Dagur - 31.01.1986, Page 5

Dagur - 31.01.1986, Page 5
31. janúar 1986 - DAGUR - 5 Jijátrú eða hvaðZ Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Hrafnar Athugulir vegfarendur, þeir sem aka eftir Drottningarbrautinni og þar í nágrenninu hafa tekið eftir miklu hrafnageri sem safnast hefur þar saman síðustu vikur og mánuði. Persónulega man ég ekki eftir eins miklum fjölda hrafna eins og í ár, bæði í byggð og upp til fjalla. Hrafn- arnir við Drottningarbrautina eru hinir fjörugustu og það er ágæt skemmtan að fylgjast með þeim þar sem þeir leika listir sínar. Þeir þjóta upp í loftið, velta sér á bakið, og læsa saman klónum eða þeir láta sig detta eins og steina og grípa flugið rétt áður en það er orðið of seint. Nú, ástarlífið hefur einnig blómstrað en frá slíku segjum við ekki í sómakæru blaði. Margs konar hjátrú er tengd hrafninum og koma hér nokkur dæmi um hana. Hrafnaspár Ef margir hrafnar fljúga saman hver að öðrum með ýmislegum látum þá eru þeir að tala um manntjón í þeirri átt, sem þeir snúa er þeir setjasí. Ef hrafnar þyrpast saman með miklum köllum, boðar það að fisk eða annað matarkyns reki af sjó hjá þeim, sem þeir krunka framan í. Ef hrafn sest á kirkjuburst eða dyrabranda og yppar fjöðrum og vængjum óeðlilega, krunkar og teygir sig og brettir nefið við, segir sá hrafn fyrir dauða nafn- kunnra manna í þeirri átt er hann snýr að nefi. Ef hrafn valhoppar hingað og þangað uppi á húsum, haltrar við já fótinn, skiptir um í sér hljóðunum og krunkar upp í loftið, beygir hálsinn og höfuðið og hristir vængina og lyftir fiðrinu, boðar hann að menn séu staddir í sjávarháska eða vatnsháska. Ef hrafn sækir að manni með illum látum, þá er sá hraðfeigur. IM Hrafnaþing Það er almenn trú hér á landi að á haustin haldi hrafnarnir hrafnaþing sem væri m.a. til þess að skipta sér niður á sveitabæi til vetrarvistar. Hitt veit svo enginn hvernig boðað var til þessara þinga en margar sögur eru til af því að á ákveðnum degi hafi ara- grúi hrafna drifið að ákveðnum stað, þótt enginn hrafn hafi sést þar dag- ana áður. Þjóðtrúin hélt því líka fram að ef stakur hrafn yrði eftir á hrafnaþingi þá réðust hinir að honum og drápu hann, ástæðan fyrir því er ekki tilgreind en vitað er að hrafnar skipta sér á bæina alltaf tveir og tveir, aldrei fleiri og aldrei er vitað um að einn hrafn væri á bæ. Þessir tveir hrafnar voru kallaðir bæjarhrafnarn- ir. Bæjarhrafnarnlr Bæjarhrafnarnir hafa fasta áætlun, þeir hverfa á kvöldin þegar dimma tekur en koma aftur snemma næsta dag og athuga hvort einhverju hafi verið hent út til þeirra. Svona vakta þeir bæinn. Ef hrafn sást á ferli að næturlagi var það slæmur fyrirboði og var hann kallaður nátthrafn og þaðan er komið skammarheiti þeirra sem ekki halda skikkanlegan háttatíma. Sumir bændur höfðu þann sið, að bera út æti fyrir bæjarhrafn- ana þegar harðast var. Þetta var kallað gæfumerki, því að „guð borgar alltaf fyrir hrafninn". Sjálfir borga þeir líka fyrir sig, því að sagt er að þeir drepi aldrei lömb á þeim heimilum, þar sem þeir hafa notið góðgerða. Margir menn trúðu því líka, að hrafn- arnir litu eftir fé bóndans á vorin, þegar hættur væru sem mestar, og ef þeir urðu varir við, að einhver kind féll í skurð, eða festist í blá, þá kæmu þeir heim á bæinn með gargi miklu, til þess að láta bónda vita um þetta og síðan leiðbeindu þeir honum, ef hancfór að leita. Þetta myndu hrafnarnir gera í þakklætisskyni fyrir mat- gjafir um veturinn. HoUxjs « BÍIASAIA c £ c i;. BIIASALINN VID HVAHHAVELLI S:24119/24170 Subaru 1800 station, árg. '81, ek. 58.000. Verð 320.000. Suzuki Fox árg. ’84, ek. 23.000 svartur. Verð 430.000. MMC Galant GL, árg. ’82. Verð 310.000. Subaru 1800 station, árg. ’84. Verð 530.000. Erum með mikið af nýjum og notuðum bílum í hlýjum og rúmgóðum sýningarsal. Einnig eigum við mikið úrval af snjósleðum á söluskrá. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 19-17. Námskeið í borðtennis fyrir kennara og leiðbeinendur verður haldið í íþróttahöllinni Akureyri, föstud. og laugard. 7. og 8. febrúar og hefst kl. 13.30 á föstudag. Kennari er Sten Hansen landsliðsþjálfari BSÍ. Nánari upplýsingar á skrifstofu Æskulýðsráðs Akur- eyrar sími 22722. Borðtennissamband íslands. Æskulýðsráð Akureyrar. Súlnaberg-Caféteria Þorramatur Eins og undanfarin ár er þorramatur okkar í sérflokki hvað verkun og gæði snertir. Hver skammtur inniheldur: Hangikjöt, heitan uppstúf ★ Nýtt kjöt, heitar kartöflur ★ Saltkjöt, heita rófustöppu ★ Súra sviðasultu ★ Súran hval ★ Súr eistu ★ Súrt pressað kjöt (lundabaggi) ★ Hákarl ★ Harðfisk ★ Flatbrauð ★ Laufabrauð ★ Smjör. Verð kr. 595.- Veitum afslátt fyrir hópa. Pantið tímanlega. Opið alla daga frá kl. 08.00-20.00. Fuglavinir! Munið að gefa smáfuglunum. Nú er hart í búi. HÓTEL KEA <^> AKUREVR Það kemst tilskilaíDegi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ ALHLIDA VIDHALD OG NÝSMÍÐI Smíðum glugga, útihurðir, irmihurðir, skápa, eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar. Leggjum dúka og parkett og útvegum öll efni. Föst verðtilboð í vinnu og efni. Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. Aðalgeir&Viðar 21332,22333 X

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.