Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 7

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 7
Það er ekki vanþörf á að laga þennan ögn til. Anna Lísa að störfum. Rakarastojwabb Þeir eru að tala um að rífa Hafnar- stræti 105. Þar hefur verið rakara- stofa frá upphafsárum aldarinnar. Þar hafa klippt og rakað Jón, Gísli, Biggi, Valdi, Halli, Haddi, svo ein- hverjir séu nefndir, og auðvitað hafa þeir allir viðurnefnið „rakarar". Undanfarin tíu ár hefur Ingvi Flosa- son verið einn á „tröppurakarastof- unni“, eins og rakarastofan var köll- uð í mínu ungdæmi. En nú er Ingvi ekki lengur einn, því annar „rakari" hefur bæst við. Hann heitir Anna Lísa Guðsteins- dóttir. Sennilega er Anna Ltsa fyrsti kvenhárskerinn, sem klippir í þessu húsi, og sennilega líka sá síðasti. Anna Lísa er frá Reykjavík, lærði á rakarastofunni í Eimskipafélagshús- inu. En hvers vegna kom hún norður? - Ég bjó hérna einu sinni í tvö ár og síðan hefur mig alltaf langað til að koma hingað aftur, sagði Anna Lísa í stuttu spjalli. Hún býður upp á permanent, strýpur og með tímanum ætlar hún einnig að vera með litanir. Anna Lísa og Ingvi starfa sjálfstætt, en reka stofuna í sameiningu. Ég spurði Önnu Lísu um „línuna“ í hár- tískunni. - Hún er mjög frjálsleg. Unga fólkið er dálítið í því að hafa þetta dálítið fríkað, stutt og sítt á víxl. Það er mikið um brodda og þess háttar. Ungir menn eru orðnir mjög kjark- aðir í hárklippingu og þeir fylgjast mjög vel með, sagði Anna Lísa. Þeir sem hafa áhuga á að komast í klipp- ingu hjá Önnu Lísu geta pantað hjá henni tíma, en menn og konur geta einnig bara „droppað" inn af göt- unni. Og þann háttinn hefur Ingvi á hlutunum, enda á hann stóran hóp fastra viðskiptavina. Það er því ljóst að rakarastofan í Hafnarstræti 105 starfar áfram, þó húsið verði ef til vill rifið. En Ingvi hefur hug á að vera áfram í Miðbænum. Það kom fram í spjalli við Ingva og Magnús Bjarnason, sem var í stóln- um hjá Ingva, að fjölbreytt starfsemi hefur verið í kjallara hússins. Hér á árum áður var þar „Litli-barinn“ og einhverju sinni var Eggert Einarsson þar með ölstofu. Eggert var oft nefndur „Eggert Lemmon“, sem dregið var af gosdrykkjaverksmiðju sem hann rak við Strandgötu. Hann bruggaði einnig öl og á ölstofunni seldi hann slíkan mjöð. Sagði Magnús að menn hefðu orðið vel hífaðir af tveimur flöskum. En þessi dýrð stóð ekki nema í einn vetur, því þá komst lögreglan í málið. Alvöruöl var nefnilega ólöglegt að selja þá, rétt eins og nú. - GS Magnús Bjarnason í stólnum hjá Ingva Flosasyni. SPENNUM BELTIN sjálfra okkar vegna! Leikfétag Akureyrar eftir Halldór Laxness. Leikstjórn og búningar: Haukur J. Gunnarsson. Leikmynd: Örn Ingi. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljómsveitarstjórn og útsetningar: Edward Frederiksen. Höfundur lags viö barnagælu: Jón Nordal. Leikarar: Árni Tryggvason, Barði Guðmundsson, Björg Baldvinsdóttir, Ellert A. Ingimundarson, Erla B. Skúladóttir, Haraldur Hoe Haraldsson, Kristján E. Hjartarson, Marinó Þorsteinsson, Pétur Eggerz, Sigríður Pétursdóttir, Sunna Borg, Theodór Júlíusson, Vilborg Halldórsdóttir, Þórey Aðalsteinsdóttir, Þráinn Karlsson. Föstudag 24. jan. kl. 20.30. Frumsýning uppselt Laugardag 25. jan. kl. 20.30. 2. sýning. Jóíaœvintýri Sunnudag 26. jan. kl. 16.00. Uppselt. Miðasala opin í Samkomuhúsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími í miðasölu: (96) 24073. mmm 24. janúar 1986 - DAGUR - 7 Tilboðsverð Dömukjólar kr. 990.- Blússur kr. 250.- Peysur kr. 300.- Leikfimibolir kr. 150.- Kkfrrarslun Sigwbar (lubnniiuKoitarhj. HAFNARSTRÆTI 96 SÍMI96-24423 AKUREYRI rBORGARBIO'i Föstud. kl. 9.00. A view to a kill James Bond - 007 Föstud. kl. 11.15. Uppgjörið Bönnuö yngri en 14 ára Sunnud. kl. 3.00 Bátarallýið Sænsk gamanmynd Mánud. 27. janúar kl. 4.00 Fyrir eldri borgara Bátarallýið Sænsk gamanmynd »—-■ SAMVINNU TRYGGINGAR Samvinnutryggingar g.t. Akureyri óska eftir tilboðum í eftirtaldar bifreiðar, sekmmdar eftir umferðaróhöpp. 1. Toyota Corolla ..... árg. 1982 2. Suzuki 800 ......... árg. 1981 3. GalantGL 1600 ...... árg. 1980 4. Volvo 244 DL ....... árg. 1978 5. Mazda 323 .......... árg. 1978 6. Mazdast. 818 ....... árg. 1974 Bifreiðarnar verða til sýnis þriðjud. 28. jan. 1986 kl. 13-15 í nyrstu skemmu SfS verksmiðjanna við Glerá Akureyri. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. fyrir kl. 17 fimmtud. 30. jan. 1986. Föstudag - laugardag Opnað kl. 18.00. Helgar matseðill í Mánasal Grillsteiktur vatnasilungur með hvítvínssoðnum vínberjum. Kjötréttir: Innbakaðar lambalundir í smjördeigi Rósapiparkrydduð aliönd með trönuberjasósu. Eftirréttir: Ananas toppur með kiwi. Blandaðir ostar. Kaffi og konfektkökur. Grímur Sigurðsson og Kristján Guðmundsson leika fyrir kvöldverðargesti. Leikhúsgestir (kvöldverðargestir) ath. hölduin borðum frá þangað til sýningu lýkur. Sjaliúttt Súpur: Koniaksbætt sjávarréttasúpa með safran. Forréttir: Bakaðir sniglar í hvítlaukssmjöri. Rækjukæfa með ristuðum brauðkænum. Fiskréttir: Smjörsteiktir humarhalar með rjómakryddsósu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.