Dagur - 03.12.1985, Qupperneq 2
2 - DAGUR - 3. desember 1985
wmm,
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 40 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÓRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
GlSLI SIGURGEIRSSON
FRÉTTASTJÓRI:
GYLFÍ KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN,
GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavik),
YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON,
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTIR,
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðan________________________
Umferöarslys
og ökukennsla
Oft hefur verið á því klifað að hvergi sé dýrara
að eiga bifreið en hér á landi. Hvergi í heimin-
um séu eins miklir tollar, dýrara eldsneyti,
hærri tryggingaiðgjöld né meiri álögur á vara-
hluti og alla þjónustu við bíleigendur. Erfitt
er að hrekja þessar fullyrðingar og ekki skal
það reynt hér. En í umræðunni um tolla og
álögur á bíleigendur vill hæsta gjaldið oft
gleymast, - sá tollur sem tekinn er í mannslíf-
um í umferðinni á ári hverju. Það gjald er
þungbærast allra gjalda og enginn veit hve-
nær gjalddaginn er. Honum ræður auðna
hvers og eins. Á árunum 1966-1984 létust
427 manns í umferðarslysum hér á landi sem
jafngildir því að 23 einstaklingar hafi látist á
ári hverju að jafnaði. Fjöldi slasaðra í umferð-
inni er margfalt meiri og lætur nærri að 600
manns slasist í umferðinni árlega, þar af
helmingur alvarlega. Þetta eru ógnvænlegar
tölur og vissulega er ástæða til að staldra við
og leita orsakanna. Sumir vilja kenna slæm-
um vegum um háa tíðni umferðarslysa en
skýrslur sýna að mikill meirihluti umferðar-
slysa verður í þéttbýli, þar sem vegir eru góð-
ir og öll akstursskilyrði hin bestu. Staðreynd-
in er einfaldlega sú að ökumenn upp til hópa
sýna ekki næga aðgæslu og tillitssemi í um-
ferðinni, ökuhraði er of mikill og bílstjórar eru
ekki nógu vel lesnir í umferðarfræðunum.
Ökumenn taka ekki tillit til aðstæðna og
bregðast ekki rétt við aðsteðjandi vanda.
Þetta má að stórum hluta skrifa á reikning
þjálfunarleysis. Þjálfunarleysið leiðir svo hug-
ann að framkvæmd ökukennslu hér á landi.
Furðulegt er til þess að hugsa að í landi þar
sem ávallt er spurt um próf og réttindi þegar
ráðið er í störf skuli ekki vera gerðar meiri
kröfur til ökumanna. Tilvonandi ökumenn
taka u.þ.b. 14 ökutíma og gangast síðan und-
ir skriflegt og verklegt ökupróf og fá sín öku-
réttindi ef þeir ná tilskilinni einkunn. 14 tíma
nám er talið nægileg undirstaða ævilangs
ökuferils! Og þeir sem taka sitt próf að vori
eða sumri fá enga æfingu í vetrarakstri.
Ef við ætlum okkur að lækka slysatíðnina í
umferðinni þurfum við að eignast betri öku-
menn. Raunhæfasta leiðin að því marki er að
efla ökukennsluna og gera hana markvissari.
Á þann hátt getum við komið í veg fyrir að
fólk gjaldi með lífi sínu fyrir vankunnáttu og
æfingaleysi í umferðinni. BB.
Mynd: - KGA.
„Núna er ég á
saumanámskeiói"
- Samúel Björnsson hönnuður
í viðtali dagsins
jviðtal dagsins.
Á síðustu tímum er orðið
hönnun mikið notað. Sumir
segja ofnotað, því nú sé allt
hannað. Hvort sem orðið á rétt
á því að vera svo mikið notað
eða ekki, er það á valdi ein-
hverra annarra en okkar að
ákveða það. Engu að síður eru
til fatahönnuðir, híbýlahönn-
uðir, skrúðgarðahönnuðir og
alls konar hönnuðir. Viðmæl-
andi okkar er ungur maður,
Samúel Björnsson 22 ára og er
að læra iðnhönnun. Vinnur
hann sem slíkur hjá Iðnaðar-
deild Sambandsins. Þ-ar hefur
hann það verkefni að hanna
skó á fætur landsmanna. Hann
á eflaust hugmyndir að skóm
sem þú gengur á, ef þeir eru af
tegundinni ACT.
„Á fínu máli heitir þetta
skóhönnun og vöruþróun," segir
Samúel. „Pað er frekar erfitt að
skilgreina námið því það er ekki
til í skólakerfinu hér á landi. Til
þess að öðlast réttindi og fá papp-
ír upp á að maður sé hönnuður
þarf að fara utan.“
- Ætlarðu að fara til útlanda
til að ná þér í pappírinn?
Það stendur til. Það er allt á
byrjunarstigi ennþá svo ég get lít-
ið sagt um það. Það eina sem ég
veit er að það er skóli í Leicester
í Englandi sem er með kennslu í
hönnun. Þetta er í athugun hjá
vini mínum sem er úti.“
- Hvað gerir þú í verksmiðj-
unni hér?
„Fyrst skal taka fram að ég hef
unnið við þetta í 2 ár. Vinn ég
undir verndarvæng Kristins
Bergssonar sem hefur unnið við
skóhönnun árum saman. Ég er í
námi hjá honum. Þau verkefni
sem ég vinn við eru mörg. Fyrst
vann ég við almenna vélavinnu
og framleiðslu í verksmiðjunni.
Síðan bauðst mér að fara í þetta
nám og greip tækifærið um leið,
því ég hef alltaf haft mikinn
áhuga á öllu sem lýtur að
hönnun. Það er ekki bundið við
skó eingöngu, heldur langar mig
að læra fatahönnun með skó-
hönnuninni. Vinnan núna felst í
því að teikna módel, sníða og
það sem kallað er að pinna, eða
strengja leðrið. Þetta er fyrsta
skrefið í skóframleiðslunni. Ef
mönnum líkar það sem búið er
að gera má búast við að farið
verði út í framleiðslu á þessari til-
teknu tegund. Starfið er fólgið í
því að koma með nýjar hug-
myndir.“
- Fatahönnun sagðir þú.
„Já fatahönnun. Eg hef mikinn
áhuga á henni líka. Núna er ég á
saumanámskeiði og verð eflaust
kominn í nýjan frakka þegar ég
hitti þig næst. Það er gaman að
sauma. Margir telja þetta kven-
mannsverk. Enda eru bara konur
á þessu námskeiði fyrir utan mig.
Þetta er engu síður fyrir karla,
auk þess sem þetta er skemmti-
legt.“
- ACT-skórnir eru framleiddir
þar sem þú vinnur. Eru ekki fleiri
tegundir framleiddar en þeir?
„Jú, vissulega. Skóverksmiðj-
an hér er eina verksmiðjan í
heiminum sem framleiðir svo
margar tegundir. Það eru fram-
leiddir skór í númerunum 24-46.
Er það frá barnaskóm og inni-
skóm upp í öryggisskó með stáltá
sem notaðir eru af mönnum í
þungaiðnaði. Af þessu sést að
fjölbreytnin er mikil.“
- Frá stáltánum að sjálfum
þér. Hver ertu?
„Ég er ættaður af Eyrinni og úr
Keflavík. Hef búið á Akureyri
frá því ég var 3 ára. Að vísu var
ég 2 ár í Noregi.“
- Hvernig eru Norsarar?
„Norðmenn eru gott fólk. Það
er mjög gott að vinna með þeim,
því þeir eru samviskusamir. Ansi
eru þeir gamaldags og íhaldssam-
ir. Þeir eru miklir sveitamenn, of
miklir fyrir minn smekk. Ef við
unglingarnir ætluðum út á kvöld-
in að skemmta okkur var farið kl.
7 og komið heim fyrir miðnætti,
því þá var búið að loka öllu.
Norðmenn eru alltaf með bak-
poka, í gallabuxum og sjóliða-
skóm. Það halda þeir að sé al-
heimstíska.“
- Margir tala um bakpokana.
Veistu hvað þeir eru með í þeim?
„Ætli það séu ekki varavettl-
ingar og nesti. Ég veit ekki
betur.“
- Þú segist hafa unnið með
Norðmönnum. Við hvað
vannstu?
„Við byggingariðnað. Ég hafði
áður en ég fór út, tekið eitt ár í
iðnskóla og unnið við húsasmíð-
ar, því ég ætlaði að læra þær.
Hins vegar blundaði þessi hönn-
unarárátta í mér. Þess vegna var
ég feginn þegar mér bauðst vinn-
an á skódeildinni. Þar er gott að
vinna og þar er gott fólk,“ sagði
Samúel. gej-