Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 7

Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 7
Fréttaskýring á fimmtudegi: 12. desember 1985 - DAGUR - 7 í Hlíðarfjalli dvalar um skemmri tíma í senn. Á síðasta ári leit mjög vel út með aðsókn skólahópa, en snjóleysi varð þess valdandi að margir heltust úr lestinni. Mikið hefur verið spurt um möguleika á að taka á móti hópum til svefnpoka-! gistingar, en ekki verið mögu- legt vegna lokunarinnar. Petta er alvarlegt mál því hvergi í bænum er hægt að taka á móti 40 manna hópum eða stærri. Fram hafa komið hugmyndir um gagngerar breytingar á hótel- inu. Það liggur undir skemmdum og heldur hvorki vatni né vindi. Búið er að fá 3 arkitekta til að gera tillögur að breytingum sem eiga að miða að því að gera hús-< næðið og veitingaaðstöðuna aðlað- andi og vistlega. Inn í þessar til- lögur eiga að fléttast breytingar á umhverfi hótelsins, þannig að möguleiki væri að nýta hótelið og Fjallið meira en 4 mánuði yfir skíðavertíðina. Þá er miðað við gistiaðstöðu fyrir þá sem vilja fá ódýrt svefnpokapláss. Gera skíðahótelið að fjallaveitinga- húsi sem býður upp á veitingar, svefnpokapláss og útiaðstöðu. Slík hótel njóta mikilia vinsælda erlendis. Oft heyrast þær raddir sem telja að of dýrt sé að fara á skíði í Hlíðarfjall. Ef menn hafa ekki bíl til umráða, eru rútuferðir oft á dag. Fyrir einstakling sem ætlar að dvelja einn dag á skíðum kost- ar það lágmark 380 krónur. Það eru ferðir og dagskort í lyftur. Það er því ljóst að fyrir fjögurra manna fjölskyldu sem stundar skíði að einhverju ráði er þetta sport dýrt. Fyrir utan þarf fólk oftast að borða eitthvað í svona ferðum sem taka heilan dag. Nokkuð hefur borið á því að fólki þyki veitingarnar dýrar sem seldar eru í hótelinu. Þess vegna hefur fólk gripið til þess ráðs að hafa með sér nesti í skíðaferðina. Á næstsíðasta vetri var gripið til þess að bjóða öllum frítt í allar lyftur í Fjallinu. Þetta var gert meðal annars til þess að glæða áhuga fólks á þessari skemmtun að vera á skíðum. Þetta þótti tak- ast mjög vel, því það hittist þann- ig á, að þessi dagur var einn sá besti þann veturinn. Snjóleysi hamlaði frekari ferðum það árið. Sama var upp á teningnum s.l. vetur. Snjóleysi dró verulega úr aðsókn. Þess vegna vona forráða- menn Skíðastaða að snjórinn láti sig ekki vanta þennan vetur. Til- lögur komu frá ívari Sigmunds- syni um lækkun aðgangseyris í Fjallið á síðasta ári. Þeir sem með peningamálin fara voru á annarri skoðun og verða ekki bornar fram slíkar tillögur aftur, að sögn ívars. Árið 1985 var farið fram á 1200 þúsund krónur til framkvæmda í Fjallinu. Þegar upp var staðið voru veittar 1300 þúsundir til þess. Það fé var lagt í undir- stöður nýju lyftunnar, sem áætl- að var að kostuðu um 700 þúsund. í hús fyrir göngufólk. í fyrstu endurnýjun á flóðlýsingu í Strompbrekku og ljósatöflu við Strýtu fyrir skíðakeppnir. Á áætl- un næsta árs eru kaup á lyftunni frá Austurríki. Hún kostar um 5 milljónir. Sú lyfta er keypt á lánum. Framleiðandi lánar kaup- verð til 3 ára, utan útborgunar, sem nemur um 15-20% af kaup- verði. Aðrir liðir eru niðurtekt á gömlu lyftunni, uppsetning á þeirri nýju. Rafbúnaður við báð- ar lyfturnar, auk flutningskostn- aðar. Þetta er fjárhæð sem nemur 3,7 milljónum. Þessi fjárhags- áætlun er komin til bæjarstjórn- ar og verður væntanlega :ekin til fyrstu umræðu fyrir áramót. Fjárhagsáætlun fyrir Skíða- staði er gerð í tvennu lagi. Ann- ars vegar er framkvæmdaáætlun, þar sem kemur fram hvað talið er að þurfi að gera og hvað það kosti. Hins vegar er rekstraráætl- un. Þar í er launakostnaður, við- hald á öllum hlutum, svo sem skíðalyftum, bílum, snjótroður- um, sleðum. Tryggingar, skattar, auglýsingar, þjónustuvörur, hreinlætisvörur, sími, aðgöngu- miðar og aðkeyptar vörur til endursölu. Varðandi byggingu mann- virkja í Fjallinu skal taka fram að ríkið greiðir 40% af íþrótta- mannvirkjum. Þeir sem sýna Skíðastöðum og aðstöðunni í Fjallinu mestan og bestan áhuga, hafa oft talað um að Akureyrarbær hafi ekki sinnt þessari starfsemi sem skyldi. Menn benda á að þegar bæjar- yfirvöld veigri sér við því að kaupa þau tæki sem nauðsynleg eru, geti íþróttafélög á Reykja- víkursvæðinu keypt skíðalyftur af bestu gerð og sett upp á sínum eigin skíðasvæðum. í þessari um- ræðu er talað um lítinn áhuga fulltrúa Kvennaframboðs á mál- um Skíðastaða og Hlíðarfjalls. Til eru menn í bæjarstjórn sem mikinn áhuga hafa á starfseminni og vilja veg hennar sem mestan. ívar Sigmundsson sagðist ekki hafa orðið var við áberandi stuðning Kvennaframboðsins við skíðasvæðið í Hlíðarfjalli. Valgerður Bjarnadóttir frá Kvennaframboði sagði að það mætti til sanns vegar færa að Kvennaframboðið hafi sýnt þess- um málum lítinn áhuga, miðað við mörg önnur. „Við höfum ekki sett þetta mál í neinn forgang. Þó höfum við stutt það nú, að nýrri skíðalyftu verði komið upp. Það er eiginlega samkomulag um á freislandi kjörum og rúmlega það ADAM 261 L 200 B 170 kr. 39.800,- Eigum yfir 40 gerðir af notalegum rúmum í öllum útfærsl- um. Þú getur því verið öruggur um að eitthvað þeirra mun fullnægja kröfum þínum um gæði og verð' HÚSGAGNAVERSLUN ADAM 225 L 200 B 170 kr. 29.030. TRYGGVABRAUT 24 • SÍMI 21410 • AKUREYRI Gestur Einar Jónasson skrifar að endurskoða starfsemina í Fjallinu og velta því fyrir sér hvernig á að starfrækja skíða- hótelið og annað þarna upp frá. Ég geri mér fulla grein fyrir því að við höfum dregist aftur úr miðað við það sem er í Bláfjöll- um og í Skálafelli. Það verður að halda í við það á einhvern hátt. Það eru ekki til peningar til að gera allt og mér finnst að það séu aðrir hlutir mikilvægari en þessi.“ Þegar Valgerður var spurð hvort of miklu fé hafi verið veitt í Fjall- ið sagði hún að svo væri ekki. „Ég hef tekið þátt í því að pen- ingum hefur verið ráðstafað í þessa starfsemi og hef ekki haft neitt við það að athuga. Hins vegar sér fram á að það verður dálítið mikið sem verður lagt í þetta. Það er búið að taka ákvörðun um þessi lyftukaup og þá verður það að gerast, það þýð- ir ekki að bíða með það.“ Gunnar Ragnars frá Sjálf- stæðisflokki var á annarri skoðun. „Það eru mismunandi áherslur sem menn leggja á mál sín. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á uppbyggingu í Fjallinu. Ekki bara uppbyggingu heldur svæðinu í heild. Það byggi ég á reynslu minni, því strax og ég fluttist hingað fyrir 17 árum byrj- aði ég sjálfur að nota mér þessa aðstöðu. Á þessum tíma hef ég séð hvað þetta getur verið til framdráttar á mörgum sviðum. Um leið og þetta er útivistar- og afþreyingarsvæði, þá er þetta ekki síður æskulýðsmál sem hef- ur uppeldislegt gildi. Það er ómetanlegt fyrir börn og ungl- inga í þessum bæ að geta stundað svona stað. Einnig er þetta heil- brigðismál. Þegar svona staður er fyrir hendi stuðlar það að betra mannlífi. Því er ekki að leyna að það er mikið mál fyrir bæjarfélag eins og Akureyri að halda úti svona stað á sómasamlegan hátt. Á Bláfjallasvæðinu eru það all- flest sveitarfélög á Suðurlandi sem standa að þessum málum þar, á einn eða annan hátt. Mín skoðun er sú að það eigi að gera stórt átak á þessu svæði, í stað þess að sletta í þetta einni milljón í ár og tveimur á næsta ári. Það þarf að endurskoða áætlun um skipulag svæðisins og gera sér grein fyrir því hver viljinn er í þessu efni og hvað slíkt kostar. Síðan yrði það pólitísk ákvörðun hvað menn vilja gera. Það er talsvert átak sem verið er að gera núna með kaupum á þessari lyftu. Það má segja að það séu lokin á þessum áfanga sem unnið hefur verið að síðustu ár,“ sagði Gunnar. Þó að þetta sé langt frá því að vera tæmandi upptalning á því sem gert hefur verið og gera þarf á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli er vonandi að einhver átti sig á um- fangi málsins. Hvort sem menn eru með eða á móti því að fjár- magn sé lagt í framkvæmdir, er engum blöðum um það að fletta að allir þeir sem þangað leggja leið sína njóta útiveru og hollrar skemmtunar. Það er ekki svo lít- ið í þjóðfélagi sem okkar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.