eftir starfsmanni.
Borgarsalan.
n
föstudag 22. nóvember frá kl. 3-6 e.h.
innbakaða fugla
frá Kjötiðnaðarstöð KEA.
★
Einnig kynnir Sjöfn
„nýju mildu línuna“
og kraftþrif
Kynningarafsláttur.
★
Lítið inn. - Það er mikið um
að vera í Byggðavegi þessa dagana.
Kjörbúð KEA
Byggðavegi 98