Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 1
68. árgangur Akureyri, þriðjudagur 3. desember 1985 155. tölubiað
rwwm
Filman þín
á skiliö þaö
besta!
FILMUHUSIÐ
Hafnarstræti 106- Sími 22771 • Pósthólf 198
gæðaframköllun
Filman inn fyrir
kl. 10.45.
Myndirnar tilbúnar
ki. 16.30.
Opiö á'
laugardögum
frá kl. 9-12.
„Heyrðu, ég er orðinn lúinn ■ hendinni...“ Og hvað skyldi vera tínt af trjám þessa dagana? Mynd: KGA
Pálmholt:
Verður að loka
vegna fóstmskorts?
- Enginn hefur sótt um forstöðumannsstarfið
Engin umsókn hefur enn borist
um stöðu forstöðumanns við
Dagheimilið Pálmholt og ekk-
ert útlit er fyrir að slík umsókn
berist. Félagsmálastofnun hef-
ur auglýst margsinnis, bæði í
blöðum hér og fyrir sunnan en
án árangurs. Auk þess hefur
verið leitað til starfandi fóstra
hér um tilfærslur á stöðugild-
um o.fl. en allt kemur fyrir
ekki.
Núverandi forstöðumaður
Pálmholts hættir störfum 1. jan-
úar n.k. og þar með verður dag-
heimilið fóstrulaust. Samkvæmt
lögum er ekki heimilt að reka
dagvistun án þess að forstöðu-
maður hennar sé menntuð fóstra,
nema með sérstakri undanþágu
sem menntamálaráðuneytið get-
ur veitt. Félagsmálaráð Akureyr-
ar hefur nú falið Jóni Björnssyni
félagsmálastjóra að leita undan-
þáguheimildar til þess að ráða
forstöðumann án fóstrumenntun-
ar.
Aðspurður sagði Jón Björns-
son að ástæða þess að enginn hef-
ur sótt um forstöðumannsstöð-
una væri tvíþætt. Annars vegar
væri fóstruskortur í bænum og
hins vegar væri of lítill launamun-
ur á milli fóstru og forstöðu-
manns til þess að verka livetj-
andi.
„Við stöndum frammi fyrir því
að sækja um undanþágu til
menntamálaráðuneytisins ellegar
loka dagvistuninni að öðrum
kosti. Pá leið viljum við forðast í
lengstu lög," sagði Jón
Björnsson.
Ef undanþágan fæst mun verða
leitað eftir reyndu og góðu starfs-
fólki sem starfað hefur lengi við
dagvistirnar á Akureyri, þótt án
réttinda sé. BB.
Stýri Siglfirðings ur sambandi:
Siglufjarðartogarinn Siglfirð-
ingur lenti í erfiðleikum um kl.
2 í fyrrinótt er skipið var að
veiðum út af Sléttugrunni.
Ekki er vitað nákvæmlega
hvað gerðist, en skipið lét
skyndilega ekki að stjórn.
„Ég hef grun um að þeir hafi
misst stýrið,“ sagði Ragnar
Ólafsson skipstjóri á Siglfirðingi
er Dagur ræddi við hann í gær, en
Ragnar var í fríi þennan túr.
heim
tog-
band við skipstjórann og sagt
honum að reyna að komast til
hafnar með því að stýra með tog-
hlerunum. Það virðist hafa borið
árangur því Siglfirðingur var
væntanlegur til Siglufjarðar seint
í gærkvöld eða í nótt án aðstoð-
ar.
Siglfirðingur var langt kominn
með veiðiferðina og var aflinn
orðinn um 90 tonn, grálúða og
þorskur. gk-.
Húsavík:
Sigurður Briem
settur sýslumaður
Siguröur Briem Jónsson full-
trúi hefur verið settur sýslu-
maður í Þingeyjarsýslum og
bæjarfógeti á Húsavík frá 1.
desember til 15. janúar n.k.
Halldór Kristinsson bæjarfó-
geti á Bolungarvík sem skipaður
hefur verið til að gegna embætt-
inu mun taka við því 15. janúar.
Fráfarandi bæjarfógeti á Húsa-
vík, Sigurður Gizurarson, tók við
embætti bæjarfógeta á Akranesi
l.desember s.l. og er Sigurður
Briem því settur í embættið til
þess að brúa þetta 45 daga bil.
IM.-Húsavík
Hjúkrunarfræðingar á Hlíð:
Vilja sömu laun og
greidd em á FSA
Hjúkrunarfræðingar á Dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri hafa
sent bréf til dvalarheimilis-
stjórnar þar sem þeir fara fram
á að fá sömu laun og hjúkr-
unarfræðingar á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri.
Svo sem kunnugt er fá hjúkr-
unarfræðingar í fullu starfi á
F.S.A. 15 þúsund króna ábót á
sín mánaðarlaun en slíkt hefur
ekki verið greitt á öðrum sjúkra-
stofnunum.
Eftir því sem næst verður kom-
ist er forsenda þessarar beiðni
hjúkrunarfræðinganna á Hlíð sú,
að eini hjúkrunarfræðingurinn í
fullu starfi á Skjaldarvík, fær
sömu launauppbót og tíðkast á
F.S.A. og vilja þeir því sitja við
sama borð. A Hlíð eru tveir
hjúkrunarfræðingar í fullu starfi.
Dvalarheimilisstjórn tók
beiðni þessa fyrir á fundi þann 6.
nóvember s.l. og taldi sér ekki
fært að verða við ósk hjúkrunar-
fræðinganna á Hlíð um kaup-
hækkun. m-.a. vegna þess að
stjórn F.S.A. hefur ekki tekið
ákvörðun um framhald á bónus-
greiðslum eftir 1. janúar 1986.
Stjórnin synjaði því erindinu og
mun halda að sér höndum eins og
stjórnir annarra sambærilegra
stofnana haft gert í hliðstæðum
tilvikum. " BB.
Sveinborg
fékk á sig
brotsjó
Nokkrir gluggar brotnuðu í
brúnni og nær öll tæki
skemindust meira og minna er
togarinn Sveinborg frá Siglu-
firði fékk á sig brotsjó í fyrri-
nótt.
Skipið var statt um 150 mílur
suðaustur af Vestmannaeyjum á
leið í söluferð til Englands með
um 120 tonn af fiski. Skipverjum
tókst að koma einhverju af tækj-
unum aftur í lag, þannig að hægt
var að halda áfrarn ferðinni til
Englands, en þar á skipið að selja
á fimmtudag. gk-.