Dagur - 25.11.1985, Page 12

Dagur - 25.11.1985, Page 12
Akureyri, mánudagur 25. nóvember 1985 Alltaf vex vöruúrvalið Vinsamlegast komið og skoðið I S i w Ekkert byggt á næsta ári Mjög alvarlegt ástand er nú framundan í byggingariðnadi á Blönduósi og ekki að sjá í dag að úr þeim málum muni rætast. Eik hf. sem er annað stærsta byggingafyrirtæki á staðnum hef- ur nú sagt upp öllum starfsmönn- um sínum, og áform eru uppi um sölu á fyrirtækinu. Þá hefur iðn- aðarmönnum hjá fleiri fyrirtækj- Blönduós: um verið sagt upp störfum. Útlitið fyrir næsta ár er mjög dökkt. Engar opinberar fram- kvæmdir eru fyrirhugaðar og reyndar engin verkefni fyrirsjá- anleg því einkaaðilar og fyrirtæki halda að sér höndum hvað varðar byggingaframkvæmdir. Reynt hefur verið að þrýsta á með opin- berar framkvæmdir en ekki er að sjá eins og málin standa í dag að sá þrýstingur beri árangur. gk-. Málverk að gjöf Á laugardaginn allienti Kristinn G. Jóhannsson listmálari Aintsbókasafninu málverk af Guðmundi Frímann, skáldi. Formaður Bókasafnsnefndar, Tryggvi Gíslason, veitti málverkinu viðtöku. Hér eru þcir að ræða um málverkið, Tryggvi, Guðmundur og Kristinn G. Mynd: - KGA. Jón Helgason. Jón hættir - verður Sævar Frí- mannsson næsti formaður Einingar? Jón Helgason, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, 'hefur tilkynnt að hann hyggist láta af formennsku Einingar fljótlega eftir helgi. Fram að næsta aðalfundi sem haldinn verður snemma á næsta ári inun varaformaður Einingar, Sævar Frímannsson, gegna formennsku félagsins. í samtali við Dag sagði Jón ástæðu þess að hann kysi að láta af störfum nú í stað þess að sitja út kjörtímabilið vera þá að nú færi í hönd erfið kjarabarátta og hann vildi frekar fara frá áður en hún hefst en að láta ann- an mann taka við í miðju stríði. Aðspurður um það hvort þetta þýddi það að hann ætlaði Sævari að verða næsti formaður Einingar sagði Jón að það væri vissulega ekki sitt að segja til um það hver ætti að taka við starfinu. Þó kvaðst hann vona að Sævar nyti þess trausts að hann yrði fyrir valinu sem næsti formaður Ein- ingar. Á þingi Verkamannasam- bands íslands sem haldið var í Reykjavík fyrir skömmu var Sævar kjörinn í stjórn í stað Jóns og er það önnur vísbending um að honum sé ætlað að taka við formennsku Einingar. Þess má að lokum geta að Jón og Sævar eru báðir alþýðuflokksmenn. -yk. Bifvélavirkjun: r ,Fyrsta konan a Islandi lýkur prófi A laugardagsmorgunínn þreyttu þrír nemar í bifvélavirkjun sveinspróf. Það væri ekki í frá- sögur færandi nema fyrir það að fyrsta konan á íslandi sem tekur sveinspróf í bifvélavirkj- un var þeirra á meðal. Konan heitir Ólöf Tryggvadóttir. „Það þurfa allir að hafa ein- hverja vinnu og ég fékk eitt sinn vinnu á verkstæði og þar kvikn- aði áhuginn að læra bifvélavirkj- un,“ sagði Ólöf er hún var spurð um áhuga sinn á þessu fagi. „Ég er ekki með neina bíladellu, en þetta er góð vinna.“ Ólöf lærði hjá Bjarna Sigur- jónssyni á Mazdavérkstæðinu og Menntaskólinn: leysir Flestar likur benda til þess að Jóhann Sigurjónsson konrekt- or muni gegna embætti skóla- meistara Menntaskólans á Ak- ureyri í fjarveru Tryggva Gíslasonar sem hefur verið ráðinn deildarstjóri við Nor- rænu menningarmálastofnun- ina í fjögur ár frá næsta vori að telja. Eftir því sem Dagur kemst næst ríkir um það einhugur með- al kennara skólans að konrektor leysi skólameistara af og eru ekki dæmi þess að gengið hafi verið gegn vilja kennara Menntaskól- ans á Akureyri við ráðningu yfirmanna þar. í slúðurdálki nýjasta tölublaðs Heigarpóstsins segir að Guð- mundur Heiðar Frímannsson hafi verið orðaður við stöðuna en sá kvittur á ekki við nein rök að styðjast, að sögn Guðmundar, sem reyndar hyggst taka sér frí frá kennslu næsta vetur í þeim til- gangi að auka við menntun sína. -yk. vann þar um tíma. Sem stendur er hún heimavinnandi húsmóðir, segist ekkert hafa unnið frá því hún átti fyrri stelpuna sína, en hún á tvær. Maður Ólafar, Hauk- ur ívarsson er einnig bifvélavirki. Á prófinu fékk Ölöf þau verk- efni að setja saman gírkassa, setja saman og stilla stýrisvél og einnig þurfti hún að teikna raf- kerfi bifreiðarinnar. - Hvernig tilfinning er að vera fyrsta konan á íslandi sem lýkur prófi í bifvélavirkjun? Ólöf yppir öxlum og lætur sér fátt um finnast. Brosir. „Þegar ég var í iðnskólanum var talað um það í einhverjum þætti í útvarp- inu að engin kona væri í bifvéla- virkjun. Þá var landsbyggðin ekki talin með og mér sárnaði það svolítið.“ Ólöf segist sjálf eiga nýjan bíl. „Ég vil hafa minn bíl í lagi!“ - Varstu stressuð kvöldið fyrir prófið? „Nei, ég horfði á Derrik og var tiltölulega róleg.“ -mþþ , Ölöf Tryggvadóttir. Sauöárkrókur: Erfið lausafjárstaða - en ekkert „Þessi frétt blaðsins er af- skræmd og slitin úr öllu sam- hengi,“ sagði Þórður Þórðar- son bæjarstjóri á Sauðárkróki, er hann var inntur eftir sann- leiksgildi fréttar sem birtist í NT á fímmtudaginn. Þar sagði að Steinullarverksmiðjan og bygging verkamannabústaða á staðnum hefði steypt bæjar- sjóði Sauðárkróks í meiri skuldir en nokkru sinni fyrr. Þórður sagði að lausafjárstað- an hjá bæjarsjóði væri erfið eins og hjá flestum öðrum sveitarfé- neyðarástand segir bæjarstjóri lögum. „Við höfum vissulega þurft að taka mikil lán vegna hlutafjár- kaupa í Steinullarverksmiðjunni og t.d. þurfum við að greiða 13 milljónir vegna þeirra á þessu ári.“ Bæjarstjóri fullyrti að ekkert bæjarfélag hefði lagt hlutfallslega jafn mikla fjármuni í atvinnuupp- byggingu á allra síðustu árum og Sauðárkrókur hefði gert. Hann benti á að sú fjárfesting ætti eftir að skila bæjarfélaginu miklum tekjum á komandi árum auk þess að veita mörgum atvinnu. „Hér er mikil uppbygging í gangi. Verið er að ljúka smíði nýja íþróttahússins og við stefn- um að því að taka það í notkun um áramót. Mikið hefur verið byggt af verkamannabústöðum, en salan gengið treglega og loks má nefna að framlög úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga hafa verið skert. Allt þetta leggst á eitt með að gera lausafjárstöðuna erfiða. En hér er ekkert neyðarástand ríkjandi, langt í frá,“ sagði Þórð- ur Þórðarson, bæjarstjóri á Sauð- árkróki að lokum. BB.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.