Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 5
Uijátrú eða hvaðl 7. febrúar 1986 - DAGUR - 5 Enn um hrafna I síðasta þætti sagði frá því hversu forspáir hrafnar eru og því að þeir skiptu sér niður á sveitabæina á vetrum. Þjóðsögurnar geyma mörg, dæmi um það hversu vel þeir laun- uðu góðgerðir. „Bóndadóttir á bæ einum hafði þann sið, þegar hún snæddi, að rétta krumma bita út um skjáinn. Einu sinni vildi hann ekki taka við matnum. Stúlkunni þótti þetta kyn- legt og fór út með bitann. Krummi lét mjög líklega að hann væri soltinn, en hoppaði þó og flögraði undan stúlkunni, en hún elti hann drjúgan spöl út á túnið. í sama bili heyrir hún drunur miklar í fjallinu ofan við bæinn og féll þar niður skriða, báðum megin við þau krumma og sakaði þau ekki. En bæinn tók skriðan með öllu lifandi og dauðu. Þannig gaf krummi stúlkunni líf fyrir mat- Feigðarspá Eins og áður hefur verið greint frá, er hrafninn fugla slyngastur að segja fyrir um óorðna hluti og þá oft vo- veifilega. Hér er ein saga úr Þjóðsög- um Jóns Árnasonar því til sönnunar. Einu sinni sem oftar var biskupinn í Skálholti að vísitera í Hvítársíðu í Borgarfirði. Var hann þegjandalegur mjög um daginn og hugsandi og bað menn sína að hraða sér sem mest til að ná tjaldstað, en hann skyldi vera á grundinni hjá Bjarnastöðum við vaðið á Hvítá. Þeir gjörðu svo og tjölduðu, en biskup gekk um gólf á grundinni einn sér. Þegar búið var að tjalda og biskupi var sagt að allt væri í lag komið dæsti hann og sagði: „Stundin er komin, en maðurinn ekki.“ En í sama bili sést hvar maður kemur og ríður ákaflega og stefnir að vaðinu á ánni. Biskup fer með menn sína í veg fyrir manninn og segist vilja tala við hann. En svo var mikill ákafi í manninum að komast út í ána, þó að biskup og hans menn segðu hana bráðófæra, að hann tók aðeins undir við biskup og bað hann tefja sig ekki því sér lægi á. Biskup skipaði þá mönnum sín- um að taka manninn og fara með hann inn í tjaldið. Þeir gjöra það, en þá verður manninum svo illt að enginn hugði honum líf stundu lengur og var eins og hann berðist við öndina og gæti ekki dáið. Biskup lét þá sækja vatn í ána og dreypa á manninn, og á sama augabragði og vatnið kom inn fyrir varir mannsins þá dó hann. Biskup sagði þá að af hrafnamáli um daginn hefði hann vit- að að feigð hefði kallað að manni þessum og hann hefði átt að drukkna í ánni; því hefði hann og getað dáið undireins og vatnið kom í munn honum, en fyrr ekki. Geymd egg Það er ekki hægt að skiljast svo við krumma að hann sé aðeins mærður sem snillingur, sumt orkar tvímælis sem hann gerir og margir bændur segja hann óvin sauðkindarinnar, ekki er ætlunin að staldra við þá ásökun, en hér kemur smá saga þar • sem þeim svarta er ekki ætlað allt of mikið vit. Hrafninn hefir þann sið að reka æðarkollur af hreiðrum sínum. Svo heggur hann nefinu í eggin og drekkur úr þeim. En oftast eru eggin svo mörg, að hann torgar ekki öllum. Þá tekur hann egg í nefið, flýgur með það út í buskann og felur það í mosa. Þannig heldur hann áfram þar til hann hefir falið öll eggin, sitt á hverjum stað, og hyggst geyma þannig forða handa sér þegar hann þarf á að halda. En þarna bregst honum viskan, aldrei þessu vant. Menn segja að hann setji á sig alla felustaðina þannig að miða við skýin, en það verður til þess að hann finnur eggin aldrei aftur. Þannig stendur á því, að hundar finna oft eitt og eitt hreiðurlaust æðaregg út um alla móa. Framsóknarfélag Akureyrar Fundur mánudaginn 10. febrúar kl. 20.30 í Eiös- vallagötu 6. Rædd veröur fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyr- ir áriö 1986. Áríðandi að sem flestir mæti! Leikfélog AÁureyrar Föstud. 7. febrúar kl. 20.30. Laugard. 8. febrúar kl. 20.30. Miðaverð kr. 450,- Myndarlegur hópafsláttur. Jólo&vintýri Sunnud. 9. febrúar kl. 17.00. Allra síðasta sýning. Miðasala opin í Samkomuhúsinu alla daga nema mánudaga frá kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýningu. Sími í miðasölu: (96) 24073. L =mi\i Bílbeltin skal að sjálfsögöu spenna í upphafi feröar. Þau geta bjargað lífi í alvarlegu slysi og hindrað áverka í minni háttar árekstrum. Hnakka- púðana þarf einnig að stilla í rétta hæð. VIDHALD OG NÝSMÍDI Smíðum glugga, útihurðir, innihurðir, skápa, eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar. Leggjum dúka og parkett og útvegum öll efni. Föst verðtilboð í vinnu og efni. Hafðu samband í dag og kynntu þér möguleikana. Aðolgeir&ViÖor 21332,22333 Golfkennsla Inniæflngar eru að hefjast hjá Golfklúbbi Akureyrar. Kennt verður í kjallara íþróttahallarinnar. Tímar eru sem hér segir: Miðvikudagar kl. 17-19 stúlkur yngri en 18 ára. Miðvikudagar kl. 19-22 konur. Fimmtudagar kl. 17-19 drengir. Fimmtudagar kl. 19-22 karlar. Auk þess hafa félagar klúbbsins aðgang að aðstöð- unni í íþróttahöllinni á öðrum tímum. Fyrirtæki og hópar sem hafa áhuga á hópkennslu geta snúið sér til Árna Jónssonar sem veitir allar upplýsingar. Kennari: Árni Jónsson. Stjórnin. Vörukynning verður í versluninni í dag föstudag frá kl. 3-6 e.h. Kynnt verður: Milda-línan og Kópral húðmjólk frá Sjöfn Munið okkar okkar glæsilega kjötborð Þorramatur í úrvali ★ Ljúffengur vestfirskur hákarl ★ Og svo er Sprengidagssaltkjötid tilbúið! Opið til kl. 7 e.h. á föstudögum og frá kl. 9-12 á laugardögum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.