Dagur - 31.01.1986, Page 10

Dagur - 31.01.1986, Page 10
10 - DAGUR - 31. janúar 1986 „Éghefaldrei..“ Þarna þekkja margir sjálfan sig. Halli og Gísli Ólafsson með umferðarnámskeið í G.A. vorið 1956. koti í Dag eftir einn knattspyrnuleikinn milli K.A. og Þórs eftir að ég byrjaði að spila með K.A.: „Jafnvel Haraldur M. Sigurðsson vissi á hvort markið hann ætti að skjóta." Þannig var litið á þessi mál.“ Aldrei tapað forseta - En er ekki ástæða til að slá botninn í þetta viðtal með pólitíkinni? „Ég vil helst ekki tala um pólitík. Ég er búinn að vera framsóknarmaður í áratugi og gæti sagt ýmislegt um það. En ég held að best sé að enda þetta með því að tala um forseta- kosningar. Ég hef aldrei tapað forseta," segir Halli. - Frekari skýring? „Ég hef verið starfsmaður á kosningaskrifstofum þriggja síðustu forseta. Hjá Ásgeiri Ásgeirssyni var ég sendill. Þegar framboð voru kynnt fékk ég skeyti frá Hermanni Jónassyni um það að ég ætti að kjósa Bjarna Jónsson. Ég var ungur og óreyndur þá og ieitaði því til Þorsteins M. Jónssonar, sem var skólastjóri G.A. og bar þetta undir hann. Þorsteinn hló að þessu og sagði mér að fara eftir minni sannfæringu. Hann hafði nefnilega líka fengið svona skeyti. Þá fór ég sem sagt að vinna fyrir Ásgeir. Aðallega vann ég við útburð á bæklingum og öðru slíku. Þá kynntist ég Gunnari Thoroddsen og vorum við alltaf ágætir kunningjar eftir það. Næst var Kristján Eldjárn í framboði móti Gunnari Thor- oddsen. Þá var ég beðinn að taka að mér kosningaskrifstofu Kristjáns, sem ég og gerði. Ég var svo viss um sigur míns manns að ég spurði hvort ég mætti haga starfinu eftir mínu höfði. Það var veitt. Stuðningur hins almenna borgara var svo mikill að ég efaðist aldrei. Enda flykktist fólk á skrifstof- una til að bjóða peninga til starfsins. Þórarinn Eldjárn faðir Kristjáns kom stundum á skrifstofuna til okkar. Pá sat hann og spjallaði og færði alltaf eitthvað í sjóðinn. Það síðasta sem hann sagði alltaf er hann kvaddi var: „Svo munið þið að láta ekkert frá ykkur fara í blöðunum ykkar sem sært getur mót- frambjóðandann." Enda held ég að það hafi verið heiðarleg og góð kosningabarátta sem þar fór fram. Það gerðist einu sinni að eitthvert hnjóðsyrði kom í blaði frá okkur. Pá var prentun umsvifalaust stöðvuð og upplagið eyðilagt. Stuðn- ingur almennings var svo mikill að það var unun að vinna að þessu starfi. I þessari kosningabaráttu hitti ég Gunnar Thor- oddsen og spjölluðum við lengi saman. Þá vann ég móti Gunnari, en með honum áður.“ - Svo var það Vigdís Finnbogadóttir? „Já, reyndar ætlaði ég ekki að skipta mér af fleiri kosning- um. Þó var ég beðinn að koma upp skrifstofu hér fyrir norðan. Mér þótti það ágætt og ætlaði síðan að láta þar við sitja. Þegar skrifstofan var opnuð, var enginn sem gat tekið við henni. Þá var hringt í mig úr Reykjavík, það var Kristín Halldórsdóttir alþingismaður og hún bað mig að gera sér greiða. Ég sagðist gera það ef ég gæti. Það var þá að taka við kosningastjórn fyrir Vigdísi. Er það ekki svo að maður segir alltaf já á endanum? Enda fór sem fór og ég gerði það. Það var það sama í kringum kosningu Vigdísar og Kristjáns. Það var almenningur sem stóð að baki henni, þótt það hafi ekki verið eins afgerandi og hjá Kristjáni. Þrátt fyrir það var ég sannfærður frá fyrsta degi að Vigdís kæmist að. Það var aldrei nema Guðlaugur Þorvaldsson sem gat ógnað sigri hennar. Vissa mín var svo mikil að ég hringdi til hennar um klukkan 7 á kosningadaginn og sagði henni að nú væri hún orðin forseti. Hún sagði í rólegheitum: „Eigum við ekki að bíða þar til búið er að telja?““ - Hvers vegna vannst þú að kjöri Vigdísar? „Það var það fyrsta að hún var mjög frambærileg sem for- seti og í annan stað að hún var kona. Það vár metnaður minn að vinna að hennar kosningu þess vegna.“ Er þetta ekki að verða ágœtt? Nú sláum við botn í viðtalið. Ýmsar góðar og skemmtileg- ar sögur sagði Halli, sem ekki komast á prent hér að þessu sinni. Það er til löng upptalning á þeim málum sem hann hef- ur unnið að. Áratugum saman var hann fararstjóri í skóla- ferðum nemenda G.A. Hann sagði að það hefði heyrt til al- gerra undantekninga ef eitthvað alvarlegt hefði komið upp í þeim ferðum. Sýndi hann bréf því til staðfestingar, þar sem farið er fram á að nemendum í skólaferð G.Á. væri veitt undanþága til að sækja dansleik í Reykjavík, því nemendur voru of ungir. Leyfið fékkst frá lögreglustjóra. Síðan er ann- að bréf frá eftirlitsmanni lögreglustjóra, þar sem hann lýsir hrifningu vegna góðrar framkomu þessara nemenda. Fjalla- ferðir nemenda G.A. voru á herðum Halla í marga áratugi. í þessum ferðum lentu menn í hrakningum, „Linduveðrinu" svokallaða, þegar skíðahótelið í Híðarfjalli ætlaði að fjúka út í buskann, þegar draugasögurnar voru svo mergjaðar að fólk fór að gráta og margt fleira. Allar utanlandsferðirnar, til Noregs, Skotlands og víðar. En eins og Halli segir sjálfur: „Er þetta ekki að verða ágætt?" gej- popps/'ða/i Þó aö áriö 1986 sé ekki langt komiö hafa skotið upp kollinum í poppheiminum ýmsir nýir lista- menn. Þaö væri hægt að nefna fleiri en einn til, en þaö er ekki meiningin. Það er einungis mein- ingin að fjalla hér um Sophie George. Unga stúlku frá Jamaika sem verður 22 ára í næsta mán- uði eða 22. febrúar. Hún hefur slegið allrækilega í gegn í Bret- landi nú á undanförnum vikum reggaelagið hennar Girlie Girlie hefur þotið upp vinsældalistana. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta fyrsta lag Sophie. Reyndar var það í fyrsta sinn sem unga stúlkan kom inn í hljóðver, þegar hún hljóðritaði lagið. Lagið aflaði henni einnig ástæðu til að yfir- gefa í fyrsta sinn heimkynni sín á Jamaika. Þetta hafa því verið dálítið mikil umskipti fyrir stúlku úr átta manna fjölskyldu úr fá- tækrahverfum Kingstonborgar, en þar býr hún ásamt foreldrum sínum, systkinum og þriggja ára syni sínum. Líkt og svo margir aðrir söngvarar byrjaði hún að syngja í kirkjukór. Kunningi hennar þekkti Ronald Chung, upþtökustjórann fyrir Girlie Girlie, en svo vildi til að hann var að leita að nýjum listamönnum. Þar var staddur Sangie Davis, frægur innfæddur textahöfundur. Þessi þríhyrningur skapaði síðan sam- an gullkornið Girlie Girlie. Að sjálfsögðu er stóra spurn- ingin, hvernig verður framtíðin? Þeir eru margir reggaelista- mennirnir sem hafa aðeins átt einn smell og horfið svo gersam- lega úr sviðsljósinu. Sjálf segir hún að líkurnar á því að hún fylgi vinsældunum eft- ir séu ekki mjög miklar. „Ég var reyndar mjög hissa á því að Girl- ie Girlie skyldi slá í gegn. En það er ákaflega erfitt að sþá í fram- haldið. Næsta smáskífa mín Umsjón: Tómas Gunnarsson verður dúett með Charlie Chaplin (þekktur reggaelistamaður, alls óskyldur leikaranum látna) og síðan mun breiðskífa fylgja í kjöl- farið. Á breiðskífunni verða mörg lög eftir Sangie Davis, hann er virkilega frábær lagasmiður, það var æðislegt að vinna með bæði honum og Ronald Chung. Þetta var jú í fyrsta skipti sem ég var í hljóðveri og þeir hjálpuðu mjög mikið." Já Sophie hefur tekist að láta drauminn rætast og slá í gegn. Hún hefur ekki þurft að leggja mikið á sig til að öðlast frægðina, en hún er líka frekar ótrygg. Flestir sþá því að hún nái aðeins þessum eina smelli, en Sophie er hins vegar staðráðin í því að halda áfram, alla leið á toþpinn, og vera þar. Baráttan heldur því áfram. Hvort Sophie sigrar er ekki gott að segja, en hún hefur stórskemmtilega rödd, sem hefur lætt sér inn í huga breskra plötu- kaupenda einu sinni og gæti hæglega gert það aftur. Það er of snemmt að telja Sophie af, við ættum alla vega ekki að gera það strax. Hugsanlegt er að við höfum orðið vitni að fæðingu nýrrar stórstjörnu reggaesins, nokkurs konar kvenkyns Bob Marely. En það verður framtíðin að skera úr um.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.