Dagur - 17.02.1986, Blaðsíða 12
Akureyri, mánudagur 17. febrúar 1986
Ritstjórn • Auglýsingar • Afgreiðsla Síminn er 2 4 222
Nemendur unglingadeildanna í Glerárskóla stóðu í stórræðum um helgina. Nemendaráð gekkst þá fyrír maraþon-
keppni í dansi. 65 unglingar tóku til við dansinn klukkan 18 á föstudaginn. Á laugardagsmorguninn voru 7 eftir.
Tveir heltust úr lestinni seinni part dags og samkvæmt viðurkenndum reiknireglum voru þá 5 eftir, allt stúlkur. Þær
þraukuðu fram að miðnætti og höfðu þá dansað í 30 tíma! Þátttakendur fengu 5 mínútna pásu á klukkustund tii að
slappa af og næra sig. Foreldrar sáu um gæsluna og dómnefnd gaf keppendum stig, mismörg eftir hreyfanleika hvers
og eins. Sigurvegarinn hlaut 3 þúsund krónur að launum auk áletraðs gullpenings. Þeir sem urðu í öðru og þriðja
sæti fengu silfur- og bronspening að launum. Þá fengu allir þátttakendur viðurkenningarskjal til minningar um
spriklið. „Bimbó“ blaðaútgefandi gaf öllum sem heimsóttu Glerárskóla þessa helgi eintak af tónlistartímaritinu
„Smelli" og stelpurnar í þremur efstu sætunum fengu ársáskrift að auki. Sannarlega vel af sér vikið hjá krokkunum
enda heilbrigðar sálir í hraustum líkömum, eins og einhvers staðar stendur skrifað. BB.
Mynd KGA.
Tveir jarðskjálftakippir
- ekki boðberar frekari stórtíðinda, segir Daði Þorkelsson
Ofnasmiðja
Norðurlands
aftur norður
Margt bendir nú til þess að
Ofnasmiðja Norðurlands fari
að standa undir nafni að nýju,
þ.e. sem ofnasmiðja á Norður-
landi.
Eigandinn, Guðrún Einars-
dóttir, stofnaði fyrirtækið og
starfrækti á Akureyri um nokk-
urra ára skeið en ákvað síðan að
flytja það til Reykjavíkur.
Haukur Adólfsson pípulagn-
ingameistari hefur staöið í samn-
ingaviðræðum við Guðrúnu um
kaup á fyrirtækinu. Haukur rek-
ur pípulagningaþjónustu í rúm-
góðu húsnæði úti í Þorpi og mun
hafa áhuga á að setja ofnaverk-
smiðjuna upp þar.
Engir samningar hal'a verið
undirritaðir en Dagur hefur
áreiðanlegar heimildir fyrir því
að gengið verði frá kaupunum á
allra næstu dögum. BB.
Haukur Adólfsson hyggst kaupa
Ofnasmiðju Norðurlands.
„Það er rétt hugsanlegt, að
fleiri kippir af svipaðri stærð
geri vart við sig á næstunni, en
það er engin ástæða til að ætla
að einhver stórtíðindi séu í
vændum, öðru nær,“ sagði
Barði Þorkelsson, jarðskjálfta-
fræðingur, í samtali við Dag í
gær.
Klukkan 21.34 á laugardags-
kvöldið og kl. 11.55 á sunnudags-
morgun fundust jarðskjálftakipp-
ir á ýmsum stöðum á Norður-
landi. Sá fyrri var öllu sterkari,
um 3,5 stig á Ricter, og benda all-
ar líkur til þess, að upptök hans
hafi verið um 10 km norður af
Gjögurtá. Skjálftinn fannst vel á
Húsavík, Grímsey, Ólafsfirði,
Hrísey og ef til vill víðar. Seinni
skjálftinn var vægari og virðist
hafa verið öllu vestar, því hans
varð vart á Siglufirði og í Svarf-
Akureyri:
Brotist
inn í
Kotið
- en litlu var stolið
í fyrrinótt var brotist inn í
verslunina Kotið við Hafnar-
stræti. Brotin var rúða og
gramsað í varningi verslunar-
innar, en litlu stolið. Málið er
óupplýst.
Helgin var friðsæl meðal Akur-
eyringa, ef miðað er við dagbæk-
ur lögreglunnar. Aðeins þrír
minniháttar árekstrar urðu frá
því á föstudag fram á sunnudag
og aðfaranótt sunnudagsins var
aðeins einn gestur í fangageymsl-
unum. Það þætti léleg nýting á
hóteli, eins og varðstjórinn orð-
aði það. Þar við bætist, að lög-
reglan á Akureyri hefur engan
grunaðan um ölvun við akstur
um helgina.
- GS
aðardal, en ekki á Húsavík.
Norðlendingar munu hafa tek-
ið þessum skjálftum með still-
ingu, þó að einhverjir hafi skipt
litum, minnugir fyrri jarðhrær-
inga á svæðinu, af eigin reynslu
eða afspurn.
- GS.
Bæjarstjóm er á
varhugaverðri braut
- segir Freyr Ófeigsson
„Góður hagur vatnsveitunnar
og annarra fyrirtækja á að
mínu viti að koma viðskipta-
vinum til góða í lækkuðum
gjöldum. Stjórn Vatnsveitu
Akureyrar hefur haft þá stefnu
að verðleggja vatnið það ríf-
lega að hægt væri að hafa
reksturinn traustan og stuðla
að sem allra mestri uppbygg-
ingu. Viðskiptavinirnir eiga
því að njóta þess í formi lægri
vatnsgjalda, þegar uppbygg-
ingin fer að skila árangri. Við
erum komnir yfir erfiðasta
hjallann, enda er ekkert álag
á vatnsskatt í ár í fyrsta sinn
síðan 1971,“ sagði Freyr
Ófeigsson, sem var formaður
vatnsveitustjórnar þar til á
þriðjudag að hann sagði af sér.
Freyr sagði af sér embætti eftir
að bæjarstjórn hafði samþykkt að
taka 15 milljónir að láni hjá
vatnsveitunni til framkvæmda á
vegum bæjarsjóðs, í trássi við
vilja vatnsveitustjórnar.
Freyr Ofeigsson.
Freyr sagði að samþykkt
bæjarstjórnar hefði kollvarpað
öllum áformum stjórnar vatns-
veitunnar og væri kjaftshögg á
alla þá sem greitt hafa hátt vatns-
gjald án mótmæla í þeirri trú að
vatnið mundi lækka með batn-
andi fjárhagsstöðu veitunnar.
„Það er sjálfsblekking hjá
bæjarstjórn að tala um lán í þessu
sambandi. Þegar þessir peningar
eru einu sinni komnir inn í bæjar-
sjóð verður ekkert áhlaupaverk
að ná þeim til baka. Á sama tíma
og bæjarsjóður yfirtekur fram-
kvæmdafé vatnsveitunnar til að
bæta úr eigin fjárþurrð eru tekju-
stofar bæjarsjóðs ekki einu sinni
fullnýttir. Fullnýting hefði gefið
12 milljónir í viðbótartekjur,“
sagði Freyr ennfremur.
Sjálfstæðismenn fluttu tillög-
una sem samþykkt var í bæjar-
stjórn. Freyr sagði að sjálfstæðis-
menn hefðu alltaf verið með
skítkast út í vatnsveituna síðan
þeir hættu að stjórna henni og
hún fór að ganga vel. En með því
að samþykkja tillögu þeirra væri
bæjarstjórn að fara inn á var-
hugaverðá braut og „ég veit ekki
hvar sú ferð endar. Þetta er hrein
blekking gagnvart skattgreiðend-
um,“ sagði Freyr að lokum. BB.
Batnandi atvinnuástand á Húsavík:
Nú vantar fólk
í fiskvinnsluna
Það vantar fólk til að vinna við
fiskvinnslu og í aðgerð hjá
Fiskiðjusamlagi Húsavíkur.
Einnig vantar starfsfólk í Síld-
arvinnsluna. Auglýst var eftir
starfsfólki á fimmtudag í síð-
ustu viku og má telja það mikil
og gleðileg tíðindi.
Að sögn Tryggva Finnssonar
framkvæmdastjóra hætti eitthvað
af starfsfólki og leitaði annarra
ráða í atvinnumálum í hinu langa
hléi sem varð á vinnu í Fiskiðju-
samlaginu í vetur. í hönd færi sá
tími er mest átvinna væri hjá
þeim.
Kolbeinsey landaði 150 tonn-
um í síðustu viku og afli er að
glæðast hjá bátunum. Tryggvi
sagði að í ár virtist allt vera fyrr
á ferðinni. Oft hefði verið slök
veiði í febrúar, en nú hefði tíð
verið góð. Mars, apríl og maí *
hefðu oftast verið bestu mánuð-
irnir fyrir bátaflotann og vonaði
hann að bátarnir yrðu heima í
vetur.
„Atvinnuleysi hefur minnkað
geysilega mikið,“ sagði Snær
Karlsson á Verkalýðsskrifstof-
unni. Fjörutíu Húsvíkingar er þó
enn á atvinnuleysisskrá, það er
fólk úr ýmsum starfsgreinum, þar
sem misjafnt ástand er. Vantaði
t.d. vinnu fyrir verslunarmenn og
eru níu þeirra á skrá. IM/gej-