Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 12

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 12
12 - DAGUR - 7. febrúar 1986 tíðarandinru Kossar Laumast inn um svaladyr í Par- ísarborg klukkan fimm að morgni. . . nei, - hann andvarp- aði þunglega, - það er ósæmi- legt. . .tigninni fylgja skyldur. . . var hann kannski ekki kominn í beinan ættlegg frá Magnúsi Hlöðuási, sem fann upp kvennafriðinn? Nattvogel barón sleppti hendi Tonyar. Síðan reis hann upp af rúm- stokknum, stóð grafkyrr langa hríð og virti sofandi stúlkuna fyrir sér. Skyndilega tók hann ákvörð- un. Hann beygði sig niður að henni — þó líf hans hefði legið við, gat hann ekki staðist freist- inguna. - og þrýsti vörum sín- um að rauðum, lokkandi munni hennar. Langur koss... og... var það ekki ímyndun?... hún svar- aði kossi hans í svefninum... Síðan hraðaði Nattvogel bar- ón sér fram að svaladyrunum og fór ennþá hljóðlegar en þeg- ar hann kom. Er hann klifraði yfir grindurn- ar, fannst honum vöðvar sínir vera úr stáli, - hann var búinn að kyssa hana; - hann stökk yfir á sínar svalir, léttilega eins og ungur hlébarði, og rétt á eftir var hann lagstur fyrir i rúmi sínu. . . Þessi kafli er úr bókinni „Ást barónsins," eftir Gösta Seger- crantz. Dæmi um hinn lang- þráða koss sem söguhetjan stelur, og kemst í hina ótrúleg- ustu sæluvímu fyrir vikið. Kossar eru hreint stórkostleg fyrirbæri (enginn skyldi halda að ég ætli að fara að vera dóna- leg). Strax í vöggu erum við kysst og kjössuð, og lærum að kyssa áður en við lærum að tala. Sem börn kyssum við í vináttu og þakklætisskyni svo dæmi séu tekin. Á vissu aldursskeiði, svona undir fermingu verða kossar skyndilega hin viðurstyggileg- asta athöfn fyrir marga, og allt gert til að komast hjá þeim. Kysstu nú frænku fyrir gjöf- ina, og gæsahúðin lætur ekki á sér standa. Viðhorfið til kossanna breytist svo heldur betur með aldrinum, þegar ástin grípur unglingana. Minningin um fyrsta kossinn er sú minning sem mörgum þykir allra vænst um. Fyrsti kossinn er rómantískt fyrirbæri hvort heldur sem hann er stolinn í dimmu húsasundi, eða á sér stað á næsta óvenju- legan máta sbr. hnátu eina mér nákomna sem upplifði sinn fyrsta koss í frystigeymslu, hríðskjálfandi með fangið fullt af bláberjakrukkum, það þarf varla að taka það fram að krukkurnar enduðu á gólfinu. Kossar eru dularfullir, seið- andi, og eftirsóknarverðir. Sagt er að hægt sé að kom- ast í vímu af þeirra völdum sbr. að í bókmenntum er lýst koss- um sem virka eins og höfugt vín á fremjendur. Söguhetjurnar ganga á hvað sem fyrir er, eftir að hafa þrýst kossi á munaðarfullar varir hins (hinnar) eina (u) rétta (u). Ekki hefur ætíð þótt við hæfi að vera að eilífu kossaflensi. f eina tíð þótti yfirdrifið að herramaðurinn smellti eldheit- um kossi á handarbakjómfrúar- innar, það var nóg til að mörg blómarósin roðnaði upp í hárs- rætur. Á tímum þöglu kvikmynd- anna voru kossar hreinasta augnayndi. Hann var með ólík- indum sveiganleiki álfakropþ- anna þegar „kavalerinn" beygði þær í öfugt L með tilheyrandi augngotum, til að þrýsta kossi á rjóðar varir þeirra. I dag er hins vegar lagt sem mest upþ úr því í kossasenum kvikmyndanna að allt sé sem raunverulegast, helst þannig að um mann fari sæluhrollur, og það að horfa á myndina komist næst því að hafa þann (þá) heittelskaða (elskuðu) í fang- inu. Kossar eru stór þáttur í lífi flestra það er enginn vafi, hugs- ið ykkur bara: Páfinn kysstur á handarbakið, Sovétleiðtogar kyssast, fótboltamenn flaðra upp um hver annan með kossum, og leikarar að kyssast með tárin í augunum, eftir frum- sýningu. Óskað til hamingju með kossi, heilsast og kvaðst með kossi, og svo framvegis og framvegis. Hefur ykkur nokkurn tímann dottið í hug lesendur góðir, hvað kossar skipa stóran sess í lífi ykkar? Koss í anda þöglu myndanna. Stolinn koss KYSSTU MIG APTUR Undrast þú ekki, mín Svava! þó ei nema á stangli orð fái eg eitt í senn flutt af andþrengslum megnum! og að þig aptur eg nálgast, þó áðan við kysstumst — ýttu mér ekki þó frá þér, eg á nokkuð hjá þér! Manstu’ ei að munir ossrir þá mættust í dyrum? Sála mín þá, mín Svava! þér settist á varir! Þóktist hún rík þar í rósa þeim rauða beð lá hún, enn þar hún dottar í dái og dreymir þig Svava! VeÍ2tu nú líf mitt, hin ljúfa! þér liggur á vörum: Leyfðu’ að það sofanda sjúgi’ eg úr sólfagra beðnum! Láttu ei bana mig bíða, eg bið þig, mín Svava! Gefðu mér önd mína aptur og aptur mig kysstu! Ljúft, ekki satt? ^vísnaþáttuc Þrír merkir menn hafa bent mér á að næsta vísa, áður birt, er eftir Gísla Ólafsson og gerði einn sér það ómak að auglýsa fáfræði mína í Degi. Raunar voru vísurnar tvær sem skáldið skaut að kaupmanni á Sauðárkróki: Eirin ef vantar eyrirínn ekki er von þér líki, ef þú flytur auðinn þinn inn f Himnaríki. Þótt þú berír fegri flík og fleiri í vösum lykla, okkar verður lestin lík lokadaginn mikla. Guðmundur Alexandersson sendi eftirfarandi afmæliskveðju. Þú hefur tuttugu ár og eitt álpast lífs í ranni. Það ætlar ekki að ganga greitt að gera þig að manni. Bjarni Jónsson frá Gröf kvað þessa fögru vorvísu. Endurborínn geislaglans gadd úr spori nemur. Lifnar þor og þróttur manns þegar vorið kemur. Haraldur Zophoníasson, Dalvík kvað er honum barst andlátsfregn: Svörtu tjalda sorgarél, svíkur hald um strenginn. Til sín kaldlynd hefur hel heimtað valda drenginn. Laus úr böndum lúa og kífs loks nú veran sefur. Innt af höndum iðgjald lífs alltaf skilvís, hefur. / Grímur Sigurðsson frá Jökulsá kvað: Ég er bergmál, æ til taks, ástadís og Ijóða. Kallir þú á mig, kem ég strax. - Kallaðu ekki góða. Glettinn Þingeyingur og áhugasam- ur um pólitík, sendi þættinum tvær vísur. Varð önnur til er Sverrir ráð- herra settist í stól Ragnhildar Helgadóttur í „stólastríðinu“ fræga. Hin varð til við lestur Dags: Glatt skein Sverri gæfusól. Gleði streymdi um kríka. Mjúkt er að sitja í svona stól og svo er hann volgur líka. Nú er af sem áður var, úr hefur dregið máttinn. Ég hirði ekki orðið þar annað en vísnaþáttinn. Ég mun hafa verið á barnsaldri þeg- ar ég heyrði gamla konu raula þessa sjósóknarvísu: Jón minn hefur litla lyst. Löngum betur aðrir sóttu. Það var aðeins allra fyrst að hann reri á hverri nóttu. Upp kom heiftarlegt missætti milli tveggja húnvetnskra bænda. Síðar Jón Bjarnason frá Garðsvík skrifar lágu þeir saman á greni og urðu þá alsáttir. Einhver kvað: Saman þeir lágu og sigtuðu á rebba ogsömdu um eilífðar-vináttu trygga: Siggi átti að hætta að stela afStebba og Stebbi átti að hætta að Ijúga upp á Sigga. Þá kemur heimagerð vísa er varð til við lestur D.V. Þegar dómgreind þoka blindar. Þegar týnist hugarró, gatan milli glæps og syndar getur stundum orðið mjó.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.