Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 11

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 11
7. febrúar 1986 - DAGUR - 11 Það eru þama nokkrir ,$meUir“ - segir Pétur rokkari Kristjánsson sem skemmtir í Sjallanum um helgina ásamt Bjartmari Guðlaugssyni - Er það Pétur Kristjánsson, „gamli rokkarinn“? - Já, sá er maðurinn. - Þetta er á Degi á Akureyri. Við vorum að heyra að þú værir á leið í Sjallann um helgina. - Já, við Bjartmar Guðlaugs- son ætlum að endurtaka Akur- eyrarferðina frá því um daginn og skemmta í Sjallanum á föstu- dags- og laugardagskvöld. - Hvernig stendur á því að þú ert að skemmta með Bjart- mari? - Það kom þannig til að hann bað mig að syngja með sér eitt lag á plötunni sem hann gaf út í haust, lagið „Stúdentshúfan“ sem varð bara nokkuð vinsælt. í kjölfar þess vorum við fengnir til að koma fram á Hótel Sögu á nýárskvöld og þetta var bara svo gaman að við ákváðum að halda áfram. - Þið bara tveir og þú rokkar- inn ekki með neina hljómsveit á bak við þig? - Nei, fyrst vorum við bara með tónlistina á segulbandi bak við okkur en fannst það ekki nógu gott svo að við breyttum því. Þegar við skemmtum í Eyj- um æfðum við upp prógrammið með hljómsveit þar og í Sjallan- um er hljómsveitin Aning með okkur. Gott nafn þetta á sveit- inni án Ingimars. - Hvernig lög eru á dag- skránni hjá ykkur? - Það eru þarna nokkrir „smellir“. Að sjálfsögðu er það „Stúdentshúfan“ og svo eru lög eins og „Hippinn“ (Kótelettu- karl) og „Haltu kjafti“ af plöt- um Bjartmars og „ellismellir" eins og „Jenny darling“ og „Seinna meir“ sem ég söng á sínum tíma. - Þessi lög standa fyrir sínu? - Já, ég varð ekki var við annað í Sjallanum um daginn og „Jenny darling" sem er orðin 11 ára gömul líkaði bara stórvel. - Þannig að þetta er heilmik- ið „come back“ hjá þér? - Ég veit nú varla hvað ég á að segja um það. Ég hef ekki komið fram síðan 1983 á bítla- hátíðinni á Broadway en þetta er ákaflega skemmtilegt. - Hvernig er svo að skemmta með Bjartmari? - Það er þrælgott. Hann er rokkari eins og ég og við höfum þetta „rokkað" ef svo má segja. Bjartmar er alveg meiriháttar gæi, hann kunni ekkert þegar hann byrjaði í þessu fyrir tveim- ur árum en framfarirnar bæði hvað varðar gítarleikinn og lagasmíðarnar eru með ólíkind- um. - Og hvemig kunnir þú við að skemmta í Sjallanum? - Mjög vel. Við fengum þræl- góða aðsókn þar um daginn og það var ekki annað að sjá en að fólkið væri ánægt, a.m.k. vorum við klappaðir upp. Þetta er mjög skemmtilegt hús, maður nær góðu sambandi við fólkið og hljómburðurinn er góður. Þetta er bara virkilega skemmtilegt. - Er þetta eitthvert „elli- sprikl“ hjá þér sem rokkara? - (Hlátur)-Égveitþaðekki. Það er ekkert sem mælir á móti því að halda þessu áfram á með- an manni er vel tekið, fólkið í Sjallanum tók okkur afar vel og vildi greinilega rneira þannig að það verður áreiðanlega gaman um helgina. - Við segjum það og vertu blessaður. - Já, blessaður. gk-. UTSALA Stórkostleg verðlækkun Parið Brekkugötu 3 * Sími 24989 Bændur athugið! Höfum til sölu fóðurlýsi á mjög góðu verði. Fóðurstöðin s.v.f., Dalvík. Sími 61684. ^ Iðnaðarhúsnæði Við leitum að góðu iðnaðarhúsnæði til kaups fyrir einn af viðskiptavinum okkar. Æski- leg stærð um 300 fm að grunnfleti. I 91 $ SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Iðnaðardeild - Akureyri Húsnæði óskast Einbýlishús eða raðhús óskast til leigu frá og með 1. júní nk. Þarf að vera staðsett á Brekkunni. Uppl. gefur Jón Arnþórsson. Iðnaðardeild Sambandsins. Glerárgata 28 Pósthólf 606 Sími (96)21900 Skrifstofumann vantar í hálft starf á sameiginlega skrifstofu sveitafélaganna í Fram-Eyjafirði. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða bók- haldsþekkingu og sé kunnugur bókhaldi sveitafé- laga. Allar nánari upplýsingar gefa undirritaðir oddvitar hreppanna: Auður Eiríksdóttir, Hleiðargarði, sími 31322. Birgir Þórðarson, Öngulsstöðum, sími 31186. Haraldur Hannesson, Víðigerði, sími 31152. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Óskum að ráða verkstjóra að nýju fyrirtæki í matvælaiðnaði. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi próf frá Fisk- vinnsluskólanum eða reynslu af störfum við niðursuðuiðnað. Uppl. veitir Ingi Björnsson í síma 96-26200. Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. Glerárgötu 30, 600 Akureyri, sími 96-26200. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mars nk. Upplýsingar um starfið veitir formaður stjórnar, Gunnar Ragnars, sími 96-21300. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.