Dagur - 10.01.1986, Side 15

Dagur - 10.01.1986, Side 15
10. janúar 1986 - DAGUR - 15 / Iþróttir Mgar- rnrnr Um helgina leika Pór og Völsungur sína tvo leikina hvor í 3. deildinni hér fyrir norðan. í kvöld leika Þórsar- ar gegn liði Selfoss í Höllinni kl. 20 og á sama tíma leika lið Völsungs og Hveragerðis á Laugum. Á morgun laug- ardag koma Hvergerðingar til Akureyrar og leika við Þór í Hölíinni kl. 14 og Sel- fyssingar fara austur í Lauga og leika gegn liði Völsungs á sama tíma. KA-liðin í blaki fá Þrótt- ara úr Reykjavík í heim- sókn. Kvennaliðin leika í kvöld kl. 20.30 í Glerár- skóla. Á morgun leika karla- liðin fyrst kl. 14 og síðan reyna kvennaliðin með sér öðru sinni strax á eftir. Allir þessir leikir eru í I. deildinni og fara fram í Glerárskóla. Guðrún Leonards sýnir í Alþýðubanka I Alþýðubankanum a Akur- eyri stendur nú yfir kynning á verkum eftir Guðrúnu Leonardsdóttur. Hún lauk námi frá málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1985 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýning- um. Það eru Menningar- samtök Norðlendinga sem standa að kynningunni. Sýningum fer að fœkka á Jóíaœvintýri Nú fer sýningum á söng- leiknum Jólaævintýri hjá Leikfélagi Akureyrar að fækka, þar sem frumsýning á Silfurtunglinu eftir Halldór Laxness fer að bresta á. Jóla- ævintýrið hefur fengið ein- stakt lof gagnrýnenda, ekki síst leikur Árna Tryggvason- ar í hlutverki nirfilsins. Næstu sýningar verða sunnu- daginn 12. janúar kl. 16.00 og fimmtudaginn 16. janúar kl. 20.30. Síðan verður sýn- ingahlé hjá LA fram að frumsýningu á Silfurtunglinu þann 24. janúar. Valgarður sýnir í afgreiðslusal Einingar í afgreiðslusal VLF Einingar stendur nú yfir sýning á verk- um eftir Valgarð Stefánsson. Þetta er fjórða einkasýning Valgarðs en auk þeirra hefur hann tekið þátt í fjölda sam- sýninga. Það eru Menningar- samtök Norðlendinga sem standa að kynningunni. Jbridds. Eftirfarandi átti sér stað í lands- liðskeppni í bridds fyrir skömmu. Suður var sagnhafi í 6 laufum. Norður 4 I0x 4 Áxx + Áxx 4 KGlOxx Suður ♦ ÁKDGxx 4 Gxxx ♦ - 4 Áxx Útspilið var tígull og sagnhafi byrjaði illa þegar hann drap á ásinn í borði og henti hjarta heima. Trompgosa var spilað úr blindum, vestur fékk á drottn- ingu og spilaði aftur tígli en sagnhafi trompaði og tók trompásinn. Til að komast inn í blindann og taka síðasta tromp- ið af andstæðingnum, þá spilaði sagnhafi litlum spaða á tíuna. Nú lagðist vestur undir feld; sagnhafi missti þolinmæðina og sagðist reikna með því að tapa einum slag til viðbótar, því augljóslega ætti vestur tromp en engan spaða. Austur bætti þá um betur og sagði spilið tvo nið- ur því sannarlega ætti makker tígul drottningu sem væri hæsti tígullinn og gæfi líka slag og vestur sýndi hróðugur tígul drottninguna. Norður, viðurkenndur stór- spilari, var snöggur að fullyrða að nú stæði spilið þar eð vestur væri búinn að sýna tígul drottn- ingu og því skyldugur að gefa hana í. Ekki var kallað á keppn- isstjóra og tókst stórspilaranum með aðstoð makkers að sann- færa vörnina um að nú væri spil- ið staðið. Þrem mánuðum síðar fjallaði dómstóll viðkomandi bridds- sambands um málið og niður- staðan varð; norður sekur er hann tók sér dómsvald og hinir þrír spilararnir sekir er þeir Umsjón: Hörður Blöndal. beygðu sig undir úrskurð hans, í stað þess að kalla á keppnis- stjóra. Refsing: Einnar keppni bann á norður - suður og tveggja keppni bann á austur - vestur. Og þar með missti stórspilarinn í norður af heimsmeistara- keppninni í Brasilíu haustið 1985. Þetta spil kom fyrir í Rubertu- bridds N-S á hættu og vestur gaf. 4 4 ♦ 4 Norður 1032 K43 D6 K7642 4 4 ♦ 4 Suður ÁG97654 ÁK4 D108 Sagnir: Vostur Norður Austur Suður Pass Pass 4H 4S Dobl Pass Pass Pass Útspil hjartatvistur: Hvernig viltu spila? Þú getur reiknað með að gefa tvo slagi á tromp. Hvernig viltu spila laufinu? Annars er lauf- liturinn þannig að best er ef andstæðingarnir spila honum fyrir mann. Lausn: Trompa hjarta, inn á tígul drottningu og trompa ann- að hjarta, taka ás og kóng í tígli, henda hjarta úr blindum og spila litlum spaða á tíuna. Vestur er endaspilaður því allt spilið er þannig. Allt spilið var þannig: Norður 1032 K43 D6 K7642 Vestur 4 KD8 4 G72 4 7532 + ÁG9 Austur 4 ÁD109865 4 G1098 4 53 4 4 4 4 Suður ÁG97654 ÁK4 D108 Vantar vitni að árekstri Vitni vantar að árekstri tveggja bíla við untferðarljósin á mótum Kaupangsstrætis og Glerárgötu þar sem hún tengist Drottning- arbraut. En þar varð nokkuð harður árekstur um kl. 17.00 í fyrradag. Rannsóknarlögreglan óskar að hafa tal af einhverjum sem sá áreksturinn. Vitað er af ökumanni llutningabíls sem var á staðnum þegar áreksturinn átti sér stað og er hann talinn hafa séð hann. Eru það því góðfúsleg tilmæli lögreglunnar að bílstjóri flutningabílsins, eða aðrir sem kynnu að hafa séð áreksturinn, hafi samband við rannsóknarlög- regluna. Námskeið hefjast mánudaginn 13. janúar. Nú fer hver að verða síðastur að láta innrita sig. Upplýsingar og innritun í síma 24979 milli kl. 16 og 20. Afhending skírteina og greiðsla verður laugardaginn 11. og sunnudaginn 12. janúar milli kl. 16 og 18. VISA Tryggvabraut 22 • Akureyri • Sími 24979.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.