Dagur


Dagur - 31.01.1986, Qupperneq 16

Dagur - 31.01.1986, Qupperneq 16
Fjölskylduþorrablót í Smiðju sunnudaginn 2. febrúar í hádeginu. Verð kr. 600,- Hálft verð fyrir 12-15 ára. Frír hamborgarí fyrír börn 12 ára og yngrí í fylgd fullorðinna. Hlíðarfjall: Ofsaveður „Ég hef aldrei orðið var við annað eins veður á svo skömmum tíma. Það hefur ekki liðið nema um ein mínúta frá því að ég gekk frá hótelinu í næsta hús og þaðan aftur. Þegar ég kom út var ekki stætt í fjallinu,“ sagði ívar Sig- mundsson forstöðumaður Skíðastaða í Hlíðarfjalli í gær. Um klukkan 6 skall á suðvest- anofsaveður. Á að giska 80-100 manns voru á skíðum þegar þetta gerðist. Veðrið skall á svo skyndilega að ekki var hægt að koma öhum í öruggt skjól. Var því leitað til Flugbjörgunarsveitar og Hjálpar- sveitar skáta á Akureyri. Komu sveitirnar fljótt á staðinn og hófu leit ef vera kynni að einhver hefði hrakist undan veðrinu norður með fjallinu. Fjöldi skíðamanna, börn og fullorðnir voru í skíðalyftunni þegar veðrið skall á. Gekk erfið- lega að ná fólki þaðan. Gripu því nokkrir til þess ráðs að stökkva úr lyftunni. Af þeim sök- um hlutu þrír meiðsl og voru fluttir í sjúkrahúsið. Unglingar voru við æfingar í Strýtu. Komust þeir í skjól þar. „Við komumst inn í Stýtu og biðum þar. Svo fór- um við öll út í einu, renndum okkur í plóg niður í hótel. Við héldum í skíðastafina hvert hjá öðru svo við fykjum ekki út í buskann," sagði Gunnlaugur Magnússon 13 ára gutti sem var við skíðaæfingar. Þegar álitið var að allir væru komnir í skjól í hótelinu, var all- ur skarinn skráður og leitað eftir því hvort einhver saknaði félaga síns. Svo virtist ekki vera. Til ör- yggis fóru vélsleðamenn um fjall- ið ef einhver hefði ekki náð heim í hús. Rútur voru komnar á stað- inn og var krökkunum hjálpað í þær. Síðan var öllum skaranum ekið í bæinn. Sum börnin sem stukku úr lyft- unni komust heim í hótel við illan leik. Margir höfðu tapað skíðun- um sínum, vettlingum og húfum. Þrátt fyrir það komust allir í hús og voru hressir. Þorsteinn Péturs- son lögregluþjónn var einn af þeim sem komu fyrst á vettvang og sagði hann að allt skipulag við að ná fólki í hús hefði verið mjög gott og gengið greiðlega. Starfs- menn Skíðastaða höfðu í nógu að snúast. Þegar búið var að ná öll- um inn í hótelið, þurftu þeir að fara til þess að gæta að lyftunni og öðrum mannvirkjum. Gekk það vel enda veðrið að ganga niður. Þá var klukkan tæplega 7. gej- Ný skrúfuþota til Akureyrar Á miðvikudagskvöld bættist ný og glæsileg flugvél í flug- flota Akureyringa. Er hún af gerðinni Cessna 425 Conquest one. Eigandi er Höldur s/f á Akureyri. Skúli Ágústsson einn eigandi Höldurs og Húnn Snædal flug- umferðarstjóri flugu vélinni til Akureyrar frá Bandaríkjunum. Hún er keypt frá fyrirtækinu Miller Aviation í Binghamton í New York fylki. Ferðin yfir hafið gekk mjög vel og tók flugið 9 tíma frá Portland í Main, með millilendingu á Goose Bay á Ný- fundnalandi og þaðan beint til Akureyrar. Flugu þeir félagar í 27 þúsund feta hæð. Höldur s/f átti svipaða vél áður, en seldi hana til Danmerk- ur. Nýja vélin er með turbo- hreyfla í stað bensínhreyfla sem voru í eldri vélinni. Er hún því svokölluð skrúfuþota. Ætlar Höldur s/f að nota vélina í þjón- ustu fyrir fyrirtækið á svipaðan hátt og gert var við þá eldri. Einnig hefur Flugfélag Norður- lands afnot af vélinni ef nteð þarf til sjúkraflugs og hvers konar neyðarþjónustu. Kaupverð nýju vélarinnar er um 20 milljónir króna. gej- Hin nýja skrúfuþota Höldurs sf. Mynd: KGA. Menn úr FlugbjörgunarsVeitinni og Hjálparsveit skáta aðstoðuðu skíðakrakkana í bfla sem óku þeim ■ bæinn. Mynd: KGA Smíöar Slippstöóin togara fyrir Ú.A.? - Útgerðarfélag Akureyringa hefur beðið um tilboð í 700 tonna skip Útgerðarfélag Akureyringa hf. hefur óskað eftir því við SIipp- stöðina á Akureyri að stöðin geri tilboð í smíði togara fyrir félagið. Útgerðarfélagið hefur áhuga á því að ná samningum um smíði á um 700 tonna togara. Teikningar af skipinu munu vera tilbúnar, og reyndar voru viðræður í gangi á milli ÚA og Slippstöðvarinnar árið 1984 um smíði á skipinu en samningar tókust ekki þá. „Jú það er rétt. Við höfum fengið fyrirspurn um það frá Út- gerðarfélaginu hvort við viljum gera tilboð í skip fyrir félagið," sagði Gunnar Ragnars forstjóri Slippstöðvarinnar í viðtali við Dag í gær. „Við höfum auðvitað mjög mikinn áhuga á að fara út í svona verkefni og munum skoða þetta mál á næstunni. En svo er eftir að vita hvort leyfi fæst til að fara út í svona verkefni, það hef- ur ekkert mátt gera í þessum iðn- aði,“ sagði Gunnar. Útgerðarfélagið gerir nú út fimm togara. Þær viðræður sem fram fóru á milli ÚA og Slipp- stöðvarinnar árið 1984 voru um skip sem koma átti í stað Sólbaks sem lagt hafði verið, og hefur verið seldur úr landi í brotajárn. Síðan þessar viðræður fóru fram hefur útgerðarfélagið fengið eitt nýtt skip, Hrímbak. ÚA lítur ekki á það skip sem arftaka Sól- baks því Hrímbakur var keyptur hér innanlands og varð ekki til þess að stækka togaratlotann. Því telja forráðamenn ÚA að þeir eigi eftir að fá skip í stað Sólbaks og hafa því leitað eftir tilboði frá Slippstöðinni um smíði á slíku skipi. gk-. „Veikindi“ Erfiðlega gekk með innanlands- flug í gær. Ein vél kom til Akur- eyrar í gærmorgun en síðan komu „veikindi" flugumferðar- stjóra í Reykjavík í veg fyrir frekara flug þar til í gærkvöld að heimild var veitt til flugs á ný. Hætt er við frekari truflun á flugi á næstunni vegna þessara „veik- inda“.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.