Dagur - 28.11.1985, Page 11
28. nóvember 1985 - DAGUR - 11
Jþróttic
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Það er betra að vera vel klæddur á æfingu í nýja húsinu á Húsavík.
Mynd: IM
Misjöfn æfingaaðstaða
liðanna í handbolta
- Völsungar byrjaðir að æfa í nýja húsinu
Þeir munu kljást á Skaganum á sunnudag Nói Bjömsson Þórsari og Hilmar
Sighvatsson Valsari.
Stórmót íþrótta-
fréttamanna
Fyrir skömmu var haldin fyrsta
æfingin í handbolta í nýja
íþróttahúsinu á Húsavík.
Æfingin var óvenjuleg fyrir þá
sök, að húsið varð fokhelt fyrir
nokkru og er töluvert frá
því að vera tilbúið til æfinga
eins og til er ætlast.
Ingibjörg Magnúsdóttir blaða-
maður Dags á Húsavík var mætt
á þessa fyrstu æfingu, tók nokkr-
ar rnyndir og spjallaði við Pálmi
Pálmason þjálfara Völsungs.
Hann var spurður hverju það
breytti fyrir þá að geta verið við
æfingar í húsinu þrátt fyrir að enn
væri langt í land með að það væri
tilbúið.
„Það kemur sér vel, við höfum
verið á hrakhólum hingað til.
Litli salurinn hér á Húsavík er
allt of lítill. Aðstaðan í nýja hús-
inu er ekki góð, við notumst við
vinnuljós, það er steinsteypt gólf,
sem þykir nú ekki það besta fyrir
menn sem þurfa að henda sér í
gólfið og hitastigið rétt ofan við
frostmark. Það þýðir ekki annað
en að vera vel klæddur á æfingu,
bæði vegna gólfsins og kulda. Við
notum þennan tíma aðallega fyrir
„taktískar“ æfingar sem ekki er
hægt að æfa í litla salnum. Leik-
mennirnir máluðu línur á steyp-
una og mörk erum við með, en
við munum samt sem áður æfa
einu sinni í viku á Laugum í
Reykjadal sem er okkar heima-
völlur ennþá,“ sagði Pálmi
Pálmason.
Ársþing KSÍ
um helgina
Ársþing Knattspyrnusam-
bands Islands verður haldið í
Vestmannaeyjum nú um næstu
mánaðamót. Búast má við
átakaþingi og þá aðallega
vegna hins svokallaða Jóns-
máls sem var mikið í fréttum í
sumar. Á slíkum þingum eru
bornar fram margar nýjar til-
lögur félaganna um breytingar
á fyrirkomulagi móta, um
ný mót og svo framvegis.
Hér á eftir verður minnst á
nokkrar þær tillögur sem bornar
verða upþ á þinginu. Þá ber fyrst
að nefna tillögu sem knattspyrnu-
félögin Víkingur og Þróttur
munu leggja fram, um fjölgun
liða í 1. deild á næsta ári. Það
sem athyglisverðast er við þá til-
lögu er að þessi tvö lið féllu í 2.
deild á síðasta ári og lítur dæmið
þannig út fyrir umsjónarmanni
íþróttasíðunnar, að forráðmenn
félaganna geti ekki sætt sig við
það hlutskipti. Ef þessi tillaga
verður samþykkt yrði að spila um
þau sæti sem losna, jafnt um sæti
í 1. deild sem og hinum neðri
deildum. Er hætt við að það raski
sjálfu íslandsmótinu og myndi
koma í veg fyrir útkomu móta-
bókarinnar fyrr en allt of seint.
Samt sem áður er hætt við að til-
laga þessi nái fram að ganga, þar
sem lið í neðri deildunum sjá þar
tækifæri á að flytjast upp um
deild.
Þá má nefna tillögur frá milli-
þinganefnd KSÍ um styttingu 2.
flokks um eitt ár og að félög í 1.
og 2. deild fái að senda b-lið til
keppni í 3. eða 4. deild en ekki
ofar. B-liðið fái þó ekki rétt til
þátttöku í Bikarkeppni KSÍ.
Nefndin bendir á ýmis rök með
tillögum sínum og má þar nefna,
að það að lækka aldur í 2. flokki
ætti ekki að koma að sök, ef
einnig yrði samþykkt að leyfa lið-
um í 1. og 2. deild að senda b-lið
til keppni. Þá komi þetta sér bet-
ur fyrir þá stráka sem eru á fyrsta
ári í 2. flokki, sem eiga í vök að
verjast gagnvart þeim elstu. Þá
bendir nefndin á að stytting 2.
flokks um eitt ár mundi henta
unglingalandsliðinu betur en ver-
ið hefur. Þá segir í lok greinar-
gerðar milliþinganefndar að
þetta fyrirkomulag muni vafa-
laust auka gæði knattspyrnunnar
í neðri deildunum, auka sam-
skipti fjölmennari og fámennari
félaganna og gefa fleirum tæki-
færi á að vera með, sem hlýtur að
vera af því góða.
Stjórn KSÍ mun leggja fram til-
lögu um að sett verði á fót deild-
arbikarkeppni og verður hér
drepið á punkta úr þeirri tillögu.
Þátttökulið verði 48, þ.e. liðin
sem léku í 1., 2. og 3. deild árið
áður, auk þeirra liða sem færðust
upp í 3. deild. Afgangurinn kæmi
úr 4. deild og verði tekið mið af
árangri úr 4. deild árið áður.
Stjórn KSÍ úrskurði um þátt-
tökulið. Liðum verði skipað í
riðla eftir styrkleika, þar sem því
verður við komið. í undankeppni
skal svæðakeppni viðhöfð.
í undankeppni verði tólf fjög-
urra liða riðlar. Þó verði heimilt
að hafa minnst 3 lið og mest 5 lið
í einstökum riðlum, ef aðstæður
kalla á slíkt. Liðin leiki tvöfalda
stigakeppni, heima og heiman og
fari undankeppnin fram í apríl.
Efsta lið í hverjum riðli undan-
keppninnar komist í milliriðil,
sem verði fjórir og þrjú lið í
hverjum og leiki liðin heima og
heiman. Þeir leikir fari fram í
maí, áður en íslandsmótið hefst.
Efsta liðið í hverjum milliriðli
komist í undanúrslit, þar sem
tveir leikir fara fram og verði
dregið um hverjir leika saman.
Leikið verði til þrautar og skulu
leikirnir fara fram fyrri hluta
júní.
Úrslitaleikurinn verði síðari
hluta júní og leikið til þrautar.
Hætt er við, að ef þessar tillög-
ur um deildarbikar og fjölgun í 1.
deild, nái fram að ganga, verði að
lengja sumarið á íslandi með ein-
hverjum ráðum.
Að lokum má nefna tillögu frá
Aganefnd KSÍ um breytingar á
starfsreglum nefndarinnar.
Hljóðar tillagan þannig. í stað
orðanna: „Úrskurð Aganefndar
skal tilkynna strax að loknum
fundi og taka þeir gildi kl. 12.00 á
hádegi næsta laugardag. Óheim-
ilt er að taka út refsingu áður en
úrskurður tekur gildi. Úrskurð
sinn skal Aganefnd tilkynna með
skeyti og skal móttökustimpill hjá
símstöðinni í Reykjavik gilda.“
Komi „Úrskurð Aganefndar skal
tilkynna strax að loknum fundi
og taka þeir gildi kl. 12.00 á há-
degi næsta föstudag. Það er alfar-
ið á ábyrgð einstakra félaga að
fylgjast með leikbönnum liðs-
manna sinna. Óheimilt er að taka
út refsingu áður en úrskurður
tekur gildi."
Þá er talað um að 5. gr. falli
brott. Einnig er tillaga um að
leikmaður sem rekinn er af leik-
velli, verði úrskurðaður í eins
leiks bann og leikmaður sem rek-
inn er af leikvelli í annað sinn á
keppnistímabilinu, skal úr-
skurðaður í tveggja leika bann.
Margar aðrar tillögur munu
verða lagðar fyrir þingið í Eyj-
um, en við látum þessu lokið,
með von um að það verði bestu
tillögurnar
ganga.
sem ná fram að
Getraunakeppni fjölmiðia JO O 3 3 3 »o -O. < Dagur > a «C J2 j5 c 3 BC 1- 1 Z c c «c 'C »c '§■ 08 > '3 3 X
Aston Villa-Tottenham X X 2 1 i 2 1
Ipswich-ShefTíeld Wed. 2 2 2 X X X X
Luton-Manchester City 1 1 1 1 1 1 1
Manch.United-Watford 1 1 1 1 1 1 1
Newcastle-Leicester 1 X 1 X 1 1 1
Q.P.R.-Coventry 1 1 1 1 X 1 1
Southampton-Everton 1 X X 2 2 X X
Bradford-Portsmouth X 2 2 2 2 2 2
FuIham-OIdham 1 1 1 1 1 1 1
Grimsby-Blackburn 1 X 2 1 X 1 X
Leeds-Norwich X 1 2 1 1 2 1
Stoke-Sunderland 1 X 1 X X X X
Sunnudaginn 1. des. fer fram í
íþróttahúsinu á Ákranesi,
Stórmót Samtaka íþrótta-
fréttamanna í innanhússknatt-
spyrnu. Til mótsins er boðið
þeim Iiðum er léku best í 1.
deild á síðasta sumri og því liði
er sigraði á Islandsmóti innan-
húss síðastliðinn vetur. Einnig
eru íþróttafréttamenn með lið í
mótinu.
Leikið verður í tveimur riðlum
og í a riðli eru: KR, Fylkir, ÍBK
og ÍA og í b riðli: Þór, Fram,
Valur og lið íþróttafréttamanna.
Mótið hefst kl. 12 á hádegi með
Ný stjóm
KA
Á aðalfundi knattspyrnu-
deildar KÁ sem haldinn var
fyrir skömmu var m.a. kosin
ný stjórn fyrir næsta ár.
Stjórnina skipa, Stefán
Gunnlaugsson formaður, Gest-
ur Jónsson, Gunnar Kárason,
Örlygur ívarsson, Ólafur Ólafs-
son og Erling Aðalsteinsson.
Að sögn Stefáns Gunnlaugs-
sonar gekk rekstur deildarinnar
mjög vel á síðasta ári og fjár-
hagsstaðan var réttum megin
við núllið.
leik KR og Fylkis og síðan verður
leikið í þessari röð: Kl. 12.17
Þór-Fram, kl. 12.34 ÍBK-ÍA, kl.
12.51 fréttamenn-Valur, kl.
13.08 ÍBK-KR, kl. 13.25 frétta-
menn-Þór, kl. 13.42 ÍA-Fylkir,
kl. 13.58 Valur-Fram, kl.14.16
KR-ÍA, kl. 14.33 Þór-Valur, kl.
14.50 Fylkir-ÍBK, kl. 15.07
Fram-f réttamenn.
Að loknum þessum leikjum
verða þau lið sem komust í
undanúrslit kynnt og síðan spila
þau 4 lið sem eftir verða, kl.
15,40, efsta liðið í a riðli og næst-
efsta liðið í b riðli. Síðan kl.
16.00 leika næstefsta liðið í a riðli
og efsta liðið í b riðli.
Að þeim leikjum loknum eða
um kl. 16.20 munu hinir svoköll-
uðu Vígamenn sýna atriði, eins
og að brjóta hellur með hausnum
og fl., sá flokkur er frá Karatefé-
lagi Reykjavíkur.
Um kl. 16.35 verður leikið um
3ja sætið á mótinu og strax að
þeim leik loknum, leiða saman
hesta sína, Gullaldarlið ÍA með
Ríkharð Jónsson í broddi fylk-
ingar og stjörnulið Ómars Ragn-
arssonar með Ómar og Albert
Guðmundsson fremsta í flokki.
Að þeim leik loknum verður síð-
an háður sjálfur úrslitaleikurinn í
Stórmótinu og fer hann fram um
kl. 17.10.
Selt verður inn á mótið í einu
lagi og kostar kr. 200 fyrir full-
orðna, en 100 kr. fyrir börn.