Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 3

Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 3
12. desember 1985 - DAGUR - 3 Sveit Páls Pálssonar Akureyrarmeistari 1985. Aftari röð frá vinstri: Hörður Blöndal, Grettir Fránannsson. Fremri röð frá vinstri: PáD Jónsson, Páll Pálsson og Þórarinn B. Jónsson. Ljósmynd: Norðurmynd. Bridgefélag Akureyrar: Sveit Páls varð Akureyrarmeistari Nú er lokið sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, Ak- ureyrarmóti. Sigurvegari varð sveit Páls Pálssonar, en auk Páls eru í sveitinni, Grettir Frí- mannsson, Hörður Blöndal, Pórarinn B. Jónsson og Pálí Jónsson. í öðru sæti varð sveit Stefáns Sveinbjörnssonar, en auk hans spiluðu í sveitinni, Máni Laxdal, Tryggvi Gunnarsson og Reynir Helgason. Alls tóku 15 sveitir þátt í Ak- ureyrarmótinu að þessu sinni og voru spiluð 16 spil milli sveita, tveir leikir hvert spilakvöld. Eins og undanfarin ár stjórnar Albert Sigurðsson keppnum félagsins. Röð efstu sveita varð þessi: 1. Páll Pálsson 288 2. Stefán Sveinbjörnsson 267 3. Gunnlaugur Guðmundsson 265 4. Jón Stefánsson 262 5. Örn Einarsson 260 6. Gunnar Berg 258 7. Kristján Guðjónsson 255 8. Haukur Harðarson 232 9. Júlíus Thorarensen 231 10. Stefán Vilhjálmsson 219 Tvímenningur - Jólamót Sunnudaginn 29. desember verð- ur Jólamót ’85 haldið í Blóma- skálanum Vín við Hrafnagil og hefst kl. 9.30 fh. stundvíslega. Spilaður verður tvímenningur eftir Mitcel-fyrirkomulagi. Öllum er heimil þátttaka. Þátttökugjald er kr. 1.500.- á parið og er inni- falinn matur í hádeginu í því verði. Skráning er hafin hjá stjórn BA og þarf að vera lokið fyrir Þorláksdag. Spilað verður um silfurstig. Sportveiðiblaðið: Mjög fjölbreytt efni Sportveiðiblaðið, 2. tbl. 4. ár- gangs er komið út, með marg- víslegu efni tengdu veiði- mennsku að venju. Biaðið er 88 síður að stærð, prentað á mjög vandaðan pappír og í því er fjöldi greina auk mynda sem eru bæði svart-hvítar og lit- myndir. Fjöldi greina er í blaðinu sem tengist stangveiði og skot- mennsku. Af efni má nefna greinina „Laxinn með mannsheil- ann,“ grein um Hofsá í Vopna- firði, Veiðiferð í Mýrarkvísl eftir Árna Baldursson, grein um dýr- bít á Barðaströnd. Þá er ítarlegt viðtali við Lúðvík Jósepsson fyrr- um ráðherra um stangveiði. Grein er um veiðar með labra- dorhundi eftir Stefán Hauk Grímsson á Kópaskeri, Fyrsti flugulaxinn eftir Sigurð Kr. Jónsson, grein um miðunarsjón- auka og áfram mætti telja. Rit- stjóri Sportveiðiblaðsins er Gunnar Bender. Náðu 200 minkum Arnkell Þórólfsson á Hraunkoti norðan frá Sléttu og vestur í í sumar unnu þeir félagar rösk- og Vilhjálmur Jónasson á Sílalæk Ljósavatnsskarð, að Kelduhverfi lega 200 dýr og er það svipuð tala annast minkaveiðar á svæðinu að undanskildu. og undanfarin ár. ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-85015: Innlend stálsmíði. Háspennulínur. Opnunardagur: miðvikudagur 15. janúar 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með mánudegi 16. desember 1985 og kosta kr. 300.- hvert eintak. Reykjavík 11. desember 1985 Rafmagnsveitur ríkisins. j Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Simar 41534 & 41666. Sérleyfisfcrðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar. Húsavík - Akureyri - Húsavík Daglegar ferðír Sérleyfishafi. vetrarvorum Bakpokar ★ Tjöld og fleira Svefnpokar ★ Skátar björgunarsveitamenn snjósleðaeigendur og annaö útiverufólk, notiö þetta einstaka tækifæri CARAVAN RAUKA Caravan Rauka Tilboðsverö kr. Fiber fylling • Þyngd 2.3 kg (Rétt verð kr. 7.130,-) og kynnist frábærum CARAVAN' ZtRMATl vetrarútbúnaði Einnig verður til sýnis &RAVAN JW. snjóslcði frá dúnfylling • þyngd 1.1 kg Véladeild KEA CARAVAN 1000 Tilboðsverð kr. 6.400 (96)21400 I tilefni af kynningunni bjóðum við Caravan Rauka og Caravan 1ÖÖ0 svefnpoka á sérstöku tilboðsverði. 1 1 Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.