Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 24.01.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 24. janúar 1986 Þorrablót Félag aldraðra heldur þorrablót 15. febrúar í húsi sínu og hefst það kl. 7 e.h. Þar verður þorramatur, skemmtiatriði og dans. Helga Frímannsdóttir tekur á móti pöntunum. Aðgangsmiðar kosta 700,- og þarf að vitja þeirra í síðasta lagi 12. febrúar. Stjórnin. Það kemst tilskilaíDeai Áskritt og auglýsingar í? (%) 24222^^ Áætlunarf erðir til Grímseyjar eru þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga kl. 12.30 alla daga. Vörumóttaka alla virka daga frá kl. 8-17 í vöruafgreiðslu Flugleiða Akureyrarvelli, sími 22004 og 21824. fluqfélaq noróurlands hf <\t> Akureyringar - Bæjargestir Verið velkomin á Höfðaberg, nýjasta veitingastað bæjarins. Opið alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð. Nýr og glæsilegur matseðill. ATH.: Leikhúsgestir á frumsýningu Leikfélags Akureyrar á Silfurtúnglinu. Við framreiðum kvöldverð frá kl. 18.00 föstudagskvöldið 24. janúar 1986. Leikhúsmatseðill: Sjávarréttacocktail. Heilsteikt lambalæri í portvíni og einiberjum. Karamellubúðingur. Verð kr. 975,- Borðapantanir í síma 22200 Laugardagskvöldið 25. janúar Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Fullbókað fyrir matargesti. Stórdan&leikur _ Á • Hljómsveitin E3APIS leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Húsið opnar fyrir dansgesti kl. 10.30. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) í síma 22200. HOTEL KEA poppsíðan Curt og Roland eyða rölegu og þægilegu kvöldi hja eiginkonum sTnum! Oft er það til siðs að líta um öxl um áramót. Við spyrjum hver þú haldir að hafi verið sú hljómsveit, ensk sem náði mestum árangri á liðnu ári. Þú heldur kannski að það hafi verið Wham, Duran Dur- an eða jafnvel Dire Straits. En það er allt rangt. Á árinu 1985 spilaði Tears For Fears fyrir fleiri á tónleikum held- ur en Wham og Dire Straits samanlagt. Þeir seldu einnig fleiri plötur en Duran Duran, Power Station og Arcadia samanlagt. Árið 1985 var þeirra ár, en árang- urinn byggir á breiðskífunni Songs From The Big Chair, og heimstónleikaför sem fylgdi í kjölfarið. Þeirspiluðu alltfrá Ítalíu til Ameríku til Japan og að sjálf- sögðu spiluðu þeir heima fyrir, sem og víðar. Þeir spiluðu í allt á 146 tónleikum. Svona ferðalög geta styrkt hljómsveitina, en einnig eyðilagt. Breiðskífan gerði það einstak- lega gott, og ekki má gleyma smáskífunum, Shout, Everybody Wants To Rule The World og I Believe.. . Það eina sem ekki gekk var smáskífan Mothers Talk. Heimildarmyndband um tónleikaförina,. Sences From The Big Chair gekk einnig afspyrnuvel. En tónleikaferðin var ekki ein- göngu vinna, að sjálfsögðu skoð- uðu þeir hina ýmsu merkisstaði, en eftir á segja þeir að stærsta smáskífur- Pet Shop Boys West End Girls Fyrst útgefið 1984, þá mikill smellur við Miðjarðarhafið. Nú endurútgefið og mikill smellur víða um hinn vestræna heim. Ég get ekki skilið hvers vegna við misstum af því í fyrstu atrennu. Þetta er hörkulag. stundin hafi tvímælalaust verið þegar Paul King (ekki sá Paul King sem þú heldur) umboðs- maður þeirra hringdi til þeirra til Kanada og tilkynnti þeim að þeir væru no. 1 í Bandaríkjunum. Þeir segja einnig að bestu áhorfend- urnir og skemmtilegustu séu í Frakklandi. Þeir hafa jú aldrei komið til íslands. Er þeir voru spurðir að því hvers vegna sá orðrómur kæmist oft á kreik að hljómsveitin væri að hætta svöruðu þeir því til að blaðamenn hefðu fyrir löngu gef- ist upp á því að finna eitthvað í einkalífi þeirra til að skrifa um. Fyrirsögnin: Tears For Fears, fara heim með konunum sínum og eiga rólega og skemmtilega kvöldstund, vekti enga athygli. Því hefðu þeir farið út í það að þúa sífellt til sögur um það að hljómsveitin væri í þann veginn að hætta. Tramaine Fall Down Fyrrum topplag bandaríska diskó listans. Hér er á ferðinni stórgott lag, flutt af stórgóðri söngkonu. Það er fyllsta ástæða til að mæla með þessu, Tónlistin hleypur beint í fæturna. Að vísu viðurkenna þeir, að sú hugsun hvarfli rétt annað slagið að þeim að hætta öllu og fara bara heim, en sú hugsun kemur hjá öllum, í hvaða starfi sem er. Að sjálfsögðu er það glæsileg- ur árangur að ná tveimur smá- skífum og einni breiðskífu átopþ bandaríska listans, einnig gekk þeim kumpánum mjög vel heima fyrir, sem og í flestum hlutum heims. Þetta hefur því verið stærsta ár Tears For Fears frá upþhafi. Sjálfir telja þeir að Songs From The Big Chair sé mörgum sinnum betri en The Hurting. Tears For Fears eru orðnir stórstjörnur á alþjóðlegan mæli- kvarða, á því getur ekki leikið neinn vafi. Að sjáifsögðu er það spurning hvernig Curt og Roland tekst að standa undir þeirri þressu, hvernig tekst þeim til á árinu 1986. Hvaða móttökur hlýt- ur nýja efnið, sem þeir eru að byrja að semja nú í janúar? Tekst þeim að endurtaka þennan stórkostlega árangur frá því í fyrra? Ég giska á það. Hið Ijúfa líf virðist lítið sem ekkert hafa spillt þeim, þeir kúra hamingjusamir hjá eiginkonum sínum, i stað þess að lifa hinu hefðbundna þopþaralífi. Og það er kostur. Fylgist vel með Tears For Fears nú á nýja árinu. Wally Badarou Chief Inspector Upptökustjómandi Lewel 42, einn á ferð. Stórgott instrúmental- lag. Leikandi létt jazzfunk og krefst fullrar athygli. AKUREYRI

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.