Dagur - 10.01.1986, Page 10
raddsvið sem er hreint ótrúlegt.
Hljómsveitin kom fyrst saman
fyrir um það bil tveimur árum. Þá
var frægðin það langt undan að
ekki var einu sinni hugsað um
hana.
„Á þessum tíma þurftum við
ekki á athygli að halda, ekki held-
ur blaðaskrifum. Við vorum al-
gjörlega uppteknir við tónlistina.
Með því að bíða með hlutina
þróuðust þeir sjálfkrafa, þangað
til sá tími var kominn, að við ætt-
um að sýna hvað við gætum.“
„Stundum get ég farið upp á
svið og gjörsamlega gleymt sjálf-
um mér - ég veit ekki hvar ég er.
Ég legg það hart að sjálfum mér
að ég þjáist af súrefnisskorti."
Það er söngvarinn Red sem á
þessi orð, þó að hann virki oftast
nær sem miðja og aðalmaður
hljómsveitarinnar, fullyrða þeir
að þeir hafi náð gæðunum vegna
hins frábæra félagsanda sem ríki
í hljómsveitinni.
„Þaö eru litlar einingar innan
sveitarinnar, en ég held að styrk-
ur hennar sem heildar, hafi skap-
að efnið og gert það svo gott sem
það er.
10 - DAGUR - 10. janúar 1986
oppsíðarL.
Soulhljómsveitin Simply Red, frá
Manchester í Englandi var sú
hljómsveit sem var af mörgum
valin bjartasta vonin árið 1985.
Þetta er ákaflega ung sveit, en ris
hennar hefur verið ákaflega
hratt. Fyrsta smáskífa þeirra,
Money’sTo Tight To Mention,,
endurgerð á lagi þeirra Valentin-
es bræðra, vakti mikla athygli, og
gerði það gott á vinsældalistan-
um breska, komst hæst í 12.
sæti. Ekki svo slæmur árangur af
byrjendum. Líklegast kannast
ekki margir íslendingar við sveit-
ina, og er þar líklegast kynning-
arskorti um að kenna. Lítillega
verður bætt úr honum hér í Degi
í dag.
Allt í einu, út úr engu er hljóm-
sveitin orðin vinsæl, getur sýnt
árangur sinn á vinsældalistum án
þess að þurfa að skammast sín
fyrir neinum. Þeir eru orðnir
þekktir fyrir kröftugt og vandað
soul. Nokkuð sem hefur notið
vaxandi vinsælda í Bretaveldi nú
undanfarin misseri.
Söngvarinn Red, nefndur eftir
eldrauðu hári sínu, er helsta
sprauta hljómsveitarinnar, þekkt-
ur fyrir geysilegan kraft sinn, og
Ég var plötusnúður, hér áður
fyrr, þar gildir hart lögmál, annað
hvort slá þær í gegn eða ekki, fá
fólk til að dansa eða ekki. Ég
held að við höfum náð þeim
markmiðum, fundið púlsinn."
Tónlist Simply Red er án vafa
danstónlist byggð á soulgrunni.
Þeir viðurkenna fúslega að vera
undir áhrifum frá tónlist banda-
rískra blökkumanna.
„En það þýðir ekki að við séum
að kópíera hana, ég elska hins
vegar taktinn í henni og verð að
viðurkenna að ég er frekar
óánægður með flesta breska
tónlistarmenn sem fylgja þessari
línu.“
Simply Red hefur náð því tak-
marki að skrá nafn sitt á spjöld
poppsögunnar, að vísu aðeins
með litlum stöfum enn sem kom-
ið er. Smáskífurnar sem fylgdu á
eftir Money’s To Tight To Ment-
ion, Come To My Aid og Holding
Back The Years, náðu ekki mikl-
um vinsældum. Hins vegar vakti
fyrsta breiðskífa þeirra Picture
Book mikla athygli og naut tals-
verðra vinsælda. Því bendi ég
ykkur á nafnið Simply Red til að
fylgjast með í framtíðinni.
Umsjón:
Tómas
Gunnarsson
Dynheimar:
Topp 10
Fyrsti Dynheimalistinn á
þessu ári, þó að hann sé
reyndar valinn á síðasta ári.
Miklar breytingar hafa orðið
síðan hann var birtur síðast.
Helst ber að vekja athygli á
því að nú er helmingur af
lögum listans eða fimm, ís-
lensk og akureyrskt lag í
öðru sæti, en það hefur mér
vitanlega ekki gerst áður í
sögu listans. Whitney Houst-
on hefur náð toppsætinu, líkt
og hún hefur áður gert á svo
fjölmörgum vinsældalistum.
Við skulum bara bíða og sjá
hvað gerist á Rás 2.
1. Saving All My Love For You
Whitney Houston
2. Steini
Skriðjöklar
3. Hjálpum þeim
Hjálparsveitin
4. Broken Wings
Mr. Mister
5. Alive And Kicking
Simple Minds
6. Tangó
Grafík
7. Gaggó Vest
Gunnar Þórðarson
8. Fegurðardrottning
Ragnhildur Gísladóttir
9. Samurai
Michel Cretu
10. Say You Say Me
Lionel Richie
5:24119 24170
Mazda 929 sjálfskipt árg. ’83.
Verð 420.000.
VW Jetta GLS árg. ’80.
Verð 260.000.
Subaru 1800 station ’85. Sjsk.
Ekinn 13.000. Verð 650.000.
Subaru 1800 station ’84. Beinsk.
Ekinn 32.000. Verð 510.000.
Opel Record diesel árg. ’82.
Sjálfskiptur. Verð 400.000.
Benz Unimog árg. ’57.
Ekinn 10.000 frá upphafi.
Verð 260.000.
Einnig eigum við mikið úrval
af vélsleðum í öllum verðflokkum.
Opið frá kl. 9-19 daglega.
Laugardaga kl. 10-17.
Hringdu og
kynntu þér
auglýsingakjörin
(96)24222
wmm,
t IthreulihisUi dagblaðið fyrit norðun
^ð/ísnaþáttuL
Nú er upp komin deila meðal Norð-
lendinga, bæði lærðra og leikra,
hvort setja beri niður biskup að
Hólum í Hjaltadal. Eins og allir
vita, var þarna biskupsstóll til
forna. Þar sem deilan virðist
harðna svo horfir til vandræða,
leyfi ég mér að bera fram sáttatil-
lögu:
Pó að sæla blómabala
bregðist ei í sumartíð,
reynist fiestum fram til dala
fátt um glaum í vetrarhríð.
Pótt menn elski, eins og gengur
óskhyggjunnar mjúka hjal,
enginn biskup ári lengur
eirir nú í Hjaltadal.
Pví skal einhvern Drottins-dáta
dýrri skrýða biskupsflík
og Hólabiskup heita láta
hressan klerk í Reykjavík.
Næst koma vísur sem Ingólfur
Davíðsson grasafræðingur í Reykja-
vík sendi þættinum. Eins og sjá má,
voru þær kveðnar á flugi.
Arnarleið í sumarsól
sveif á fimbulgandi.
Vindum ofar hól af hól
í himinskýjalandi.
Hátt í lofti maður minn,
mörgu er frá að segja.
Kryddar lífsins kaleikinn
kurteis himinfreyja.
Halló Pór á þinni reið,
þú ert snöggur lagsi.
Fleiri nýta loftsins leið,
laglega skeiðar Faxi.
Og enn kveður Ingólfur:
Pú fórst fram úr vindinum loftsalaleið
úr landsuðri rétt fyrir jólin.
Á blávegum himnanna brautin ergreið,
nú brýst fram úr skýjunum sólin.
Ekki veit ég af hvaða tilefni næsta
vísa var gerð, eða hver orti, en sá er
sagði mér vísuna, hafði grun um að
hún væri eftir Einar Andrésson í
Bólu:
Ef þig vantar eyririnn
ekki er von þér líki,
ætlir þú með auðinn þinn
inn í himnaríki.
Jón Ásgeirsson á Þingeyrum heyrði
látnum manni hallmælt. Féll hon-
um ekki skrafið og skaut fram þess-
ari vísu:
Satt um manninn segja ber.
Sjálfs að efnum bjó hann.
Engum gerði hann illt af sér
eða gott, - svo dó hann.
Þegar aldur færðist yfir Jónas Jóns-
son frá Hriflu, kvað einhver þetta:
Jónas ætti að fá sér frí
framsóknar á göngu.
Kvöldúlfur er kominn í
karlinn fyrir löngu.
Maður nokkur átti stygglynda konu.
Þorsteinn Magnússon í Gilhaga kvað
þessa vísu í orðastað hans:
Kalt er ástarþelið þitt,
þó ei framar vonum.
Pað er illt að eiga sitt
undir haustveðronum.
Kári Sólmundarson kastaði þessari
vísu að Gísla Ólafssyni frá Eiríks-
stöðum:
Gísli að öllum hættum hló,
hrósið svanna fær hann.
Ut á lífsins unaðssjó
alla daga rær hann.
Gísli svaraði að bragði:
Hefur Kári á konum lag,
- kærleiksþráin brennir, -
bæði nótt og nýtan dag
nautnafæri rennir.
Hér birtast vísur eftir Magnús Snæ-
bjarnarson á Syðri-Grund. Eru þær
nýjar af nálinni og sýna að hvorki
Jón
Bjarnason
frá Garðsvík
skrifar
vinnur aldur á glettni hans né hag-
mælsku:
I ástum var ég ekki spar
er opnir stóðu vegir.
Ennþá kyssi ég konurnar
hvað sem bóndinn segir.
Nýlega átti Magnús erindi á
ónefndan bæ og reyndist húsbónd-
inn ekki heima. Virtist gestinum frú-
in óvenju beygð og súr á svip. Að-
spurð kvað hún það valda ama
sínum, að bóndinn væri alltaf
þreyttur og félli í svefn um leið og
hann legði höfuðið á koddann.
Þetta varð tilefni vísu:
Frúin var á svipinn súr.
Synjað öllum ráðum,
því nú var hann kominn niður úr
níutíu gráðum.