Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 6

Dagur - 03.12.1985, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 3. desember 1985 Námsferð til LONDON - Þrettán manna hópur úr Félagsvísindadeild kynnir sér fjölmiðla heimsborgarinnar Við Félagsvísindadeild Háskóla íslands eru í tengslum við félags- fræðinám kenndir kúrsar í fjölmiðlun. Þeir eru þrír talsins og í þeim síðasta, fjölmiðlun III er stúdentum gefinn kostur á að fara námsferð til London þar sem ýmsir fjölmiðlar eru skoðaðir og rætt er við menn sem framarlega standa í fjölmiðlamálum þar í borg. Dagana 10.-13. nóvember lagði þrettán manna hópur upp í Lundúnaferð og var blaðamaður Dags með í förinni. Fyrir hópn- um fór Þorbjörn Broddason dósent, en hann kennir m.a. fjöl- miðla við Háskólann. Það er sunnudagurinn 10. nóv- ember og klukkan er 19.30. „Þetta aðflug minnir mig nú bara á aðflugið að Raufarhöfn, svei mér þá,“ sagði sessunautur minn þar sem við erum um það bil að lenda á Heathrowflugvelli. í fljótu bragði sá ég ekkert líkt með aðflugi að Raufarhöfn og London. Hvað um það. Klakk- laust komumst við í gegnum Heathrow, þó svo virtist á tíma- bili að tveir úr hópnum hefðu týnst. Hótelið sem búa átti á var White House, langt í burtu. Ákveðið var að taka neðanjarð- arlest þangað svo menn roguðust af stað með töskur sínar. Allir komnir upp í lestina, þá allt í einu. Karl: „Eg er búinn að týna veskinu mínu!" Einn, tveir og þrír og allir út. Það passaði til, lestin rann af stað þegar síðasti maður hoppaði út. Eins og í góð- um ævintýrum fannst veskið og þá var að drösla farangrinum inn í næstu lest. Leiðin var löng, þó fjarlægðir skipti ekki máli þegar ferðast er með neðanjarðarlestum. Forsjáll piltur hafði keypt öndvegis viskí í Fríhöfninni, gott ef ekki tólf ára gamalt. Var pelinn látinn ganga mönnum til andlegrar upplyfting- ar í erfiðri ferð. Kvenfólk þurfti ekki á þessari hressingu að halda, enda alkunna að drykkur þessi er ekki talinn „konudrykkur" og sem sönnum félagsfræðinemum sæmir var farið eftir algildum normum og reglum! Nú er klukkan orðin 21.30 og við förum út úr lestinni á Great Portland Street Station. Þaðan sáum við „Hvíta húsið“ okkar. Þegar allir voru komnir með her- bergislykla var ákveðið að halda fund í herbergi 580 þar sem ræða skyldi morgundaginn. En þá var fyrirhuguð ferð í City University sem er blaðamannaháskóli. Það er runninn upp mánudag- urinn 11. nóvember og enginn friður á þessu hóteli. Sífellt að koma fólk sem vill laga til eða at- huga hvað mikið hefur verið tek- ið úr míníbarnum sem er í hverju herbergi. Við vildum sofa lengur, þannig að herbergisfélagi minn uppástóð að setja „Do not disturb" merkið á hurðarhúninn. „Er það ekki bara notað af ný- giftum hjónum,“ sagði ég. Hún fussaði og setti merkið á. Eftir það fengum við frið. Eftir hálfslappan morgunverð var haldið út á stræti Lundúna- borgar, Oxford Street, Trafalgar Squere, Westminster brú og Big Ben. Stormað var í háskólann og þar tók á móti okkur Robert nokkur Jones. Hann sagði okkur af skólanum. Skólinn hefur starfað síðan árið 1966 og þar eru nú 120 nem- endur víðs vegar úr heiminum. Á töflu sem hangir uppi á vegg er kort af heiminum og er prjóni stungið í hvert land sem nem- anda hefur átt. í haust var prjóni stungið í ísland, fyrsti neminn þaðan er Kristín Þorsteinsdóttir fyrrum blaðamaður á DV. Skólinn hefst í endaðan sept- ember og honum lýkur um mán- aðamót júní-júlí. Prófið er eink- um fólgið í ritgerð sem staðið getur sem blaðagrein, um það bil þrjár opnur. Efnið er sjálfvalið. Skólagjöldin í City University eru rúmlega 200 þúsund krónur yfir veturinn fyrir útlendinga, heimamenn greiða helmingi minna. Af þeim sökum eiga er- lendir nemar nokkuð greiðan að- gang að skólanum. Námið fer að miklu leyti fram í vinnu og það eru gefin út nokkur blöð við skólann. Fullkomið útvarps- studio er um það bil að komast í gagnið og er fyrirhugað að nem- arnir fari af stað með útvarps sendingar upp úr áramótum Námið er að litlu leyti fræðilegt, ekki er farið mikið út í fræðilegar kenningar um fjölmiðla og fjöl- miðlanotkun, en að einhverju leyti er samt fjallað um þá hlið. í skólanum er hægt að velja sér valgrein sem mest áhersla er lögð á. Dæmi um valfög í blaða- mennsku: Stjórnmál, kynþátta og trúarbragðalína, íþróttir, efnahagsmál, listir, vísindi og tækni, alþjóðasamskipti, rann- sóknarblaðamennska. Við fengum að sitja fyrirlestur í rannsóknarblaðamennskunni. Nick Davis blaðamaður á Ob- server sem sérhæft hefur sig í lög- reglufréttum hélt líflegan fyrir- iestur um samskipti blaðamanna og lögreglu. Hann sagði okkur af Big Ben. í viðgerð. Alli Tíðindalaust við Westminsterbrú. Alþjóðlega fréttadeild lífi sínu sem blaðamaður í miðri hringiðunni. Hann er þar sem hlutirnir gerast. Eftir fyrirlesturinn var gengið yfir götuna og heilsað upp á „Georg og drekann" hvar einn bjór var sötraður meðan ákveðið var hvar skyldi borða kvöldmat. Indverskur veitingastaður varð fyrir valinu. Auðvitað heillangt að fara, en vel þess virði. Næsti morgunn: Mættum í höf- uðstöðvar Reuter fréttastofunnar kl. 10. Á móti okkur tók Hum- pries nokkur. Hann starfar nú í höfuðstöðvunum í London, inn- lendu fréttadeildinni. Áður var hann yfirmaður Suður-Ameríku- deildar með aðsetur í Buenos Aires. Eftir að hafa skoðað inn- lendþu fréttadeildina ræddum við við yfirmann á alþjóðlegu frétta- deildinni, ekki man ég nafn hans, en hann hefur umsjón með sam- ræmingu frétta er berast til höf- uðstöðvanna. Höfuðstöðvar Reuter eru á þremur stöðum í heiminum, í London, New York, og Hong Kong. Fréttamenn eru starfandi um heim allan. Þeir eru í beinu sambandi við höfuðstöðvarnar í gegnum tölvur og senda fréttir sínar þangað. Það fer eftir því á hvaða tíma fréttir eru sendar hvert þær fara. Það er alltaf dag- ur einhvers staðar. í höfuðstöðvunum er fjöldi fólks sem vinnur við að taka upp fréttir. Farið er yfir þær af rit- stjórum sem umskrifa, stytta og breyta eftir því sem þeim þykir við eiga. Þessir kappar sjá um að koma fréttunum áfram og velja Tandoorikjúklingar. Ummmmm. Á indverskum veitingastað. í Tin Elísabet bretadrottning fékk heimsókn Lúðrasveitin kölluð út. Thames. Af Westminsterbrú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.