Dagur - 26.11.1985, Side 12
iMI
Akureyri, þriðjudagur 26. nóvember 1985
Smidjan niinnir á leihústilboðið
Sæsniglasúpa.
Lambahnetusteikur með kryddjurtasósu.
Kaffi og konfekt.
Verð kr. 600,-
Smiðjan opnuð kl. 18.00.
Kristnesspítali:
Akvörðun
verður tekin
fljótlega
- um það hvort sjúkraliðar og
hjúkrunarfræðingar leggi niður störf
Hjúkrunarfræðingar og
sjúkraliðar hjá Kristnesspítala
hafa ekki ákveðið hvort þeir
hætta störfum hjá spítalanum í
næsta mánuði eins og þeir
höfðu boðað.
Stjórn ríkisspítalanna hefur
sent þessum tveimur starfshópum
bréf þar sem þeirri túlkun ríkis-
lögmanns er lýst að uppsagnirnar
séu ólöglegar þar sem þær séu
skilyrtar að því leyti að þær gangi
til baka ef launakröfur ná franr
að ganga.
Liv Gunnhildur Stefánsdóttir,
trúnaðarmaður sjúkraliða, sagði
að þær ættu von á Gunnari
Gunnarssyni, framkvæmdastjóra
Starfsmannafélags ríkisstofnana,
norður til fundar þar sem lagt
verður mat á viðbrögð stjórnar
ríkisspítalanna við uppsögnum
og launakröfum sjúkraliða í
Kristnesi. Eftir þann fund verða
teknar ákvarðanir um það hvort
sjúkraliðar leggja niður störf 4.
desember eins og þeir höfðu
boðað. -yk.
„Alltaf að gerast
ökuskírteini vegna hrað-
bæjarfógeta á Akureyri
- að menn séu sviptir
aksturs," segir fulltrúi
„Þaö er alltaf að gerast að
menn séu sviptir ökuleyfi
vegna of hraðs aksturs,“ sagði
Ólafur Ólafsson fulltrúi hjá
bæjarfógetaembættinu á Ak-
ureyri í samtali við Dag í gær.
Ólafur sagði að sviptingar
vegna hraðaksturs kæmu upp í
hverri viku og oftast væri um
unga ökumenn að ræða. Um
helgina var lögreglan með hraða-
mælingar á Akureyri og tók
a.m.k. 7 ökumenn. Þrír þeirra
voru á yfir 100 km hraða, tveir
óku á 109 og 103 km hraða á
Norðurlandsvegi og einn á 105
km hraða á Drottningarbraut.
Þegar slík dæmi koma upp eru
málin metin og tekið tillit til þess
hvernig ökuferill manna er, við
hvaða aðstæður þeir hafa ekið og
hversu hratt og hvort um er að
ræða unga ökumenn, t.d. á fyrsta
ári. gk-.
m
Gluggar
vegar er
eru augu húsanna, sagði einhver - kannski var það skáld. Hins
betra að hafa gluggana hreina, þá sést betur inn. Mynd: - KGA.
Utgerðarfélag Akureyringa:
Nægur kvóti
er eftir
Hjá Útgerðarfélagi Akureyr-
inga eru alls eftir ríflega 2000
tonn af kvóta, að sögn Einar
Óskarssonar skrifstofumanns.
Þar af eru rúm 1400 tonn af
karfa en með því að nýta heim-
ild til að breyta 10% af skrap-
kvóta í þorskkvóta geta togar-
ar ÚA átt eftir að veiða um 500
tonn af þorski.
Þessi kvóti ætti að geta dugað
öllum 5 togurum ÚA nokkurn
veginn fram að áramótum og næg
atvinna helst þar með í frystihús-
inu. Þar vantar raunar fólk og
hefur vantað um nokkurt skeið.
Hrímbakur, nýjasti togari ÚA,
hefur borið um 580 tonn að landi
í þeim fimm veiðiferðum sem
hann hefur farið frá því að hann
hóf veiðar í haust. Einar sagði að
Hrímbakur hefði reynst vel, þrátt
fyrir smávægilega byrjunarörðug-
leika. -yk.
Akureyri:
Óvenjumikið
um veim-
sýkingar
Að sögn Hjálmars Freysteins-
sonar sem gegnir nú störfum
héraðslæknis á Akureyri er
óvenjumikið um veirusýkingar
í bænum um þessar mundir.
Ekki er hægt að segja að hér
sé um inflúensu að ræða, en
veirusýkingunni fylgir talsverður
hiti og kvef. „Það er oft mikið um
þetta fyrripart vetrar en það er
óhætt að segja að þetta sé með
meira móti núna,“ sagði
Hjálmar. gk-.
Fundur Samtaka um jafnrétti milli landshluta með alþingismönnum:
„Þingmenn voru jákvæðir“
Á laugardaginn hélt deild
Samtaka um jafnrétti milli
landshluta í V.-Húnavatns-
sýslu, opinberan fund með al-
i..”' .
- .... -< '
Skógrækt?
Mynd: - KGA.
þingismönnum Norðurlands
vestra í Félagsheimilinu á
Hvammstanga. 130 manns
mættu á fundinn og urðu um-
ræður fjörugar.
Allir þingmenn Norðurlands
vestra töluðu á fundinum og fékk
hver um sig 15 mínútur til um-
ráða og máttu skipta þeim tíma í
tvennt eða þrennt eftir þörfum.
Talsmenn Samtakanna voru jafn-
margir þingmönnum og kynntu
þeir baráttumál sitt um breytta
stjórnarskrá svo og önnur bar-
áttumál fyrir þingmönnunum og
leituðu eftir áliti þeirra.
Magnús Kristinsson, starfs-
maður Samtakanna, sagði að
þessi fundur hefði verið mjög
gagnlegur og þingmenn hefðu all-
ir sem einn verið mjög jákvæðir í
garð samtakanna.
„Þeir lýstu ánægju sinni með
að svona þjóðmálasamtök gætu
starfað og jafnframt að við skyld-
um nota svona fund til þess að
koma á beinu sambandi milli
þingmanna og og hins almenna
kjósanda. Þeir voru sammála
okkur í veigamiklum atriðum
þótt erfitt sé að alhæfa nokkuð í
því sambandi, því þarna voru jú
5 þingmenn úr þremur stjórn-
málaflokkum. Þeir komu þó fram
á vissan hátt sem einn nokkuð
samstilltur aðili,“ sagði Magnús.
Hann sagði að andrúmsloftið
hefði verið mjög gott þótt stund-
um hefði hvesst örlítið.
„Tilgangurinn með þessum
fundi var fyrst og fremst sá að fá
fram skoðanir þingmanna á þeim
drögum að stjórnarskrá sem sam-
tökin hafa gert. Við viljum að
kosið verði til sérstaks stjórn-
lagaþings sem hafi það hlutverk
að endurskoða stjórnarskrá lýð-
veldisins. Við göngum svo langt
að leggja til að þingmenn verði
þar ekki kjörgengir, því við telj-
um óeðlilegt að þingmenn seniji
sjálfir þær reglur sem þeir eiga að
starfa eftir.“
Magnús sagði þessar tillögur
hafa hlotið misjafnar undirtektir
þingmanna en meirihluti þeirra
hefði ckki lýst sig andvígan þeim.
„Nokkrir þingmenn lýstu
áhyggjum sínum yfir því að völd-
in í þjóðfélaginu væru smám
saman að færast frá Alþingi og
yfir til ýmissa stofnana í Reykja-
vík og þar erum við þeim hjart-
anlega sammála," sagði Magnús
Kristinsson að lokum. BB.