Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 3
Ahrif mengunar frá álveri á Dysnesi í Arnarneshreppi 24. janúar 1986 - DAGUR - 3 „Nú hafa menn að- stöðu til að segja hvort þeir vilja álver eða ekki“ - segir Sigurður Guðmundsson fyrrverandi formaður Staðarvalsnefndar Rannsóknastofnun landbún- aðarins hefur lokið við rann- sókn sína og skilað skýrslu um hvaða áhrif mengun frá hugs- anlegri 130 tonna álverksmiðju á Dysnesi í Arnarneshreppi hefði á gróður og búfénað. Rannsókn þessi var unnin í kjölfar dreifingarspárinnar sem gerð hafði verið og gengið út frá þeim forsendum að öllu leyti er sú spá gaf til kynna. Skipta má hugsanlegu meng- unarsvæði í tvennt. Sá hluti þess sem gerir ráð fyrir 0,4 míkró- grömmum flúors í rúmmetra lofts markast af Dagverðareyri að sunnan, nyrðri mörk eru skammt norðan Hjalteyrar og svæðið nær um 3 km í austur og vestur. „Á þessu svæði má gera ráð fyrir að fram komi einkenni flúoreitrunar á næmustu teg- undum gróðurs," sagði Sigurður Guðmundsson, en hann stýrði Staðarvalsnefnd sem iðnaðarráð- herra lagði niður um áramótin. Sigurður hefur undir höndum skýrslu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins. „Einnig getur í næsta nágrenni verksmiðju af því tagi sem dreifingarspáin gerir ráð fyrir orðið gróðurfarsbreyting vegna breyttra samkeppnisskil- yrða einstakra tegunda og einnig eru líkur á að flúorsöfnun í gróðri geti að einhverju leyti orð- ið skaðleg búfénaði. Það kom hins vegar mjög á óvart við þessa rannsókn að plöntur sem verða fyrir miklum skaða af völdum flúors virðast jafna sig fljótt og flúormagnið í þeim minnkar. Þetta segir okkur það að skaðinn af hugsanlegum slysum eða sérstökum aðstæðum sem upp kynnu að koma og sköp- uðu mikla mengun í stuttan tíma yrði ekki eins mikill og talið hef- ur verið. Þetta segir okkur einnig að allt er þetta miklu flóknara en menn héldu eins og tilveran er reyndar öll.“ Ytri hluti hugsanlegs mengun- arsvæðis gerir ráð fyrir 0,2 míkró- grömmum flúors í rúmmetra lofts og þetta svæði er um 10 km norð- ur og suður og um 5 km austur og vestur. Um hugsanlega mengun á þessu svæði sagði Sigurður: „Það er talið óvíst hvort áhrifa flúormengunar myndi gæta á þessu svæði og ég túlka þetta þannig að hugsanleg mengun myndi ekki hafa merkjanleg áhrif á gróður og búfénað." Niðurstöðurnar eru því þær að innan 0,4 míkrógramma línunnar megi gera ráð fyrir flúoreitrun. Á milli 0,4 og 0,2 míkrógramma línanna sé ekki hætta á skaða af völdum mengunar og fyrir utan 0,2 míkrógramma línuna er hættulaust svæði. „Ég vona að menn séu eftir lestur þessarar skýrslu betur í stakk búnir til að ræða málið. Það var ansi mikið um fordóma og þekkingarleysi og menn voru tilbúnir að mynda sér skoðun án þess að hafa nokkuð í höndun- um. Ég tel að með tilkomu þess- arar skýrslu hafi menn aðstöðu til að segja hvort þeir vilja fá þetta álver eða ekki.“ sagði Sigurður. Laaer útsala ^ Allt að ] 60% afsláttur af leikföngum í kjallara. Opnum föstudag 24. jan. kl. 13.00. Verslið meðan urvalið er mest. Nýjar vörur, góðar vörur. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI 96*24423 AKUREYRI ÆU/1/IENIA þvottavélin er vél framtíðarinnar Hún er minnsta og spar- neytnasta þvottavél í heimi. Tekur 2,5 kg af þurrum þvotti og er aðeins 65 mín. að þvo suðuþvott með for- þvotti. Stiglaus hitastilling að 95°C. Létt og meðfæri- leg í flutningum því hún vegur aðeins 36 kg. Verð 19.800 staðgreidd. *cíb g ' m Mm et-M -------00 Gjöríð svo vel að líta inn og fá upplýsingar. Á AKUREYRI INNRITUN Almenn námskeið Myndlistaskólans á Akureyri 3. febrúar til 14. maí Teiknun og málun fyrir börn og unglinga 1. fl. 5 og 6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6 og 7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-10 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-12 ára. Einu sinni í viku. 5. fl. 13-15 ára. Einu sinni í viku. Teiknun og málun fyrir fullorðna Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið I. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið II. Tvisvar í viku. Myndlistardeild I. Tvisvar í viku. Myndlistardeild II. Tvisvar í viku. Skrift og leturgerð Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. Modelteiknun Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. Byggingarlist Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. A uglýsingagerð Byrjendanámskeið. Tvisvar í viku. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958 virka daga kl. 13.00-18.00. Skólastjóri. m EIGNAMIÐSTÖÐIN Skipagötu 14, 3. hæö (Alþýðuhúsinu). Síminn er 24606 Bújörð Góð bújörö a Eyjafjarðarsvæðinu. Oll ný uppbyggð. Selst með allri áhöfn. Skipti á eign á Akureyri möguleg. Nánari uoplýsingar á skrifstofunni Sölustjori: Björn Kristjánsson. Heimasimi 21776 Lögmaður: Olafur Birgir Arnason

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.