Dagur


Dagur - 28.11.1985, Qupperneq 2

Dagur - 28.11.1985, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 28. nóvember 1985 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 360 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 35 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFÍ KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJ‘N KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTIR, AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. teidari______________________ Mogginn og Hafskipsmálið Hafskipsmálið svonefnda hefur tröllriðið fjöl- miðlum undanfarna daga og vikur. Sérstak- lega er athyglisvert að fylgjast með hlut Morgunblaðsins í þessu máli. Óttinn við að Sambandið og hið nýja íslenska skipafélag, sem stofnað var úr rústum Hafskips, næðu saman og færu að ógna veldi Eimskipafélags- ins, hefur beinlínis skinið af síðum blaðsins. Eimskip verður eftir sem áður með stærri skipakost en Sambandið og Hafskip, mátti t.d. lesa í einni „fréttinni“ og er þetta svona álíka og þegar börnin segja; pabbi minn er sterkari en pabbi þinn. Þegar svo Sambands- stjórnin ákvað að hætta frekari viðræðum við Hafskipsmenn var spjótunum snúið gegn Sambandinu. Sundrung í SÍS var heiti leiðara Morgun- blaðsins á dögunum. Þar og í svokölluðum fréttaskýringum blaðsins er fjallað um það að ekki hafi allir í stjórn Sambandsins verið sam- mála um það hvort halda skyldi viðræðum við íslenska skipafélagið áfram. Ákveðið var að hætta þessum viðræðum þar sem meirihluti stjórnar var því andvígur. Stjórnin tók þessa ákvörðun einróma eftir að hugur manna til þessa máls lá fyrir. Þarna var um að ræða lýð- ræðislega ákvörðun, lýðræðislega kjörinna fulltrúa í stjórn Sambandsins. Morgunblaðið segir að forstjóraveldið í SÍS hafi orðið að láta í minni pokann. Aðrir, sem málum Sambandsins eru kunnugri en Morg- unblaðið, vita að þessi niðurstaða er aðeins staðfesting á því að það er ekki einhver for- stjóraklíka sem ræður mikilvægum málefnum Sambandsins til lykta, heldur lýðræðislega kjörin stjórn. Þessi niðurstaða gerir þjóðsög- una um forstjóragrýluna, sem Morgunblaðið hefur ávallt klifað á, dauða og ómerka. En Morgunblaðið hefur sínar aðferðir við að skýra hlutina: Þegar ekki er hægt að skella skuld á forstjóraveldið í Sambandinu, þá heit- ir það að sundrung sé í Sambandinu, en ekki að um lýðræðislega ákvörðun hafi verið að ræða. Blaðamennska Morgunblaðsins í þessu máli er ekki aðeins barnaleg, heldur ómerki- leg í hæsta máta. Morgunblaðið gegnir upp- lýsingahlutverki sínu illa, sem langstærsta dagblað landsins. Það er mengað með for- dómum, það er á kafi í hagsmunagæslu fyrir ættarveldið í Eimskipafélaginu. Það misnotar aðstöðu sína til að villa um fyrir landslýð, ekki aðeins í þessu máli, heldur fjölmörgum öðrum. -viðtal dagsins_________________ Hálft tonn af varahlutum í Húsafell - Björn Sigmundsson tæknimaður RÚVAKS í viðtali dagsins Björn við stjórnborðið hjá RÚVAK. Mynd: KGA Allir sem hlusta á útvarp hafa heyrt þegar sagt er að þessi eða hinn sé, eða hafi verið tækni- maður þáttarins. Nöfn þessara manna heyrast oft, en fæstir vita hverjir mennirnir eru. Einn af þessum ágætu tækni- mönnum sem fá þakkir fyrir vel unnin störf, frábæra aðstoð, eða ómælda þolin- mæði, er Björn Sigmundsson hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri. Hann hefur unnið við stofnun- ina síðan rekstur hennar hófst og jafnvel lengur. „Pað er rétt,“ segir Björn. „Ég hef unnið hér frá því að deildin var stofnuð. Reyndar var ég byrj- aður fyrr, því Björgvin vinur minn Júníusson sem séð hafði um upptökur á efni héðan um nokk- urt skeið var beðinn að útvega mann sér til aðstoðar við upptök- ur. Ég sótti um af rælni og fékk. Ég var svo byrjaður að vinna í gamla Reykhúsinu við Norður- götu nokkru áður en eiginleg starfsemi hófst. Þannig gat ég kynnt mér málin og komist inn í hlutina áður en bardaginn hófst.“ - Hvernig hefur svo bardaginn gengið? „Það er óhætt að segja að leið- in hafi verið beint upp. Það hefur allt verið gert til að búa RÚVAK eins vel úr garði og mögulegt er. Þess vegna hefur stefnan verið upp á við allan tímann.“ — Nú eru ekki teknir menn í störf tæknimanna nema þeir hafi ákveðna menntun. Var það ekki eins með þig? „Að sjálfsögðu. Ég byrjaði að læra iðn sem kallaðist útvarps- virkjun á þeim tíma, en heitir raf- eindavirkjun í dag. Ég mætti gal- vaskur í Hljómver til Stefáns Hallgrímssonar 15. maí 1966.“ - Fyrsta verkefnið? „Já, ég man það mjög vel. Ég var sendur með öðrum niður í Slipp að gera við siglingatæki í gömlu Sigurbjörginni. Eg gerði ekki mikið annað en halda á verkfæratöskunni. “ - Hvers vegna valdir þú út- varpsvirkjun? „Það var áhugi á tækjum og grúski sem gerði það að verkum að ég fór í þetta. Við vinirnir í hverfinu þar sem ég átti heima smíðuðum okkur kallkerfi sem við leiddum milli 5 húsa. Þannig töluðum við hver við annan. Áður var ég á kafi í ljósmyndun, en hætti í ljósmynduninni og fór í rafeindadótið, sem ég er í enn í dag. Að vísu var það með hliðar- hoppi í Hlíðarfjall. Þar Vann ég í fjögur ár, það er að segja yfir vetrartímann, en á sumrin vann ég á radíóverkstæði KEA.“ Björn er fæddur og uppalinn á Akureyri. „Fæddur á gamla sjúkrahúsinu sem nú er Skíðahótelið í Hlíðar- fjalli,“ segir Björn. „Gekk í Hreiðarsskóla og lærði þar meðal annars þann fræga hljóðlestur sem varð til þess að ég hef átt erf- itt með lestur fram til þessa. Ég veit af fleiri mönnum sem urðu fyrir þessum lestrarörðugleik- um.“ - Þú áttir „Káinn“? Björn brosir. „Já ég átti Káinn. Hann var Rússajeppi af gerðinni GAZ. Ég keypti bílinn af KEA. Hann var notaður í Brúnalaug þegar kaupfélagið rak þar gróðr- arstöð. Það var meiriháttar verk að moka út úr honum gróðurhús- inu og mosanum eftir að ég fékk hann. Annars reyndist hann vel og var vinsæll. Ég man er við konan mín Guðrún Bjarnadóttir og ég fórum í ferðalag á honum í fyrsta skipti. Ég lét vigta bílinn áður en við hlóðum hann. Einnig eftir að'búið var áð setja allt dót- ið um borð. Munurinn var rúm 500 kg. Mest af þeim þunga fólst í varahlutum og verkfærum, því þeir gengu ekki allt of vel á þess- um árum nema menn væru á haus í vélarhúsinu hálfan daginn. Við vorum bara að að fara í Húsafell um verslunarmannahelgi. Þetta var 3 daga túr með 500 kíló af verkfærum og varahlutum. Þetta er það sem kallast að njóta þess að eiga bíl,“ segir Björn og hugs- ar um „Káinn“. - Aftur að RÚVAK. Hvert er álit þitt á frjálsræði í útvarps- rekstri? „Ég held að öll samkeppni sé góð. Það eiga eftir að koma fleiri útvarpsstöðvar. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hverjir séu hæfastir. Ég held að margir eigi eftir að fara illa á þessu ef ekki er góður undirbúningur.“ gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.