Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 16

Dagur - 12.12.1985, Blaðsíða 16
Kiúkíi V CROWN J CHICKEN ^ AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Kjúkímgar eru gceðöfceða \A CROWN j. CHICKEN ' AKUREYRI Skipagötu 12 • Sími 21464 Siglufjörður: Hættir Verslunar- félagið 1. mars? - „Engin ákvörðun verið tekin en við erum að selja húsnæðið“, segir stjórnarformaðurinn Sparisjóður Siglufjarðar mun að öllum líkindum kaupa hús- næði Verslunarfélags Siglu- fjarðar að Túngötu 3 og fá húsnæðið til afnota 1. mars á næsta ári. „Húsnæðið er orðið gamalt og óhentugt til verslunarreksturs og þegar Sparisjóðurinn gerði okkur tilboð í eignina ákváðum við að selja,“ sagði Sigurður Árnason stjórnarformaður Verslunarfé- lags Siglufjarðar í samtali við Dag. Það skal tekið fram að ekki er búið að ganga endanlega frá kaupunum. Túngata 3 er þriggja hæða hús sem byggt var á stríðsárunum. Síldarútvegsnefnd átti efstu hæð hússins en framseldi hana síðan Skattstjóraembættinu á Norður- landi vestra. Eignarhluti Spari- sjóðs Siglufjarðar í húsinu er nú 17% en með því að kaupa hús- næði Verslunarfélagsins mun Sparisjóðurinn eignast að fullu fyrstu tvær hæðirnar og hækkar þá eignarhluturinn í 67%. „Við munum reyna að selja þær vörubirgðir sem við eigum áður en við þurfum að rýma húsnæðið en hins vegar hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort við hættum rekstri ellegar flytjum okkur um set í bænum,“, sagði Sigurður Árnason hjá Verslunarfélagi Siglufjarðar að lokum. BB. Ekki ieggja bflum þarna! - Sundið milli Skipagötu og Hafnarstrætis, sunnan Alþýðuhússins nýja, er ekki hugsað sem bflastæði, heldur gangstígur fyrir þá m.a. sem leggja bflum sínum fyrir neðan Skipagötuna á bflastæðunum þar. Lögreglan beinir því til ökumanna að ieggja ekki bflum sínum í sundið. Mynd: - KGA. Jólahreingerningin? Það þarf að snyrta og „snurfusa“ utanhúss og innan í desember. Mynd: - KGA. „Við höfum ekkert heyrt frá stjórn Vatnsveitu Akureyrar um vatnssölumálið, en erum að sjálfsögðu tilbúnir til við- ræðna við Vatnsveituna, því við viljum koma þessu á hreint og það sem fyrst,“ sagði Júlíus Kristjánsson hjá vatnspökkun- arfyrirtækinu Akva h.f. er hann var spurður hvort þeirra réttur til vatnssölu hefði verið véfengdur. Árekstur: Einn á sjúkrahús Mjög harður árekstur varð í gær á mótum Hamarsstígs og Þórunnarstrætis á Akureyri. Bifreið sem ekið var vestur Hamarsstíg fór fyrir bifreið sem var ekið norður Þórunnarstræti. Sem fyrr sagði var áreksturinn mjög harður og var önnur bif- reiðin rnjög mikið skemmd. Einn var fluttur á sjúkrahús en ekki var vitað um meiðsli hans í gær. Lögreglunni gekk erfiðlega að vinna á vettvangi vegna forvitni fólks sem dreif að. Á það reyndar einnig við um bifreiðastjóra sem áttu leið um á bílum sínum. Vett- vangsrannsókn er nákvæmnis- verk og er því komið á framfæri að fólk troðist ekki nærri þegar unnið er að slíku eftir umferðar- óhöpp. gk-. Aflatölur Fiskifélags íslands: Aukin þorsk- og loðnuveiði í lok nóvembermánaðar höfðu íslensk fiskiskip samanlagt veitt tæp 300 þúsund tonn af þorski á árinu. Á sama tíma í fyrra höfðu hins vegar veiðst 256 þúsund tonn af þorski. Þessar upplýsingar koma fram í bráðabirgðatölum Fiskifélags íslands frá 9.12.1985. Þar kemur einnig fram að á sama tíma höfðu íslendingar dregið samanlagt 1.477 þúsund lestir af fiski úr sjó á móti 1.367 þúsundum lesta á sama tíma í fyrra. í þessari aukn- ingu munar mest um aukningu á loðnuveiðum. Fyrstu 1.1 mánuði ársins var landað 850 þúsund tonnum af loðnu en á sama tíma í fyrra höfðu 762 þúsund tonn af loðnu borist á land. Veiðar á rækju og hörpudiski hafa aukist nokkuð fyrir Norður- landi og sömu sögu er að sjálf- sögðu að segja um loðnu og þorsk. Veiðar Norðlendinga á öðrum tegundum standa nokkuð í stað. -yk. „Ég veit ekki hvort þeir ætla að fara að tryggja sig á einhvern hátt núna. Við greiðum fyrir þetta vatn samkvæmt mæli eins og aðr- ir og þeir hafa vitað af okkar mál- um frá upphafi," sagði Júlíus ennfremur. Sigurður Svanbergsson vatns- veitustjóri sagði að vatnssölumál- in hefðu ekkert verið rædd hjá stjórn Vatnsveitunnar. „En það er fundur hjá stjórn- inni í dag og þá verður sjálfsagt gerð fyrirspurn um það, hverjir það eru sem hafi fylgst með mál- inu. Þetta mál verður krufið til mergjar og vatnsveitustjórn látin gera grein fyrir því. Ég vil fá að vita hverjir hafa fylgst með þessu máli. Annað get ég ekki sagt á þessu stigi,“ sagði Sigurður Svan- bergsson. BB. Fiskiðjusamlag Húsavíkur: Reksturinn stóð á núlli Aö sögn Tryggva Finnssonar, framkvæmdastjóra Fiskiðju- samlags Húsavíkur, stóð rekst- ur Fiskiðjusamlagsins á núlli í fyrra þegar búið var að reikna með eðlilegum afskriftum. Hins vegar stendur fiskvinnsl- an verr að vígi í ár og líklegt að tap verði á rekstrinum. Á aðalfundi Fiskiðjusamlags- ins sem haldinn var í gær, var mikið rætt um stöðu fiskvinnslu og sjávarútvegs á Húsavík. Á Húsavík háttar þannig til að út- gerð og fiskvinnsla eru aðskilin, að öðru leyti en því að Fiskiðju- samlagið á hluta í togaraútgerð- inni. Tryggvi kvaðst telja heppi- legt að samvinna vinnslu og út- gerðar yrði nánari með það fyrir augum að stýra dreifingu afla þannig að fiskvinnslan fengi að hafa hönd í bagga með það hvernig hráefni skiptist milli fisk- vinnslu á Húsavík og útflutnings með gámum. -yk. Saurbæjarhreppur: Bændur hyggja á refarækt Nokkrir bændur í Saurbæjar- hreppi hafa í hyggju að hefja loðdýrarækt innan skamms, þar sem vonlaust er að aukning verði í hinum hefðbundna bú- rekstri. íbúar Saurbæjarhrepps eru verr settir hvað atvinnutækifæri varðar, en þeir sem búa nær þétt- býlinu. Hins vegar eru nýir at- vinnumöguleikar takmarkaðir. Refarækt er talin kosta vænleg- ust og nú þegar hafa tveir bændur tryggt sér lán til stofnfram- kvæmda og fleiri eru „volgir.“ Helsta vandamálið sem þarf að leysa er fóðuröflunin. Þeir flutn- ingabílar sem nú flytja fóður austur um, þyrftu að fara stóran krók til að koma fóðrinu á refa- bú í Saurbæjarhreppi. Slíkt mun hafa ærinn kostnað í för með sér, ef um litlar einingar er að ræða. Hugsanlega mætti nota þurrfóður ef það fengist á viðráðanlegu verði. BB.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.