Dagur - 25.11.1985, Síða 11

Dagur - 25.11.1985, Síða 11
-orð í belg. Að afloknu kvennafríi Fyrir 10 árum kusu konur að vekja athygli á sér og sínum mál- efnum á þann hátt að láta ógert að sinna skyldum sínum í einn dag. Samstaða um þetta var talin svo almenn að vakið hefði heims- athygli. Nú að 10 árum liðnum var þessi aðgerð endurtekin. Hugs- anlega hefur sú eftirtekt, sem „kvennafrídagurinn" 1975 vakti, kitlað svo, að enn var efnt til sams konar aðgerða. Nú er sá dagur um garð genginn. Slík var umfjöllun ríkisfjölmiðla um dag- inn þann, að ég efa að frásagnir af þjóðhátíðardeginum hafi þar nokkru sinni fyllt meira rúm. Það skorti ekki á það að athygli þjóð- arinnar væri haldið vakandi og hefur tæpast verið látið þar við sitja. Þegar konur á útifundi í Reykjavtk þann 24. okt. voru spurðar um árangurinn af „kvennafrídeginum" fyrir 10 árum, voru svörin fremur dapur- leg og ein svaraði stutt og laggott, að árangurinn væri „ekki rassgat“ og það hlýtur að vera fjarska lítið. Svörin munu einkum hafa mótast af því, að lítið hafi þótt þokast í átt til jöfnunar launa. Ég hef álitið að launataxtar væru hinir sömu, hvort sem í hlut ættu karlar eða konur. En vinnu- veitendur, sumir hverjir, virðast ekki láta launataxta hindra sig í því að yfirborga þá, sem þeir hafa sérstakan áhuga fyrir að fá í sína þjónustu. Sá munur sem er á tekjum kvenna og karla fyrir sambærilega vinnu, hlýtur að stafa af því, að störf karla séu yfirborguð umfram það sem störf kvenna eru. Af þessu er óumflýj- anlegt að draga þá ályktun, að vinnuveitendur telji karla að öðru jöfnu, eftirsóknarverðari vinnukraft og að vissu leyti er til augljós ástæða til þess. Svo lengi sem hlýtt er kalli náttúrunnar, - sem ég vona að verði í lengstu lög, - hlýtur kona í blóma lífsins að vera ofurlítið stopull vinnu- kraftur. Það er þess vegna ekkert óeðlilegt við það, að vinnuveit- andi velti því fyrir sér, þegar hann ræður unga konu til starfs, hvort hún kunni hugsanlega á fæðingarorlofi að halda á ráðn- ingartímanum. Hins vegar eru um það skiptar skoðanir hvort það sé sanngjarnt að konur gjaldi eðlis síns í þannig tilvikum. Óskar Sigtryggsson skrifar: Fyrir skömmu var í hljóðvarp- inu viðtal við konu úr baráttu- sveit kvenna, sem mér skildist að setið hefði ráðstefnu vestan hafs á vegum þeirra. í því samtali kom fram, að kynsystur hennar þar hefðu látið í Ijós mikla undr- un yfir því, að þvílíkt sem það að konur á íslandi skyldu geta hlaupið frá störfum sínum á ein- um og sama degi nær því allar í senn. Það virtist mega ráða af undrun kvennanna, grun um það, að einhver brotalöm væri á því réttarríki, þar sem slíkt við- gengist. Ef til vill er það.ekki ástæðulaus grunsemd. Við höfum þess því miður fjöl- mörg dæmi, að fámennir hópar, sem hafa tök á þýðingarmiklum þáttum atvinnulífsins, nota að- stöðu sína blygðunarlítið til framdráttar eigin hag, án nokk- urs tillits til þess böls og tjóns, sem þeir með því valda samfélag- inu. Og það sem við þessar að- gerðir hlýtur að svíða þeim sárast, sem við bágust kjör búa er það, að þetta eru alla jafnan þeir hópar, sem þegar hafa klifrað hæst í launastiganum og valda þannig með kröfugerð sinni, sem alla jafnan ber árangur, auknu launamisræmi, sem er það sem síst skyldi. Ég nefndi áður mikla umfjöll- un fjölmiðla um „kvennafrídag- inn“. Að mestu snerust þær frétt- ir um brotthvarf kvenna af vinnu- stað, veislur þeirra og fundahöld. Þó flutu þar með, fremur lágvær- ar fréttir og ekki margendurtekn- ar, af einstaka hópum, sem unnu á sínum vinnustöðum, en létu dagslaunin renna til mannúðar- og líknarmála. Þó að þessar frétt- ir létu lítið yfir sér í fjölmiðlun- um, voru þær mér stærri tíðindi en það, að bláklæddar og rauð- klæddar konur, starfsmenn ferðaskrifstofa í Reykjavík, héldu sig vel í mat og drykk á matsölum þar á stað, að því er virtist íklæddar einkennisfatnaði starfs síns, þó í verkfalli væru. Vissulega hefur samstaða sú, sem konur hafa sýnt bjartar hliðar. í henni birtist það afl, sem þær sameinaðar búa yfir, sem er ótrúlega mikils megandi. Þegar allt það afl fellur í sama farveg og þann sem hóparnir völdu, sem á „kvennafrídaginn'1 kusu heldur að gefa dagslaunin sín, daginn þann til líknarmála en að halda að sér höndum, verða íslenskar konur verðugt alheims-fréttaefni. En það væri ómaklegt að láta þess ekki getið, að margir hópar kvenna hafa lyft Grettistökum í mannúðar- og líknarmálum og í því staðið okkur körlum miklu framar. Því mættum við að skað- lausu taka okkur töluvert á, sýna meiri þegnlund samfélaginu til hagsbóta, en spara í þess stað þá orku, sem við eyðum til að rífa niður hvorir fyrir öðrum. Þegar þessum markmiðum yrði náð, ættum við glæsta framtíð í góðu landi. Óskar Sigtryggsson. Ritstjórn Auglýsingar Afgreiðsla Sími (96) 24222 DAGUR Laufabrauð - Laufabrauð Erum farin að taka niðurpantanir í okkar vinsæla laufabrauð Brauðgerð KEA sími 21400. V-------------------------------------/ 25. nóvember 1985 - DAGUR - 11 erum búin aö hafa söluumboð frá þekkta fyrirtæki Bing og Gröndal í 20 ár. Vegna þessara tímamóta bjóðum við 20% afslátt á öllum vörum frá Bing og Gröndal næstu 10 daga. Sannkölluð jólagjöf.^m Notið tækifærið og eignist vandaðan grip á góðu verði. Blómabúðin Laufás Hafnarstræti 96, sími 24250. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 43., 50. og 53. tbl. Lögbirtingablaðsins 1985 á fasteigninni Mánahlíð 4 n.h., Akureyri, þingl. eign Hallgríms Benediktssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka Islands og bæjargjaldkerans á Akureyri, á eigninni sjálfri föstudaginn 29. nóvember 1985 kl. 15.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýsf var í 93., 95. og 97. tbl. Lögbirtingablaðsins 1982 á fasteigninni Hólabraut 15, 2. hæð, Akureyri, þingl. eign Magnúsar Tryggvasonar o.fl. fer fram eftir kröfu Gunnars Sólnes hrl„ veðdeildar Landsbanka Islands, Inga Ingimundar- sonar hrl., Brunabótafélags íslands og innheimtumanns ríkis- sjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn 29. nóvember 1985 kl. 14.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 42. og 45. tbl. Lögbirtingablaðsins 1983 á fasteigninni Kaupangi v/Mýrarveg N-hluta, Akureyri, þingl. eign Verslunarmiðstöðvarinnar hf., ferfram eftir kröfu Verslun- arbanka íslands hf. og Iðnlánasjóðs á eigninni sjálfri föstudag- inn 29. nóvember 1985 kl. 14.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Tungusiðu 12, Akureyri, talinni eign Magnúsar R. Jónssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans á Akureyri, Kópavogskaupstaðar, Steingrims Þormóðssonar hdl. og Brunabótafélags íslands, Akureyri, á eigninni sjálfri föstudaginn 29. nóvember 1985 kl. 16.30. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Hrísalundi 16 h, Akureyri, þingl. eign Ara M. Torfasonar o.fl., fer fram eftir kröfu Róberts Á. Hreiðars- sonar hdl. og Veðdeildar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri föstudaginn 29. nóvember 1985 kl. 17.00. Bæjarfógetinn á Akureyri. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Fjölnisgötu 6, b og c hl„ Akureyri, þingl. eign Norðurfells hf., fer fram eftir kröfu Benedikts Ólafssonar hdl. og innheimtumanns ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudag- inn 29. nóvember 1985 kl. 17.15. Bæjarfógetinn á Akureyri.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.