Dagur - 07.03.1986, Page 4

Dagur - 07.03.1986, Page 4
4 - DAGUR - 7. mars 1986 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SfMI 24222 ÁSKRIFT KR. 420 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 40 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: GÍSLI SIGURGEIRSSON FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, BRAGI V. BERGMANN, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (HÚSAVlK), YNGVI KJARTANSSON, KRISTJÁN G. ARNGRÍMSSON, KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, MARGRÉT Þ. ÞÓRSDÓTTIR AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. JeiðarL Lögvemdm starfsheitis Kennarar hafa í áraraðir barist fyrir því að fá lög- verndun starfsheitis síns. Eins og málum er háttað í dag getur nánast hver sem er kallað sig kennara, burtséð frá menntun og starfsréttindum. Kennara- laun hafa á undanförnum árum dregist aftur úr öðr- um launum og í dag er kennsla eitt verst launaða starf sem um getur, miðað við menntun. Þessi þróun hefur haft það í för með sér að kennarar hafa unn- vörpum flúið stétt sína og hafið störf á nýjum vett- vangi. Þetta hefur bitnað á þeim sem síst skyldi, nemendunum. Til þess að manna skólana á haustin hafa skólastjórar orðið að grípa til þess ráðs að ráða fólk án kennsluréttinda til starfans. Misjafnt er eftir landshlutum hversu margt réttindalaust fólk er við kennslu. í tveimur kjör- dæmum er hlutfallið um og yfir 50%. Erfitt er að fullyrða að þeir sem ekki eru til starfsins menntaðir séu verri kennarar en hinir sem hafa fulla menntun. En kennsluréttindi eru ákveðin trygging, um það verður ekki deilt. Lög- verndun starfsheitisins kennari er því nauðsyn- leg. í flestum starfsgrein- um er lögverndun tahn sjálfsögð. Enginn má t.d. fara inn á verksvið iðnað- armanna, nema þá á eigin heimili eða fyrirtæki. í því sambandi er oft talað um „fúskara". Það má heldur enginn aka bifreið án þess að hafa til þess réttindi. Ef menn taka upp á því að aka próflausir er það þeim ekki til málsbóta þótt þeir séu góðir ökumenn. Rétt- indin skipta meginmáli. Menntun er með því dýrmætasta sem maður getur eignast og hún verður aldrei metin til fjár. Æska þessa lands á heimtingu á að fá eins góða kennslu 1 skólum þessa lands og framast er hægt að veita. Með lög- verndun yrði stigið stórt skref í þá átt að fá fleira réttindafólk til starfa í skólunum og stuðla þann- ig að eflingu menntunar í landinu. Menntunin er sú undirstaða sem hver mað- ur byggir sína framtíð á. Þegar verið er að byggja er byrjað á því að grafa niður á „fast“. Það er nefnilega best að byggja á bjargi, undirstaðan verður að vera traust. Látum því fagmenn vinna verkið. BB. r-koll — hnýsa. Líkir með líkum I síðustu Koll-hnýsu fjallaði ég um glæpi og sagði eilítið frá Bocksten-manninum. í þessum þætti langar mig til að fjalla svo- lítið um refsinguna. í tímanna rás hefur refsingin breyst allmikið. í stéttlausum samfélögum fortíðarinnar giltu sömu lög fyrir alla og sama refs- ing viðhöfð á öllum sem glæpi frömdu. Ég leyfi mér að halda því fram að þetta hafi breyst mjög með tilkomu stéttasam- félagsins. Efri stéttirnar eiga léttara með að koma sér undan refsingu og þegar þær þurfa að taka út refsingu er hún ekki nándar nærri eins þungbær þeim og þeirra í lægri stéttunum, þeg- ar um sama brot er að ræða. Fyrir mörgum árum heyrði maður um efnamenn, sem þurftu að sitja af sér dóm, að þeir færu norður, hvar allar að- stæður væru líkastar hóteli. Fyr- ir einu eða tveimur árum var lögreglustjórinn í Stokkhólmi tekinn fyrir of hraðan akstur. Slíkur var hraðinn að sam- kvæmt lögum átti að svipta hann ökuskírteininu á staðnum. En stöðu sinnar vegna var hann afar háður bílnum og gat treglega sinnt starfi sínu án hans. Málið var þaggað niður, en hann var þó látinn greiða sekt. Einhver þefvís blaðamað- ur komst í málið og lyktaði því með því að meðborgarasamtök ein kærðu málsmeðferðina. Veit ég ekki hvernig því lauk. JerneUder For forste gang i vor forhistoric, i ældre romersk jemalder, víser en daroker sit ansivt fnr rx Hoved<.t »f 'IVJIimH-manrlen Uf .ÍW Tollunda-maðurinn. 2000 ára hvfld setur sín spor. Bjarni Einarsson skrifar Nú aftur til fortíðar. Tacitus segir frá í Germaníu hvernig germanar refsa svikurum og liðhlaupum. Þeir voru hengdir í tré. Stríðshræddum, ónáttúru- legum o.fl. vörpuðu þeir í drullu (mýri). í Hollandi, NV,- Pýskalandi og Danmörku hafa fundist u.þ.b. 100 lík í mýrum sem mjög líklega eru af fólki sem tekið var af lífi fyrir glæpi. Eitthvað af þeim gæti þó verið fórnir til guðarina, en þess ber að geta að þetta gat farið saman, þ.e.a.s. að refsifanga var fórnað. Stundum íinnast aðeins einstakir líkamshlutar, svo sem hendur, fætur o.s.frv. Oft bera líkin vitni um sjálfa aftökuaðferðina, brotnar höf- uðkúpur, brotnir útlimir, skorn- ir hálsar og þekktar eru heng- ingarólar sem enn eru um háls- inn við fundinn. Eitt þekktasta mýrar-lík sem fundist hefur er Tollunda-maðurinn svokallaði. Hann var uppi á eldri járnöld, (500 f.Kr,—400 e.Kr.) eins og öll hin líkin, nánar tiltekið á keltn- eskri járnöld (500 f.Kr.-Kr.f.). Tollunda-maðurinn fannst árið 1952 og var með ólíkindum vel varðveittur eftir u.þ.b. 2000 ára legu í loftþéttri gröf sinni sem honum var búin. Greinilegt er að maðurinn hefur látið lífið við hengingu, því utan um háls- inn á honum var reipi, kyrfilega hert. Menn hafa velt því mikið fyrir sér hvað maðurinn hafi gert, þ.e.a.s. hvað hann starf- aði. Svo vel varðveittur er hann að menn geta sagt til um hvað hann gerði ekki. Hann var ekki bóndi, ekki iðnaðarmaður og yfirleitt ekki erfiðisvinnumað- ur. Þetta gáfu hendurnar vís- bendingu um, því þær voru nettar (litlar og fíngerðar) og báru engin merki um erfið- isvinnu. Fingraför hans eru þannig að ekki er á færi færustu sérfræðinga að sjá að þau séu komin af fingrum 2000 ára gam- als líks. Á kroppinn var hann þannig frá náttúrunnar hendi að hann var lágvaxinn, mjósleginn og allur fremur rýr. Hvað gerði hann þá? Sumir hallast að því að hann hafi verið prestur, aðrir að hann hafi verið shamann (galdralæknir). Hvað um það, fórn hefur hann líklega ekki verið því eins og sjá má á myndinni er hann órakaður sem bendir til þess að hann hafi ver- ið hafður í tugthúsi fyrir aftök- una. Einnig var hann í ómerki- legum fötum, en fórnarlömb voru gjarnan vel tilhöfð fyrir fórnina til að mýkja guðina. Síðasta máltíð Tollunda- mannsins var ómerkileg og einna best að kalla hana tugt- húsfæðu. Þeim sem vilja ná sambandi við Tollunda-mann- inn er vísað á Minjasafn Silki- borgar í Danmörku, hvar hann nú býr og tekur á móti gestum á venjulegum opnunartíma safnsins. Bjarni Einarsson.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.