Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 11
Jón Heiðar Guðmundsson. Miklu mirma stress hér en fyiir sunnan Jón Heiðar Guðmundsson markaðsfulltrúi hjá Iðnaðardeild Sambandsins á línunni - Iðnaðardeild Sambandsins. - Góðan daginn, er Jón Heiðar við? - Augnablik. - Halló, Jón Heiðar? - Sá er maðurinn. - Sæll og blessaður. Bragi Bergmann hérna megin. - Já, blessaður. - Þú ert nýfluttur hingað frá Reykjavík. Hvers vegna taka menn sig upp og flytja búferlum í annan landsfjórðung, burt frá ættingjum og vinum? - Pað eru nú eflaust ýmsar ástæður fyrir því. Mér bauðst góð vinna hérna og eftir að ég og konan höfðunr vegið og metið, þá ákváðum við að slá til. Þess má geta til gamans að margir vinir og kunningjar litu mig hornauga þegar ég sagði þeim að ég væri á leið norður - álitu mig jafnvel skrýtinn! - Hvernig líst þér svo á staðinn? - Ég kom kannski ekki á besta árstímanum, en ég kann vel við mig hérna. Það hljóta náttúrlega alltaf að vera við- brigði að flytjast frá stað þar sem flestir vinir og skyldmenni eru og setjast að þar sem maður þekkir fáa. Annars ber ég vissar taugar til Akureyrar. Móðir mín er héðan og hér er ég fæddur. Ég fæddist í húsi við Oddeyrar- götuna fyrir allnokkrum ár- um. Hér var ég svo skírður eins og gerist og gengur en flutt- ist síðan suður eins árs gamall. - Finnst þér mikill munur á því að búa á Akureyri eða í Reykjavík? - Nei, þetta er nú ekki eins og að flytjast til Kína! Ég var samt búinn að heyra ýmislegt skondið um staðinn áður en ég kom. Mér var sagt að Akureyr- ingar væru ákaflega lokaðir og því væri erfitt að kynnast þeim, að hér þekktu allir alla og þess vegna væri erfitt að gera nokk- urn skapaðan hlut án þess að all- ir vissu. Pá var mér ráðlagt að skipta strax yfir á Akureyrar- númer á bílnum mínum svo ég yrði ekki fyrir óþægindum í um- ferðinni! Hins vegar hef ég ekki kynnst þessari hlið Akureyringa frá því ég kom og ef þetta hefur einhvern tímann verið svona, þá hlýtur það að hafa verið hér á árum áður. Annars er það e.t.v. tvennt sem er frábrugðið Reykjavík, fyrir utan meiri veðurstillur og k í staðinn fyrir g. í fyrsta lagi er miklu minna stress hérna og svo finnst mér áberandi hvað allir bílar virðast vera snyrtilegir, vel þvegnir o.s.frv. Petta á ef til vill rætur sínar að rekja til þurrara veður- fars en svo er líka hugsanlegt að menn fyrir norðan séu almennt svona snyrtilegir. - Þú starfar sem markaðsfull- trúi hjá Iðnaðardeild Sambands- ins. I hverju er það starffólgið? - Þetta er sölumennska alveg frá upphafi til enda. Við erum 5 markaðsfulltrúarnir hjá ullar- iðnaði sem skiptum með okkur verkum. Annars vegar hvað varðar framleiðsluvörurnar og hins vegar hvað varðar mark- aðssvæðin. Pannig er einn með á sinni könnu til dæmis teppi og ullarfatnað á íslandi, á meðan að annar hefur með ullarfatnað í Evrópu að gera. Hver um sig ber svo ábyrgð á eigin svæði. Við reynum .að halda góðum samskiptum við viðskiptavini jafnframt því að hitta á seljan- legar vörutegundir. Einnig leit- um við nýrra markaða og þannig mætti lengi telja. - Fylgja starfinu þá mikil ferðalög, eða sinnir þú starfinu mest ígegn um síma? - Það segir sig sjálft að þegar maður þarf að halda góðum samskiptum við aðila erlendis hefur það í för með sér einhvern þeyting. Maður þarf að heim- sækja þá nokkuð reglulega, ann- ars vegar til að sýna þeim nýjar vörutegundir og hins vegar til að fylgjast með því sem er að ger- ast á markaðinum. Á þessu sviði er stöðugt, gagnkvæmt upplýs- ingastreymi (eins og það heitir á fínu máli) mjög nauðsynlegt. - Líkar þér vel við sölu- mannsstarfið? - Það má segja að ég hafi persónulegan áhuga á sölu- mennsku almennt. Frá því ég lauk námi hef ég nær eingöngu unnið störf sem tengjast sölu- mennsku á einn eða annan hátt. Ég get því ekki sagt annað en að ég kunni vel við mig sem nrark- aðsfulltrúi. - Að lokum, Jón Heiðar. Hvernig er starfsandinn hjá ykkur? - Mér finnst starfsandinn hérna mjög góður. Hér starfar mikill fjöldi starfsmanna og það gefur auga leið að ég hef ekki náð að kynnast nema litlum hluta þess hóps frá því ég kom í haust. En inér líkar vel við þá sem ég hef kynnst enn sem kom- ið er og andinn er góður. - Þá ætla ég ekki að halda þér lengur á línunni. Ég kveð þig að sinni og þakka fyrir spjallið og óska þér góðs gengis í sölu- mennskunni. - Þakka þér sömuleiðis og sæll sjálfur. BB. ÆÁ 24. janúar 1986 - DAGUR - 11 Fjölskyldunámskeið einkum miðaö við aðstandendur alkoholista verður haldið á Akureyri 7.-9. febrúar (föstudag kl. 20.30- 23.00, laugardag og sunnudag kl. 9.00-18.00). Þátt- taka tilkynnist starfsmanni S.A.Á. á Akureyri í síma 25880. Fjölskyldunámskeiðið Akureyri. LYFTARAR Eigum til afgreiðslu nú þegar mikið úrval notaðra rafmagns- og diesellyftara, ennfremur snúninga- og hliðarfærslur. Tökum lyftara upp í uppgerðan, leigjum lyftara, flytjum lyft- ara. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Líttu inn - við gerum þér tilboð. Tökum lyftara í umboðssölu. LYFTARASALAN HF. Vitastíg 3, símar 26455 og 12452. Aðstoð við framtöl Skrifstofa Iðju mun aðstoða Iðjufélaga við fram- töl frá og með 28. janúar 1986. Nauðsynlegt er að hafa sem skýrastar upplýsingar um launatekjur og annað sem til þarf. Hafið samband við skrifstofu Iðju, Skipagötu 14, sem allra fyrst og pantið tíma í síma 23621. Stjórn Iðju. Bókhald - Hálft starf Við auglýsum eftir starfsmanni til að annast bókhald og tölvuskráningu fyrir iðnfyrirtæki. Góð reynsla í bókhaldi nauðsynleg. Skriflegar umsóknir sendist undirrituðum fyrir 31. þ.m. Með allar umsóknir verður farið sem trúnaðarmál og öllum verður svarað. EndurskoÓunar- mióstöóin hf. N.Manscher Gránufélagsgötu 4, 600 AKUREYRI simi: 96-25609 Súlnaberg-Caféteria Þorramatur Senn líður að þorra Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar í sérflokki hvað verkun og gæði snertir. Hver skammtur inniheldur: Hangikjöt, heitan uppstúf ★ Nýtt kjöt, heitar kartöflur ★ Saltkjöt, heita rófustöppu ★ Súra sviðasultu ★ Súran hval ★ Súr eistu ★ Súrt pressað kjöt (lundabaggi) ★ Hákarl ★ Harðfisk ★ Flatbrauð ★ Laufabrauð ★ Smjör. Verð kr. 595.- Veitum afslátt fyrir hópa. Pantið tímanlega. Opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. HOTEL KEA AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.