Dagur - 26.11.1985, Side 9

Dagur - 26.11.1985, Side 9
26. nóvember 1985 - DAGUR - 9 JþróttiL Umsjón: Kristján Kristjánsson KA lék fyrir sunnan um helgina í blaki: „Ágætt á laugardag en lélegt á sunnudag" segir Sigurður Harðarson þjálfari Ekki tókst liðum KA í blaki að sækja stig fyrir sunnan um helgina. Um helgina spiluðu karla- og kvennalið KA í blaki sína 2 leikina hvort í 1. deildinni fyrir sunnan. Ekki er hægt að segja að vel hafi gengið í þeirri ferð, bæði lið- in töpuðu sínum leikjum. Dagur hafði samband við Sigurð Harð- arson þjálfara kvennaliðsins og liðstjóra karlaliðsins til að fá nán- ari fréttir af þessum leikjum. „Laugardagsleikirnir voru ágætir þrátt fyrir tap hjá báðum liðum gegn Prótti. í kvennaleikn- um sigruðu Þróttarar 3:0. Fyrsta hrinan var mjög góð, jafftt á svo til öllum tölum upp í 12:12, en Þróttarastelpurnar skoruðu síð- ustu 3 stigin og sigruðu 15:12. Það vantaði aðeins herslumuninn í þessari hrinu, en það er eins og KA-stelpurnar hafi ekki næga Unglingameistaramót íslands í sundi: Mjög góður árangur sundfólks Óðins Átta keppendur frá sundfélag- inu Óðni fóru á Unglinga- meistaramót íslands í sundi sem haldið var í Reykjavík um síðustu helgi. Árangur var góður og flestir keppendanna bættu sig. Engin Islandsmet féllu að þessu sinni, en óhætt er að fullyrða að litlu munaði. Svavar Þór Guðmundsson setti glæsilegt Akureyrarmet í 50 m baksundi á tímanum 31,62 sek. Þetta er aðeins 2Vm úr sek. frá ís- landsmeti Eðvarðs Þ. Eðvarðs- sonar í drengjaflokki. Þessi tími Svavars er þriðji besti árangur ís- lendings á þessu ári í karlaflokki, en hann er aðeins 14 ára gamall. Svavar náði einnig athyglisverð- um árangri í 50 m skriðsundi, þar synti hann á tímanum 27,26 sek. sem er 2. besti árangur frá upp- hafi í hans aldursflokki. Hann setti samtals 19 Akureyrarmet á mótinu. Birna Björnsdóttir setti 12 Ak- ureyrarmet og bar þar hæst tíma hennar í 50 m baksundi, 37,40 sek. Þessi tími er aðeins 6/io úr sek. frá íslandsmetinu í hennar aldursflokki. Einnig má geta þess að besti tími Birnu í 100 m bak- sundi er einnig ¥w frá íslandsmeti. Henni tókst því miður ekki vel upp í því sundi á þessu móti. Arangur hennar í 200 m bak- sundi var líka glæsilegur á mót- inu, hún varð í 6. sæti á tímanum 2:51,68, glæsilegur fyrir þá sök að á Unglingameistaramóti íslands er einungis keppt í einum flokki pilta og stúlkna, 17 ára og yngri, en Birna er aðeins 12 ára gömul. Tími Birnu í 50 m skriðsundi var 31,47 sek. sem er 2. besti tími í hennar flokki frá upphafi. Tvö Akureyrarmet voru sett í boðsundum stúlkna, sveit Óðins synti 4x50 m fjórsund á 2:29,94 mín. og 4x50 m skriðsund á 2:14,47 mín. Þetta eru met í kvenna- og stúlknaflokki. Sveitina skipuðu Guðrún Y. Tómasdóttir, Aðalheiður Sigursveinsdóttir, Elsa Guðmundsdóttir og Birna Björnsdóttir. STAÐAN 3. deild: Staðan í 3. deild íslandsmóts- ins í handknattleik eftir leiki helgarinnar er þessi i: Völsungur-ÍBK 26: :29 Selfoss-Fylkir 24; :20 UMFN-IA 23: :26 UFHÖ-Ögri 28: :23 Þór-ÍBK 17: :25 ÍBK 7 6 0 1 186:140 12 Týr 8 6 0 2 221:164 12 Revnir 8 5 2 1 189:173 12 ÍA 7 5 1 1 171:145 11 Þór 9 5 1 3 208:183 11 Fylkir 9 4 1 4 189:172 9 UMFN 8 3 1 4 215:197 7 Völsungur 9 3 1 5 222:220 7 Selfoss 7 2 2 3 164:159 6 ÍH 7 3 0 4 170:193 6 LiFHÖ 7 2 1 4 176:209 5 Skallagrímur 6 1 0 5 126:162 2 Ögri 8 0 0 8 117:224 0 trú á því að þær geti sigrað. 1 annarri hrinunni sigruðu Þ'rótt- arastelpurnar örugglega 15:3 og í þeirri þriðju 15:8 og í þeim hrin- um datt botninn alveg úr leik KA-stelpnanna. Á eftir kvennaleiknum léku sömu lið í karlaflokki og sigruðu Þróttarar einnig 3:0 í þeim leik. Sá leikur var betur leikinn heldur en kvennaleikurinn af KA-liðinu. Þróttur sigraði í fyrstu hrinunni 15:10, eftir að hafa verið kominn í 9:0 í byrjun. Önnur hrinan end- aði 15:9 fyrir Þrótt og sú þriðja 15:12. Þróttur er með mjög gott lið og þeir byrjuðu hverja hrinu af miklum krafti og náðu oftast góðri forystu strax. KA-strákarn- ir náðu þó að rétta sinn hlut með því að spila af yfirvegun, þó ekki hafi það dugað til sigurs. Stærsta tromp Þróttar er stórgóður sókn- arleikur, þeir eru aftur slakir nið- ur við gólf í vörninni, en hávörn- in er ágæt. Þá erum við komnir að sunnu- dagsleikjunum og þeir voru öllu daprari hjá liðunum. Kvennalið- ið lék gegn UBK og tapaði þeim leik 3:0. Það var slæmt tap því KA-stelpurnar eru með betra lið en UBK, þær byrjuðu hverja hrinu illa og gáfu UBK alltaf 5-6 stiga forskot sem þær náðu svo aldrei að vinna upp. UBK vann fyrstu hrinuna 15:11, aðra hrin- una 15:13 og þá þriðju einnig 15:13, þannig að ekki munaði miklu. KA-stelpurnar léku allar undir getu í þessum leik, mikið um misskilning í stöðum og mik- ið af uppgjöfum sem fóru í súginn. Karlaliðið lék við HK og þar var svipað uppi á teningnum, að liðið lék miklu verr heldur en daginn áður. HK sigraði í fyrstu hrin- unni 15:12, KA í annarri hrin- unni 15:10, en HK síðan í tveimur síðustu hrinunum 15:11 og 15:7. Þessi tvö lið eru einna líkust í deildinni, þau eru ekki með eins sterkar sóknir og hin liðin, en berjast bæði mjög vel. Það sem gerði útslagið í þessum leik var hvað KA-menn léku illa, fyrir utan Sigurð Arnar Ólafsson sem var sá eini er hélt haus og lék vel. Þá átti Kjartan Busk stórleik fyrir HK og hafði það einnig áhrif á sigur HK,“ sagði Sigurður Harð- arson að lokum. 1 STAÐAN 1. deild: Staðan í 1. deild íslandsmóts- ins í handknattleik: Víkingur 11 9 0 2 270:209 18 Stjarnan 11 7 2 2 256:221 16 Valur 9 7 0 2 204:184 14 FH 11 6 0 5 268:255 12 KA 11 4 1 6 223:229 9 Fram 10 4 0 6 236:237 8 KR 11 3 1 7 234:233 7 Þróttur 10 0 0 10 208:308 0 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 Jónas „saltaöi" Gunnar Níelsson Gunnar Níelsson var lítil fyrirstaða fyrir Jónas Róbertsson um helg- ina. Jónas var með 6 leiki rétta, Gunnar aðeins 3, þrátt fyrir það að United hafi steinlegið gegn Leicester. Er það mál manna að United- liðið sé endanlega búið að gefa það upp á bátinn að sigra í 1. deild- iinni þetta keppnistímabil. Hvað um það Jónas ætlar að gefa öðrum KA-manni tækifæri um næstu helgi, en það er Níels Halldórsson faðir Gunnars. Níels er aðdándi Q.P.R. og var hann ekki í vand- ræðum með að tippa, eins og sést hér að neðan. Jónas Níels Aston Villa-Tottenham Ipswich-Sheff.Wed. Luton-Man.City Man.United-Watford Newcastle-Leicester Q.P.R.-Coventry Southampton-Everton Bradford-Portsmouth Fulham-Oldham Grimsby-Blackburn Leeds-Norwich Stoke-Sunderland 1 2 1 1 1 1 2 x x 1 X Aston Villa-Tottenham Ipswich-Sheff. Wed. Luton-Man.City Man.United-Watford Newcastle-Leicester Q.P.R.-Coventry Southampton-Everton Bradford-Portsmouth Fulham-Oldham Grimsby-Blackburn Leeds-Norwich Stoke-Sunderland Athugið! Sundfólk Óðins náði góðum árangri í Reykjavík um helgina. Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi. 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.