Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 7
6 - DAGUR - 17. febrúar 1986
17. febrúar 1986 - DAGUR - 7
Staða Þórs í 1. deildinni í körfubolta er orðin slæm eftir tvö töp um helgina. Mynd: KGA
- í 1. deild í körfubolta,
Tap gegn IS
á síðustu stundu
Lið Þórs og ÍS léku að nýju á laugar-
dag í 1. deildinni í körfubolta og þá í
Skemmunni. Enn sigruöu Stúdentar,
nú meö aðeins tveggja stiga mun
63:61 og ekki lagaðist staða Þórs á
töflunni við það, að tapa öðrum
leiknum fyrir IS á jafnmörgum
dögum.
Fyrri hálfleikur leiksins var hnífjafn
allan tímann. Jafnt á flestum tölum en
þó voru Þórsarar fyrri tii að skora. í
hálfleik höfðu Þórsarar eins stigs for-
ystu 31:30.
í byrjun síðari hálfleiks náðu Þórsar-
ar ágætum kafla og á 6. mín. voru þeir
komnir með 8 stiga forystu 42:34. Stúd-
entar voru ekkert á því að gefast upp og
söxuðu á forskotið. Þegar um 2 mín.
voru eftir höfðu Þórsarar 5 stiga forystu
60:55 en Studentar minnkuðu muninn í
60:59. Þórsarar skoruðu 61. stigið úr
vítakasti þegar um 1 mín. er eftir. í
næstu sókn á eftir misstu Stúdentar
boltann en Þórsarar skutu ótímabæru
skoti sem ekki rataði ofan í körfuna, ÍS
náði frákastinu og jafnaði 61:61 og að-
eins um hálf mín. eftir. Þórsarar hófu
sókn en skutu öðru ótímabæru skoti
sem rataði ekki heldur rétta leið og aft-
ur náðu Stúdentarnir frákastinu. Þeir
hófu sókn og brutu Þórsarar á einum
leikmanni Stúdenta og fékk hann tvö
vítaskot og hitti úr báðum. Þá voru að-
eins um 10 sek. eftir af leiktímanurn.
Þórsarar hófu sókn en þeim tókst ekki
að nýta sér þann stutta tíma sem eftir
var og töpuðu því leiknum 61:63. Stúd-
entar fögnuðu innilega í leikslok enda
búnir að krækja sér í 4 stig í fallbarátt-
unni í 1. deild en Þórsarar sátu eftir
með sárt ennið og eru nú í mikilli fall-
hættu.
Þórsliðið átti ekki góðan dag að þessu
sinni. Helst var það að Eiríkur þjálfari
berðist af krafti.
í liði ÍS voru þeir Valdimar og Helgi
bestir. Þeir skoruðu einnig mest, Valdi-
mar 18 og Helgi 16.
Stig Þórs: Björn 11, Eiríkur 11,
Konráð 9, Jóhann 8, Ólafur 8, Hólmar
7, Halldór 4 og Bjarni 3.
Þorsarar lélegir
og töpuðu fyrir ÍS
Þórsarar töpuðu fyrir ÍS í 1. deildar-
keppninni í körfubolta í leik liðanna
á föstudagskvöld í Höllinni. Stúdent-
ar skoruðu 66 stig gegn aðeins 53
stigum Þórsara. Helgina áður höfðu
Þórsarar unnið stórsigur á Stúdent-
um í Reykjavík, 93:63 og hafa senni-
lega enn verið aö fagna þeim sigri.
Þórsarsðt leiddu leikinn lcngst af í
fyrri hálfíéjk. Þrátt fyrir það voru
þeir að fá dæmd á sig skref í annarri
hverri sókn og þá var hittni þeirra af-
leit. Stúdentar náðu að komast yfir
þegar um ein mín. var eftir af fyrri
hálfleik og voru yfir í hálfleik 35:31.
Ólafur Adolfsson byrjaði inná í upp-
hafi leiksins en var hvíldur eftir 6
mín., þá kominn með 3 villur. Eirík-
ur þjálfari Þórs var kominn með 4
villur í fyrri hálfleik.
Stúdentar léku á als oddi í upp-
hafi síðari hálfleiks og voru komnir
með 10 stiga forskot á fyrstu 5 mín.
Þórsarar náðu aldrei að minnka þann
mun heldur bættu Stúdentar heldur
við og sigruðu í leiknum með 13 stiga
mun 66:53.
Ekki er hægt að hæla einum ein-
asta Þórsara fyrir þennan leik. Hittni
leikmanna var í algjöru lágmarki
eins og tölur leiksins gefa til kynna.
Vörn og sókn voru hreinlega léleg
hjá liðinu.
Stúdentar gerðu sér grein fyrir
mikilvægi leiksins í fallbaráttunni,
börðust eins og ljón allan leikinn og
uppskáru samkvæmt því. Bestir voru
þeir Valdimar Guðlaugsson og Helgi
Gústafsson.
Stig Þórs: Hólmar Ástvaldsson 14,
Eiríkur Sigurðsson 12, Jóhann Sig-
urðsson 8, Konráð Öskarsson 6,
Halldór Arnarson 5, Bjarni Össurar-
son 4, Björn Sveinsson 2 og Ólafur
Adolfsson 2 en hann varð að yfirgefa
leikvöllinn á 6. mín. seinni hálfleiks
með 5 villur.
Flest stig ÍS gerðu þeir Valdimar
Guðlaugsson 15, Helgi Gústafsson
13 og Bjarni 12.
íþróttir-
íslandsmótið 3. deild:
Stórsigur Völsunga
á Reyni í Sandgerði
Völsungar voru aldeilis
kampakátir eftir leik sinn við
Reyni á föstudagskvöld og
höfðu ærna ástæðu til. Þeir
náðu 8 marka útisigri og var
hann mjög verðskuldaður.
Ekki byrjaði leikurinn gæfu-
lega fyrir Völsunga því Reynis-
menn komust strax í 2:0. Reynis-
menn héldu svo þessum 2. marka
mun þar til á 20. mín. að þeir
juku hann í 3 mörk, 6:3. Þá fóru
Völsungar loks í gang og jöfnuðu
7:7 og komust yfir 8:7. Eftir það
juku þeir muninn.um 1 mark.
Staðan í hálfleik 11:9.
Framan af seinni hálfleik hélst
2ja til 3ja marka munur með liðun-
um allt þar til staðan var 21:19 og
8 mín. til leiksloka. Þrjú mörk í
röð frá Völsungum breyttu stöð-
unni í 24:19 en Reynismenn svör-
uðu með tveimur mörkum. Stað-
an var þá 24:21. Þá var engu lík-
ara en Reynisliðið brotnaði niður
og á lokamínútunum skoruðu
Völsungar 5 mörk gegn engu og
tryggðu sér stórsigur.
Bestir í liði Völsungs voru
Arnar Guðlaugsson, Skarphéð-
inn ívarsson og Pálmi Pálmason,
þá varði Birgir markvörður vel.
Flest mörk Völsungs: Skarp-
héðinn 7, Pálmi 7 (2), Birgir 5, og
Arnar 4 (1).
Flest mörk Reynis: Daníel
Hilmarsson 9 og Heimir Karlsson
5. AE/Reykjavík
Skarphéðinn ívarsson átti góðan ieik gegn Reyni um helgina. Mynd: KK.
KA-menn sáu aldrei til sólar gegn Þrótti á laugardag.
KA réð ekki
við Þrótt
Karlalið KA og Þróttar léku
einnig um helgina í 1. deildar-
keppninni. Var um einn leik
að ræða og fór hann fram á
laugardag. Þróttarar sigruðu
örugglega 3:0.
Fyrsta hrinan endaði 15:7 og
var það aðeins i byrjun sem KA-
menn héldu í við Þróttara. í ann-
arri hrinunni komust Þróttarar
strax í 8:0 en KA-menn náðu að
minnka muninn í 11:9. Þróttarar
voru síðan sterkari á endasprett-
inum og sigruðu 15:10. í þriðju
hrinunni þurftu Þróttarar að
leggja hvað harðast að sér til að
sigra. Staðan var jöfn 10:10 en
Þróttarar voru harðari í lokin og
sigruðu 15:11.
Það er eins með þessi lið og
kvennaliðin að Þróttur er'
töluvert betra lið en KA eins og
vel kom í ljós í leiknum.
Dómaramir mættu
ekki til leiks
- og fresta varð leik ÍBK og Þórs
Þórsarar að missa
af lestinni í 3. deild!
- misstu unnin leik niður í jafntefli í Sandgerði
Þórsarar voru heldur betur
niðurlútir eftir að hafa aðeins
náð jafntefli gegn Reyni í
Sandgerði á laugardag og
höfðu ærna ástæðu til. Þeir
glopruðu niður unnum leik
með því að spila hræðilega illa
í lokin og geta þeir þakkað
Hermanni markmanni það að
þeir náðu þó öðru stiginu.
Þórsarar náðu fljótlega yfir-
höndinni og höfðu tveggja til
þriggja marka forskot allan fyrri
hálfleikinn. Staðan í hálfleik var
12:10 Þórsurum í vil.
Fyrri part síðari hálfleiks spil-
uðu Þórsarar vörnina mjög vel og
náðu að auka muninn í fimm mörk
17:12. Þá hrundi allt og það sem
eftir var skoruðu Þórsarar aðeins
þrjú mörk gegn átta mörkum
Reynismanna. Lokatölur urðu
því eins og fyrr segir 20:20.
Dómararnir voru ömurlegir í
þessum leik og höfðu m.a. eitt
mark af Þórsurum er knötturinn
lenti á litlu hjóli inn í marki
Reynismanna og spýttist þaðan
út á völlinn aftur en ekkert mark
var dæmt. Annars geta Þórsarar
sjálfum sér um kennt. Þeir létu
markvörð Reynismanna verja 4
af 5 vítum þeirra í leiknum og
héldu ekki haus í lokin.
Mörk Þórs: Sigurpáll 6, Ólafur
4, Gunnar G 3, Kristinn 3,lngólf-
ur 2 og þeir Hörður og Gunnar
M. 1 mark hvor.
Markahæstir Reynismanna
voru Sigurður Sumarliðason 5,
Heimir Karlsson 4 og Daníel
Einarsson 4. AE/Reykjavík
Þórsarar náðu aðeins einu stigi um helgina og eru að missa af lestinni í baráttunni um sæti í 2. deild að ári.
Sá leiðindaatburður átti sér
stað á föstudagskvöldið að
það mættu hvorki dómarar á
leik ÍBK og Þórs né Reynis
og Vöisungs. En lið þessi áttu
að leika í 3. deildinni í hand-
bolta. Bæði Þórs- og Völs-
ungsliðið voru búin að ferðast
frá Norðurlandi alla leið á
Suðurlandið með ærnum tii-
kostnaði auk vinnutaps.
Einnig urðu fjölmargir áhorf-
endur frá að hverfa.
Leikurinn í Sandgerði fór þó
fram þar sem tveir leikmanna
ÍBK tóku að sér að dæma hann.
Þessi atburður er því miður
langt frá því að vera einsdæmi
og er auöséþ að HSÍ þarf að
; gera átak í jjtióniaramálum og
~ þá 'sérstaklójgfr’fyMr néðri déííd-
irnar.
Það er hvorki hægt að bjóða
leikmönnum né áhorfendum
upp á svona vinnubrögð ef
halda á uppi skipulagðri kep.pni
í þremur deildum. Því beini ég
hér með þeim tilmælum til for-
ráðamanna HSÍ að þeir komi
dómaramálum í almennilegt
horf.
Það er vissulega ánægjuefni
að a iandslið okkar sé að fara í
úrslitakeppnina í HM, en ekki
má leggja svo mikla áherslu á
það að allt annað starf sé í
molum. AE/Reykjavík
IBK f Keflavík
Það á ekki af Þórsurum að
ganga í vítaskotum, því að í
gær nýttu þeir aðeins þrjú af
þeim átta sem þeir fengu.
Fjögur varin og eitt framhjá.
Samtals misnotuðu þeir því níu
af þeim fjórtán sem þeir fengu
um helgina. Spurningin er
hverjum er verið að refsa með
að dæma Þórsurum víti.
Keflvíkingar skoruðu fyrsta
mark leiksins en síðan var jafnt á
öllum upp að 4:4. Á þessum kafla
varöi Hermann markvörður Þórs
eins og berserkur en það dugði
ekki til því á sama tíma misnot-
uðu Þórsarar þrjú víti. Keflvík-
ingar komust í 6:4 og juku svo
muninn í 4 mörk fyrir leikhlé.
Staðan í hálfleik 9:5.
í seinni hálfleik hélst 4 til 6
marka munur og oft voru Þórsar-
arnir eins og höfuðlaus hcr. Leik-
skipulag ekkert og sóknarleikur-
inn tilviljanakenndur. Keflvík-
ingar fóru því létt með að halda
fengnum hlut og sigruðu verð-
skuldað 20:15.
Eini leikmaður Þórs sem hægt
er að hæla í þessum leik er Her-
mann markvörður en hann varði
11 skot og hélt liðinu á floti fram-
an af.
Mörk Þórs: Gunnar G. 3 (1),
Jóhann 3 (1), Kristinn 2, Sigur-
páll 2, Gunnar M. 2 og þeir Ólaf-
ur, Ingólfur og Hörður 1 mark
hver.
Markahæstur Keflvíkinga var
Elvar Sigurðsson með 6 (5).
AE/Reykjavík
íslandsmótið í blaki 1. deild:
Tvö töp KA
gegn Þrótti
Það leit ekki vel út í byrjun
hjá KA-stelpunum er þær léku
við Þrótt í 1. deildinni í blaki í
Glerárskóla á föstudagskvöld.
Þróttarstelpurnar byrjuðu af
miklum krafti og unnu tvær
fyrstu hrinurnar örugglega. Þá
fyrstu 15:5 og aðra hrinuna
15:0.
Virtust KA-stelpurnar vera
hálfsofandi í byrjun og það var
ekki fyrr en í þriðju hrinunni að
þær náðu að bíta frá sér. Þær
komust í 3:0 en Þróttarstelpurnar
voru fljótar að jafna og breyttu
stöðunni í 9:4 sér í vil. KA-stelp-
urnar jöfnuðu 9:9 og komust yfir
13:9 en þá mistókst uppgjöf og
Þróttarstelpurnar jöfnuðu 13:13.
Þá unnu KA-stelpurnar boltann
og skoruðu 14. stigið en misstu svo
boltann. Þróttarstelpurnar náðu
ekki að skora stig en það gerðu
KA-stelpurnar er þær unnu bolt-
ann aftur og sigruðu í hrinunni
15:13.
í fjórðu hrinunni var aðeins
jafnt í byrjun 4:4 en þá tóku
Þróttarstelpurnar mikinn kipp og
sigruðu örugglega 15:6 og þar
með í leiknum 3:1.
Mikill getumunur er á liðunum
og þá virðist hugarfar KA-stelpn-
anna ekki vera allt of gott. Þær
virðast ekki trúa því að þær geti
sigrað þessi blakstórveldi að
sunnan en hafa þó sýnt annað
slagið að þær geta alveg staðið
upp í hárinu á þeim.
Daginn eftir léku liðin að nýju
og þá sigruðu Þróttarstelpurnar
örugglega 3:0. Fyrsta hrinan end-
aði 15:9, önnur 15:0 og sú þriðja
15:12. KA-stelpurnar áttu ágætis
spretti inn á milli en það þarf
meira til að vinna Þrótt en góða
kafla annað slagið.
íslandsmótið 3. deild:
Stórtap Völsunga
gegn ÍBK
Ekki riðu Völsungar feitum
hesti frá viðureign sinni við
ÍBK á laugardag. Keflvíkingar
sigruðu stórt 30:20 og tryggðu
stöðu sína í toppbaráttu 3.
deildar.
Keflvíkingar voru mun sterkari
í fyrri hálfleik og í leikhléi var
14:9 þeim f hag.
í upphafi síðari hálfleiks voru
Völsu.ngar hins vegar mun
ákveðnari og náðu að minnka
muninn í 1 rnark. 18:17 þegar um
það bil 15 mín. voru til leiksloka.
En þá sprungu þeir á limminu og
Keflvíkingar rúlluðu þeim upp í
lokin. Lokastaðan 30:20.
Markahæstir Völsunga voru
Pálmi með 13 og Gunnar Jó-
hannsson 2.
í liöi ÍBK skoruðu Freyr Sverr-
isson 10 og Elvar Sigurðsson 9.
AE/Reykjavik
Landsleikir íslands og Noregs:
ísland vann báða
íslendingar og Norðmenn léku
tvo iandsleiki í handbolta um
helgina. íslenska liðið sigraði í
báðum leikjunum 25:24 í þeim
fyrri og 30:19 í þeim síðari.
íslenska liöið lék ekki vel í
fyrri leiknum og var nærri búið
að missa leikinn niður í jafntefli.
Þeim tókst þó að merja eins
marks sigur 25:24.
í síðari leiknum léku íslensku
strákarnir á als oddi og unnu yfir-
burðasigur 30:19.
Þetta voru síðustu leikir liðsins
fyrir lokaátökin í Sviss í lok mán-
aðarins.
Knatt-
spymu
úrslít
Um helgina var leikið í 5.
umferð ensku bikarkepn-
innar. Þrcmur leikjum varð
að fresta á getraunaseðlin-
um og var teningurinn látinn
ráða í þeim leikjum. Úrslit
ieikjanna sem spilaðir voru
og röðin á seðlinum er þessi:
Derby-Sheff.Wed. fr. 2
Luton- Arsenal 2:2 x
Petcrboro-Brighton 2:2 x
Southampton-IVfilhvall 0:0 x
Tottenham-Everton fr. 2
York-Liverpool 1:1 x
Einn leikur fór fram í 1. deild.
Coventry-Birmingham 4:4
í 2. deild voru aðeins leiknir
tveir leikir af þeiin sex sem
voru á getraunaseðlinum og var
kastað upp á hina fjóra:
Blackburn-C.Palace 1:2 2
Fulham-Charlton fr. 2
Hull-Shrewsbury fr. 2
Leeds-Barnsley 0:2 2
Middlesbro-Grimsby fr. 1
Wimbledon-Stoke fr. 1
STAÐAN
1. deild
Everton 28 17- 5- 6 63:35 56
Man.United 28 17- 5- 6 49:23 56
Chelsea 27 16- 6- 5 45:29 54
Liverpool 29 15- 9- 5 57:31 54
West Ham 26 15- 6- 5 42:24 51
Luton 29 13- 8- 8 46:32 47
Arsenal 26 13- 7- 6 32:29 46
Sheff.Wed 27 13- 7- 7 43:42 46
Nottm.Forest 29 14- 4-11 52:42 46
Newcastle 28 11- 9- 8 36:43 42
Man.City 29 11- 8-10 36:34 41
Watford 27 11- 6-10 46:43 39
Tottenham 28 10- 5-13 39:35 35
Southampton 28 9- 7-12 34:39 34
Q.P.R. 28 10- 3-15 30:42 33
Coventry 29 8- 7-14 36:48 31
Leicestcr 28 6- 9-13 37:51 27
Ipswich 28 7- 5-16 22:40 26
Oxford 29 6- 8-15 42:57 26
Aston Villa 28 5-10-13 31:43 25
Birmingham 28 6- 3-19 15:38 21
W.B.A. 29 3- 7-19 25:65 16
Staðan í 3. deild íslands-
inótsins í handknattleik eftir
leiki helgarinnar er þessi:
ÍBK-Þór 20:15
Týr-ÍH 35:15
Reynir-Völsungur 21:29
ÍA-UMFN 26:28
Reynir-Þór 20:20
ÍBK-Völsungur 30:20
STAÐAN
3. deild
ÍBK 20 17 0 3 540:379 34
Týr 19 16 0 3 505:359 32
Rcynir 20 11 5 4 477:430 27
ía‘ 18 11 3 4 458:382 25
Þór 19 11 3 5 433:376 25
Fylkir 17 9 1 7 371:344 19
Selfoss 18 84 6 394:380 20
Völsungur 19 7 1 11 450:468 15
UMFN 20 6 3 11 486:495 15
UFHÖ 18 6 1 11 425:495 13
ÍH 17 5 II 12 393:463 10
Skallagrímur 17 3 I 13 342:438 7
Ogri 19 IIII 19 271:536 0