Dagur - 28.11.1985, Síða 12

Dagur - 28.11.1985, Síða 12
12 - DAGUR - 28. nóvember 1985 bækuL Spennusaga og ómet- anleg heimild um baráttu þjóðar Út er komiö hjá bókaútgáfunni Erni og Örlygi síðara bindi ævi- sögu Guðmundar skipherra Kjærnested, skráð af Sveini Sæ- mundssyni. í fyrra bindinu sagði Guð- mundur Kjærnested frá uppvaxt- arárum sínum og er fróðlegt að sjá þar og velta því fyrir sér hvað það hafi verið sem gerði þennan mann að þeim óbifanlega kletti sem aldrei haggaðist, hvað sem á gekk, þegar hann ásamt liði sínu barðist í þorskastríðum við breska ljónið. í bókarkynningu segir meðal annars: „Petta er saga hatrammra Hermann Sveinbjörnsson skrifar átaka, taugastríðs og ofbeld- isverka; saga um harðfylgi og þrautseigju íslenskra varð- skipsmanna og óumdeildan for- ingja þeirra í baráttunni við ofur- Heimsmeta- bók Guinness - Ný og gjörbreytt íslensk útgáfa Örn og Örlygur hafa sent frá sér þriðju íslensku útgáfuna af Heimsmetabók Guinness. Bókin er þýdd af starfsfólki Orðabókar- deildar Arnar og Örlygs en rit- stjóri bókarinnar er Örnólfur Thorlacius skólameistari. Efni þessarar útgáfu er gjör- breytt frá tveimur fyrri útgáfum sem komu út 1977 og 1980 og eru löngu uppseldar. Auk þess sem efnið hefur tekið algjörum stakkaskiptum eru nú flestar myndanna prentaðar í litum og er þar um byltingu að ræða. í til- efni afmælis Heimsmetabókar- innar er tafla aftast í bókinni er sýnir þróun heimsmeta sl. 30 ár, en fremst er yfirlit yfir þróun heimsmetanna sýnd á veraldar- korti. Þessi tvö yfirlit sýna glögg- lega að bók af þessu tagi verður sífellt að endurnýja því þróunin er með ólíkindum hröð. Heimsmetabók Guinness nýt- ur mikiila vinsælda um allan heim enda sameinar hún það að vera annars vegar skemmtilegt lestrar- efni og hins vegar ein yfirgrips- mesta fjölfræðibók sem völ er á. Hún er íiáma af aðgengilegum og traustum fróðleik af hinum ólík- legustu sviðum. Á það jafnt við um allar helstu íþróttagreinar sem önnur mannleg afrek. Kafla- heiti bókarinnar tala þar skýrstu máli, en þau eru: Maðurinn/Líf- heimurinn/Heimur og geimur/ Heimur vísindanna/Listir og dægradvöI/Mannvirki/Tækniheim- urinn/Heimur viðskiptanna/ Mannheimur/Afreksverk manna/ íþróttir, leikir og tómstundaiðk- anir. Aftast í bókinni er einnig að finna kaflann Nýjustu fréttir. Þar eru skráð þau met sem slegin hafa verið eftir að bókin fór í prentun. Má þar til nefna einvígi Karpovs og Kasparovs og lengsta trefil heims sem prjónaður var í Álafossbúðinni í Reykjavík, en þar lögðu 305 manns hönd á prjóna. Meðal íslenskra heimsmeta má nefna langlífasta dýrið, mestu efli, sem að lokum laut í lægra haldi. Sveinn Sæmundsson skráir sögu Guðmundar skipherra og baráttunnar við breska ljónið sem náði hámarki er herskip reyndi að sökkva varðskipinu Tý. Breskir útgerðarmenn kröfð- ust þess að Guðmundur yrði rek- inn í land og herskipamenn ótt- uðust hann og hötuðu. „Við erum ekki stríðsmenn,“ sagði Guðmundur, „en þegar ráðist er á okkur með ofbeldi legg ég allt í sölurnar til að verja sjálfstæði íslands“.“ Það er með eindæmum spenn- andi lesning í þessu síðara bindi um Guðmund Kjærnested, þegar freigáta siglir á skip hans og engu mátti muna að því hvolfdi. Það snýst um 180° framan á stefni freigátunar og hallinn er meiri en svo að venjulegt skip hefði þolað. Skipsmenn héldu allir að Tý myndi hvolfa, en Guðmundur hélt ró sinni. Strax að lokinni þessari heiftarlegu árás, þar sem mannslífum var teflt í voða og skipið stórskemmt, gefur Guð- mundur fyrirskipun um nýja stefnu og það er tæplega nema augnablik sem líður þangað til hann er búinn að skera vörpuna aftan úr breskum togara. Það er því ekki nema að von- um að bresku herskipsmennirnir yrðu æfir og aftur var siglt á skipið, sem laskaðist svo mjög að það rétt komst undan freigátum og dráttarbátum Bretanna. Það er stórkostlegt að lesa þessar lýsingar Guðmundar Kjæmested í afburða góðri skrán- ingu Sveins Sæmundssonar, sem þekkir af eigin raun hugarheim sjómannsins. Fyrir utan það að vera spennandi á við bestu spennusögu er þessi bók ómetan- leg heimild um baráttu þjóðar fyrir tilvist sinni. Ævisaga Guðmundar skip- herra Kjærnested, í tveimur bindum, er með því besta sem prýða má bókmenntaflokk af þessu tagi. hillingarnar, mikilvirkasta sjálfs- ævisöguritarann, elsta sálminn, mesta pönnukökubaksturinn, hæstar ævilíkur, lengsta áfengis- bannið, lengst synt úr sjávar- háska o.fl. o.fl. Heimsmetabók Guinness er sett og prentuð í Prentstofu G.Benediktssonar en bundin í Arnarfelli hf. Kápugerð annaðist Sigurþór Jakobsson. spurning vikunnatr Kristinn Torfason, nemi: Já, og þessi skipting er orðin mun meira áberandi í dag en hún var fyrir nokkrum árum. Verkamenn og fiskvinnslufólk er verst sett í þjóðfélaginu í dag og eins finnst mér langskólafólk vera illa launað þegar það kem- ur úr sínu námi. Ríkisstjórnin sem nú situr hefur unnið að því að auka bilið á milli ríkra og fá- tækra. Haukur Þorsteinsson, vélvirki: Það sést best á því hversu mis- jafnlega mikið fólk hefur umleik- is að efnahagsleg stéttaskipting er fyrir hendi. Þessi skipting hefur eflaust alltaf verið til stað- ar en hún er alltaf að aukast og verða meira áberandi en áður. Þeir sem hafa það gott í dag hafa það svo mikið betra en áður. Hið svo kallaða „tuttugu þúsund króna fólk" á í mestum erfiðleikum með að skrimta. Björn Snæbjörnsson, starfs- maður Verkalýðsfélagsins Einingar: Ég tel það alveg víst. Sá hópur manna sem á fjármagnið og lifir af vaxtatekjunum hefur það mjög gott. Svo er það hinn hóp- urinn sem hefur lágu tekjurnar og lifir varla af sínum launum og þarf svo auk þess að borga háa húsaleigu ellegar basla við að koma þaki yfir höfuðið. Það vita nú allir hvernig ástandið er á því sviði í dag. Mér finnst munurinn á milli ríkra og fá- tækra vera að aukast. Lægstu launin hækka sáralítið en launaskriðið er jafnt og stöðugt ofar í launastiganum. Þar hafa menn allt sitt á hreinu. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, bæjarfulltrúi: Ég held að skörpustu skilin séu á milli þeirra sem skulda og hinna sem eiga „allt sitt á þurru“. Ég veit að húsbyggjend- ur eiga ákaflega erfitt uppdrátt- ar, enda hitti ég á hverjum degi, í gegn um mína vinnu, fólk sem er að borga af erfiðum lánum. Það hefur alltaf verið einhver munur fyrir hendi því fólk ber misjafnlega mikið úr býtum. Þó er munurinn hér á landi ekki eins mikill og meðal annarra þjóða og t.d. eru ekki til margir „forríkir" íslendingar. Hús- byggjendur, almennt verkafólk, elli- og örorkulífeyrisþegar eru þeir hópar sem búa við bágust kjör á íslandi í dag. Örn Valdimarsson, öryggisvörður á flugvelli: Já, skiptingin er greinileg hér á landi. Hana má marka af mörgu. Hún sést í efnahagslíf- inu og á slæmri stöðu hús- byggjenda, svo eitthvað sé nefnt. I dag á sér stað stórfelld eignaupptaka í þjóðfélaginu og sú eignaupptaka eykur enn á skiptinguna sem fyrir er. Ég tel verkafólkið vera verst sett. Telur þú að efnahagsleg stéttaskipting sé til staðar hér á landi?

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.