Dagur - 07.03.1986, Side 11
7. mars 1986 - DAGUR - 11
Venjuleg skipting í
árgcmga leyst upp
- segir Ingólfur Armannsson, skólastjóri
Síðuskóla á línunni
- Góðan dag. Er Ingólfur Ár-
mannsson við?
- Já, andartak.
Eftir andartak svarar Ingólfur
meö sinni rólegu röddu í
símann.
- Sæll vertu. Petta er á Degi.
Ert þú ekki til í að spjalla svolít-
ið við mig um Listahátíð Siðu-
skóla?
- Jú, það held ég að hljóti að
vera.
- Hvernig fer þessi listahátíð
fram?
- Hugmyndin er að þar komi
fram árangur af vinnu nemenda
þessa viku sem við höfum kallað
listaviku og myndlistarviku sem
var í desember síðastliðnum. Þá
komu þeir og aðstoðuðu okkur,
Guðmundur Ármann og Dan-
íel Guðjónsson. Hugmyndin að
þessari listaviku og framkvæmd
hennar hefur verið þróast í allan
vetur. Það má segja að upphafið
hafi verið í haust þegar ákveðin
var dagskrá vetrarins, þá var
strax stefnt að þessari sérdag-
skrá á þessum tíma.
- Er ekki rétt að þessa viku
sem nú er að líða hafi unnið
saman að margvíslegum verk-
efnum, krakkar úr fyrsta til
sjötta bekk?
- Það er rétt, jú. Þessa viku
hefur verið leyst alveg upp þessi
venjulega skipting í árganga og
hver nemandi fékk að velja sér
nokkra af þeim verkefnahópum
sem voru í boði. Síðan var þeim
raðað í hópa þannig að í hverj-
um hópi séu svona 10 til 12
nemendur á mjög mismunandi
aldri, frá 6 til 12 ára.
- Hvernig hefur samstarfið
gengið?
- Það hefur yfirleitt gengið
mjög vel. Eina vandamálið sem
upp hefur komið í því sambandi
er að yngstu árgangarnir tveir
eru langfjölmennastir og þess
vegna verða hlutföllin svolítið
erfið stundum ef þessir árgangar
eru í meirihluta í viðfangsefnum
sem eru svolítið strembin fyrir
þau. Að öðru leyti hefur sú sam-
vinna gengið mjög vel.
- Hafa þeir eldri þá verið
duglegir að hjálpa þeim yngri og
hafa þau með?
- Já, þau hafa virkilega tekið
þau undir sinn verndarvæng og
ég held að það sé báðum til
góðs. Þau eldri fá þjálfun í því
að leiðbeina hinum og þau yngri
fá meiri einstaklingshjálp en
ella.
- Hver eru helstu verkefnin
sem börnin hafa verið að fást
við?
- Þau hafa verið þó nokkuð
fjölbreytt. Það hefur einn hópur
verið að mála á veggi í kjallar-
anum og er ætlunin að verk
þeirra standi á veggjunum til
frambúðar. Annar hópur hefur
verið að búa til ýmiss konar stytt-
ur úr margvíslegu efni. Síðan
hafa verið í gangi tónlistarhóp-
ar, bæði í skólanum og svo hafa
þeir nemendur skólans sem
jafnframt eru í Tónlistarskólan-
um verið að útbúa sérstakt
prógramm með aðstoð sinna
kennara þar. Þá hefur verið
leikrit í undirbúningi og einnig
hafa verið hópar í fjölmiðlun;
blaðaútgáfu og gerð
myndbands. Danshópur hefur
æft bæði klassíska dansa og
„aerobic“. Einn hópur er að
undirbúa ýmiss konar leiktæki.
Auk þessa hefur alla vikuna ver-
ið í gangi starfsemi sem við köll-
um sögustund. Þar hafa krakk-
arnir getað slakað á, hlustað á
sögu, teflt eða fundið sér önnur
viðfangsefni. Svo hafa verið
farnar vettvangsferðir, bæði í
tengslum við starfsemi hópanna
og sjálfstæðar ferðir.
- Hafa foreldrar barnanna
tekið þátt íþessari listaviku?
- Já, bæði hafa nokkrir for-
eldrar komið og aðstoðað
kennara við leiðbeiningarstörf
og einnig hafa nokkrir aðstoðað
við fjáraflanir til að standa
straum af reksturskostnaði lista-
vikunnar.
- Heldur þú að þetta geti leitt
til þess að betra samband náist
milli foreldra og skóla?
- Ég held að þetta sé ótvírætt
ein af þeim leiðum sem bjóða
upp á nánari tengsl þar á milli.
- Er svo ekki meiningin að
fólk utan úr bæ geti komið í
heimsókn og séð afrakstur
listavikunnar í Síðuskóla?
- Jú, það verður opið frá
klukkan tvö tii sex í dag og á
morgun og það eru allir vel-
komnir.
Pá vitum við það. Ég vona að
það verði fjölmennt hjá ykkur
og þakka þér fyrir spjaUið. -yk.
,;s
%
Jii
Akureyringar - Bæjargestir
Veriö velkomin á Höfðaberg,
nýjasta veitingastað bæjarins.
Opið alla daga fyrir hádegis- og kvöldverð.
Nýr og glæsilegur matseðill.
★
Föstudagskvöldið 7. mars.
Lokaö vegna einkasamkvæmis.
Laugardagskvöldið 8. mars.
Kvöldverður framreiddur frá kl. 10.00.
Ath. Nokkur borð laus fyrir matargesti.
Dansleikur.
Hljómsveit Steingríms Stefánssonar
leikur fyrir dansi tii kl. 03.00.
Húsiö opnað fyrir dansgesti kl. 22.30.
Borðapantanir (aðeins fyrir matargesti) í síma 22200.
HOTEL KEA
AKUREYRI
Lögtaksúrskurður
Hér meo úrskurðast lögtök fyrir vangreiddum sölu-
skatti mánaðanna október, nóvember og desember
1985 á Akureyri, Dalvík og í Eyjafjarðarsýslu, svo og
fyrir söluskattshækkunum. Ennfremur tekur úrskurð-
ur þessi til þinggjaldahækkana á gjaldendur í um-
dæminu og launaskatts 1985. Svo og úrskurðast
lögtök fyrir þungaskatti samkvæmt mæli af díesel-
bifreiðum fyrir mánuðina október, nóvember, des-
ember og janúar s.l„ þ.e. af bifreiðum með um-
dæmismerki A. Loks tekur úrskurðurinn til dráttar-
vaxta og kostnaðar. Fer lögtak fram að liðnum 8
dögum frá birtingu úrskurðar þessa.
Bæjarfógetinn á Akureyri og Dalvík,
sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
6. mars 1986.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 105., 107. og 108. tb. Lögbirtingablaðsins
1985 á fasteigninni Skíöabraut 11, Dalvík, þinglesinni eign
Svavars Marinóssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Lands-
banka íslands, Ólafs B. Árnasonar hdl. og Gústafs Þórs
Tryggvasonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudaginn 12. mars
1986, kl. 14.00.
Bæjarfógetinn á Dalvík.
Innheimta
fasteignagjalda
I samræmi við ákvæði laga nr. 49/1951 um sölu
lögveða án undangengis lögtaks er hér með birt
almenn áskorun til þeirra sem ekki hafa greitt
fasteignagjöld sín álögð 1986 um að greiða.
Ef ekki verður orðið við áskorun þessari mun
hverjum þeim sem á ógreidd fasteignagjöld settur
30 daga bréflega frestur að greiða gjöldin en að
þeim tíma liðnum má beiðast nauðungaruppboðs
á viðkomandi eign til fullnaðargreiðslu gjaldanna
ásamt dráttarvöxtum og kostnaði en innheimtan
væntir þess að eigi þurfi til slíks að koma.
Bæjargjaldkerinn, Akureyri.