Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 10. janúar 1986 Liggðu nú þama najni - Greinarkom um fæðingar, keisaraskurði, keisara og annað í þeim „Við höfum ekki þurft að kvarta það sem af er árinu, því það hafa þegar fœðst hjá okkur 10 börn, “ sagði Inga Magnúsdóttir, Ijósmóðir á Fœðingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri, í samtali við Dag. Á síðasta ári fæddust 303 börn á Akureyri, en árið áður 305 börn. Það er sem sé örlítil fækk- un og það hefur verið þróunin undanfarin ár, að fæðingum hef- ur fækkað verulega. „Þetta virð- ist vera að fara upp á við aftur, í það minnsta lofar byrjunin á ár- inu góðu,“ sagði Inga. Við von- um að frjósemi Akureyringa fari að aukast á ný, þannig að það ágæta fólk sem starfar á nýendur- bættri Fæðingardeild F.S.A. þurfi ekki að kvarta yfir aðgerða- leysi. Hins vegar má ef til vill rekja þessar öru fæðingar til þess, að fyrir réttum 9-10 mánuðum voru árshátíðir í hámarki! Á árinu fæddust þríburar á Fæðingardeildinni á Akureyri, eins og Dagur hefur rækilega greint frá. Það er ekki á hverju ári sem slíkt gerist, en tvíbura- fæðingar hafa verið algengari, t.d. voru óvenju margar tvíbura- fæðingar á Akureyri árið 1984. Inga mundi hins vegar aðeins eft- ir einni tvíburafæðingu á síðasta ári. Þriðjungur þeirra barna, sem fæðst hafa það sem af er árinu, hefur verið tekinn með keisara- skurði. Inga vildi meina, að það færi í vöxt, en hún hefði ekki á hraðbergi eina ákveðna skýringu. Sömu sögu var að segja um Bjarna Rafnar, yfirlækni Fæðing- ardeildarinnar. Þeirri stöðu hefur hann gegnt í um 30 ár og einum 7 árum betur hefur hann fylgst með þessum málum. Einhverju sinni heyrðist sú saga, að þröngar gallabuxur ættu sök á aukningu í keisaraskurð- um! Þær yrðu nefnilega til þess að þrengja mjaðmagrind kvenn- anna smátt og smátt, þannig að konurnar ættu erfiðara með að fæða börn! Bjarni hafði heyrt þessa sögu, en sagði kenninguna ekki á rökum reista. Hins vegar væri það rétt, að ástæðan fyrir keisaraskurði væri oft of þröng mjaðmagrind, miðað við stærð barnsins. Aðrar ástæður fyrir keisaraskurði væru meðgöngu- eitrun eða einhver sjúkdómur, eða þá óeðlileg lega fylgjunnar, svo dæmi séu tekin. Fleiri ástæð- ur geta legið til þess, að börn eru tekin með keisaraskurði, oft í ör- yggisskyni. Það kom fram í samtalinu við Bjarna, að það hefur verið auk- inn þrýstingur á lækna til að framkvæma keisaraskurði á undanförnum árum, vegna þess að margir hafa talið þetta örugg- ari leið fyrir börnin inn í heim- inn, ef einhver teikn hafa verið á lofti um hugsanlega erfiðleika í fæðingu. Bjarni sagði, að nú væri tilhneiging til þess að sporna gegn þessari þróun, því margir teldu eðlilega fæðingu sjálfsagð- ari og jafn örugga, ef ekki örugg- ari heldur en keisaraskurðinn. Þetta væri t.d. stefnan í Banda- ríkjunum, þar sem talað væri um að eðlilegt væri að keisaraskurði væri bejtt í 10-11% fæðinga, eða þar um bil. En fyrst við erum að tala um keisaraskurði; hvernig skyldi þetta orð vera til komið? Ég spurði marga, en fæstir höfðu svar á reiðum höndum, sem þeir vildu ábyrgjast að væri rétt. Én í bók Halldórs Halldórssonar, „Örlög orðanna" er að finna ítar- lega grein um þetta orð. Þar kemur fram, að það kemur úr latnesku; sectio caesarea. En hvernig það myndast svo í latn- esku er ekki fullljóst. Margir hallast þó að því, að nafngiftin eigi rætur að rekja til þess, að rómverski einvaldurinn, Júlíus Caesar, var skorinn úr móður- kviði. Nafn hans mun á sínum tíma hafa verið borið fram “Kæsar“. Síðar komst á sú venja, að eftirmenn Caesars tóku upp nafn hans, hvort heldur sem þeir voru af ætt Caesars eða ekki. Það varð til þess að menn fóru að líta á nafnið sem titil þjóðhöfðingj- ans og er talið að orðið berist inn í germönsk mál um Kristsburð. Þaðan mun það hafa borist til slavneskra þjóða. Norrænar þjóðir munu hafa lært orðið af Þjóðverjum. Um þetta orð segir Halldór Halldórsson: „Um uppruna orðs- ins keisaraskurður eða öllu held- ur upprunalegrar fyrirmyndar þess, sectio caesarea, er ýmislegt á huldu. Ýmsir hallast að því, að nafngiftin sé til komin á þann hátt, að komu Caesars í þennan heim hafi borið að með þeim hætti, að hann hafi verið tekinn með keisaraskurði. Heimildar- maður að því, að þessu hafi verið þann veg háttað, er rómverski rithöfundurinn Plinius. Plinius fæddist árið 23 e.Kr. og dó árið 79. Eftir hann liggur mikið ritverk, Naturalis historia, sem er 37 bækur alls. í þessu riti skýrir Plinius frá því, að Caesar hafi verið tekinn með keisaraskurði. Honum segist svo frá: Það er betra teikn, þegar menn eru fæddir af dauðri móður; þannig fæddist Scipio Africanus eldri og hinn fyrsti Caesaranna, sem ber nafn af því, að hann var skorinn úr móðurkviði, af sömu sökum draga Caesoarnir nafn. Á sama hátt fæddist Manilius, sem fór inn í Karþagó með her sinn. Þess ber vel að gæta, að þessi heimild er engan veginn örugg, með því að alllangur tími er milli þeirra Caesars og Pliniusar, því að Caesar fæddist 12. júlí árið 100 f.Kr. og dó 15. marz 44 f.Kr. Hins vegar ber einnig á það að líta, að talið er, að aðgerð þessi hafi verið framkvæmd á dauðum konum frá fornu fari.“ Menn telja sem sé, að Sesar (Caesar) hafi fengið nafn sitt af latneska orðinu caesus, sem merkir „skorinn". Þetta orð fær síðan merkinguna „keisari" í okkar munni, viðhaft um ein- hverja ofsalega fína karla! Upphaflega voru keisaraskurð- ir eingöngu framkvæmdir til að bjarga lifandi börnum úr dauðum mæðrum. Elsta frásögn um slíkt mun vera frá því árið 500 f.Kr. Hins vegar eru mjög lítil líkindi, að tekist hafi að bjarga lífi barn- anna, nema í fáum tilvikum, að því er segir í áðurnefndri grein Halldórs. Fyrsti keisaraskurðurinn, sem vitað er að hafi verið fram- kvæmdur á íslandi, var gerður 24. júní 1865. Það gerði Jón Hjaltalín, landlæknir, með að- stoð Gísla Hjálmarssonar og tveggja franskra lækna. Konan hét Margrét Arnljótsdóttir „dvergr að öllum skapnaði“, þannig að hún gat ekki fætt barn með eðlilegum hætti. Hún dó af afleiðingum aðgerðarinnar, en Það var farið að hægjast um á Fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins í gær, því þá voru þar aðeins tvær konur með börn sín. T.v. er Anna Kristín Ragnarsdóttir frá Dalvík með son sinn, sem fæddist 7. janúar. Hann var 3.805 g að þyngd og 50 cm að lengd við fæðingu. Faðir hans er Guðmundur Sigurðsson. T.h. er Ásdís Björk Ásmundsdóttir með son sinn, sem fæddist 6. janúar. Hann var 3.925 g að þyngd og 52 cm að lengd við fæðingu. Faðir hans er Oddur Ævar Guðmundsson. Fjölskyldan býr að Hrafnagili. Dagur býður þessa nýfæddu Eyfirðinga velkomna í heiminn og óskar þeim og fjölskyldum þeirra velfarnaðar. Mynd: KGA. minn dúr barnið dó misserisgamalt, en ekki verður skurðinum um það kennt. Hér er enn vitnað í grein Halldórs og hann vitnar þar í Vilmund Jónsson, landlækni. í grein Halldórs er einnig sagt frá næstu keisaraskurðum á ís- landi og enn hefur hann heimildir sínar frá Vilmundi. Þar kemur fram, að langt var í næsta keis- araskurð. 29. ágúst árið 1910 gerði Matthías Einarsson, læknir, fyrsta uppskurðinn sem tókst fyllilega, þannig að bæði móðir og barn lifðu. Hann var framkvæmdur á St. Jósefsspítala í Reykjavík. Móðirin hét Sigríð- ur Éiríksdóttir, en barnið sem fæddist var Júlíus Steingrímsson, síðar rafveitustjóri í Keflavík. Næsti uppskurður er fram- kvæmdur á Akureyri af Stein- grími Matthíassyni 2. júlí 1911. Hann var framkvæmdur á heimili móðurinnar, Laufeyjar Pálsdótt- ur. Laufey var þá gift Jóhannesi Þorsteinssyni og bjó í miðbæ Ak- ureyrar, í húsi sem gekk og geng- ur undir nafninu Hamborg. Lauf- ey var því oft nefnd „Laufey í Hamborg“ eða „frúin í Ham- borg“. Laufey lést fyrir um það bil 15 árum. Helga Halldórsdóttir var heim- ilisvinur hjá Laufeyju og hún sagði mér, að Laufey hefði sagt sér frá þessum sögufræga keisara- skurði. Hann gekk vel að öllu leyti, en þegar Steingrímur lækn- ir hafði náð barninu, sem reynd- ist drengur, lagði hann það frá sér um leið og hann sagði: - Liggðu nú þarna nafni minn. Það varð til þess að barnið var skfrt eftir lækninum. Þar var kominn Steingrímur J. Þorsteinsson, síð- ar prófessor við Háskóla íslands. Hann giftist inn í fjölskyldu Steingríms læknis. Steingrímur J. Þorsteinsson er látinn fyrir mörg- um árum. Laufey missti Jóhann- es mann sinn 1920, en síðar giftist hún Jóni E. Sigurðssyni, sem lengi rak smjörlíkis- og sælgætis- gerðina Akra á þeim stað sem rit- stjórn Dags stendur nú. Frá þessum fyrsta keisara- skurði á Akureyri var að sjálf- sögðu sagt í bæjarblöðunum og það er best að slá botninn í þessa grein með tilvitnun í frétt Gjall- arhornsins: Keisaraskurð gerði héraðs- læknir Steingr. Matthíasson á konu í barnsnauð um næstsíðustu helgi, og þrátt fyrir þó konan væri mjög aðfram komin, gekk „operationen" prýðilega; barnið náðist lifandi og dafnar vel, og nú virðist konan úr allri hættu. Þetta er í þriðja sinn, að keis- araskurður er gerður á íslandi, svo sögur fari af. I fyrsta skipti, er það var gert, dó bæði móðirin og barnið. Gjallarhorn 12. júlí 1911. Blaðinu Norðurlandi farast hins vegar orð á þessa leið: Keisaraskurður. Steingrímur Matthíasson læknir gerði keisara- skurð á konu hér í bænum fyrir nokkrum vikum. Bæði konunni og barninu hefur heilsazt ágæt- lega, og konan er nú úr allri hættu af völdum skurðarins. Keisaraskurður hefir ekki ver- ið gerður hér á landi nema þrem sinnum áður. Steingrímur mun vera með beztu skurðlæknum landsins. Norðurland 29. júlí 1911. - GS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.