Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 3

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 3
7. febrúar 1986 - DAGUR - 3 Iialldór Baldursson á skrifstofu sinni. Myndir: - KGA. „Kiwanismenn áttu frnmkvœðið “ - segir Halldór Baldursson læknir á Bæklunardeild FSA, en Kiwanismenn safna um helgina fé til tækjakaupa fyrir deildina ingar, - heldur líka við að græða beinbrot. Þykja slík tæki hafa reynst mjög vel. Hafa þau síðan verið notuð með góðum árangri á Akureyri. Halldór sagði að rnikil og ná- kvæm vinna væri samfara leng- ingaraðgerðum. „Það þurfa allir að vinna að þeim og ekkert má fara úrskeiðis, því þá er hætt við að menn sjái eftir því að aðgerðin var framkvæmd." Hann sagði líka að tækjakostur sjúkrahússins til slíkra aðgerða væri takmark- aður, þar sem hvert tæki væri lengi í notkun í hvert sinn. Einmitt slík tæki er í ráði að kaupa fyrir söfnunarfé Kiwan- ismanna og reyndar fleiri. Má þar nefna minni útgáfu af þeim, sem ætluð eru á handleggi og fingur. Þau tæki sem fyrirhugað er að kaupa eru framleidd í Sviss og kosta allt upp í 15 hundruð doll- ara, eða um 63 þúsund íslenskar krónur. Fleiri áhöld eru áætluð í þessum kaupurn. Eru það m.a. hjálpartæki vegna gerviliðaað- gerða. Þær aðgerðir hafa verið stundaðar lengi á íslandi með góðum árangri. „Það eru fáar að- gerðir sem heppnast jafnvel og gervi'iðaaðgerðir. Við erum nokkuð vel búnir tækjum til slíkra aðgerða, en þurfum sér- hæfð hjálpartæki í þeim flokki. Einnig þarf að endurnýja bein- brotaáhöld því mörg þeirra eru orðin slitin,“ sagði Halldór. Fleiri lækningatæki eru á „óskalista“ Halldórs og samstarfsmanna hans. Má þar nefna sjónvarps- skjá sem tengdur er sérstökum sjónauka sem notaður er við lið- speglanir. Ekki kvaðst hann bú- ast við að slíkur skermur fengist í þetta sinn, þar sem hann væri mjög dýr. Einnig nefndi hann stjórntæki sem ræður þrýstingi saltvatns sem notað er við lið- speglanir. Fyrir leikmann er erfitt að gera sér grein fyrir útskýring- um læknis varðandi starf hans. Þessi upptalning segir eflaust lítið um það sem þarf að gera í tækjakaupum fyrir stofnun sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akur- eyri. Þó er gott til þess að vita að mikið af tækjum margra sjúkra- húsa er til vegna áhuga ýmissa félaga senr styðja þau með tækja- kaupum. gej- ífréttum ekki allsfyrir löngu var töluvert rœtt um ungan íslending sem fór til Síberíu í Sovétríkjunum til þess að láta lengja útlimi sína. Eftir því sem best er vitað tókust þessar aðgerðir vel. Á Akur- eyri hefur verið unnið að svipuðum aðgerðum. Erþað Halldór Baldursson yfir- lœknir Bœklunardeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem hefur unnið við þær ásamt læknunum Júlíusi Gestssyni og Ara Ólafssyni. Kiwanismenn á Norðurlandi efna til söfnunar um helgina og rennur söfnunarféð til tækja- kaupa fyrir bæklunardeild sjúkrahússins á Akureyri. Gera þeir sér vonir um að safna 600 þúsund krónum. Er þetta gert í samráði við lækna Bæklunar- deildarinnar, því þörf á meiri og betri tækjum er mikil. Lengingar- aðgerðir þær sem um er rætt hafa verið stundaðar í Sovétríkjunum um nokkurt skeið, eða mun leng- ur en á Vesturlöndum. Þróaðar hafa verið aðferðir, sem hafa síð- an breiðst út um heim. Halldór Baldursson læknir fór sjálfur til Síberíu árið 1983 til að kynna sér þessar aðferðir og notkun tækja þeim viðkomandi. Einnig fór hann til Riga í Lettlandi árið 1985 sömu erinda. Úr þeirri ferð hafði hann meðferðis tæki sem notuð eru við, - ekki aðeins leng- Halldór með tæki sem notuð eru við „lengingaraðgerðir“. Skíöaskólinn í Hlíðarfjalli Ný námskeið hefjast á hverjum mánudegi. Innritun og upplýsingar í síma 22280 eða 22930. ENDURSKOÐUNARMIÐSTÖÐIN HF. - N. Manscher hefur opnað skrifstofu á Akureyri og jafnfram't yfir- tekið rekstur Endurskoðunarþjónustunnar sf. Veitt er þjónusta á sviði endurskoðunar, bókhalds- aðstoðar, tölvuvinnslu, framtalsgerðar og rekstrar- ráðgjafar. Lilja Steinþórsdóttir, löggiltur endurskoðandi veitir skrifstofunni forstöðu. HEndurskoóunar- mióstöóin hf. iN.Manscher Gránufélagsgötu 4, 600 AKUREYRI sími: 96-25609 Rýmingarsala Á mánudaginn hefst stórkostleg rýmingarsala í Kotinu. Mikill afsláttur af öllum vörum. Allt á að seljast. Stendúr aðeins þessa viku. 30-70% afsláttur. Bastvörur: Kistur ★ Þvottakörfur ★ Barnastólar ★ Körfur ★ Hillur ★ Töskur og fleira. Fatnaður, klútar, skartgripir, dakv CHAI7 snyrtivörur, gjafavörur og PUDT JílUr© margt fleira. Látið ekki happ úr hendi sleppa Sendum í póstkröfu. Kreditkortaþjónusta. Opið kl. 10-12 og 13-18. Hafnarstræti 88, sími 23450. Við eigum úrvai afgleri í öllum stærðum og gerðum. Sjáum einnig um viðhald og endurnýjun á gleri og gerum föst verðtilboð. i Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. | ÍSPAN 21332,22333

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.