Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 9

Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 9
12. desember 1985 - DAGUR - 9 Magnús Jónsson sýningarstjóri. meira - Rætt við RÓSU Sigtryggsdóttur „Já, mjög mikið.“ - Hvað koma margir á sýningar? „Það getur verið allt frá 15 manns upp í fullt hús '297 manns). En að jafn- aði eru um 50-100 nanns.“ Á hvaða kvöldum koma flestir í bíó? „Á fimmtudagskvöld- um koma þeir sem ætla sér í bíó, á föstudags- kvöldum koma krakkar til að skemmta sér því þeir þurfa ekki að fara í skól- ann daginn eftir. Laugar- dagskvöldin eru alveg glötuð, því þá fer fólk á danshúsin." - Hvaða aldurshóþur er mest áberandi hér? „Unglingarnir koma langtum mest í bíó, full- orðið fólk kemur helst á íslensku myndirnar." - Stundum hefur verið kvartað undan hve seint kvikmyndirnar komi í þetta bíó og takmörkuðu úrvali þeirra, hvað viltu segja um það? „Ja, við fáum myndir frá öllum bíóum í Reykja- vík. Stundum eru þær sendar út um hvippinn og hvappinn áður en þær koma hingað, þó að beð- ið hafi verið um þær strax eftir sýningar fyrir sunnan." - Að lokum, hver verð- ur jólamyndin í ár? „Jólamyndin í ár heitir „Löggulíf", hún verður frumsýnd á sama tíma hér og fyrir sunnan." Við þökkum Rósu fyrir viðtalið. Minning Ý Petrína Soffía Stefánsdóttir Fædd 25. október 1892 - Dáin 10. nóvember 1985 Á góðviðrisdegi þ. 23. nóvember s.l. var Petrína Soffía Stefáns- dóttir jarðsungin frá Akureyrar- kirkju að viðstöddu fjölmenni. Hafði Petra, en svo var hún jafn- an nefnd af kunnugum, dáið í Reykjavík, því að þar hafði hún dvalið síðustu árin hjá syni sínum og konu hans. Petra var fædd á Vermundar- stöðum í Ólafsfirði 25. október 1892. Foreldrar hennar voru Sigríður, dóttir Jóns bónda á Hrísum í Svarfaðardal, Jónsson- ar bónda á Litlu-Hámundarstöð- um á Árskógsströnd og Stefán sonur Jóns bónda á Þverá í Skíðadal, Guðmundssonar bónda á Ingvörum. En kona Guðmundar og amma Stefáns var Guðrún dóttir séra Magnúsar á Tjörn. Fá ár voru foreldrar Petru á Vermundarstöðum. Fluttu þau að Háleggsstöðum í Deildardal í Skagafirði. Þar var dvölin heldur ekki löng, því að seint í desem- ber árið 1899 andaðist Stefán. Þetta var harmsefni. Bláfátæk ekkjan hlaut nú ein að sjá sér og þrem ungum dætrum sínum far- borða. Þá voru engar tryggingar komnar til sögunnar. Og þegar svona var ástatt þótti helsta úr- ræðið að leysa heimilið upp og koma börnunum í fóstur. Þannig fór hér. Ein dóttirin, Steinunn, var tekin í fóstur í Skagafirði, en ekkjan fluttist noröur í Svarf- aðardal til Snjólaugar systur sinn- ar og manns hennar. Fylgdu tvær systurnar móður sinni. Þarna mun Sigríður ásamt Petru hafa átt athvarf um sinn, en yngsta systirin naut skjóls annars staðar. Ekki veit ég hve lengi Petra dvaldi hjá móðursystur sinni. En hún fór snemma að vinna fyrir sér. Var hún í vist á ýmsum stöð- um og kom sér alls staðar vel, enda var hún bráðdugleg og hús- bóndaholl. Um skeið var hún vinnukona hjá Snorra Þórðarsyni á Bægisá og Þórlaugu konu hans, en Þórlaug og Petra voru systra- dætur. Nú vildi svo til, að ég kvæntist Maríu yngri systur Petru. Og þegar við hjónin fórum að búa á Þverá í Svarfaðardal flutti hún til okkar með móður sína. Sigríður lifði rúmt ár eftir að hún kom í Þverá, en Petra skipti ekki um heimili næstu sex árin. Vann hún heima á sumrum, en var á lausum kili að vetrinum. Á þessum árum vann hún t.d. á vegum kven- félagsins Tilraun, ferðaðist um félagssvæðið og saumaði fyrir heimilin og aðstoðaði, þegar veikindi eða aðrir erfiðleikar steðjuðu að. En að henni var fal- ið þetta starf sýnir traustið, sem til hennar var borið og áreiðan- lega hefur hún ekki brugðist því. Á árinu 1936 giftist Petra, Halldóri Jónssyni, svarfdælskum gæðadreng. Fluttu þau til Akur- eyrar, en bjuggu þar skamman tíma. þá keyptu þau býlið Gil í Glerárhverfi. Því fylgdi ofurlítil grasnyt, svo að hægt var að fóðra þar dálítinn bústofn. Þau Halldór og Petra höfðu lengstum eina kú og nokkrar kindur. Það var bæði til búdrýginda og ánægju, því að hjónin voru bæði gefin fyrir skepnur og búskap. Torfbær var í Gili þegar hjónin komu þangað. Þau reistu stein- hús og ræktuðu fallegan trjáreit við það. Þarna komu þau sér upp myndarlegu og skemmtilegu heimili. Petra og Halldór eignuðust einn son, er Stefán heitir. Hann er kennari að mennt. Kona hans er Katrín Ágústsdóttir, kennari og listakona. Stefán er nú um- sjónarmaður á Kjarvalsstöðum. Börn þeirra eru tvö, piltur og stúlka. Petra var fríðleikskona, svip- hrein og björt yfirlitum, glaðleg og viðmótið alúðlegt. Hún var greind og bráðfljót að læra t.d. vísur og kvæði. Ekki naut hún neinnar skólagöngu utan þess sem heimakennsla kann að hafa fallið henni í skaut. En vel var hún að sér í þeim greinum, sem krafist var til fermingar, svo að hún stóð fermingarsystkinum sín- um fullkomlega á sporði. Nám- fýsi hennar og góð eftirtekt voru áberandi. Því var eðlilegt að kunnátta hennar til munns og handa væri í besta lagi. Hvort sem hún hefur notið tilsagnar einhverrar sauma- og hannyrða- konu eða ekki, þá kunni hún tök- in á alls kyns handavinnu og stundaði hana fram á síðustu tíma. Og handbragðið var með ágætum. Eins og áður er sagt giftist Petra og stofnaði heimili, sem nær alltaf var Gil í Glerárhverfi. Mikið ástríki var á milli hjón- anna, Petru og Halldórs. Ánægja og glaðværð ríkti á heimilinu og öllum, sem að garði bar var tekið með hlýju og gestrisni. Margir sóttu hjónin heim og þar var oft glatt á hjalla. Vinsældir hjónanna voru miklar og kom það vel í ljós, þeg- ar þau þurftu aðstoðar við. Þá var hjálp af höndum innt. Vafa- laust var hlutur Petru ekki skarð- ur á þessu sviði, enda var greiða- semi hennar og velgerðir til ann- arra af fúsleika gerð, ekki síst til þeirra, sem höllum fæti stóðu. Petra hafði vanist því frá æsku- árum að leggja hart að sér. Það var hennar lífsmáti að gera fyrst og fremst kröfur til sjálfrar sín, en sýndi öðrum töluverða linkind. Eitt var þó sem hún gat ekki þolað. Það var ef loforð voru svikin. Henni sárnaði slík breytni og átti örðugt með að fyrirgefa. Petra var hraust fram á síðustu daga. En fyrir nokkrum árum lenti hún í því að detta illa og hlaut beinbrot, sem orsakaði að allar gönguferðir voru úr sög- unni. Þetta áfall raskaði ekki ró hennar eða glaðlyndi. Hún fór heldur ekki úr jafnvægi, þegar maður hennar veiktist snögglega snemma dags 1977 og var látinn fyrir kvöldið. Þá sýndi hún mik- inn sálarstyrk og æðruleysi. En hún var einlæg trúkona og guðs- ( traustið mun hafa hjálpað henni. Það var svo í október sl. að Petra veiktist og var flutt í sjúkrahús. Og þar andaðist hún 10. nóvember. Mæt kona er horfin af sjónar- sviðinu. Margur á hugljúfar minningar um Petru, því að hver, ' sem kynntist henni gaf henni rúm í huga sínum. Þakklæti mitt sendi ég henni yfir landamærin fyrir órofa tryggð, vináttu og aðstoð á marga lund. Blessuð sé minning þessarar góðu og heiðarlegu konu. Helgi Símonarson. ^^£4^ snyrtivörukynning í dag ■ JL £V 20% kynningarafsláttur. SÍMI P (96)21400

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.