Dagur - 28.11.1985, Page 13

Dagur - 28.11.1985, Page 13
28. nóvember 1985 - DAGUR - 13 „Við gátum boðið konunum út að borða“ - Árni Björn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Bílaleigu Húsavíkur, tekinn tali í tilefni af 10 ára afmæli bílaleigunnar „Ég mun hafa verið hvata- maður að þessu, en við sett- um markið ekki hátt í upp- hafi,“ segir Árni Björn Þor- valdsson framkvæmdastjóri Bflaleigu Húsavíkur. Bfla- leigan átti 10 ára afmæli 20. nóv. sl. og í tilefni þessara tímamóta leit ég við á skrif- stofunni hjá Árna Birni til að forvitnast um fyrirtækið. Og að sjálfsögðu byrjuðum við á byrjuninni. „Þá vann ég á Bifreiðaeftirlit- inu. Einar Olgeirsson var ný- tekinn við sem hótelstjóri hér. Ég kom að máli við hann og spurði hvort ekki væri tilvalið að koma á fót bílaleigu og hafa afgreiðsluna á hótelinu. Einar var til með þetta og við fengum fleiri til liðs við okkur. Alls vorum við átta sem stóðum að þessu í upphafi. Ég man að Einar sagði: „Ég verð ánægður ef þetta skilar svo miklu af sér fyrsta árið að við getum boðið konunum út að borða.“ Ég hef stundum minnt hann á þetta síðan.“ - Þið hafið getað boðið kon- unum út? „Já, eftir fyrsta árið var það örugglega hægt. í dag er staðan sú að bílaleig- an skapar atvinnu sem nemur 15-17 heilum störfum. Að vísu er þetta orðið meira en bíla- leiga, við erum einnig með bíla- verkstæði og verslun. Fyrsta árið áttum við þrjá bíla, í dag munu þeir vera ná- lægt 25. í byrjun var fyrirtækið rekið í tómstundum síðan hefur það hlaðið utan á sig og þróast, þannig að 1979 stóðum við frammi fyrir því að reksturinn var orðinn það umfangsmikill, að ekki var lengur hægt að stunda þetta í hjáverkum. Þá var aðeins um tvennt að velja, minnka fyrirtækið eða fara út í annan rekstur samhliða. Þá tókum við húsnæði að Garðarsbraut 66 á leigu og sett- um upp verkstæðið og verslun. Ég hætti hjá bifreiðaeftirlitinu og við störfuðum hér tveir til að byrja með. Þá höfðum við 400 fm húsnæði, stækkuðum svo upp í 600 og nú erum við með 800 fm. Við erum með alhliða við- gerðarþjónustu á verkstæðinu en einnig umboð fyrir Toyota og Bifreiðir og landbúnaðarvél- ar. 1979 fluttum við afgreiðslu bílaleigunnar frá hótelinu og hún samræmdist vel verslunar- rekstrinum. Þetta hefur sem sagt alltaf þróast upp á við og orðið stærra en reiknað var með í upphafi." - Hvaða aðilar taka oftast bíla á leigu? „Mikið aðkomumenn sem hér koma í einhverjum erinda- gjörðum, ýmsir verktakar t.d. og hlutur erlendra ferðamanna er mjög vaxandi. Annars höfum við lítið auglýst á ' erlendum vettvangi enda er það mjög dýrt.“ - Er meira að gera hjá ykkur á sumrin? „Já, mest er i júlí og ágúst. Við erum með útibú á Akur- eyri, Egilsstöðum, Reynihlíð og í Reykjavík. Þar er mikil aukn- ing og meira en helmingur af bílunum er þar yfir vetrarmán- uðina.“ - Hvernig fer fólk með bíla- leigubíla? Verðið þið oft fyrir skakkaföllum? „Ég sá viðtal í blaði við bíla- leigumann í Reykjavík. Honum fannst ítalir og Frakkar þeir viðskiptavinir sem verst gengu um bíla. Ég vil meina að við höfum fengið versta útreið hjá ungum Dönum. Þeir leigðu bíl hjá okkur og voru með hann í viku. Hringja síðan frá Laugum og segja að hraðamælissnúran hafi bilað. Þegar þeir koma með bílinn sjáum við að 10-20 cm vantar á snúruna. Þá hafa þeir trúlega tekið hana úr sambandi og hún dregist niður, þegar þeir hafa ætlað að tengja hana aftur hefur endinn verið farinn af. Þeir sluppu en hafa örugglega platað mig illa, þar fyrir utan var bíllinn allur gegnsósa í vatni.“ - Er algengt að svona komi fyrir? „Nei, það er ekki algengt, en auðvitað eru bílarnir misjafn- lega með farnir. íslendingar ganga yfirleitt vel um bílana. IM Basar í Laugaborg Sameiginlegur muna- og kökubasar Kvenfélagsins Iðunnar og Kristnesspítala verður haldinn í Lauga- borg laugard. 30. nóv. og hefst kl. 15.30. Húsið opnað kl. 14.30. Kafffsala. Nefndin. Frá Oddeyrarskóla Vegna orlofsveitingar vantar kennara í fullt starf frá og með 1. jan. nk. og til loka skólaársins. Einn- ig þarf að ráða kennara til afleysinga vegna barnsburðarleyfis, sem hefst 1. febr. nk. Um er að ræða kennslu yngri nemenda (forskóli -4. bekk). Nánari upplýsingar gefur skólastjóri í síma 23496 eða yfirkennari í síma 25377. Skólastjóri. ★ Bílasprautun Við leitum að vönum manni eða nema til starfa hjá góðu fyrirtæki. Góð laun í boði fyrir hæfan mann. ★ Rafvirki Við óskum að ráða rafvirkja til starfa hjá rafverk- takafyrirtæki sem fyrst. Næg vinna. Umsóknareyðublöð á skristofunni f f Svæðisstjórn málefna fatlaðra Norður- landi eystra. - Vistheimilið Sólborg. Lausar stöður við aðhlynningu vistmanna á deildum. Upplýsingar í síma 21755 frá kl. 10-16 virka daga. Forstöðumaður. Óskum að ráða starfskraft Viðkomandi þarf að: - hafa reynslu í félagsmálum, - hafa haldgóða stærðfræðiþekkingu, - geta hafið störf sem fyrst. Starfið er fjölbreytt, felur í sér mikil mannleg sam- skipti og ferðalög. Upplýsingar eru veittar í síma 26333, eftir kl. 18.00 í síma 23005. Umsóknarfrestur er til 10. desember nk. og skal umsóknum skilað í pósthólf 128. Alþýðusamband Norðurlands, Skipagötu 14, Akureyri.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.