Dagur - 03.12.1985, Page 9
3. desember 1985 - DAGUR - 9
-JþróttÍL
Umsjón: Kristján Kristjánsson
Söngglaðir landsliðsmenn:
Hljómplata
til fjáröflunar
- fyrir HM í Sviss
Framkvæmdanefnd hljómplötuútgáfunnar ásamt formanni HSÍ.
Mynd: KK.
Stórmót Samtaks íþróttafréttamanna:
KR-ingar sigruðu
í úrslitaleik
Fimmtudaginn 5. des. kemur
út hljómplata, þar sem ís-
Ienska handboltalandsliðið
syngur tvö gullfalleg lög eftir
þá Jón Ólafsson og Helga Má
Barðason. Lögin heita Söngur
íslensku berserkjanna og Allt
að verða vitlaust, en í því lagi
nýtur landsliðið góðrar aðstoð-
ar Péturs Hjálmarssonar, fyrr-
verandi Galdrakarls, við
sönginn.
Mikil vinna er á bak við þessa
hljómplötu og var skipuð fram-
kvæmdanefnd vegna útgáfu
hennar. í henni eru þeir Porgils
Óttar Mathiesen sem er fram-
kvæmdastjóri, Þorbjörn Jensson,
Guðjón Guðmundsson og Jón
Ólafsson.
Útkoma hljómplötunnar er
hugsuð sem fjáröflunarleið vegna
þátttöku handboltalandsliðsins í
úrslitakeppni HM í Sviss á næsta
ári. Auk þess var löngu kominn’
tími til þess að hljóðrita þessar
engiltæru raddir.
Allir þeir sem koma nálægt
gerð þessarar hljómplötu lögðu
Um helgina fór fram í Vest-
mannaeyjum ársþing Knatt-
spyrnusambands Islands. Var
reiknað með átakaþingi en
raunin varð önnur. Sem dæmi
má nefna, að ekki var minnst
einu orði á Jónsmálið svokall-
aða sem ýmsir höfðu talið að
yrði hitamál þingsins.
Ellert B. Schram var endur-
kjörinn formaður sambandsins á
þessu þingi. Mikið af tillögum
var borið upp á þinginu, en
færri samþykktar. Meðal tillagna
sem voru samþykktar, eru t.d. að
nú var formaðurinn kosinn til
tveggja ára í stað eins áður, fjölg-
að í framkvæmdastjórn úr 7 í 9
og í stjórn KSÍ úr 11 í 13. Þá var
samþykkt að stjórn KSÍ kæmi af
stað b-liða keppni í meistara-
flokki. Einnig voru samþykktar
breytingar á lögum Aganefndar
KSI, þar sem m.a. það kemur í
hlut félaganna sjálfra að fylgjast
með leikbönnum leikmanna
sinna.
Af þeim tillögum sem felldar
voru eru t.d. tillögur um fjölgun í
1. deild og um deildarbikar-
keppni.
sitt af mörkum svo þetta yrði sem
ódýrast en jafnframt sem best úr
garði gert. Það skal skýrt tekið
fram að það eru leikmenn sjálfir
sem gefa plötuna út.
Lögin tvö eru sungin á A-hlið,
en eingöngu leikin á B-hlið, ef
fólk skyldi nú vilja spreyta sig á
söngnum. Textablað fylgir að
sjálfsögðu.
Ekkert hefur verið til sparað
svo hljómplata þessi geti orðið
sem eigulegust. Litmynd af
landsliðinu fylgir hverju eintaki
ásamt upplýsingum um undir-
búning landsliðsins fram að úr-
slitum HM í Sviss.
Hljómplatan mun kosta 350
krónur og verður til sölu í hljóm-
plötuverslunum, á landsleikjum
hér heima (á Akureyri á laugar-
dag í Höllinni), á bensínstöðvum
OLÍS og í sportvöruverslunum
og er takmarkið að selja 5000
eintök.
Er hér með skorað á alla þá
sem hafa gaman af góðri tónlist
og eða handbolta að fá sér nú
eintak af plötunni og styrkja þar
með gott málefni um leið.
Þingið var hið rólegasta og fór
vel fram að sögn kunnugra, en
það kemur óneitanlega á óvart að
ekki skyldi vera ininnst á Jóns-
málið fræga á þessu þingi.
Óskar
þjálfar
Leiftur
Ólafsfirðingar hafa ráðið
Óskar Ingimundarson til að
þjálfa knattspyrnulið sitt
næsta ár og mun hann jafn-
framt leika með liðinu.
Ólafsfirðingar féllu sem
kunnugt er í 3. deild á síðasta
tímabili og ætla sér að endur-
heimta sætið í 2. deild að nýju
strax í sumar. Óskar eru ekki
alveg ókunnugur þjálfun, en
hann þjálfaði og lék með Leikni
frá Fáskrúðsfirði síðastliðið
sumar með góðum árangri.
Fram
Á sunnudag fór fram í íþrótta-
húsinu á Akranesi stórmót
Samtaka íþróttafréttamanna í
innanhússknattspyrnu. Átta
lið mættu til leiks og það voru
KR-ingar sem stóðu uppi sem
sigurvegarar í mótslok annað
árið í röð.
Leikið var í tveimur riðlum, í
a-riðli léku ÍA, ÍBK, KR og
Knattspyrna:
Mark og
Hörður
- til Noregs?
Þeir félagar Mark Duffield og
Hörður Júlísson frá Siglufirði
munu á fimmtudaginn halda til
Noregs í boði knattspyrnuliðs í
3. deildinni þar.
Ástæðan er sú að þetta norska
félag sem er í Þrándheimi hef-
ur mikinn áhuga á að fá þá fé-
laga í sínar raðir.
Þeir Mark og Hörður munu
vera ytra fram á sunnudag og æfa
með liðinu og skoða aðstæður.
Síðan eftir þann tíma kemur í
ljós hvort þeir munu yfirgefa
Siglfirðinga og leika í norsku 3.
deildinni á næsta ári.
Yrði það mikil blóðtaka fyrir
KS á Siglufirði ef þeir félagar
Mark og Hörður semja um að
spila ytra næsta ár, en þeir eru
með bestu mönnum liðsins í dag.
Fylkir, en í b-riðli Þór, Fram,
Valur og lið Samtaka íþrótta-
fréttamanna. Tvö lið úr hvorum
riðli komust í undanúrslit og voru
það KR og Fylkir úr a-riðli, en
Fram og Valur úr b-riðli sem það
gerðu.
í undanúrslitum léku fyrst KR
og Valur og lauk þeirri viðureign
með sigri KR 4:2. Hinn undan-
úrslitaleikurinn var á milli Fram
og Fylkis og sigruðu Framarar
naumlega 5:4.
Það voru svo Fram og KR sem
léku til úrslita, en Fylkir og Valur
um 3. sætið og sigruðu Fylkis-
menn örugglega í þeim leik 4:2. í
úrslitaleiknum var hart barist og
eftir venjulegan leiktíma var
staðan jöfn 3:3 og þurfti því að
framlengja leikinn. En það voru
KR-ingar sem voru sterkari á
endasprettinum og þeir sigruðu í
leiknum 4:3.
Markakóngur mótsins varð
Sæbjörn Guðmundsson úr KR
sem skoraði 14 mörk, í öðru sæti
varð Guðmundur Steinsson með
12 mörk.
Fjölmargir áhorfendur fylgdust
með mótinu sem fór vel fram í
alla staði og sáust margir stór-
skemmtilegir leikir. Á mótinu fór
fram sýningarleikur á milli gull-
aldarliðs Skagamanna og stjörnu-
liðs Ómars Ragnarssonar við
mikinn fögnuð áhorfenda og lauk
þeirri viðureign með jafntefli 5:5.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Níels sigraði
Jónas
Níels Halldórsson afgreiddi Jónas Róbertsson í hvellinum, með því
að hafa 6 leiki rétta, á móti 5 leikjum Jónasar. Níels heldur því
áfram en Jónas er úr leik. Níels hefur ákveðið að ráðast á garðinn
þar sem hann er hæstur og hefur hann skorað á Þorleif Ananíasson
Leeds-aðdáanda með meiru. Þorleifur segist afgreiða Níels með
stæl, en við sjáum nú til með það.
Níels
Þorleifur
Birmingham-Watford
Leicester-Man. City
Luton-Newcastle
Q.P.R.-West Ham
Sheff.Wed-Nottm.Forest
Southampt.-Arsenal
Tottenham-Oxford
W.B.A.-Everton
Charlton-Sheff.U.
Norwich-Blackburn
Shrewsbury-Oldham
Sunderland-Portsmouth
Birmingham-Watford
Leicester-Man.City
Luton-Newcastle
Q.P.R.-West Ham
Sheff.Wed-Nottm.Forest
Southampt.-Arsenal
Tottenham-Oxford
W.B.A.-Everton
Charlton-Sheff. U.
Norwich-Blackburn
Shrewsbury-Oldham
Sunderland-Portsmouth
Athugið!
Fólk sem spilar í getraunum er minnt á að skila seðlunum inn fyrir
hádegi á fimmtudögum, svo enginn verði nú af vinningi.
1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2 1-X-2
Frá leik KR og Vals í undanúrslitum á stórmótinu á Akranesi. Mynd: KK.
Ársþing KSÍ:
Ellert endur-
kjörinn formaöur
Mark Duffield.