Dagur - 31.01.1986, Side 9

Dagur - 31.01.1986, Side 9
8 - DAGUR - 31. janúar 1986 31. janúar 1986 - DAGUR - 9 Paðþœtti eflaust einhverjum snemmt að hœtta í því starfi sem hann hefur lœrt til aðeins 62 ára gamall. Viðmœlandi okkar tók þessa ákvörðun, því hann er búinn að vera opinber starfsmaður síðan 1946. Hefur hann náð 95 árum og þremur betur í samanlögðum starfsaldri og eigin aldri. Pað er sú regla sem ríkið setur svo menn komist á eftirlaun. Pess vegna geta menn sem snemma byrjuðu að vinna hjá því opinbera, hœttstörfum fyrr en rnargir aðrir og fengið full lífeyrisréttind- um. Pað er ekki þar með sagt að okkar maður sé hœttur að vinna, ó nei. Hann er nú starfandi nœturvörður hjá Slippstöðinni á Akureyri og segist einangrast mikið, því hann vinni á nœt- urnar ogsofi á daginn. Það á ekki við hann því félagslyndur er hann og vill helst vera að gera eitthvað. Meira að segja fékk hann sér vinnu á Sláturhúsi KEA s.l. haust eins og hann gerði er hann var „upp á sitt besta“, eins og hann segir sjálfur, var að byrja lífsbaráttuna. Þess vegna sagðist hann vera að byrja á öðrum hringnum í lífinu er hann fór að vinna á Sláturhúsinu rúm- um 40 árum seinna. Okkar maður er Haraldur Axel Möller Sigurðsson, oftast kallaður Halli Sig. En hvers vegna öll þessi nöfn „Það er von að spurt sé. Hvernig á bíessaður maðurinn að bera öll þessi nöfn? Ég er skírður í höfuðið á Haraldi Axel Möller Sigurðssyni, en sá ágæti maður drukknaði í tjörninni á Hjalteyri. Sá var bróðir Lúðvíks Möller útgerðarmanns. Það var ákveðið að ég yrði gefinn Lúðvík og konu hans Mar- íu. Svo ganga hlutirnir fyrir sig eins og náttúran segir til um og ég kom í heiminn. Fljótlega átti síðan að afhenda böggul- inn, en þá vildi þannig til að María veikist og deyr upp úr þeim sjúkdómi. Svo ég var aldrei gefinn. Þrátt fyrir það fór ég snemma að heiman og fluttist að Möðruvöllum í Hörgár- dal til séra Sigurðar Stefánssonar og konu hans. Ólst ég þar upp að mestu, því móðir mín dó 1937 og faðir minn fljótlega af slysförum. Hann dó í vinnuslysi í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. 10 dögum síðar dó svo bróðir minn Friðrik líka af slysförum í verksmiðjunni. Það er hlutur sem óhætt er að segja frá, en hann er að ég hef alltaf verið mjög berdreym- inn. Stuttu fyrir þessi slys dreymir mig að ég er staddur við verksmiðjuna á Hjalteyri og allt í einu kemur mikil og ógur- leg skepna út úr verksmiðjuveggnum og ætlar á mig. Mér tekst að hlaupa heim og inn í húsið áður en skepnan nær til mín. Þá skellur mikið högg á húsið, svo allt nötrar. Síðan annað högg, litlu minna. Þennan draum sagði ég fólki, en enginn tók mark á þessu rugli í mér, barninu. Síðan gerist þetta að faðir minn ferst og bróðir minn skömmu seinna. - Varstu berdreyminn? „Já, sem barn var ég ákaflega berdreyminn og gekk mikið í svefni. Aðra sögu get ég sagt sem var á þá leið að mektar- kona á Hjalteyri tapaði forláta nælu á leið úr kirkju. Leitað var að nælunni heilan dag og ekkert fannst. Daginn eftir gekk ég fram á næluna og afhenti konunni. Þetta hafði mig dreymt. En það var látið að því liggja að ég hefði stolið næl- unni, sem var vitleysa.“ Vinsælt leikfang í fjallaferðum. „Fólkvagenhúdd“ á fljúgandi ferð. - Svefngangan? „Meðan ég átti enn heima á Hjalteyri var ég oft gripinn á svefngöngu með sængina mína. Eitt sinn kom að mér maður niðri í fjöru þar sem ég var að kasta steinum í sjóinn. Sá maður leiddi mig heim og kom mér aftur í rúmið. Eftir að ég fluttist að Möðruvöllum hélt þetta áfram. Eitt sinn bað fjósa- maðurinn mig að gefa kúnum hafra. Ég var í einhverjum leik við krakkana á staðnum og gleymdi kúnum. Seint um nóttina kemur fjósamaðurinn að mér þar sem ég er með sængina mína á leið út í fjós. Hann spyr mig hvað ég sé að gera, og segist ég vera að fara til að gefa kúnum. Hann hjálpaði mér svo í rúmið. Svo var það eitt sinn að ráðsmaðurinn á Möðru- völlum er að koma innan frá Akureyri ásamt öðrum manni seint að nóttu. Þegar hann kemur upp á svefnloftið þar sem ég svaf ásamt fleirum, er ég að sópa gólfið með koddanum mínum. Eitthvað fannst ráðsmanni þetta vera skrítinn tími til slíkra verka, svo hann sparkar óþyrmilega í rassinn á mér. Með það vakna ég og byrja að grenja. Linnti ekki látum fyrr en séra Sigurður kemur upp og situr hjá mér og huggar þar til ég sofna aftur. Eftir þetta spark hef ég ekki gengið í svefni. Sagt er að það sé hættulegt að vekja fólk sem gengur í svefni. Enda varð mér mjög mikið um þetta spark.“ Mótorhjól eftir stríð - Fleiri sögur úr sveitinni? „Þetta var góður tími, eins og unglingsárin eru fyrir flesta, Við ólumst upp saman ég og Davíð Kristjánsson, sem nú er skrifstofumaður hjá KEA. Við brölluðum margt saman. Við vorum eins og tvíburar. Ef hann fór eitthvað, þá fór ég líka og ef ég fór, þá fór hann líka. Á stríðsárunum voru Bretar með bækistöð rétt neðan við Möðruvelli. Við höfðum séð þá á þessum fínu mótorhjólum og langaði óskaplega í svo- leiðis grip. Við höfðum veitt því athygli að mótorhjól hafði staðið í nokkra daga ofan við túnið hjá okkur. Við fylgdumst grannt með hvort einhver kæmi og tæki hjólið, en enginn kom. Þess vegna gerðum við okkar eigin ráðstafanir og fór- urn að hjólinu og létum það síga örlítið niður í skurð, þannig að enginn sá það. Síðan breiddum við yfir það striga og eitt- hvað fleira til að fela það. Svo ætluðum við að bíða þar til stríðið væri búið, því enginn virtist sakna hjólsins. Það liðu margir dagar og ekkert gerðist. Síðan kemst presturinn á snoðir um hjólið og talar við okkur. Auðvitað þurftum við að meðganga. Bretarnir voru látnir vita og sóttu helvítis hjólið. Ef presturinn hefði ekki komist í málið hefðum við örugglega eignast mótorhjól eftir stríð.“ Konan var í Kvennó - Ekki er lífið einn leikur og draumur um mótorhjól? „Nei aldeilis ekki, því miður,“ segir Halli og hlær. „Ég var í Laugaskóla í Suður-Þingeyjarsýslu. Það var á árunum 1941-1943. Þar fékk ég áhugann á íþróttum og vildi komast í íþróttakennaraskólann. Þorgeir heitinn Sveinbjamarson íþróttakennari útvegaði mér þar skólavist að loknu námi á Laugum. Sem dæmi um aðferðir og aðstöðu til æfinga er gaman að segja frá því að þegar ég æfði mig í hlaupum hafði ég gæfan kálf til að aðstoða mig við þjálfunina. Eg batt band um hálsinn á honum. Svo þegar ég hott- aði á kálfinn tók hann sprettinn og ég í bandinu. Þurfti ég svo að skrúfa mig áfram til að kálfurinn hlypi mig ekki um koll. Annars var mjög gaman í Laugaskóla þessa tvo vetur. Þarna var líka kvennaskóli sem hafði mikið aðdráttarafl og þurftu menn oft að hafa hraðann á til að komast út um glugga þegar skólastýran var á ferð á kvöldin, en þá var að sjálf- sögðu bannað að vera á kvennavistinni. Ég slapp eitt sinn mjög naumlega frá stýrunni. Þá var ég í heimsókn á vistinni. Við heyrðum hana koma og ég stökk af stað, að vísu ekki út um glugga í það sinnið heldur fram á gang. Það voru öll ljós slökkt og koldimmt. Ég þvældist því inn í eitthvert herbergi, sem var víst vefstofa skólans. Þar flæktist ég í vefstólum og öðru tilheyrandi. Gat losað mig fyrir rest og skriðið með veggjum þar til ég fann hurð. Þaðan komst ég svo óséður út. En það voru ekki allir alltaf svo heppnir, því skólastýran náði nokkrum, sem fengu síðan skömm í hattinn fyrir. En á Laugaskóla kynntist ég konunni minni, Sigríði Matthíasdótt- ur sem var einmitt nemandi í kvennaskólanum þar. Besti leikarinn Ég kynntist líka fleira ágætisfólki á Laugum. Þar var meðal annarra Árni Tryggvason leikari. Ég er svo frægur að hafa leikið með Árna. Það var í skólanum. Þá lék ég lík og þótti mjög eðlilegur og líka besti leikarinn á staðnum.“ Nú hlær Halli dátt. - Námið að Laugarvatni? „Það var stutt og laggott. Tók einn meðgöngutíma, eða 9 mánuði. Við útskrifuðumst 17. júní 1944 og fórum beint á lýðveldishátíðina á Þingvöllum. Þar áttum við að sýna leik- fimi, en ekkert varð af því vegna endalausrar rigningar. Það- an fór ég heim. Konan mín og tengdamóðir ráku þá Skjaldborg. Voru þar með bíó og kaffisölu. Þetta rákum við í ein 3 ár. Svo byrjuðum við að byggja. Það var árið 1946. Ég fékk lóð við Byggðaveginn ásamt fleirum. Þar var ég í félagi við fimm aðra menn sem voru líka að byggja. Allir vorum við Þórsarar, því ég gekk fyrst í Þór er ég kom í bæinn. Þetta voru auk mín Jón P. Hallgrímsson, Sverrir Magnússon, Jón Kristinsson, Sigtryggur Júlíusson og Jónas Jónsson. Við stofnuðum félag sem við skírðum Þórshöfn. Síðan unnum við í sameiningu að byggingu húsanna 6. Af fólki var þetta kallað millahverfið. En það var enginn millabragur á þessu hjá okkur, því fæstir áttu nokkra peninga. Einhvem veginn gekk þetta nú samt, þótt erfitt væri. Sjálfur átti ég 10 þúsund krónur er ég byrjaði á byggingunni.“ Úr fjallaferð G.A. í kringum 1965. Allar vel greiddar og í náttfötum. Innanhússknattspyrnulið Laugaskóla 1941-3. Halli 2. f.v. í neðri röð. Haraldur Sigurðsson. Nú œtlar Svanur að hálsa þig - Hvernig var að byggja á þessum árum? „Þetta gekk hálfbrösugíega hjá mér og var svo komið að ég var að komast í þrot. Ég var búinn að ganga bónarveg í alla banka, því mig vantaði peninga í miðstöðina. Mig vantaði nauðsynlega 5 þúsund krónur. Alls staðar fékk ég nei. Þá kom sér vel að vera berdreyminn, því mig dreymdi draum sem breytti gangi málanna verulega. Hann var í þá leið að ég átti að fara sömu röðina í bankana og biðja um 50 þúsund króna lán. Það voru miklir peningar í þá daga. Nú, ég fer af stað og byrja á sömu röðinni og áður. Alls staðar var sama svarið og síðast. Þegar ég kem svo í Útvegsbankann og hitti bankastjórann sem þar var, hann hét Svavar Guðmundsson, tek ég ofan hattinn, eins og sagt var í draumnum. Hann spyr mig hvað það sé fyrir mig. Ég segist vera kominn til að fá 50 þúsund króna lán, því það var sagt í draumnum. Síðan átti ég að leggja á það áherslu að bankastjórinn sæi húsið sem ég væri búinn að reisa án þess að fá nokkuð lánað í því. Hann keyrði síðan upp í Byggðaveg og sá húsið. Þetta átti sér stað rétt fyrir hádegi. Hann segir mér svo að koma eftir hádegið með konuna mína, því hann vilji hennar samþykki fyrir lán- inu. Þannig gekk það í gegn og ég stóð uppi með 50 þúsund krónur í húsbygginguna. Þessa peninga lagði ég síðan á bók hjá Útvegsbankanum og ætlaði að taka út það sem þurfti í hvert sinn. Ég er svo á leiðinni úr bankanum, rétt kominn inn á kaup- félagshom þegar ég mæti manni sem er mektarmaður hér í bæ. Ég segi honum að ég hafi verið að fá þetta lán í bankan- um. Þá segir hann: „Nú ætlar Svavar að hálsa þig. Þú getur aldrei staðið við að borga þess upphæð á 6 mánuðum.“ Það kom á mig, en ég hélt áfram og ætlaði inn í Skjaldborg þar sem konan mín var. Á þeirri leið hitti ég annan mann og hann segir alveg það sama. Þá var mér öllum lokið og sneri við til Svavars og sagði honum hvað þessir menn hefðu sagt. Hann sagði að þetta væri allt saman þvættingur, því slíkt hefði honum aldrei dottið í hug. „Þú mátt hafa þetta lán eins og þú vilt og borgar bara þegar þú getur,“ sagði hann „og það eru engin tímamörk á því.“ Eftir það hef ég alltaf tekið málstað Svavars hvar og hvenær sem hallað hefur verið orði á hann.“ Klósettið frá Eskifirði - Var ekki erfitt að afla efnis til byggingar á þessum árum? „Það er óhætt að segja að það hafi verið erfitt, því það var ekkert til. Það var skömmtun á öllu og úrval eins og er í dag ekki þekkt. Þess vegna urðu menn að taka það sem bauðst. Það þurfti að sækja um alla skapaða hluti, fylla út sérstök eyðublöð. Helgi Pálsson kenndi mér alla meðferð á slíkum umsóknum og varð það til þess að ég varð til dæmis ekki sementslaus þann tíma sem ég var að byggja. En það þurfti að beita útsjónarsemi þegar þurfti að ná í efni og vörur. Þeg- ar kom að því að leggja miðstöð í húsið þurfti ég að panta all- an „fittings" frá Reyðarfirði. Klósettin fékk ég frá Eskifirði, en seturnar á klósettin fékk ég einhvers staðar hér í Eyja- firði. Svona var allt í sambandi við þetta. Vegna þess að ég og reyndar við allir í Þórshöfn átturn nóg af sementi, steypt- um við girðingar kringum húsin, en það var bannað. Fyrir vikið lentum við í klandri og átti að setja okkur inn. En ein- hvern veginn sluppum við frá því og upp kornust öll húsin. Áður en ég réðst í bygginguna var ég búinn að fá svar við bréfi frá íþróttaskóla í Svíþjóð þess efnis að ég mætti koma þangað til framhaldsnáms. En ég hafði sótt um þennan skóla er ég lauk námi frá Laugarvatni. Ekkert varð úr þeirri ferð, því þá var konan mín ófrísk og lífsbaráttan framundan, svo húsbyggingin var óumflýjanleg. Skömmu síðar fæddist elsti sonur okkar, Sigurður Friðrik. Þrjá aðra stráka eigum við, en þeir eru Einar Karl, Haraldur Ingi og Jakob Örn. Svo á ég eldri son sem ekki er hjónabandsbarn. Það er Sverrir bóndi í Skriðu í Hörgárdal." Kaldur, blautur, skítugur - Snúum okkur nú að Gagnfræðaskóla Akureyrar. „Þangað réðst ég 1946 og hef unnið þar þar til núna, að undanskildu einu ári er ég var í leyfi. Á þeim tíma hugsaði ég ráð mitt og tók ákvörðun urn að hætta kennslu. Enda tel ég engum hollt að vera við íþróttakennslu svona lengi. Bæði er að maður fylgist ekki nógu vel með og einnig hitt að mjög miklar breytingar hafa orðið á allri kennslu á þetta löngum tíma. Þegar ég hóf störf var ég 22ja ára gamall. Sumir nem- endur mínir voru eldri en ég sjálfur. Áður var kennsla meira byggð upp á áhaldaleikfimi og stökkum. Nú er þetta allt eftir einhverjum kerfum sem ekki má víkja út frá. Eftir að ég lauk prófi frá Laugarvatni og fékk ráðningu hjá G.A. vann ég hjá Ungmennasambandi Eyjafjarðar við íþróttakennslu. Þá ferðaðist ég milli staða í Eyjafirði á mót- orhjóli sem ég keypti mér þegar ég lauk náminu. Það þóttu tíðindi að ég átti 10 þúsund krónur í sjóði. Þá keypti ég mér nýtt Ariel-hjól. Þennan tíma þegar ég var við kennsluna hjá UMSE þurfti oft að keyra greitt. Þurfti ég jafnvel að keyra út í Svarfaðardal, eftir að hafa verið við kennslu á Hrafnagili. Þá var maður kaldur, blautur eða skítugur, allt eftir veðri. Og þakkaði ég oft hamingjunni fyrir að komast heill heim eftir þessar ferðir. Var rakari á Laugum Þegar ég var við nám á Laugum keypti ég mér rakararétt- indi af manni sem hafði þau þann tíma sem hann var í skólanum á Laugum. Þegar hann lauk námi náði ég þessum réttindum og var sem sagt rakari skólans. Það kostaði 1 krónu klippingin og var mikið að gera. Það komu góðar tarn- ir fyrir böll og aðrar hátíðir, því allir voru snyrtilegir til höf- uðsins á þessum tíma. Þessa peninga lagði ég í sjóð. Áður hafði ég verið eina vertíð með Árna Tryggvasyni í Hrísey. Hann ætlaði að gera mig að sjómanni, en það tókst ekki því ég var svo sjóveikur. Ég reyndi meira að segja tvisvar að vinna bug á sjóveikinni, en allt kom fyrir ekki. Þar fékk ég dálitla peninga sem ég setti í sjóðinn, sem voru svo notaðir í mótorhjólakaupin. En við vorum að tala um íþróttakennsl- una. Það var verulega skemmtilegt að vera í því starfi. Ég kenndi frjálsar íþróttir, knattspyrnu, handbolta og margt fleira. Þá komu fullorðnir bændur og léku sér í knattspyrnu með strákunum. Það var enginn munur gerður á aldri manna þar. Að loknum námskeiðum á hverjum stað var haldin fim- leikasýning. Þar komu konur á öllum aldri sem höfðu verið á námskeiðunum og sýndu árangurinn. Mér er minnisstætt á einni sýningunni að konur þurftu að leggjast á bakið í einu sýningaratriði. Þegar það atriði kom fór alltaf hreyfing um ungu stúlkurnar, því þá voru þær að toga niður pilsin. Það þótti ekki siðsamt að láta kjólana fara upp fyrir hné. Þannig var siðferðið á þessum árum. Einnig voru nokkrar glímusýn- ingar tengdar námskeiðunum. Það kom fyrir tvisvar sinnum að góðir glímumenn lentu á móti skussum og fór það þannig að skussarnir steinrotuðust báðir. Þá hættu glímumennirnir góðu og varð nokkuð um þessi endalok. Það sem varð til þess að þessir tveir menn rotuðust, var að þeir slepptu tökunum eftir að andstæðingurinn hóf þá á loft. Með það snerust þeir eins og vindrellur með hausinn niður. En sem betur fór varð þeim rotuðu ekki meint af.“ K.A. þáttur Nú er nokkuð liðið á viðtalið við Halla Sig. og margt ósagt. Hann var og er reyndar enn virkur meðlimur í K.A. Hann var formaður og stjórnarmaður og hefur fundið upp á mörgu til að afla félaginu fjár, sem er stór liður í rekstó íþróttafé- laga. Á árum áður stóð hann ásamt fleirum fyrir frægri kabarettsýningu sem félagið sýndi og naut hún mikilla vin- sælda í bænum. Einnig efndu Haraldur og fleiri til leiksýning- ar, þar sem Lína langsokkur var sett á fjalirnar. Naut sú sýn- ing mikilla vinsælda. Hallbjörg Bjarnadóttir söngkona kom á vegum K.A. og hélt fjóra konserta. bítlatónleikar voru haldnir, þar sem allar helstu hljómsveitir á Akureyri komu fram og spiluðu öll nýjustu lög 7. áratugarins. Efnt var til söngkeppni þar sem ungir og efnilegir dægurlagasöngvarar kyrjuðu slagara. Halli sagði að þar hefði Pétur Valdimarssor. sem nú er einn forsvarsmanna jafnréttis milli landshluta bor- ið sigur úr býtum. „Ekki má gíeyma tískusýningum sem við K.A.-menn héldurn. Þær voru haldnar í kjölfar tískunám- skeiðs sern félagið hélt. Þóttu þessar sýningar þær bestu sem sést höfðu norðan heiða og þótt víðar væri leitað," sagði Halli. - Hvers vegna gekkstu í K. A. og varstu ekki talinn svikari fyrir vikið? „Ég hef frá því ég flutti hingað í bæinn átt marga kunn- ingja í báðum félögunum. Það atvikaðist þannig að ég var beðinn að taka að mér þjálfun í handbolta hjá K.A. Sem ungur og áhugasamur maður tók ég það að mér. Þór var mik- ið stórveldi í handbolta á þeim tíma, en það breyttist. Ég hafði eignast marga góða kunningja í gegnum þessa þjálfun, auk þess sem ég átti nú heima á Brekkunni. Þess vegna var það sjálfgert að ég færi í K.A. En það var talið ófyrirgefan- legt að skipta urn félag þá. Enda skrifaði Jónas frá Brekkna- SJÁ NÆSTU SÍÐU.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.