Dagur - 26.11.1985, Síða 6

Dagur - 26.11.1985, Síða 6
6 - DAGUR - 26. nóvember 1985 Viðtal við Einar Njálsson: - ef það getur ekki sagt það neinum“ „Ég þekki ekki Húsavík fyrir sama bæ og á uppvaxtarárunum. Ég er fæddur í Dvergasteini, lék mér í fjörunni neðan við bakkann og á þeim árum dreymdi mig um að verða sjómaður,“ segir Einar. Hann er sonur Njáls Bjarnasonar sem lengi var kennari á Húsavík. Móðir Einars var Árnína Björg Einarsdóttir, dóttir Einars Sörenssonar. Draumurinn um að gerast sjómaður eins og afi rættist ekki fyrir Ein- ari. Hann er útibússtjóri Samvinnubankans á Húsavík, og hefur gegnt því starfi síðan 1969 er hann var aðeins 25 ára að aldri. Einar er kvæntur Sigurbjörgu Bjarnadóttur og eiga þau þrjú börn. En ég ætlaði ekki að spyrja Einar í dag um breytingar á Húsavíkurbæ eða reynslu ungs bankastjóra, heldur um áhuga hans á leiklist og trúnað- arstörf fyrir áhugamannaleikfélög. ’Ég lék fyrst með Leikfélagi á íslandi sumarið 1986. Ekki er Húsavíkur 1967 og fór síðan fljótlega að starfa í stjórn þess. Þá fer ég að sækja þing Banda- lags íslenskra leikfélaga, var kjörinn formaður þess 1979 og hef gegnt því starfi síðan. Árið 1980 var ég kosinn í stjórn Nor- ræna áhugaleiklistarráðsins eða NAR eins og við köllum það gjarnan. Nú er ég varaformaður þeirra samtaka. Bandalag íslenskra leikfélaga er landssamtök allra áhugaleik- félaga á íslandi, aðildarfélög eru 86 frá flestum bæjum og sveitar- félögum, meira að segja frá Reykjavík. Þar voru ekki starf- andi áhugamannafélög frá því Leikfélag Reykjavíkur varð at- vinnuleikhús, en á síðustu missir- um hafa verið stofnuð nokkur leikfélög þar.“ - Hver eru helstu verkefnin sem unnið er að núna? „í samstarfi við NAR mun Bandalag íslenskra leikfélaga sjá um leiklistarhátíð sem haldin verður í Reykjavík næsta sumar. Nánar tiltekið dagana 22.-29. júní. Undirbúningur fyrir þessa leiklistarhátíð hófst á Húsavík 1983, en þá voru haldin hér aðal- fundur og ráðstefna á vegum NAR. Ráðstefnan fjallaði um norrænan menningararf sem hug- myndavaka í nútímaleikhúsi. Efnið var sótt í Snorra-Eddu og Þrymskviðu. Niðurstaða ráð- stefnunnar var flutt í litlum leik- sýningum. Þetta var svo skemmtilegt og tókst svo vel að ákveðið var að láta þetta efni vera uppistöðu leiklistarhátíðar þó meiningin að miða sig ein- vörðungu við þessa norrænu goðafræði heldur einnig menn- ingararf Finna, Sama og Græn- lendinga sem er nokkur annar. Þessi leiklistarhátíð verður merkileg fyrir það að í fyrsta sinn er boðið með Grænlendingum, Sömum, Álandseyingum og Fær- eyingum. Þetta er liður í því að reyna að nálgast þessi afskekktu samfélög og draga þau inn í þetta virka norræna samstarf." - Hafa þau ekki starfað með NAR áður? „Sum þeirra, sum ekki. Færey- ingar fengu aðild að NAR 1980, og Álandseyingar hafa sótt um aðild. En við vitum aðeins um eitt starfandi leikfélag á Grænlandi, og til að fá aðild að samtökunum þarf að vera um landssamtök leikfélaga að ræða svo tryggt sé að öll leikfélög og leikstarfsemi í hverju landi hafi möguleika á að taka þátt. Ég fór til Grænlands fyrir nokkrum vikum ásamt fleir- um á vegum NAR. Við vorum að kanna áhuga leikfélagsins á aðild að samtökunum og hann reyndist það mikil að við ætlum að reyna að finna ráð til að það geti gerst aðili sém allra, allra fyrst. Einnig þarf að finna ráð til að Samar geti gerst aðilar.“ - Verða leikfélög frá öllum Norðurlöndunum með sýningar á leiklistarhátíðinni? „Já, við eigum von á alls 11 leikfélögum með sýningar. Þar af verða Finnar með tvo leikhópa, einn sænskumælandi og annan finnskumælandi og af því að ís- Einar sem Carlos í „Það þýtur í Sassafrastrjánum' uppfærsiu Leikfélags Húsavíkur. lendingar eru gestgjafar fá þeir að hafa tvær sýningar.“ - Af hverju stafar þessi brenn- andi leiklistaráhugi hjá þér, er hann ef til vill ættgengur? „Ég held þetta hljóti að vera einhver þörf til að láta bera á sér, eða að vera svolítið merkilegur með sig. En í alvöru talað þá var faðir minn í leikfélaginu og starfaði mikið að þessum málum, en ég veit ekki hvort þetta er ættgengt. Það er staðreynd að í þessu starfi hefur maður kynnst alveg feikilega góðu og skemmtilegu fólki. Það laðar mann að starfinu að eiga kost á að vinna með slíku fólki. Ég hef gaman af að vinna að þessu, horfa á leikrit og vera í leikhúsi, vera á leiksviði. Þetta höfðar til mín. Við sem áhuga höfum á leiklist höfum gaman af að tala um sömu hlutina, svo það er margt sem viðheldur þessum áhuga." - Hvaða leiksýningu hefur þér fundist mest gaman að vinna að? „Sýningu leikfélagsins á Heið- ursborgurum, sem María Krist- jánsdóttir leikstýrði. Ég lék ekki í sýningunni og ég held að ég hafi aldrei nokkurn tíma verið eins hrifinn í leikhúsi og á frumsýn- ingunni. Mér finnst þetta ein al- besta sýning sem Leikfélag Húsa- víkur hefur sett á svið. Það merkilega var að sýningin féll eins og kallað er, þannig að fólk kom ekki til að sjá hana. Áður en íslendingar bjuggu til leikgerð af Sölku Völku, sá ég verkið leikið á finnsku í Finn- landi. Sú sýning vakti alveg sér- staka hrifningu mína og var geysilega áhrifamikil.“ - Finnst þér smekkur almenn- ings á leiksýningum stangast á við það sem ykkur langar til að gera? „Ég held að almenningur hafi smekk fyrir góðum leiksýning- um. Fólk er að vísu oft að tala um að það vilji sjá eitthvað létt og skemmtilegt, en ég held að fólk meini það ekki. Fólk vill sjá eitthvað sem er virkilega gott og vel gert. Hlutverk leikfélagsins er að vera svolítið mótandi eða leið-

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.