Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 6

Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 10. janúar 1986 mannlít BM$ HIHIR AIDREI w?1 er vkíII eins og hinir. þótt ég yrí» aldrei hár og erfiölega gengi min tyrjun fyrir sig. En það ern nú löin eitthvaö átján, nítján ár síðan ungu sKáldi úr Háskólanum tókst að selja mig. ÍÞVll ráill. sem er fallinn, á fáa vini að og festum fykir gaman að endumýja hann. En þaö eru fleiri en rálar, sem *rfla aö neyna það aö valt er þeim aö treysta. sem fyrstir taka mann. OG vixill er ég enn, þótt ég væri aldrei hár. og ég vildi mega tenda þeim. sem staerri eru. á þaö aö margan vixil þekkti ég. sem entist vartó ár, en áleit sig þó verulega háan fyrst i staö I ENlseinna ffétti barikinn. aö i sama mund og ég var settur niður i skúffuna, þar sem ég er enn. hefði þeina tíma bifreið sést bruna inn Laugaveg á beinni leiö til Pingvalla meö nokkra unga menn. EN stundum kom þaö fyrir, sem ég botna ekkert i. aö ókunnugir komu og geröu mér allt til meins teir skrifuðu a bakið a mér ónot út af þvi. að ekki væri framar hægt aö treysta mér til neins OG er þaö ekki þetta, sem allir rálar þra. þótt upp og niður gengi fyrir þeim. sem ég hef kynnzt aö láta hvorkr gjalddaga né afcögn á sig fá. en una sinni skúffu og laekka helzt sem minnst? OG vitanlega hefur þeim verið hlýtt til min. — En rálar hugsa raunar um aöra meir en sig. Og hafi þeir venö kátir og k^pt fyrir mig vin og kannske vakaö fram úr. þá hef ég borgaö mig. EG Itók mér þetta næm. en eina bótin er að uppreisn hlaut ég seinna fynr margan smánarblett. þn lógfraeöingar bæjanns tóku mark á mér og meira aö segia buðu þeir mér stundum upp i rétt. OG |“ hef veriö tryggur og trúr viö bankann minn. Eins taeki hann sér nærri aö þurfa að sleppa mér. Og núna verö ég framlengdur í fertugasta sinn, á fimmtudaginn kemur. pann 6. október. mikil var su raun. er ég féll i fyrsta sinn. og framlengmgin vikum og árum saman drást. Og sampykkjandinn foröaöist mig. veslmgs vixilinn. varð mér heimsins ótrygglyndi i fyrsta sinm Ijóst. EN einatt var mér gert þaö aö greiðast upp i topp sem er gifurlegasta hættan. sem vixill lendir i. en pað hefur venö bankinn. sem sjálfur sagöi stopp teð sýmr. hvaö hann má sin. aö geta afstýrt þvi. Tómas Guðmundsson skáld Er ekki annar hver maður að drukkna í skuldum? Eitthvað höfum við heyrt um það. Þess vegna fer vel á því að birta humoriskt kvæði eftir Tómas Guðmundsson, um víxil, sem varð vixill eins og hinir, þó aldrei yrði hann hár. Uppsetningin á kvæðinu er úr nýjasta Bankablaði, sem er helgað 25 ára afmæli bankamannaskólans. Það er ekki síst mátulegur humor, sem getur bjargað mönnum á lífssundinu út úr skuldafeninu. Húsavík: Áramótabömm tveiryndis- Það voru hinir mestu myndarpiltar sem fæddust á Sjúkrahúsi Húsavíkur um áramótin. Síðasta barnið sem fæddist á árinu 1985 var sonur Helgu Eyrúnar Sveinsdóttur og Trausta Jóns Gunn- arssonar, hann fæddist 30. des. og var 11 merkur á þyngd og 50 cm á lengd. Foreldrarnir eru ósköp sæl með soninn sem þau áttu ekki von á að eignast fyrr en eftir áramót, en það skipti ekki máli, sá litli er hinn hressasti og ákvað að koma í heiminn þegar honum sjálfum sýndist. Fyrsta barnið sem fæddist á árinu 1986 var 17 merk- ur og 53 cm. Það er sonur Ölmu Ævarsdóttur og Þor- gríms Jóels Þórðarsonar. Þau áttu von á sínum syni fyrir áramót, hann var tekinn með keisaraskurði, en mæðginunum heilsast vel. Þegar blaðamaður Dags kom til að heilsa upp á nýja borgarann, voru foreldr- arnir, afi og amma í sjöunda himni og greinilega á ekki að væsa um þann litla í framtíðinni. Þó áramótapiltarnir séu báðir fyrstu börn sinna for- eldra vill svo skemmtilega til að segja má að Jóel faðir annars og Eyrún móðir hins séu gamlir kunningjar af fæðingardeildinni. Eyrún er fædd 1. okt. 1966 en Jóel 2. okt. 1966 og bæði fæddust þau á Sjúkrahúsi Húsavíkur og um jólin sama ár voru þau skírð við sömu athöfn í Húsavíkurkirk j u. Dagur óskar ungu Húsvíkingunum og fjölskyldum þeirra gæfu og góðs gengis á komandi árum. IM Hótclstjórahjónin, Kristján og Ólöf hafa komið sér þægilega fyrir í einum af leðursófunum sem ætlaðir eru bargestum. Hótel KEA: „Nýtt hús inmn gömlu veggjom“ Annað kvöld verður fyrsti dansleikurinn í nýjum veitingasal Hótel KEA. Vorið 1984 var byrjað á breytingum og endurbótum á hótelinu. Að sögn Ólafar Matthí- asdóttur hótelstjóra var byrjað á því að rífa allt innan úr húsinu þannig að einungis burðarveggir stóðu eftir. Síðan varfar- ið að byggja við og inn- rétta á nýjan leik. Auk Ólafar er ntaður hennar, Kristján Elís Jónasson, einnig hótelstjóri. Veitinga- og samkomusalur hússins er nú á annarri hæð og er hægt að skipta honum í 5 smærri sali. ákveði hefur verið að hver salur hljóti ákveðið nafn og enda þau öll á „berg.“ T.d. Múlaberg, Ilöfðaberg, Vaðlaberg, Stuðla- berg og Hlíðarberg. Barirnir eiga að heita Lindarberg og Veiga- berg. Þar verða framvegis dans- leikir á laugardagskvölduni og auk þess verða salirnir leigðir út fyrir hverskyns samkvæmi. Einn- ig verður rekin þar matsala þar sem hótelgestum og öðrum verð- ur þjónað til borðs. Aðstaða til ráðstefnuhalds gjörbreytist öll í átt til batnaðar og eru þegar farn- ar að berast pantanir fyrir ráð- stefnur. Allar innréttingar í saln- um eru hinar glæsilegustu, eins og e.t.v má sjá á meðfylgjandi myndum. Nú eru 18 herbergi komin í notkun á 4. og 5. hæð en verða 51 á þremur efstu hæðunum þegar innréttingu lýkur. Stefnt er að því að það verði í maí í vor. Aðaleldhús hótelsins er á neðstu hæðinni þar sem áður var Brauögerð KEA en þar er auk þess kjötvinnsla og aðstaða fyrir starfsfólk. Á annarri hæð er ann- að eldhús. Þaðan verður matur framreiddur fyrir matargesti. AIIs er reiknað með að sæti verði fyrir 325 gesti í sölum og vínstúku, en ef sett eru borð á dansgólf ciga að geta snætt í einu 365 gestir. Ekki hefur verið ákveðið endanlega hve mörgum verður hleypt inn á dansleiki í húsinu. „Það er búið að mæla salina alla upp og reikna út hve margir geta verið hér á dansleik en okkur finnst sú tala sem kom út úr því dæmi vera of há og ætl- um að láta reynsluna skera úr um það hvað hæfílegt er að hleypa mörgum inn. Við viljum ekki hafa of þröngt á fólki,“ sagði Ólöf. Þegar blaðamenn Dags fengu að líta á nýju innréttingarnar i hótelinu sannfærðust þeri um það sem best verður lýst með orðum Ólafar: „Það er nýtt hús innan gömlu veggjanna." -yk.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.