Dagur - 25.11.1985, Side 5

Dagur - 25.11.1985, Side 5
inyndlist Hámenntaður listamaður - Myndhugsun Guðmundar Ármanns hefur tekið miklum breytingum Guðmundur Ármann er einn menntaðasti myndlistarmaður á íslandi. Ef hann kærði sig um gæti hann haldið því fram með réttu, að hann væri best mennt- aði myndlistarmaður utan höf- uðborgarsvæðisins. Guðmund- ur nam á sínum tíma, eða árin 1963 til ’67 við Myndlista- og handíðaskóla fslands og á sama tíma í Myndlistaskóianum í Reykjavík. Honum nægði sem sagt ekki að vera í einum skóla, sem var í raun full vinna. Guðmundur nam einnig prentmyndagerð og er út- skrifaður í þeirri iðngrein. Framhaldsnám stundaði Guð- mundur svo í þeim þekkta Va- landskonsthögskola í Svíþjóð 1967 til '12. Síðustu tvö árin í þeim skóla var hann á launum, enda skipaður aðstoðarkennari við skólann þau ár. Þó íslenskur væri var hann valinn einn af fulltrúum Svíþjóðar á Ungdoms Biennalinn í Osló 1971. Síðan hefur Guðmundur haldið marg- ar einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga heima og er- lendis, bæði málverka- og graf- iksýningum. Guðmundi var boðin föst kennarastaða í Svíþjóð, en hann kaus að koma aftur heim til íslands. Þegar Myndsmiðjan sáluga var sett á fót hér á Akur- Ragnar Lár skrifar eyri á sínum tíma, þá var Guð- mundur ráðinn kennari að henni, en Myndsmiðjan var forveri núverandi Myndlista- skóla á Akureyri. Guðmundur kennir við Myndlistaskólann og er ekki amalegt að hafa hann nærtækan, svo fjölmenntaðan listamann. Nýjustu verk Guðmundar hanga nú uppi í Alþýðubankan- um á Akureyri, en flestum mun kunnugt um listkynningar þær sem bankinn hefur staðið fyrir frá upphafi starfsemi hans hér á Akureyri. Undanfarin ár hef- ur myndhugsun Guðmundar verið að taka breytingum. Áð'ur einkenndust myndir hans gjarna af pólitískum sjónarmið- um, þær voru innlegg í verka- lýðsbaráttuna og baráttuna fyrir heimsfriði. Margar þeirra voru góðar sem slíkar og áttu fullt er- indi til almennings. Guðmund- ur hefur unnið jöfnum höndum að grafik og olíumálverkum. Breytinganna varð fyrst vart í grafikmyndum hans. Hann fór að stílfæra, (stilisera), manns- líkamann og fuglar létu á sér kræla, ekki neinir sérstakir fuglar, heldur stílfærðir fuglar sem áttu fyrst og fremst erindi í myndirnar til að fullnægja upp- byggingu þeirra og auka á hreyfinguna. Olíumálverk Guð- mundar hafa tekið miklum breytingum síðustu tvö til þrjú ár. Þetta á þó einkum við um viðfangsefnin, þ.e.a.s. formið sjálft. Litirnir eru glaðari, ef svo mætti segja og leynir sér ekki að Guðmundur er að leita nýrra leiða í myndum sínum. Þetta kemur skýrt fram í þeim mynd- um sem nú hanga uppi í húsa- kynnum Alþýðubankans á Ak- ureyri, en þar eru 6 olíumálverk eftir Guðmund Ármann. Fyrir tveimur árum var Guð- mundi boðin þátttaka í grafik- verkstæði í Svíþjóð. Þar komu saman listamenn víða að og unnu saman um tíma. I kjölfarið sigldi grafiksýning sem fór víða, en það varð svo aftur til þess, að nú hefur Guðmundi verið boðið að halda grafiska einkasýningu í Svíþjóð síðar í vetur. Þetta er mikil upphefð fyrir Guðmund og landið í heild og óska ég honum og okkur til hamingju með heiðurinn. R.Lár. -högnL j og Það var um svipað leyti, að blöðin fluttu okkur þær fréttir að Kári, sá sterki maður, hefði ekki haft erindi sem erfiði á heims- meistaramótinu í kröftum, - að nafni hans mætti til leiks hér á (slandi. Og sá var nú aldeilis , ekki í vandræðum að lyfta og henda til og frá, biýþungum hlutum, - jafnvel heilu skipun- um upp á þurrt land. Ef þar hef- ur ekki „fokið" heimsmet, er ég illa svikinn. Annars erum við hér á norðurslóðum allsendis óvanir lofti, á svona mikilli ferð. Ég man ekki í svipinn eftir nema tveim dæmum um slíkt. Hið fyrra er, þegar þakið fauk af Lindu. Þá var vindhraðinn sagð- ur um og yfir 14 stig. Síðara dæmiö er þotuflug þingeyskra bænda til Norðurlanda. Þá fór þingeyskt loft með um og yfir þúsund kílómetra hraða, um loftin blá. En að svo til öllu gamni slepptu. Þeir fyrir sunnan eru vanir þessum beljanda og þríf- ast illa nema í suðvestan sex og þaðan af meira. Sú saga gekk hér um árið, að á ónefndum stað „fyrir sunnan" gengu íbúarnir flestir með flumbruð og fleiðruð nef. Ástæðan var sögð sú, að skyndilega og sem allra snöggvast, hefði hann „gengið 1“ logn. fbúarnir voru auðvitað ekki viðbúnir þessu og héldu sig viö sinn fjörutíu og fimm gráðu halla upp í vindinn, með fyrrgreindum afleiðingum: Þeir duttu á „grillið". Með hliðsjón af þessu, er e.t.v. ekki að undra þó að mæt- ur maður kæmist svo að orði í viðtali í útvarpinu, að á Akureyri væri oft svo „mikið“ logn. Erfitt — hlýtur að vera að skilgreina muninn á miklu og litiu logni. Við lítum einfaldlega svo á, að annað hvort sé logn eöa ekki. Hins vegar getum við tekiö und- ir með manninum og sagt sem svo, að um daginn, þegar allt ætlaði af göflunum að ganga og allt fauk, laust sem fast, - ja, þá var iítið logn. Það var líka haft eftir að- og burtfluttum Akureyringi hér um árið, að logn væri allra veðra verst. Erfitt mun það vera aö troöa slikri veðurfræði inn í norðlenska hausa, nema hún sé sönn, sagan sem óg heyrði hér um daginn. Það átti að hafa gerst á Suðurnesjum á útmán- uöum fyrir nokkrum árum. Skyndilega og fyrirvaralaust datt vindhraði niður í fjögur vindstig með þeim hörmulegu afleiðingum, að fjórir köfnuðu. Högnl. 25. nóvember 1985 - DAGUR - 5 IQclQens Gleraugu - Gleraugu Notar bamið þitt gleraugu? Níðsterkar barna- og unglinga- umgjarðir frá þekktum framleiðendum Barnagleraugu eru sérgrein okkar. Gleraugnaþjónustan Skipagötu 7 - í miðbæ Akureyrar Takið eftir I Ulpur St. L-XXL. Verð frá kr. 1.420.- Vinnuskyrtur St. 37-46. Verð frá kr. 390.- Vinnupeysur Verð frá kr. 915.- Vinnusamfestingar St. 50-56. Verð aðeins kr. 880.- Mittisjakkar Snickers Herrahl írabolir Verð kr. 118.- Stuttar nærbuxur Verð kr. 110.- Stuttar nærbuxur Verð kr. 65.- Síðar bómullarnær- buxur drengja og herra Norsk ullarnærföt í flestum stærðum á dömur og herra Mislitir herrasokkar Verð kr. 60-70.- Hvítir sokkar St. 29-44. Verð kr. 65.- BHI dömubolir með breiðum hlírum Vestispeysur Verð kr. 1.360.- Barnapeysur Verð kr. 380.- Kappklæði flestar stærðir Kanslarahúfur Verð kr. 560.- Stígvél í öllum stærðum Kuldaskór lágir st. 31-39. Verð kr. 980.- St. 40-46. Verð kr. 998.- Margar gerðir af inniskom St. 36-45. Verð frá kr. 195-260.- Og ótal ótal margt fleira. Opið laugardaga milli kl. 10 og 12. Eyfjörö £ Hjalteyrargötu 4 simi 22275 Óska eftir starfsmanni. Borgarsalan.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.