Dagur - 17.02.1986, Side 5

Dagur - 17.02.1986, Side 5
17. febrúar 1986 - DAGUR - 5 andstæðinga sína í gufubað. Á meðan birkivendirnir smella mýkjast hugir manna og verða móttækilegri fyrir málamiðlunum og samkomulagi. Titlar og gráður verða eftir í búningsherberginu með fötunum og það er erfitt að vera yfirlætislegur þegar maður situr nakinn eins og guð skapaði mann. Þjóðarleiðtogum frá bæði austri og vestri hefur verið boðið í gufubað í Finnlandi. Það til- heyrir einfaldlega finnskri gest- risni. Gufubaðsvöndurinn Margir Finnar segja að birki- vöndurinn sé ómissandi í gufu- baðinu en þeir eru líka til sem aldrei nota hann. Vöndurinn er venjulega búinn til úr limi af ungu birki og er best að safna því um mitt sumar. Þá bindur maður vendi fyrir allan veturinn. Það krefst mikillar þjálfunar að binda góða vendi en vel bundinn birki- vöndur er líka mesta augnayndi, fyrir utan hagnýta gildið. Algeng- asta aðferðin við geymslu á birki- vöndum er að þurka þá. Þá bind- ur maður vendina saman, tvo og tvo, og hengir þá upp í rjáfur á rúmgóðum og svölum stað. Ef maður sgltar þá áður halda þeir litnum betur. Það er líka hægt að frysta vendina og er alls ekki svo vit- laust. Hugsið ykkur bara ferskan ilmandi birkivönd í svartasta skammdeginu. Sá sem ætlar að frysta vendina ætti að hafa þá eitthvað minni en ella til að þeir rúmist betur í frystinum. Gott er að leggja hvern vönd í plastpoka í frystigeymsluna. Frosinn vönd á að þíða við stofuhita og verður hann þá álíka góður og nýr vönd- ur um miðsumar. Hárgreiðslumeistarar keppa í „frístæl“ Nýstárleg keppni í frjálsri greiðslu eða „frístæl", verður haldin á Broadway 2. mars nk. Keppnin er haldin á vegum tímaritsins Hárs og fegurðar og Sambands hárgreiðslu- og hár- skerameistara. Svona keppnir eru mjög vinsælar erlendis og hugmyndin bak við keppnina er að hver einstaklingur getur kom- ið hugmyndum sínum á framfæri, þannig að margir bíða spenntir eftir útkomunni, sem ætti að geta orðið mjög litrík. Fimm fyrstu sætum verða veitt verðlaun í hvorri grein. Meðan beðið verður eftir úr- slitunum verður meðal annars tískusýning. Það er eingöngu af hagnýtum ástæðum sem fólk fer nakið í gufubað. Það væri beinlínis óþægileg að sitja og svitna í bað- fötum eða einhverri annarri flík. í gufubaði á maður að hafa það notalegt og þá er ekki heppilegt að einhver flík klessist við skrokkinn. í gufubaðstofum sem ætlaðar eru almenningi eða fleirum en einni fjölskyldu eru tímar líka yfirleitt skipulagðir þannig nú- orðið að konur og karlar hafa sértíma eða að baðstofunni er skipt í tvennt fyrir karla og konur. Takið óvinina með í gufubað. Finnskir stjórnmálamenn og embættismenn fara iðulega með -Jesendahornið. Besti matur í heimi - M.H. er þakklát þeim sem útbúa þorrabakkana M.H. skrifar: Ja, aumingja maðurinn, sem keypti sér þorrabakka og fann bara kæsta bragðið af öllu saman. Ég keypti líka þorrabakka og það var allt jafn yndislegt. Ég er þakklát þeim sem útbúa þessa bakka, svo að maður fái þá að minnsta kosti einu sinni á ári að smakka blessaðan gamla sveita- matinn, sem er bestur í heimi. Svo er skammsýnt fólk að tala um að leggja niður landbúnað- inn. En ætli þeim brygði ekki við, blessuðum. Við hvetjum lesendur til að koma úr felum og láta skoðanir sínar i Ijós hér í lesendahorninu. Síminn er 24222. Þeir sem skrifa merkja bréfin: Dagur, Strandgötu 37, Akureyri, „lesendahornið". Þeir sem vilja geta fengið bréf sín birt undir dulnefni, en fullt nafn verður samt sem áður að fylgja til vitstjórnar. Sama gildir um þá sem hringja; við birtum erindi þeirra undir dulnefni, en það verður ekkert birt ef við- komandi segir ekki til nafns í símar.n. Hvað hét hestur djáknans Laufey Sigurðardóttir frá Torfu- felli hafði samband við Dag og sagðist hafa hlustað á morgunút- varpið sl. fimmtudagsmorgun. Var þar verið að fjalla um söguna um djáknann frá Myrká. Sagði Laufey að stjórnendur hefðu á Myrká? ekki vitað nafn hestsins sem djákninn og Guðrún riðu á. „Hesturinn hefur alltaf átt nafn og það er Faxi," sagði Laufey. Því er hér með komio á framfæri við þá sem ekki vissu það áður. Jónas Pétursson fyrrverandi alþingismaður Hvar á að ala r upp Islendinga? í fróðlegri frásögn í „Degi“ 22. jan. s.l. af bændafundi á Hótel KEA eru tilgreind nokkur atriði úr ræðum manna. Eitt ber þar af öllu að minni hyggju. Þar er sagt frá ræðu Kristjáns Theodórsson- ar þannig. „Hann benti mönnum á að ein framleiðslugrein mundi örugglega styrkja búfram- leiðsluna í landinu. Það væri barnaframleiðsla, en hún hefði dregist mjög saman á síðustu árum.“ (Leturbreyting mín J.P.) Þarna er tekið á meginmáli í framtíð íslenskra sveita. í meira en 10 aldir var hér bændaþjóð- félag til lands og sjávar. Menning íslendinga er bændamenning, enda öll menning sprottin úr samskiptum mannsins við náttúr- una, sem búskapur til lands og sjávar hefir verið um aldir. í þrjátíu ættliði hefir húsfreyjan og bóndinn alið kynslóðirnar og þaðan er fólkið, sem byggt hefir upp hið mikla þéttbýli nútímans. Að stórum hluta til dærnis, þá miklu aukningu þéttbýlis upp úr síðari heimsstyrjöld og raunar fram á þennan dag. Hvernig sem á er litið, er þetta mikilvægt fyrir- bæri. Varla mun svo glámskyggn persóna til, að skilja ekki eða viðurkenna yfirburði þess að ala upp börn í sveitum, í strjálbýli í samskiptum við dýr og aðra nátt- úru og læra að tala af því máli. sem enn er þar víðast á hreinni íslensku á vörum hinna fullorðnu. Gildi sveitanna, búskaparins hefir því síður en svo minnkað á þessu sviði síðari árin. heldur aukist stórlega. Þess vegna þótti mér svo vænt um að sjá þessi um- rnæli Kristjáns Theodórssonar frá bændafundinum á Akureyri. Hefir brunnið mér í sinni lengi. Þetta er sístækkandi hlutverk bændafólksins. Manngildi er ofar auðgildi! Utsjónarsemi Það er víst bæði löggiltur og skjalfestur sannleikur, að ís- lendingar eru ríkir menn. Þetta fullyrða stjórnmálamenn og vitna í því sambandi í alls konar skýrslur og skjöl Sameinuðu þjóöanna. Stöku sinnum gera þó efasemdir vart við sig hjá mönnum. Þetta er ekki algengt, en kemur helst fyrir þegar t.d. gluggapóstsflæðið í forstofunni er í ökkla og mánaðarkaupið fyrirfram étið út á krítarkort. Það er svo sem allt í lagi með reikninga og rukkanir ef nóg er til af peningum. En þegar pen- ingana vantar er gluggapóstur sérlega hvimleitt fyrirbrigði. Þá. er hægt að taka heilshugar undir með kerlingunni, sem sagði, þegar henni var sýndur reikningur, að hún hefði annað meö sína peninga að gera en að borga reikninga. Að sjálfsögðu er ekki hægt að rengja stjórnmálamenn og opinberar skýrslur en óneitan- lega setur að manni nokkurn efa þegar maður allt í einu stendur í gluggapósti upp að hné <og fær ekki betur séð en ríki íslendingurinn sé orðinn löggiltur fátæklingur. En auðvitað má maður ekki hugsa svona. Að vera neðan bjargálnamarka sýnir ekki fátækt, heldur skort á útsjónar- semi. Þess vegna lét ég ekki deigan stga þarna í háflóðinu í forstofunni, heldur fór að leiða hugann að þessu með útsjónar- semina. Og þá fékk ég hugljómun. Ég mundi sem sé eftir því, að undanfarið hef ég ekki opnað Dag-blað eða dagblað, - ekki opnað útvarp eða sjónvarp svo ekki hafi dunið á augum mínum og eyrum auglýsingar um undrabækur, - öndvegis-spari- há-tromp-gull-kaskóbækur. í öllum þessum auglýsingum er því heitið, að „stofni" maður bók, gerist kraftaverkið: Maður verði ríkur og helst vellauðugur. Ekki skil ég þó hvernig farið er að því að „stofna“ bók. Ég hélt í einfeldni minni að þaö eina sem hægt væri að stofna væri féiag eða þá fyrirtæki. Ég hafði orð á þessu við konuna mína, sem bað mig snarlega að hætta svona heimskulegum hártogun- um. Þær sæmdu engan veginn manni, sem væri á leiðinni að verða stórauðugur. Að sjálfsögðu var þetta rétt hjá henni og ég fór svona að gamni mínu að hugleiða hvern- ig það hljómaði: Högni ríki Brandsson eða bara einfald- lega Högni Rockefeller. Og svo fór ég niður í banka. Mér var strax tekið þar Ijúf- mannlega. Ég kvaðst vera út- sjónarsamur fátæklingur, sem vildi ráða bót á fátæktinni með því að „stofna" bók, og verða rúmlega bjargálna. En þá kom stóri skellurinn: Til þess að verða ríkur og eignast peninga með undrabókaraðferðinni, þarf aðeins að eiga eitt, - nóga pen- inga. Högni.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.