Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 10

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - 7. febrúar 1986 „Fell helst fyrir mikilli dramatík“ - segir Signý Pálsdóttir - Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri. Það er búið að vera ífréttum íhest- um fjölmiðlum að undanförnu að þú sért að hætta í vor sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar? - Já,égskilreyndarekkiafhverju er gert svona mikið mál úr þessu. Það er eins og fólk sé að vonast til að það sé eitthvað brogað á bak við þetta, einhverjar væringar eða slíkt, en það er ekki. Mér hefur líkað mjög vel hérna og við skiljum í sátt og samlyndi. - Það vargaman að heyra. Segðu mér nú aðeins nánar af því hvernig þér hefur líkað hérna. Hvernig var að koma til Leikfélags Akureyrar? - Þetta var náttúrlega mikið tæki- færi sem ég fékk á sínum tíma þegar ég kom hingað. Áður var ég kennari í Stykkishólmi og var búin að vera þar t' sjö ár. Ég hafði komið heim, ólétt með leikhúsfræðipróf, og ekki getað fengið vinnu þegar ég kom frá Kaupmannahöfn svo við ákváðum að fara út á land og kenna þar í einn vetur. Svo líkaði okkur það vel í Stykkishólmi að við urðunt þar í sjö ár. Ég sló svo til þegar ég sá þetta auglýst og sótti um þetta starf. Þá fannst mér það að koma frá Stykkishólmi til Akureyrar vera eins og að koma úr þorpi í borg. Hér búa tífalt fleiri en í Stykkishólmi. En eftir að hafa verið í fjögur ár minnkar bærinn fyrir mér. Ég hafði fylgst með Leikfélagi Ak- ureyrar í fjölmiðlum áður en ég kom hingað en hafði enga sýningu séð, nema Þið munið hann Jörund á leik- ferðalagi. Pað höfðu verið mjög spennandi sýningar árið áður en ég kom, bæði Prjár systur og Jómfrú Ragnheiður sem höfðu hlotið mikið lof svo að þetta virtist vera framsæk- ið leikhús. Fólkið tók mér alveg opnum örm- um og hjálpaði mér að stíga fyrstu skrefin. Það hafði verið leikhús- stjóralaust í eitt ár og rekið leikhúsið sjálft. Þórey Aðalsteinsdóttir sem nú er framkvæmdastjóri sá þá um öll fjármálin, og gerir enn, og samstarf okkar og leikhúsráðsins var mjög gott og hefur verið það alla tíð síðan. - Nú hefurþetta leikhúsgetið sér orðs langt út fyrir Akureyri á síðustu árum, sérstaklega eftir að þú komst hingað og líklega hefur My tair Lady verið stærsta skrefið, hvað réði? - Ég kom hingað án þess að þekkja staðhætti en það sem ég sá var að aðsókn hafði ekki verið nógu mikil miðað við það hve góðar sýn- ingar voru settar á svið hérna. Ég gerði mikið af því að spjalla við fólk, bæði ættingja mína og fólk sem ég kynntist í bænum og spyrja hvers það saknaði hjá leikhúsinu. Ég var þann- ig með nokkurs konar markaðskönn- un. Markmiðið er alltaf tvíþætt, í fyrsta lagi að setja upp góðar, list- rænar sýningar og í öðru lagi að það séu sýningar sem fólkið vill horfa á. Þá fann ég mikið fyrir því, sérstak- lega hjá fólki sem komið var á miðj- an aldur og þar yfir, að það saknaði gömlu söngleikjanna. Þeir stóðu í einhverjum dýrðarljóma og ég fékk oft að heyra um Bláu kápuna, Meyj- arskemmuna og fleiri söngleiki sem færðir höfðu verið upp í leikhúsinu áður fyrr. Eins vildi fólk fá að sjá þjóðlegar íslenskar sýningar. Gamanleikritin eru hins vegar þau leikrit sem hafa fallið hjá okkur þennan tíma sem ég hef verið hérna. - Er það ekki svolítið óvanalegt? - Ég held bara að smekkur fólks hafi breyst. Það er komið svo mikið af skemmtiefni annars staðar, t.d. í Signý Pálsdóttir. sjónvarpi, og skemmtiefni í sjón- varpi er yfirleitt mjög vel gert þannig að ég held að það þurfi að vera eitt- hvað alveg sérstakt til að fólk fari í leikhús til að fá bara skemmtun. í söngleikjunum fylgir söngurinn og tónlistin með og þessir söngleikir sem við höfum verið með, eins og My Fair Lady og Piaf, eru bæði dramatísk verk og hafa góðan grunn að byggja á. Eins er með söngleikinn sem við erum að æfa núna, Blóð- Mynd: - KGA. bræður. Þetta er mjög átakamikið verk. Hér er mikið af góðu tónlistarfólki og fjölmennur tónlistarskóli með góðum kennurum og í söngleikjun- um fengu bæði kennarar og nemend- ur tækifæri til að leika mun meira op- inberlega og hafa atvinnu af því. Pannig hafa sumir kennarar sem mest hafa unnið með okkur jafnvel minnkað við sig kennslu á móti. Nemendurnir hafa líka hlotið mjög dýrmæta reynslu. - Ert þú sjálfhrifnari afsöngleikj- um t.d. en .öðrum leikritum? - Ég er ekkert hrifnari af söng- leikjum en öðrum leikritum. Og ég verð að játa það að ég er sjálf meira fyrir átakamikil verk. Þau mega vera skemmtileg mín vegna en ég fell helst fyrir mikilli dramatík. Það eru aftur verk sem erfiðara er að fá sam- þykkt því fólk er eðlilega hrætt um að við fáum ekki nægilega aðsókn. Ég vil að verk hafi einhvern jákvæðan boðskap að flytja. Ég lít svo á leikhús að það eigi að vera mannbætandi en það er ekki þar með sagt að ég vilji ritskoða leikrit, t.d. þannig að ekki komi fram í því of- beldi eða klám, því það getur líka þjónað sínum tilgangi. Innantóm leikrit sem hafa ekkert að segja, af þeim hef ég ekki gaman. - Ertu búin að ákveða hvað tekur við hjá þér þegar þú hættir hjá leikhúsinu? Ætlarðu að fara frá Ak- ureyri? - Nei, ég ætla að vera áfram hér í bænum, a.m.k. um sinn og hef ekki sótt um starf neins staðar ennþá. Það hefur hvílt á mér ýmislegt sem mig langar til að skrifa og ég ætla að prófa að gefa mér svolítinn tíma til þess. - Gangi þér vel og þakka þér fyrir spjallið -yk. Leiðrétting Vegna villu í handriti féllu niður tvær tegundir af þorramat sem eru í þorrabökkunum frá Kjöt- iðnaðarstöð KEA. í blaðinu á miðvikudag voru tegundirnar sagðar 14, en þar vantaði súra bringukolla og saltkjöt og eru þær því 16 að tölu, eins og í bökkum frá Bautabúrinu. Þessu er hér með komið á framfæri um leið og við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum. Stjórn Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Samsetning Óskum að ráða starfsmann konu eða karl til starfa við samsetningu á rafeinda- búnaði hjá DNG hf. Við leitum að duglegum, nákvæmum starfsmanni sem getur hafið störf sem allra fyrst. Um framtíðarstarf er að ræða. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni. Stuðningsfjölskyldur Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra auglýsir eftir fjölskyldum (stuðningsfjöl- skyldum) er gætu tekið fatlaða einstaklinga til dvalar á eigin heimili að jafnaði þrjá til sex sól- arhringa í mánuði. Tilgangur þjónustu af þessu tagi er að létta álagi af fjöl- skyldum fatlaðra sbr. reglugerð um stuðningsfjölskyldur nr. 345/1985. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag dvalar, hlutverk og kjör stuðningsfjölskyldu veitir framkvæmdastjóri Svæðis- stjórnar í síma 26960 milli kl. 8.30 og 12.00 mánudag og þriðjudag 10. og 11. febrúar nk. Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra. Opið stórmót ■ ■ Bl J mm J A X ■ r ' II ' i _ I | _ íbridge-tvímenningi- verður helgina 15. og 16. febrúar á Hótel Húsavík og hefst kl. 13.00 á laugardag. Spilað verður eftir Mitchel-fyrirkomulagi og um gullstig. - Gisting og matur verður á hagstæðu verði. Mestu verðlaun í bridgemóti hérlendis Tveir bestu árangrar af þremur gilda til heildar- verðlauna, sem eru: 1. Ferðaúttekt í leiguflugi S.L. að upphæð kr. 60.000, auk peninga að upphæð kr. 50.000. 2. Ferðaúttekt í leiguflugi S.L. að upphæð kr. 30.000, auk peninga að upphæð kr. 25.000. 3. Ferðaúttekt í leiguflugi S.L. að upphæð kr. 20.000, auk peninga að upphæð kr. 15.000. 4. Ferðaúttekt í leiguflugi S.L. að upphæð kr. 15.000, auk peninga að upphæð kr. 10.000. 5. Ferðaúttekt í leiguflugi S.L. að upphæð kr. 15.000, auk peninga að upphæð kr. 5.000. Þátttakendum er bent á að láta skrá sig hjá stjórn Bridgefé- lags Akureyrar, stjórn Bridgefélags Húsavíkur eða hjá Ólafi

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.