Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 2

Dagur - 26.11.1985, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 26. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNIJÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJóRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓ'PIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. 'eiðarL Skotar læra af kaupfélögunum Skotar búa við mikið strjálbýli, einkum í nyrstu héruðunum. Eins og víðast hvar í hin- um vestræna iðnvædda heimi stóðu þeir frammi fyrir miklum fólksflótta frá strjálbýl- inu til þéttbýlli svæða. Þeir brugðust við þessari þróun á mjög afgerandi hátt og beittu margvíslegum leiðum til þess að skapa atvinnutækifæri og auka félagslega þjónustu í strjálbýlinu. Ennþá vinna Skotar að þessum málum af mikilli eljusemi og að því er virðist hafa þeir náð verulegum ár- angri. Allt kostar þetta starf Skotanna mikla pen- inga, en grundvallarhugsunin á bak við starf þeirra er sú að það sé ábatasamt þegar til lengri tíma er litið. Styrkir og lán til fyrirtækja skili arði, en að sjálfsögðu getur liðið nokkur tími þar til svo verður. Á meðan fyrirtækin eru að vinna sig upp í það að verða arðbær er þeim hjálpað verulega við fjármögnunina og reksturinn. Allt er þetta gert í ljósi þess að fólksflótti og miklar tilfærslur á fólki séu óarðbærar í sjálfu sér. Þær kosta meðal annars það að fasteignir verða verðlitlar eða verðlausar, byggja þarf á staðnum sem flutt er til og skapa atvinnutækifæri þar. Þegar á allt er lit- ið er því mikil arðsemi fólgin í því að reyna að halda fólkinu heima fyrir, enda flytja flestir út úr neyð og hefðu heldur viljað dvelja á heimaslóð, ef atvinna og viðunandi þjónusta hefðu boðið upp á það. Eins og áður sagði hefur árangur Skota í þessum efnum orðið mjög mikill. Fólksflótt- inn hefur hætt og íbúar strjálbýlli svæða geta unað mun betur við sinn hlut en áður. Eitt af því sem Skotar hafa gert til að stöðva fólksflóttann er að koma á fót sam- vinnufyrirtækjum á strjálbýlustu stöðunum. Þar sem áður voru engar verslanir, sáralítil atvinna og samgönguleysi hafa málin gjarn- an verið leyst með aðferðum samvinnu- manna. Heimamenn hafa verið styrktir til þess að koma á fót kaupfélögum og öðrum samvinnurekstri. Menn frá Þróunarstofnun Hálanda Skotlands og eyjanna hafa m.a. litið mjög til samvinnurekstrar á íslandi í tengsl- um við þessa uppbyggingu, og telja þeir hér margt til fyrirmyndar. Enda hafa samvinnu- félög reynst ein raunhæfasta og besta byggðastefnan hér á landi. _viðtal dagsins. „Kostur að vera af Syðri-Brekkunni“ - Óli Þór Ragnarsson lyfjafræðingur á Dalvík í viðtali dagsins „Mer er eiginlega sama hvar ég bý, svo framarlega að það sé í Eyjafirði. Ég held að það sé gott að vera nánast hvar sem er í Firðinum.“ Það er OIi Þór Ragnarsson lyfjafræðingur sem á þessi orð og er svona hrifinn af Eyjafirði. Mig Iang- aði að fara út á land og vinna þar, í stað þess að vera í Reykjavík. Ekki það að ég hafi ekki verið ánægður þar, heldur var það ekki það sem heillaði mig.“ Nú er Oli lyfjafræðingur, eða apótekari á Dalvík. Þar rekur hann apótek og hefur gert síðan 1981. - Hvaðan ertu sjálfur? „Ég er Akureyringur í húð og hár. Meira að segja er ég af Syðri-Brekkunni. Það tel ég vera mikinn kost. Enda hélt ég mig mest þar meðan ég var á Akur- eyri. Þar ólst ég upp, þar lék ég mér, þar gekk ég í skóla, allt þar til ég þurfti að fara til Reykjavík- ur í Háskólann." - Hvaða skólar fengu að njóta gáfna þinna? Óli hlær. „Ég gerði undantekn- ingu þegar ég byrjaði skólagöng- una. Þá fór ég í hinn þekkta skóla Hreiðarsskóla sem allir þekkja á Akureyri sem komnir eru yfir þrítugt. Það var skemmtilegur skóli. Þar var okkur kenndur hljóðlestur. Ég man ennþá eftir myndunum sem notaðar voru við kennsluna. Ekki ósvipaðar þeim sem nú eru notaðar við kennsl- una í sjónvarpinu. En hljóðlest- urinn ruglaði mig og marga fleiri þegar komið var í barnaskóla. Það var Barnaskóli íslands eins og Barnaskóli Akureyrar er oft kallaður. Þar var breytt um kennsluaðferð við lesturinn, sem ruglaði gjörsamlega. Ég er hræddur um að margir eigi í erf- iðleikum enn í dag með lestur vegna þessa ruglings." - Kennarar? „Fyrstu þrjú árin var það ágætiskona, Sigríður Skaftadóttir sem kenndi mér. Síðan tók Jónas vinur minn frá Brekknakoti við hópnum og kom upp í Gagn- fræðaskólann. Svo var þetta venjuleg bein braut upp í gegn- um Menntaskólann og í Háskól- ann.“ - Af hverju valdir þú lyfja- fræði? „Það var fyrst og fremst áhugi á efnafræði sem gerði það að verkum. Ég var í upphafi ákveð- inn í að læra efnaverkfræði, en það þótti ekki vitlegt á þessum tíma að læra hana, því atvinnu- möguleikar voru taldir litlir fyrir slíka menn upp úr 1970. Fyrst eftir nám vann ég í Reykjavík, en langaði alltaf norður. Ég sótti svo um hér á Dalvík þegar breytingar urðu.“ - Skemmtilegt starf? „Já verulega skemmtilegt. Það er mikið af nýjum lyfjum að koma á markaðinn. Þess vegna þarf að fylgjast vel með og lesa sig til. Þetta er mikil efna- og eðl- isfræði. Einnig þarf að vita allt um verkan lyfja. Annars var námið skemmtilegra en vinnan í apótekinu, því starfið felst mikið í afgreiðslustörfum í dag. Það er að mestu aflagt að búin séu til lyf í apótekum. Þó er alltaf eitthvað um það. Einn og einn kemur og vill ákveðna mixtúru, eða smyrsl og þá þarf maður að blanda,“ segir Óli. - Kona Óla er Ingibjörg Mar- inósdóttir og eiga þau 4 börn. Hvernig var tekið á móti ykkur er þið komuð árið 1981? „Afskaplega vel. Við fengum góðar móttökur strax í upphafi og hefur líkað vel eftir það.“ - Áhugamál lyfjafræðingsins? „Ég hef mikinn áhuga á ferða- lögum. Við fjölskyldan ferðumst eins mikið og við getum. Þó er það flugið sem á allan hugann núna. Eg er á einkaflugmanns- námskeiði á Akureyri þessa stundina og keyri á hverju kvöldi inn eftir, til að fara á námskeiðið. Einnig fer ég mikið þangað til að fljúga. Það þarf að vera búið að fljúga töluvert til að fá prófið, svo ég hef tekið þetta nokkuð skarpt síðan í ágúst. Það er vonin að taka prófið fyrir jól. Síðan höfum við nokkrir flugáhuga- menn hér á Dalvík áhuga á að gera flugbrautina suður á sandin- um lendingarhæfa. Það er markmið sumarsins næsta.“ - Það er vonandi að það markmið náist og líka vonandi að Óli standist flugprófið svo hann geti farið að sýna Dalvíkingum og öðrum flugfærni sína. gej- 3S-ts hamimgju MEÐ 77/ /)FMÆUÐ /50 ÞO EKK/ NEM MÐ O. O,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.