Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 4

Dagur - 07.02.1986, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 7. febrúar 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GlSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRlMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Úrtölur í háskólamálinu Jeiðari. Háskólaráð hefur sent frá sér ályktun varðandi hug- myndir um háskóla á Akur- eyri. Þar kemur fram, að ráðið telur ekki rétt að taka bindandi ákvörðun í þessu máli, fyrr en nákvæmari upplýsingar liggi fyrir um ýmis atriði, sem ráðið telur að enn séu óljós. Háskólaráð telur enn- fremur, að taka beri tillit til þess, að Háskóli íslands sé illa búinn í dag til þess að halda uppi kennslu á einum stað, hvað þá að taka upp kennslu víðar á landinu. í þriðja lagi telur ráðið ástæðulaust, að hefja há- skólakennslu á Akureyri, í greinum sem þegar eru kenndar við Háksóla íslands. Fleiri úrtöluatriði koma fram í ályktun há- skólaráðs. Þessar úrtölur háskóla- ráðs koma svo sem ekki á óvart og fleiri úrtöluraddir hafa heyrst „að sunnan". það kostaði mikið mas og hörku á sínum tíma, að afla Menntaskólanum á Akur- eyri réttinda til að útskrifa stúdenta. Reykjavíkurvald- ið stóð fast á móti. En fyrir harðfylgi vaskra norðan- manna hafðist málið í gegn. Smiðshöggið á það verk rak Norðlendingurinn Jónas frá Hriflu, sem þá var mennta- málaráðherra. Það er því víst, að Norð- lendingum verður ekki rétt- ur háskóli á silfurfati. Það þarf að berjast fyrir honum, eins og sést af þeirri ára- löngu baráttu sem er þegar að baki. En nú er lag; nú þarf að róa lífróður, því há- skóli á Akureyri er mikið hagsmunamál fyrir alla Norðlendinga. Sverrir Her- mannsson, menntamála- ráðherra, hefur lýst yfir áhuga á háskóla á Akur- eyri, jafnframt því sem hann vill hraða uppbygg- ingu Verkmenntaskólans eins og frekast er kostur. Sverrir verður að láta verkin tala, en hann þarf að fá all- an þann stuðning frá heimamönnum, sem hægt er að veita. Fram til þessa hefur oft- ast verið rætt um að háskóli á Akureyri verði útibú frá Háskóla íslands. En eftir viðbrögð háskólaráðs virð- ist sýnt, að réttara sé að berjast fyrir sjálfstæðum há- skóla á Akureyri. Að sjálf- sögðu þyrfti hann að vera í náinni samvinnu við Há- skólann í Reykjavík. En aðalatriðið er, að háskóla- kennsla hefjist á Akureyri í haust. - GS 5:24119/24170 Mazda 323 árg. ’85, ek. 15.000. Verð 400.000. Toyota Tersel Station árg. ’83, ek. 46.000. Verð 450.000. Saab 900 Turbo árg. ’83, ek. 52.000. Verð 620.000. MMC Colt 5 dyra árg. ’81, ek.57.000. Verð 230.000. Subaru station árg. ’80, ek. 66.000. Verð 275.000. Volvo F1023 vörubíll með palli árg. ’80m, ek. 150.000. Verð 1.500.000. Erum með mikið af nýjum og notuðum bílum í hlýjum og rúmgóðum sýningarsal. Einnig eigum við mikið úrval af snjósleðum á söluskrá. Opið frá kl. 9-19 daglega. Laugardaga kl. 10-17. J<oll — hnýsa Að krota á veggi eða annað til- heyrandi er vinsæl aðferð til að koma boðskap eða leyndum þörfum á framfæri. Boðskapur- inn er oft af pólitískum toga spunninn og þarfirnar kynferð- islegar, svo ekki sé meira sagt. Það sem ekki kemst annars staðar á letur, sökum t.d. kyn- þáttafordóma, sjúklegra hneigða o.s.frv. lifir góðu lífi á veggjum náðhúsa, símaklefa og annarra staða þar sem einstakl- ingar hafa ró og næði. Ekki eru þó textarnir ætíð runnir undan rifjum kynþáttafordóma og sjúklegum hvötum. Spakmæli ýmiss konar og tilvitnanir í heimsbókmenntirnar koma gjarnan fyrir. Til eru doktorsrit- gerðir í bókmenntum um inni- hald veggjakrotsins, enda er það góður mælikvarði á hug- myndir manna á ýmsum málum og alþýðubókmenntir. (Undir- ritaður er mikill aðdáandi veggjakrots, þegar lágkúran hef- ur verið síuð burt). Stundum er krotið ekki annað en staðfesting á að N.N. hafi verið á staðnum einhvern tiltekinn dag, mánuð eða ár, svona til að skilja eftir sig eitthvað fyrir komandi kyn- slóðir og gerast áþreifanlegur hluti af „eilífðinni“. T.d. eru velflestir hellar á íslandi fullir af þess konar kroti og til er vör í Reykjavík, (Lambhólsvör við Skerjafjörð) þar sem annar hver steinn í fjöruborðinu er vitnisburður um að N.N., J.J. eða einhver annar hafi verið á Krot staðnum, væntanlega við sjósókn. Elsta krotið (risturnar) er frá því um aldamót og það yngsta frá miðri öldinni. Þessi þörf manna að krota er ekki alveg ný af nálinni. í Fen- eyjum stendur nú ljón eitt, sem upprunalega stóð í Aþenu, en var tekið herfangi seint á sautj- ándu öld. Á herðum ljónsins er krot, veðrað, ógreinilegt en fyrst og fremst illa skrifað á rúnaletri. Engum hefur tekist að ráða í letrið, en sá sem það hefur skrifað hefur ekki verið með rúnaletur á hreinu. í Miklagarði stendur kirkja (dómkirkja) sem heitir Hagia Sophia. Er hún gerð úr steini og marmara. Kirkjan var byggð 537 e.Kr. Vítt og breitt um kirkjuna er krot frá öllum tímum, á ýmsum tungumálum. Svo seint sem 1967 uppgötvaði sænskur rúnasérfræðingur rúna- letur á meðal krotsins. Mest af letrinu var ólesanlegt en þó var hægt að lesa upphafsstafina, ALFTAN þ.e.a.s. Hálfdán (hálfur Dani). Hafa sumir látið að því liggja að staðið hafi Hálfdán var hér og er það sennilegt. Maes howe. Litið út frá miðherbergi haugsins (grafhýsisins). Þar áttu margir góðar stundir. Gangurinn er 11 m langur. Á Orkneyjum stendur haug- ur einn mikill. Kallast hann Maes howe og er frá yngri stein- öld, nánar tiltekið 2700 f.Kr. Inn í hauginn ganga gangar inn að miðju og þaðan grafhýsi, allt borghlaðið. Haugurinn var fyrst grafinn 1861 og kom þá í ljós að fornleifafræðingarnir voru ekki þeir einu sem inn í hauginn höfðu farið. í fyrsta lagi höfðu ræningjar látið greipar sópa um grafhýsin og í öðru lagi höfðu ýmsir af ýmsum ástæðum farið inn og krotað á steinana fyrir ca. 700 árum. Á tveim stöðum má t.d. lesa að krossfarar hafi farið inn í hauginn til að leita fjársjóða en ekki fundið. Aðrir textar gefa til kynna að staður- inn hafi verið heimsóttur eins og hver annar ferðamannastað- ur nú á tímum. T.d. stendur á einum stað Þórný lögð, Helgi skráði. Á öðrum stað stendur Ingigerður er fegursta kona í heimi. Strákarnir voru eins þá sem nú, sumir gortarar aðrir feimnir. Merkilegasti textinn í Maes howe tengist íslandi beint. Hljóðar hann u.þ.b. svo: Pessar rúnir voru ristar afmesta rúnaristara vestan hafs, með exi er einu sinni átti Gaukur Trandilsson á suður íslandi. Hvernig exi Gauks á Stöng hafnaði á Orkneyjum er svo önnur saga. Lýk ég kroti mínu hér. Bjarni Einarsson. Bjarni Einarsson skrifar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.