Dagur - 31.01.1986, Side 3

Dagur - 31.01.1986, Side 3
31. janúar 1986 - DAGUR - 3 -kvikmyndÍL Amadeus í Borgarbíói um helgina: Srrilldarverk um srrilling Það væri ráð að skreppa í bíó annað kvöld. Kvikmyndin Amadeus er eitthvert mesta snilldarverk kvikmyndagerðar síðustu ára. Þar kemur margt til, stórkostlegur leikur, pott- þétt handrit og ekki síst tónlist- in. Óþarft er að fjalla mikið um söguþráð myndarinnar, en hann byggir á ævi Wolfgang Amadeus Mozart. Það var Peter Shaffer sem skrifaði upphaflega leikritið Amadeus (hefur verið sýnt í Þjóðleikhúsinu; Sigurður Sigur- jónsson lék aðalhlutverkið), og upp úr því reit hann síðan hand- ritið að kvikmyndinni, sem Saul Zaents framleiddi. Leikstjórinn er góðkunnur, Milos Forman. Mozart, eitt frægasta tónskáld allra tíma, var uppi á 18. öld. hann varð ekki langlífur, 34 ára, en afköst hans í tónsmíðum eru slík, að engu tali tekur. Strax sem barn vakti hann athygli í heima- borg sinni, Leipzig, fyrir einstaka tónlistarhæfileika. Og hróður hans barst víðar. Mozart var sannkallað „wunderkind." Jósep 2. var í þennan tíma keisari Aust- urríkis og hirðskáld hans var Antonio Salieri, sem vildi framar öllu þjóna guði með tónsmíðum sínum. Þegar Mozart kom til Vínarborgar og tónlist hans var leikin við hirðina varð Salieri ljóst að hér var snillingur á ferð- inni. Og Salieri gerði sér jafn- framt ljóst hver munur var á hans eigin tónsmíðum og snilldarverk- um Mozarts. Afleiðingarnar voru þær að Salieri fylltist hatri á snill- ingnum Mozart, en aðdáun hans var samt mikil. Salieri vann að því að rústa feril Mozarts, sem einstaklings og tónlistarmanns og um það fjallar kvikmyndin Ama- deus. Rétt er að taka fram að Peter Shaffer, höfundur leikrits- ms og síðar handritsins, hefur sagt það vera „uppspuna byggð- an á staðreyndum", og ítrekað skal að þetta er ekki ævisaga Mozarts. Shaffer segir: „í þessari frásögn af Mozart og erkióvini hans, hirðtónskáldinu Salieri, hef ég ekki fjallað sérstaklega um hina sérstæðu eiginleika persón- unnar Mozarts og alls ekki tón- skáldsins Mozarts. Umfram allt er kvikmyndin um Mozart hylling Tom Hulce var tilnefndur til Ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn sem Wolfgang Amadeus Mozart. F. Murray Abraham hlaut Óskars- verðlaun fyrir túlkun sína á Salieri. á tónlist hans.“ Leikstjórinn Milos Forman sagði að ef kvikmyndin yrði til þess að fólk færi í auknum mæli að hlusta á tónlist Mozarts, hefði tilganginum verið náð. Og það er nokkuð ljóst að sá tilgangur hef- ur náðst, því plötur með tónlist snillingsins hafa selst í auknum mæli víða um heim eftir tilkomu kvikmyndarinnar. Kvikmyndin Amadeus hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1985 og hefði að ósekju mátt fá fleiri. Listinn er óneitanlega glæsilegur: Besta myndin, besti leikstjórinn (Milos Forman), besti leikarinn (F. Murray Abraham), besta handrit, bestu leiktjöld, bestu sviðsskreytingar, besta búninga- hönnun, besta förðun. Við þetta mætti alveg bæta besta auka- leikara (Tom Hulce). Og líka stórkostleg kvikmyndataka (Miroslav Ondricek). Það eru engar ýkjur að sviðs- myndin er einhver sú stórkostleg- asta sem undirritaður hefur séð, og búningar eftir því. Leikur Murray Abraham í hlutverki Salieris er ákaflega hógvær, en sannfærandi verður kallinn svo um munar. Tom Hulce var lítt þekktur leikari en er hér í hlut- verki snillingsins Mozarts. Það er margbrotið hlutverk, ærslafullt á köflum en líka viðkvæmt og til- finningaþrungið. Öllu þessu skil- ar Hulce á skemmtilegan máta. Það er svolítið ævintýri að fara í bíó og sjá þessa kvikmynd, Amadeus. Þetta er verk sem eng- inn sleppur við, myndin situr í manni það sem eftir er; persónan Salieri, sem þekkir snilligáfuna en á hana ekki; Mozart, sem hef- ur snilligáfuna en þekkir hana ekki (einmitt þess vegna). Þessu er ekki svo auðvelt að gleyma. |^r{stjýn q Arngrímsson GLER Við eigum úrval afgleri í öllum stærðum og gerðum. Sjáum einnig um viðhald og endurnýjun á gleri og gerum föst verðtilboð. Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. ÍSPAN 21332,22333 x é ÞORRABLÓT U.M.F. DAGSBRÚNAR, verður haldið í Hlíðarbæ laugardaginn 8. febrúar kl. 20.30 Stundvíslega. Hreppsbúar fyrr og nú svo og ungmennafélagar velkomnir. Miðapantanir 3. og 4. febrúar kl. 20.00-22.00 í símum 23613 Jón og 21856 Herborg. Nefndin. HIGH FASHION hardhip úlpur og stakkar. Eigum þessa úlpu frá Hardtop í öllum stærðum. Ath! Úlp- an er loðfóðruð með lausri hettu. Verð kr. 4.590 SÍMI (96)21400 Verið velkomin á Höfðaberg, nýjasta veitingastað bæjarins. Opið alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð. Nýr og glæsilegur matseðill. ★ Föstudagskvöldið 31. janúar Leikhúsgestir, við framreiðum kvöldverð frá kl. 18.00. Matseðill kvöldsins: Blómkálssúpa Fylltur grísahryggur Jarðarberjafrauðís með ferskjumauki Kr. 950.- ★ Laugardagskvöldið 1. febrúar Kvöldverður framreiddur frá kl. 19.00. Ath.! Nokkur borð laus fyrir matargesti. Lilja Hjaltadóttir og Kristinn Örn Kristinsson leika létt lög fyrir matargesti. Dansleikur Hljómsveit Steingríms Stefánssonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) í síma 22200. Verið velkomin. HOTEL KEA Húsið opnað fyrir dansgesti kl. 23.00. AKUREYRI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.