Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 10.01.1986, Blaðsíða 11
10. janúar 1986 - DAGUR - 11 Sigurgeir ísaksson. MikiU hugur að fara út ífiskeldið Sigurgeir ísaksson Byrgi Kelduhverfi á línunni - Landssíminn. - Góðan daginn, ætlarðu að ná fyrír mig í Sigurgeir ísaksson í Byrgi, Kelduhverfi. - Halló. - Er það Sigurgeir? - Jú, það er hann. - Sæll vertu, þetta er á Degi, hvað segið þið gott í Keldu- hverfinu? - Allt gott held ég megi segja. - Gott veður og ágætis færð? - Já, það hefur verið mjög gott færi hér í vetur. Það er búið að vera snjólétt hér í vetur, sér- staklega inn til sveita. Það er frekar að einhver snjór hafi ver- ið úti við ströndina, hjá Kópa- skeri og þar út frá. Frá áramót- um hefur verið mikið góðviðri. - Getið þið eitthvað farið á skíði? - Ekki er það nú mikið, enda skíðaáhugi ekki almennur. Þó er dálítið um að menn fari á gönguskíði. Það er svona einn og einn, skulum við segja. - Pið hafið haft það gott um jól og áramót? - Mjög gott. Ég held menn hafi almennt notið þess að vera heima og lesa góðar bækur og fylgjast með fjölmiðlum. Ung- mennafélagið Leifur heppni hélt jólafagnað í Skúlagarði og var hann vel sóttur, enda veður gott. - Hvernig er félagslífið / Kelduhverfinu? - Það hefur ekki verið mikið um að vera í vetur, þó alltaf eitt- hvað. Við spilum bridds einu sinni í viku og það er nokkuð góð þátttaka á þeim spilakvöld- um. Það er spilað í Skúlagarði. - Spilar þú? - Já, ég spila. Hef gaman af því. - Er ekki langt fyrir marga að fara? - Það er misjafnt, jú, sumir þurfa að fara um 12-15 kíló- metra leið. En menn víla það ekki fyrir sér. - Keppið þið eitthvað? - Nei, ekki er hægt að segja það. Þetta er mest hér innan- sveitar. - Sitja menn lengi yfir spilum? - Svona fram að miðnætti yfirleitt. - Er starfandi leikfélag hjá ykkur? - Það er leiknefnd starfandi á vegum ungmennafélagsins, en það er ekki fyrirhugað að setja upp sýningu í vetur. Það eru svo fáir virkir félagar og mikið að gera hjá mörgum. Síðast lékum við Hart í bak, jú ég var rneð. Lék mann er Finnbjörn heitir og er hinn mesti skúrkur. - Ef við vfkjum að öðru, þið eruð að spá dálítið í fiskeldið? - Já, þessa dagana er verið að gera könnun á hlutafjárfram- boðum heimamanna til reksturs laxeldisstöðvar í Skógarlóni í Öxarfirði. Fyrirhugað er að gera tilraun með laxeldi á komandi sumri. Það eru þrjú sveitarfélög við Öxarfjörð sem hafa for- göngu um þessa hlutafjársöfnun. Það er mikill hugur í fólki hér á slóðum að fara út í fiskeldi. - Pað eru þegar fyrir hendi nokkrar fiskeldisstöðvar í Kelduhverfi. - Já, það er ísno, sem starfað hefur um nokkurt skeið og gengið vel. Svo er það Árlax, en þar er verið að vinna að stækkun nú í vetur. - Eru aðstæður góðar til að vera með fiskirækt á þessum slóðum? - Það bendir allt til þess, t.d. í Skógarlóni þá má ná þar volgu vatni svo og sjó og sandlögum án kostnaðarsamra fram- kvæmda. Við bindum vonir við að þetta gangi vel og á þeim forsendum er farið út í þetta. - Hvernig er með loðdýrabú- skap í sveitinni? - Hér eru tvö loðdýrabú, í Ási og á Lyngási. Það þriðja er að fara í gang og það er í Garði. Á öllum þessum stöðum er búið með refi. - Pað er þá hefðbundinn bú- skapur að öðru leyti hjá ykkur? - Flestir bændur eru með kindur, hér eru einungis tvö kúabú. - Pið hafið verið að glíma við riðuveikina? - Það er erfitt mál við að eiga. Við erum að leita leiða til úrbóta og á laugardaginn verður haldinn hér almennur hrepps- fundur um málið. - Ferðamannastraumur er nokkur um sveitina og það hefur eitthvað veríð byggt upp í sam- bandi við hann. - Verslunin hér var stækkuð töluvert og á vegum Náttúru- verndarráðs var tekið í notkun snyrtihús við þjónustumiðstöð- ina á síðastliðnu sumri. Tjald- gestir fá í kjölfarið betri þjón- ustu. Hins vegar var óvenju lítið af ferðamönnum hér um slóðir síðasta sumar, nema þá að út- lendingar komu eftir sem áður. Við vonum að komandi sumar verði gott. Við spáum góðu sumri. Það spá allir góðu sumri eftir slæmt sumar eins og í fyrra. - Ég held við spáum bara líka góðu sumri hér á Akureyri og biðjum að heilsa íKelduhverfið. Pakka þérspjallið og vertu sæll. - Sömuleiðis, vertu blessuð. -mþþ. ^VersIun til sölu Höfum til sölu fyrir einn af viðskiptavinum okk- ar verslun í Hafnarstræti sem verslar með fatnað, skartgripi, náttúrulegar snyrtivörur, gjafavörur og fl. Leigusamningur fylgir. Upplýsingar veittar á skrifstofu okkar. r3 REKSTRARRAÐGJOF 1 I FELL hf. Kaupvangsstræti 4 - Akureyri - slmi 25455 Reikningshald Góð laun eru í boði fyrir ungan áhugasaman bókhaldara með verslunarmenntun og starfs- reynslu. Vinnutími er sveigjanlegur 50-70% af fullu starfi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem allra fyrst. > Afgreiðslustarf Sérverslun í Miðbænum leitar að röskum starfsmanni sem fyrst til afgreiðslu- og útréttingastarfa. ^ Skrifstoíustarf Við leitum einnig að skrifstofumanni til almennra skrifstofustarfa fyrir opinbera stofnun. Um Vi dags starf er að ræða. Sveigjanleiki er á vinnutíma. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu okkar. r «« Oskum eftir að ráða mann til starfa að markaðsmálum nú þegar. Þessi aðili þarf að hafa mjög gott vald á ensku og a.m.k. einu skandinavísku máli, ásamt verslunar- eða viðskipta- menntun. Upplýsingar veitir Sigurður Arnórsson. Plasteinangrun hf. Sími 222VQ Akureyri. Okkur vantar vana rafvirkjasveina Horfturijós rSSSt' Stýrimann og 2. vélstjóra vana netaveiðum vantar á MS Eyborgu EA 59 frá Hrísey. Upplýsingar gefur Birgir, vinnusími 96-61712 og heimasími 96-61748. Borg hf. Hrísey.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.