Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 24. janúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÓRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVÍK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Á að fresta starfs- lokwn ddraðra? leiðari. Atvinnumál aldraðs fólks í þjónustu Akureyrarbæjar og stofnana bæjarins voru til umræðu í bæjarstjórn í vikunni. Lá fyrir fundinum tiUaga, sem samþykkt hafði verið í bæjarráði, en þar segir: „Heimilt er að endurráða mann, sem náð hefur 70 ára aldri og lætur af föstu starfi hjá Akureyr- arbæ eða stofnunum hans, í annað starf á tímavinnu- kaupi, allt að hálfu starfi.“ í þessari samþykkt segir ennfremur að ákvörðun um ráðningu samkvæmt þess- ari grein skuli tekin af bæjarstjóra að fenginni um- sögn yfirmanns viðkomandi stofnunar og umsögnum þeirra sérfræðinga, sem tal- ið er rétt að leita til hverju sinni. Hafa skal náið sam- starf við starfsmanninn um meðferð málsins. Þá er einnig ákvæði um það að menn verði að hætta störf- um alfarið í fyrsta mánuði eftir að þeir ná 74 ára aldri. Margir hafa talið það nokkuð harkalegt gagnvart gömlum starfsmönnum sem eru við góða heilsu, að þeir verði að hætta störfum á fyrirfram ákveðnum tíma- mörkum. Margir þekkja dæmi þess að um leið og aldrað fólk hættir störfum missir það áhugann á lífinu og hreinlega getur veslast upp. Að vonum þykir mönnum það hart gagnvart þeirri vinnusömu kynslóð sem nú er að setjast í helg- an stein. Menn eiga að fá að vinna meðan þeir hafa sjálfir af því gagn og gam- an — meðan þeir eru sjálfum sér og öðrum til gagns. Á hinn bóginn hefur verið á það bent, að óheppilegt sé að vekja falskar vonir. Betra sé fyrir aldrað fólk að vita það nákvæmlega hve- nær starfsævinni verður að ljúka. Að öðrum kosti geti það ekki tekist á við þessi tímamót og undirbúið þau með viðunandi hætti. Og þarna er e.t.v. komið að kjarna málsins. Fólk er ekki nægilega vel undir það búið að takast á við þau um- skipti þegar starfsævinni lýkur. Nú hefur það tíðkast á Akureyri að bæjarstarfs- menn hafa fengið að vinna eftir sjötugt. Að því leyti er þessi heimild, sem enn hef- ur reyndar ekki hlotið endanlega afgreiðslu, að- eins staðfesting á því sem tíðkast hefur í sumum til- vikum. En samþykkt slíks heimildarákavæðis getur vakið falskar vonir og leitt til þess að aldrað fólk frest- ar því og lætur jafnvel ógert að undirbúa sig undir það óhjákvæmilega — að hætta að vinna. 5:24119/24170 Subaru 1800 station árg. ’82 hvitur. V. 380.000. Mazda 323 sjálfskipt árg. '81. V. 250.000. VW Ipfta árg. ’80. V. 260.000. Mazda 626 2000 Sedan árg. ’84 hvítur. V. 490.000. Erum með mikið af nýjum og notuðum bílum í hlýjum og rúmgóðum sýningarsal. Einnig eigum við mikið úrval af vélsleðum í öllum verðflokkum. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 10-17. Oft eru mörkin á milli þess aö stela og stæla annarra manna hugmyndir afar ógreinileg. T.d. er enginn sem minnist á stuldi í tískuheiminum þó allir reyni aö stæla hver annan sem best þeir mega. Enda er það varla sjálf hugmyndin sem er einhvers virði, heldur hvernig henni er komið til neytandans. Öðru máli gegnir um listina, því þar er það hugmyndin sem gefur henni gildi og menn viðkvæmir fyrir of skyldum stælingum. Þó eru til dæmi um það að lista- menn hafa beinlínis stolið hug- myndum, t.d. ungi íslenski myndlistarmaðurinn sem hélt sýningu fyrir sunnan fyrir nokkrum árum. Reyndust myndverkin vera beinar eftir- líkingar á verkum listamanns fyrir austan járntjaldið. Enda var ungi maðurinn búsettur í Ameríku og lá sjálfsagt á að gerast frægur og ríkur. Þar helg- ar tilgangurinn meðalið og lítið samband á milli frægðar og getu. Á seinni helmingi áttundu ald- ar ríkti Offa konungur yfir Englandi. Við vitum næsta lítið um hann en þó það að hægt er að halda því fram að hann hafi staðið jafnfætis Karlamagnúsi keisara. Líklegt er talið að Offa standi á bak við iengsta varnar- dýki sem þekkt er á Bretlandi. Var dýkið 180 km langt og var staðsett við landamæri Eng- lands (Mercia) og Wales. Á áttundu öldinni létu vel-> flestir konungar á Bretlandi slá sína eigin mynt og þekkjum við marga þeirra aðeins af myntinni þeirra. Myntsláttumenn Offa voru meðal þeirra færustu sem gerst hafa í Englandi og mörk- uðu stefnuna í myntsláttu næstu fimm aldirnar. Frægastur pen- inga Offa er gullmynt ein. Hún er slegin með nafni Offa á eina hliðina (Offa rex) og einhverju skrauti í hina. Nú var það svo að myntsláttumaðurinn hefur notað arabíska mynt til eftir- breytni, sem þá var lenska, en ekki gætt nógu vel að sér. Offa var kristinn konungur, en um- hverfis nafn hans á myntinni (sem myntsláttumaðurinn hélt að væri skraut) má lesa textann, „Pað er enginn annar guð en Allah, og boðberi hans er Mo- hamrned." Einnig er ártal á peningnum, 157, sem var einnig arabískt og er hið sama og 774 samkvæmt okkar tímatali. Til eru mýmörg dæmi á Norðurlöndum um myntir sem eru yfirleitt lélegar stælingar á suðrænum myntum. Uppruna- legt letur er afmyndað, en oft hægt að sjá hvers kyns það var, t.d. grískt letur o.s.frv. Á þessum tímum kippti sér enginn upp við að hlutir væru stældir, enda voru listamenn í nútíma skilningi ekki til. Þá voru menn handverksmenn og gerðu ekkert tilkall á að eiga Vamardýki Offa. einhverja hugmynd. En tímarn- ir hafa breyst, listin orðin til list- arinnar vegna, afgerandi munur á handverksmanni og lista- manni, (þó það geti vel farið saman). Stælingar og stuldir halda þó enn áfram þó að for- sendur hafi breyst og tilgangur- inn annar í dag. Bjarni Einarsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.