Dagur


Dagur - 25.11.1985, Qupperneq 7

Dagur - 25.11.1985, Qupperneq 7
6 - DAGUR - 25. nóvember 1985 íþróttÍL Það var hart barist í leikjunum í körfubolta um helgina. Hér hafa Þórsarar komið knettinum rétta leið. Mynd: - KGA. Körfubolti 1. deild: Naumt tap Þórs - gegn Grindvíkingum Á laugardag léku lið Þórs og UMFG annan leik í 1. deild- inni og þá snérist dæmið við, því þá sigruðu Grindvíkingar naumlega 69:65. Leikurinn var betur leikinn af báðum liðum heldur en daginn áður. Fyrri hálfleikur var mjög jafn og var munurinn aldrei meiri en 1 stig til eða frá fyrr en í lok hálfleiksins en þá tóku Þórsarar góðan kipp og voru komnir með 10 stiga forystu í hálfleik 40:30. Og á þeim tíma fór Konráð Ósk- arsson á kostum og skoraði hann helming stiga Þórs í hálfleiknum. Ný sQóm KRA Á aðalfundi Knattspyrnuráðs Ákureyrar þann 14. nóvember síðastliðinn var m.a. kosin ný stjórn fyrir næsta starfsár. Hina nýju stjórn skipa eftir- taldir; formaður Davíð Jóhanns- son KA, varaformaður Páll Magnússon Þór, gjaldkeri Sveinn Björnsson Vaski, ritari Gestur Davíðsson Þór og meðstjórnend- ur eru Páll Leósson Þór, Árni Arason KA, Karl Haraldsson KA og Haukur Ásgeirsson KA. í seinni hálfleik misstu Þórsar- ar tökin á leiknum og Grindvík- ingar söxuðu á forskotið jafnt og þétt. Um miðjan síðari hálfleik var aðeins eins stigs munur 50:49 Þór í vil. Grindvíkingar komust síðan yfir og héldu þeir því til leiksloka og sigruðu eins og áður sagði 69:65. Það var fyrir stórleik Hjálmars Hallgrímssonar að Grindvíkingar náðu að sigra í þessum leik, en hann skoraði 33 stig og þar af 27 í seinni hálfleik fyrir þá. Þó Þórsarar hafi leikið betur en daginn áður áttu þeir engan stórleik, Konráð var góður í fyrri hálfleik en dalaði er á leikinn leið. Hólmar var ágætur, svo og Ómar Birgisson. Hjá Grindvíkingum var Hjálmar langbestur, einnig voru þeir Eyjóifur Guðlaugsson og Ólafur Jóhannsson góðir. Stig Þórs skoruðu, Konráð Óskarsson 24, Hólmar Ástvalds- son 9, Ómar Birgisson og Hall- dór Arnarson 8 hvor, Björn Sveinsson 7, Eiríkur Sigurðsson 6, Ólafur Adolfsson 2 og Jón Héðinsson aðeins 1 sfig, sem verður að teljast all óvenjulegt af honum. Flest stig UMFG skoruðu Hjálmar Hallgrímssom 33 og þeir Eyjólfur Guðlaugsson og Ólafur Jóhannsson 12 stig hvor. Knal tl- spyn úrsli 111 it Úrslit leikja í 1. og 2. deild ; ensku knattspyrnunnar um helgina urðu þessi: l.deild: Birmingham-Liverpool 0-2 2 Chelsea-Aston Villa 2-1 Coventry-West Ham 0-12 Everton-Nottm.F 1-1 X Leicester-Man.United 3-0 1 Man.City-Newcastle 1-01 Oxford-Ipswich 4-31 Sheff.Wed-Southampt 2-1 1 Tottenham-Q.P.R. 1-1 X Watford-Luton 1-2 2 W.B.A.-Arsenal 0-0 2. deild: Blackbum-Charlton 0-0 X Carlisle-Leeds 1-2 C.Palace-Barnsley 1-0 Huddersfield-F ulham 1-3 Hull-Wimbledon 1-1 X MOIwall-Middlesbro 3-0 Norwich-Grimsby 3-2 Oldham-Stoke 24 Portsmouth-Sheff.U 0-3 Shrewsbury-Bradford 2-0 Sunderland-Brighton 2-1 1 STAÐAN 1. deild Man.United 18 13-3- 2 35: 9 42 Liverpool 18 12-4- 2 41:16 40 Chelsea 18 11-3- 4 30:19 36 West Ham 18 10-4- 3 31:19 35 Sheff.Wed 18 10-5- 3 26:23 35 Evcrton 18 9-4- 5 38:23 31 Arsenal 18 9-4- 5 22:22 31 Luton 18 7-6- 5 31:22 27 Q.P.R. 18 8-3- 7 20:22 27 Nottm.For. 18 8-2- 8 29:29 26 Newcastle 18 7-5- 6 25:27 26 Tottenham 17 6-4- 7 29:23 22 Watford 18 6-4- 8 33:33 22 Southampt. 18 5-6- 7 21:25 21 Coventry 18 5-5- 7 22:25 20 Aston Villa 18 4-7- 7 23:25 19 Man.City 18 4-6- 8 17:25 18 Oxford 19 4-6- 9 28:38 18 Leicester 19 4-6- 9 24:36 18 Birmingham 17 5-1-11 11:25 16 Ipswich 18 2-3-13 14:33 9 W.B.A. 18 1-4-13 14:43 7 STAÐAN 2. deild Portsmouth 17 11-2- 4 29:12 35 Sheff.U. 18 9-6- 3 37:22 34 Wimbledon 18 9-5- 4 21:16 32 Charlton 16 9-3- 4 30:19 30 Norwich 18 8-6- 4 31:20 30 C.Palace 18 9-3- 6 26:21 30 Blackburn 18 7-6- 5 20:18 28 Oldham 18 8-3- 7 20:27 27 Barnsley 18 7-5- 6 20:15 26 Hull 18 6-7- 5 30:23 25 Brighton 18 74- 7 30:28 25 Sunderland 18 74- 7 19:25 25 Leeds 18 6-5- 7 22:25 23 Grimsby 18 5-6- 7 27:25 21 Millwall 17 6-3- 8 24:27 21 Stoke 18 4-8- 6 21:23 20 Fulham 15 6-1- 8 15:20 19 Bradford 16 5-3- 8 17:24 18 Huddersf. 18 4-6- 8 19:31 18 Shrewsbury 18 4-5- 9 22:28 17 Middlesbro. 17 3-6- 8 10:2115 Carlisle 17 2-3-1218:43 9 Körfubolti 1. deild: Þórssigur í lélegum Á föstudagskvöld léku lið Þórs og UMFG í 1, deildinni í körfuboita. Leikurinn fór frarn í íþróttahöllinni á Ákureyri og lauk með sigri Þórs 66:58. Þórsarar höfðu undirtökin í fyrri hálfleik og var staðan um miðjan hálfleik 20:l5 Þór í vil. Þórsarar juku síðan muninn fyrir leikhlé og var staðan þá 36:22. Grindvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn með miklum látum og eftir 7 mínútur var staðan orðin 40:39 Grindvíkingum í vil. Þórs- arar léku vægast sagt mjög illa á þeim tíma, þeir náðu þó foryst- unni strax aftur og héldu henni til leiksloka og sigruðu 66:58. Leikurinn var illa leikinn og þá sérstaklega af Þórsurum og er langt síðan að sést hefur jafn lé- legur leikur hjá liðinu. Bestur Þórsara var Hólmar Ástvaldsson og hefði mátt nota hann meira í leiknum en gert var, en hann kom ekki inná fyrr en í síðari hálfleik. Stig Þórs skoruðu Björn Sveinsson 19, Jón Héðinsson og Hólmar Ástvaldsson 12 hvor, Jóhann Sigurðsson 8, Ómar Birg- isson 7, Konráð Óskarsson 6 og Eiríkur Sigurðsson er lék sinn 200. leik fyrir Þór skoraði 5 stig. Flest stig UMFG skoruðu Eyjólfur Guðlaugsson 20 og Ólafur Jóhannsson 16. Handbolti 3. deild: Þórsarar hörmulegir gegn IBK „Það er eiginlega ekkert hægt að segja um þennan leik annað en það að þetta var hreinasta hörmung hjá liðinu. Varnar- leikurinn í molum, ekkert tal- að saman á vellinum og ég held að það sé best að reyna gleyma þessum leik sem fyrst,“ sagði Gunnar Gunnarsson þjálfari og leikmaður Þórs í handbolta eftir ósigur gegn Keflvíkingum í 3. deildinni á laugardag. Það eru orð að sönnu, því að eftir hörmungarleikinn gegn Fylki á dögunum, bjóst undirrit- aður ekki við að sjá verri leik hjá Þórsurum. En því miður verður að segjast eins og er að þessi leik- ur var verr leikinn heldur en sá leikur og er þá mikið sagt. Þórsarar komust yfir í byrjun 2:1, en þá þótti Keflvíkingum og töpuðu stórt 25:17 nóg komið og þeir jöfnuðu leik- inn á 5. mínútu og tóku síðan leikinn í sínar hendur og voru komnir með örugga forystu í hálfleik 11:6. Sjötta markið skor- aði Hörður Harðarsson úr hraða- upphlaupi á allra síðustu sek- úndu hálfleiksins. í síðari hálfleik dró enn í sund- ur með liðunum og um miðjan hálfleikinn var orðinn 10 marka munur 20:10. Liðin skoruðu síð- an til skiptis fram á síðustu mín- útur leiksins, Þórsarar náðu þó að minnka muninn niður í 8 mörk með því að skora 2 síðustu_ mörk leiksins. Lokatölur voru því 25:17 Keflvíkingum í vil. Ekki er hægt að hæla einum einasta Þórsara eftir þennan leik. Vandræðagangur og mistök á mistök ofan leikinn út í gegn hjá Þórsurum. í liði Keflavíkur voru þeir best- ir Freyr Sverrisson, Elvar Sig- urðsson og Pétur Magnússon markvörður. Mörk Þórs: Sigurpáll Aðal- steinsson 5, Jóhann Samúelsson 4, Hörður Harðarson 3, Ingólfur Samúelsson 2 og þeir Aðalbjörn Svanlaugsson, Kristinn Hreins- son og Ólafur Hilmarsson 1 mark hver. Flest mörk Keflvíkinga skor- uðu þeir Elvar Sigurðsson 8 og Freyr Sverrisson 5. Ekki má nú gleyma þætti dóm- aranna, en þeir Árni Sverrisson og Guðmundur Stefánsson voru vægast sagt hörmulegir. Það væri nær að nota þá dómara sem hér fyrir norðan eru, heldur en að fá slíkar sendingar. Ingólfur Samúelsson svífur inn í teiginn og skorar annað marka sinna í leiknum. Mynd: - KGA. 25. nóvember 1985 - DAGUR - 7 Umsjón: Kristján Kristjánsson Pálmi Pálmason þrumar boltanum í netið þrátt fyrir góða varnartilburði Keflvíkinga Mynd: KK. Handbolti 3. deild: Keflvíkingar sigruðu Völsunga naumlega - dómararnir í aðalhlutverki „Við vorum óheppnir í upp- hafi leiksins og þá aðallega fyr- ir það hvað dómararnir voru fljótir að flauta á brot. Ætli það hafi ekki verið ein 3 mörk sem við misstum fyrir það. Nú varnarleikurinn var slakur og sóknarleikurinn frekar ráð- villtur. En dómararnir verða að gera sér grein fyrir því að þeir eiga ekki að vera í aðal- hlutverki, eins og þessir gerðu í kvöld, þó það hafi ekki verið ástæðan fyrir tapinu,“ sagði Pálmi Pálmason þjálfari og leikmaður Völsungs eftir naumt tap gegn ÍBK á föstu- dagkvöld á Laugum. Völsungar voru aðeins yfir í byrjun leiksins, en síðan náðu Keflvíkingar forystu. Munurinn var þó aldrei nema 1 til 2 mörk. í hálfleik var staðan 13:11 fyrir ÍBK. Pálmi Pálmason var tekinn* úr umferð mestan hluta hálfleiks- ins og gaf það góða raun fyrir Keflvíkinga. Þeir Arnar Guðlaugsson og Helgi Helgason jöfnuðu fyrir Völsung í upphafi síðari hálf- leiks. Keflvíkingar voru þó ekki á því að hleypa Völsungum lengra en það og skoruðu næstu 2 mörk. Völsungar misstu Keflvík- inga aldrei langt frá sér og jöfn- uðu þeir aftur, 18:18. Síðan var jafnt 20:20, en Keflvíkingar voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 29:26. Leikurinn var þokkalegur á að horfa. Völsungsliðið sýnir fram- farir í hverjum leik. Liðinu hefur þó ekki tekist að sigra á heima- velli þrátt fyrir dyggan stuðning fjölmargra áhorfenda, en það hlýtur að fara að koma að því. Bestir Völsunga voru þeir Arn- ar Guðlaugsson, Helgi Helgason og Pálmi Pálmason sem var þó nokkuð bráður í lokin. í liði ÍBK voru þeir Freyr Sverrisson og Theódor Sigurðs- son bestir. Þá var markvörður Keflvíkinga Magnús Jónsson einnig góður. Dómarar voru þeir Árni Sverr- isson og Guðmundur Stefánsson og voru þeir hörmulegir. Flaut- uðu alltaf of fljótt og höfðu eng- in tök á leiknum. Þeir útilokuðu Arnar Guðlaugsson leikmann Völsung rétt fyrir leikslok og einnig liðstjóra Keflvíkinga fyrir munnsöfnuð. Ekki bitnaði þó hin slaka dómgæsla niðri á öðru lið- inu fremur en hinu. Ársþing KDSÍ haldið um helgina: Stjómin var öll endurkjörin - tveir kepptu um formannssætið Á 16. ársþingi Knattspyrnu- dómarasambands íslands sem haldið var í Reykjavík um helgina, bar það helst til tíð- inda að öll stjórnin var endur- kjörin til 2ja ára. Mótframboð kom um for- mannsembættið og var það frá Grétari Norðfjörð gegn Inga Jónssyni. Ingi sigraði í kjörinu með miklum yfirburðum eða með 32 atkvæðum gegn 17. Mikill tími fór í umræður um hæfnisnefnd þá er starfar innan KDSÍ og var deilt á störf hennar sem og algegnt er á ársþingum. Þá var einnig rætt um auglýsinga- samning þann sem KDSÍ hefur haft við Þýsk-íslenska verslunar- félagið. Var stjórninni falið að reyna að laga þann samning fyrir sambandið. Einnig var stjórninni falið að koma tryggingamálum dómara í almennilegt horf. Að lokum má geta þess að hin- um kunna dómara, Óla Olsen var veittur afreksbikar Knattspyrnu- sambands íslands fyrir þetta ár. Og var það bæði fyrir góð störf innan sem utan vallar og er þetta í annað sinn sem Óli hlýtur þessa viðurkenningu. Knattspyrna: Steinþór með Dalvíkinga? Dalvíkingar eru um þessar mundir að reyna að fá Steinþór Þórarinsson til að taka að sér þjálfun á meistaraflokki sínuni í knattspyrnu á næsta árí. Eru taldar góðar líkur á því að Steinþór taki staifið að sér, en hann er bú- settur í Reykjavík um þessar mundir. Steinþór er ekki alveg ókunnugur þjálfun, því hann var aðstoðarþjálfarí KA í fyrra við hlið Gústafs Baldvinssonar. Ný stjóm Völsungs Á almennum fundi hjá knattspyrnudeild Völsungs um daginn var kosin ný stjórn fyrir næsta ár. Formaður er Ævar Ákason sem nú er komin í stjórn aftur eftir stutt hlé, varafor- maður er Arni Grétar Gunnarsson, gjaldkeri Leifur Grímsson, ritari Þorgrímur Aðlgeirs- son og meðstjórnendur eru þeir Pétur Skarp- héðinsson Sveinn Rúnar Arason Jósteinn Hreiðarsson og Hafliði Jósteinson. Fyrsta verkefni hinnar nýju stjórnar verð- ur að ráða þjálfara meistaraflokks fyrir kom- andi knattspyrnutímabil. Völsungar eru orðnir einir af fáum liðum í efri deildunum sem ekki hafa gengið frá ráðningu þjálfara. Eiríkur með skjöldinn góða. Mynd: KGA. Eiríkur lék sinn 200. leik - með Þór á föstudag Eiríkur Sigurðsson þjálfari og leikmaður Þórs í körfubolta lék á föstudagskvöld sinn 200. leik með félaginu. Af því tilefni var Ei- ríki færður veglegur skjöldur frá félaginu og strákarnir í liðinu gáfu Eiríki sigur þó svo leikurinn hafí ekki þótt góður, eins og fram kcmur hér á síðunni. Eiríkur liefur átt við þrálát meiðsli að stríða og lék til að mynda ekkert með liðinu í fyrra, en er á fullri ferð í dag.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.